Tíminn - 17.07.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.07.1979, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 17.júlí 1979 — 159.tbl. — 63.árg. Hjartarbani sjá opnu Síðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Að breyta skipum til svartolíubrennslu: Er stærsta sparnaðarmálið • getur sparað 100 milljónir á ári á togara Hei — „Mér hefur verið þessi sparnaður, af því að láta skipin brenna svart- olíu i stað gasolíu, Ijós í mörg ár og tel það lang stærsta sparnaðarmálið nú, þótt ég að sjálfsögðu styðji einnig allar aðrar sparnaðarráðstafanir. En þarna er um svo háar upphæðir að ræða, þar sem þetta getur munað um 100 millj. kr. á rekstr- arkostnaði eins togara, yfir árið". Þetta sagöi ólafur Eiriksson, hjá LIO, er Timinn ræddi viö hann um kostnaö og sparnað við það að breyta skipum til svart- oliubrennslu. Ólafur hefur i mörg ár bent mönnum á sparnaðinn af þess- ari ráðstöfun og sagðist eigin- lega hálfpartinn hafa orðið að pina menn út i þetta fyrst. T.d. hefði Bæjarútgerð Reykjavikur lengi vel visað málinu á bug, þött nú vildu menn þar allt I einu breyta öllum skipum Bæjarút- gerðarinnar. Svo væri og um flesta togaraútgerðarmenn, þeir væru allir i meira og minna alvarlegum hugleiðingum. Að breyta einum togara kost- ar nú eitthvað yfir 10 milljónir, en samkvæmt framansögðu skilar sá kostnaöur sér kannski aftur á innan við tveim mánuð- um. Eftir að skipunum hefur verið breytt, geta þau brennt hvort sem er gasoliu eða svart- oliu, þá þarf aðeins að skipta á einum krana, þannig að áhyggj- ur manna af þvl að eitthvaö verði um svartoliuskort, eftir að skipum hafi veriö breytt, ættu að vera ástæðulausar. ólafur sagðist telja, að leggja ætti mikla peninga i þetta atriði. Núna fengju menn vfst um 5 millj. kr. lán. En mundi borga sig að lána þeim alla upphæð- ina, sem þeir ættu siðan að geta greitt til baka á nokkrum mán- uðum. Þetta ætti ekki að vera neitt stórmál. Auðvitað ætti sparnaðurinn að byrja þegar sem mest væri hægt að spara. Að lokum sagði Ólafur gam- ansögu sem gengi nú á kajanum og sýnir að þeir eru gamansam- ir strákarnir þar. ,,Ég ék sjálfur á ameriskum bíl — hljóðkútslausum og alls- lausum — og þeir segja hérna strákarnir, að þessi olíusparn- aður hjá mér sé alveg tilgangs- laus, þvl ég eyði sjálfur öllu þvi sem togararnir spara”. Um borö i Snorra Sturlusyni — Sjá bls. 5 Hætt er við að illa komi við margan manninn að steypustöðvarnar hyggjast loka fyrir afgreiðslu á steypu í dag þar sem þær hafa ekki fengið þá hækkun sem þær vilja og telja nauðsynlega. Þessi mynd var tekin á einni steypustöðinni í gærdag. Tímamynd: Róbert. Yfirvinnubannið kært til Hæstaréttar: Kemur réttarhlé í veg fyrir afgreiðslu? Kás — Bæði Vinnuveitendasam- band Isiands og Vinnumálsam band samvinnufélaganna hafa kært frávisunardóm Félagsdóms i yfirvinnubannsmálunúm til Hæstaréttar. Krefjast lögmenn þess aðmálinuverði á ný visað til Félagsdóms, þar sem þau verði tekin til efnismeðferðar. Nú stendur yfir réttarhlé i Hæstarétti. Lýkur þvl væntanlega ekki fyrr en upp úr 20. september, miðað við reynslu siðustu áraRér er hins vegar um kærumál að ræða og veltur það á mati dóm- ara, hvort málin séu það þýðingarmikil að taka þurfi þau fyrir strax. Oftast dæma þrlr dómarar I kærumálum. ,,Við erum að vona, að þeir taki málin fyrir strax, en hins vegar höfum við vissa ástæðu til að ætla að þeir geri það ekki,” sagði Skúli J. Pálmason, lögmaður Vinnumálasambandsins I samtali við Timann I gær. Sagði Pálmi, að ef Hæstiréttur tæki þá ákvörðun að taka málin ekki fyrir fyrr en i september, þá gæti það haft verulega þýðingu fyrir umbjóðendur slna, þ.e.a.s. ef hann síðar kæmist að þeirri Framhald á bls 19 Loðnuveiðar bannaðar til 20. ágúst Kás — Allar loðnuveiðar fslenskra skipa eru bannaðar til 20. ágúst nk. hvort sem eru innan eða utan islensku fiskveiðilögsögunnar. I gær gaf sjávarútvegsráðu- neytið út reglugerð um þetta efni. Samkvæmt reglugerðinni er skipstjórum/ þegar að því kemur að loðnuveiðarnar verða heimilaðar, gert skyltað tilkynna til Loðnunefndar hversu mikill hluti aflans er fenginn utan fiskveiðilögsögunnar. Þá er það nýtt við loðnuveið- arnar, aö óheimilt verður að veiða smáloðnu undir 12 senti- metrum, sé hún verulegur hluti aflans. Sé skipstjóri I vafa um hlutfall smáloðnu I afla ber að taka sýnishorn af aflanum úr nótinni og mæla lOOÍoðnur tekn- ar af handahófi. Reynist fleiri en 50 loönur vera undir 12 senti- metrum ber að sleppa loðnunni þegar i stað. Loðnuveiöarnar á siðasta ári hófustmun fyrr, eða i lok júli. Þess ber hins vegar að geta, að Loðnunefnd stöövaöi veiöarnar . um nokkurra daga skeið, vegna þess I hve slæmu vinnslu- ástandi hún var. I ljósi þeirrar reynslu er nú tekin ákvörðun um aö hefja veiðarnar ekki fyrr en eftir miðjan ágúst. Áfengisveitingar: Nýju reglumar taka gildi Aliar skattskrár fyrir mánaðamótin • í Reykjavik I lok næstu viku Kás — Töluveröar likur þykja benda tQ þess, að lokið verði að leggja fram allar skattskrár á landinu fyrir, eða upp úr næstu mánaðamótum. Þegar er búið aö leggja fram þrjár. Á Vesturlandi, Vestfjörð- um, og Norðurlandi eystra. 1 næstu viku er búist við að lagðar verði fram skattskrár Reykjavíkur, Suðurlands og Reykjaneskjördæmis. 1 vikunni þar á eftir verða skattskrár Austurlands, Norðurlands vestra, og llklega Vestmannaeyja, lagðar fram. Nokkur samsvörun hefur verið i þeim skattskrám, þremur, sem lagðar hafa verið fram. Gjöld á einstaklinga hafa hækkað um þetta 60%, og á félögum um 90%. Er þetta nokkuð hærra en meðal- talshækkanir launa á milli ár- anna 1977 og 1978. Kemur þaö til af þvi, að bætt hefur verið við nýjuskattþrepi,ogálögurá fyrir tæki verið hækkaðar. Kás — I gær tóku fyrst gildi hinar nýju reglur sem dómsmálaráöherra hefur sett um veitingu áfengis. Samkvæmt þeim má veita áfengi til kl. 01 á virkum dögum (enginn þurr-dagur), og til kl. 03 um helgar. Hálf tólf þröskuldurinn er felldur úr gildi, og mega þvi hús- in hafa opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Veitingahúsin i Reykjavik voru flest öll opin til kl. 01 i gær- kveldi, og mun væntanlega íylgja hinum nýja opnunar- tlma, þangað til reynsla hefur fengist á það, hvernig mönnum likar þessi nýjung. Hins vegar eru ýmsar blikur á lofti á matsöluhúsum borgar- innar, þar sem matreiðslu- menn hafa boðað yfirvinnu- bann frá og meö morgundegin- um. Ekki er vitað til að neitt sveitarfélag utan Reykjavlkur hafi samþykkt rýmri opnunartima veitingahúsa, þannig að fyrst um sinn verða Reykvikingar einir um sæluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.