Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 40
Er rafmagnstækin hófu að færa þægindi inn á heimilin á fyrri hluta síðustu aldar varð til öflugt fyrirtæki á Íslandi sem framleiddi slík tæki. Það var Rafha í Hafnarfirði. Fyrsta rafmagnseldavélin var búin til í Rafha árið 1937 og það ár voru framleiddar 184 slíkar vélar. Þær líktust þýskum vélum sem hér voru á markaði. Þegar stríð- ið skall á lenti Rafha í erfiðleik- um með að útvega efni í Evrópu og sneri sér því til Ameríku. Því var hönnuð ný eldavél með amer- ískum rafbúnaði, gormahellum og hitastilli með Fahrenheit-kvarða. Árið 1945 var stríðið úti. Þá efld- ist framleiðslan hjá Rafha og fyrirtækið hóf að framleiða ryk- sugur, kæliskápa og þvottavélar. Í árslok 1960 hafði það framleitt samtals rúmlega 86.000 raftæki af meira en þrjátíu gerðum, fyrir utan 11.000 ljósatæki. Upp úr 1960 var innflutningur gefinn frjáls og upp úr því dró úr framleiðslu ís- lenskra rafmagnstækja. Enn er Rafha þó öflugt fyrirtæki en nú í innflutningi á raftækjum og innréttingum. Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er sérstakt Rafha horn. Þar voru flestar myndirnar teknar. Aðrar eru frá fyrirtækinu Rafha á Suð- urlandsbraut 16. Íslensk heimilistæki auðvelduðu daglegt lífÁ www.epal.is eru alltaf nokk-ur húsgögn á tilboði. Meðal þess sem þar má nú sjá er verklegir stólar úr vír. Rauðar pullur eru í Bertoia-stólun- um sem nú eru á nettilboði í Epal. Þær gera tvennt í senn, prýða stól- ana og auka þægindi þeirra. Stól- arnir eru teiknaðir af Harry Bert- oia og framleiddir hjá Knoll. Þeir kosta nú 45.000 krónur stykkið en voru áður á 67.500 og upplagið er mjög takmarkað. Vír og pulla Margir eiga örbylgjuofn sem þeir nota sárasjaldan. Bæði tími og orka sparast þegar matreitt er í örbylgjuofni. Það tekur sjö mínútur að matreiða 250 g af kartöflum í örbylgjuofni en 25 mínútur á eldavél. Örbylgjan er tilvalin til að hita upp afganga. Einnig er gott að skvetta smá vatni á hart brauð og mýkja það upp í ofninum. Meiri safi næst úr sítrónum og appelsínum ef þær eru settar í örbylgj- una í nokkrar sekúndur. Til að ná hýðinu utan af hvítlauksrifi er þjóðráð að setja það inn í ör- bylgjuofn í fimmtán sekúndur. Eftir það flettist það afar auðveldlega af. Nýting örbylgjuofnsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.