Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 80
Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú ná- kvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íran- ar sem höfðu ekki haldið sér vak- andi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagur- inn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir stað- setningu himintunglanna. Alla síðustu viku eru húsmæð- ur búnar að hamast við að þrífa allt hátt og lágt, fægja silfur, dusta teppi, rífa niður gardínur og svo framvegis. Nýja árið táknar nýja byrjun og nýjan dag og því þarf allt að vera tandurhreint. Ein- hvern veginn er lógískara að gera vorhreingerningu heldur en jóla- hreingerningu. Hátíð nýja ársins stendur yfir í 13 daga og á meðan stendur borðið í stofunni með hlutunum sjö sem byrja á S, eins og jólatréð stendur í stofunni hjá okkur Íslendingum. Það er ekki nóg að skella einhverjum hlutum á borðið, það þarf að vera fallegt og sýna fram á smekkvísi húsmóð- urinnar. Þessi hefð í kringum nýja árið er meira en 3.000 ára gömul og upp- runnin í Zoroastrian trúnni sem landlæg var í Persíu áður en Ar- abar réðust inn í landið með íslam. Þessi trú á kannski meira skylt við goðafræði okkar Íslendinga. Heimurinn var skapaður í sjö stig- um og þessi siður fagnar byrjun heimsins. Á nýársdag er hefð að borða fisk og hrísgrjón í hádeginu. Kökur, íranskt konfekt og súkkulaði eru á öllum borðum og svo er farið í heimsókn til allra. Ég hef hálf- partinn verið ættleidd af fjöl- skyldu Golriz vinkonu minnar og er þess vegna alltaf drifin með í allar fjölskyldusamkomur og alls staðar taka Íranar mér með opnum örmum. Meðan ég sat inn í stofu og virti fyrir mér fjölskyld- una áttaði ég mig á því að þetta hefði getað verið hvaða fjölskylda sem er á Íslandi. Frænkur, frænd- ur, systkinabörn, makar, börn, ömmur og afar, allir í sínu fínasta pússi. Það eina sem stakk mig gjörsamlega var þegar ég leit við og sá í sjónvarp- inu sem var í gangi í bakgrunnin- um, George W. Bush Bandaríkja- forseta halda eina ræðuna enn um aðgerðir gegn Íran. Það er hálfsorglegt að sitja í fjöl- skylduboði með fólki sem er alveg eins og ég sjálf, og hefur sömu lífs- gæði og lífsstíl, og hlusta á voldug- asta mann í heimi tala um aðgerðir gegn þeim. Íranar elska landið sitt og þrá ekkert heitar en að fá að lifa í friði. Íranar eru þreyttir á stjórn- málaástandinu í landinu og reyna að halda sínu striki og daglega lífi þrátt fyrir pólitískar þreifingar á alþjóðavettvangi. Fólk hefur oft áhuga á að vita hvað mér finnst um kjarnorku- framleiðslu Írana og afstöðu for- setans. Oft reyna þeir líka að út- skýra að málið snýst aðeins um það að ofurveldi Bandaríkjanna fái ekki að stjórna Íran. Einn daginn þegar ég labbaði út í Park-e-Mellat garðinn í Teheran, sem minnir helst á Central Park á Manhatt- an, settist hjá mér ungur strákur og fór að spjalla. Háskólakrökkum finnst gaman að æfa enskuna. Þessi strákur var að læra stjórnmálafræði og hafði mikinn áhuga á að ræða þessi mál við mig. Hann útskýrði fyrir mér hversu ríkt land Íran væri. Náttúruauð- lindir væru alls staðar. Olía, málm- ar, námur, blómlegur landbúnaður og allt til alls. Helsta vandamálið væri að ráðamenn Íran vissu ekki hvernig þeir ættu að nýta allar þessar auðlindir. Hann hafði séð heimildarmynd um orkunýtingu á Íslandi og var mjög spenntur. Íranar vita að olían á eftir klárast og þess vegna vilja þeir þróa aðra orkugjafa hvort sem þeir eru að gera það með réttum eða röngum aðferðum. Daginn eftir nýársdag borðaði ég hádegismat í höllinni. Sa’d Abad hallargarðurinn var sumardvalar- staður síðasta konungsins og þar tók hann á móti gestum. Persnesk fágun og lúxus einkenna hallirn- ar og lítið hefur breyst síðan Reza Shah Pahlavi flúði eftir bylting- una 1979, nema hvað að risa brons- styttan af honum sem var við inn- ganginn var brotin niður og núna standa bara stígvélin hans eftir. Það er lengi hægt að velta fyrir sér hver væri staða Íran í dag hefði byltingin ekki orðið. En meðan ég labbaði um flennistóran hallar- garðinn sá ég Alborz-fjöllin skarta sínu fegursta við bláan himin og sólin skein. Vorið er svo sannar- lega í loftinu í Teheran. Ný byrjun, nýr dagur í Íran Hanz Haraldsson benti mér á þessa skemmtilegu klausu úr við- skiptablaði Mbl.: „Fé Íslendinga er víða á beit og nú síðast hefur það verið rekið í stórum stíl á finnska bithaga. Og vonin blíða er auðvitað alltaf sú að heimta það feitt á hús aftur. Að þessu leyti er enginn munur á hefðbundnum sauðfjárbúskap og búskap íslenskra verðbréfabænda þótt afkoman sé vafalaust nokkuð misjöfn og kannski í öfugu hlut- falli við líkamlegt erfiði.“ Gaman er að sjá svo lífleg tilþrif í málfari blaðamanna. segir í texta undir mynd af létt- klæddri stúlku við grein frá Ekv- ador í Mbl. 11. mars, og er kyn- lega orðað. Ég kannast við lo. fold- gnár, sem gnæfir yfir fold, rís hátt, drottnar yfir landi. En hold- gná stúlka, gnæfir hún yfir hold sitt? Falleg er stúlkan á myndinni og fagurlimuð, íturvaxin og kyn- þokkafull, og fleiri hrósyrði mætti finna um útlit hennar. „Gæðastimpill Benz var í hættu í síðustu kynslóð c-class (svo ritað) vegna innviðisins,“ segir hér í Fréttablaðinu 10. mars. „Innviðis- ins“ er eignarfall af hverju? Inn- viðið? Kannast menn við slíkt orð? Ekki getur það verið af „innvið- ir“ því það væri „innviðanna“ og raunar merkir það orð máttarvið- ir, burðarásar, helstu þættir sam- félags. Er átt við innréttingu? Það orð merkir tréverk, vegg eða gólf- fastir hlutir í húsi. Er „innviðið“ hér kannski nýyrði um innri búnað og – frágang bíla? Hilmar Sigurðsson er ekki ánægð- ur með að ég skuli hafa skrif- að „á 18du öld“ og er forvitinn að heyra hvers vegna ég hef fórnað punktinum góða sem venja er að notað með raðtölum. Ég verð að játa að ég veit ekki hvaðan þetta er komið upphaflega eða hversu gamalt. Ég hef étið þetta upp eftir Jóni Helgasyni prófessor sem ég treysti öðrum betur, og kannski er þetta sérviska. Þorsteinn heitinn Gylfason notaði þetta ævinlega og svo er reyndar um fleiri. Guð- rúnu Kvaran hjá Orðabók Háskól- ans finnst þetta ósköp ljótt. Skoð- anir eru skiptar, en punkturinn er auðvitað hvergi týndur. Íslenskir fjölmiðlar eru ekki sér- lega menningarlega sinnaðir, og því bar nýrra við þegar mynd- list kom á forsíðu blaða. Það var auðvitað ekki vegna listar, held- ur söluverðs, enda skilur þjóð vor víst ekkert nema peninga, sem hún botnar þó ekkert í. Sagt var að málverk hefði selst fyrir metfé, sem er auðvitað tóm vitleysa. Metfé merkir verðmikill hlutur, úrvalsgripur, og á því ekki við um hátt söluverð. Þórdís Jónsdóttir sendir þessa braghendu: Eg vil hafa íslenskuna alveg hreina, orðum mínum eg vil beina til allra er þurfa frá að greina. Vilji menn senda mér brag- hendu eða góðfúslegar ábending- ar: npn@vortex.is Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12 99 kr. smsið LEYSTU KROSSGÁTUNA! Þú gætir unnið sme llinn BORAT á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.