Tíminn - 17.07.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.07.1979, Blaðsíða 13
12 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ÞriOjudagur 17. jiílí 1979. Séö og hleraö... „Dómari — leik- urinn er búinn!” I, .Dómari — leikurinn er búinn!" Þetta hrópaöi Magnús Jóna- tansson, þjálfari KR-inga, þeg- | ar 5 min. voru eftir af leik Fram ! og KR —ogvar Magnús greini- í lega yfir sig spenntur. Þetta voru ekki einu hróp Magnúsar I leiknum, þvi aft hann var hróp- andi hástöfum á leikmenn sina frá fyrstu min. öskur hans voru slfk, aft llnuvörfturinn fyrir ! framan hann var byrjaftur aft fá tverk I eyraft — og eitt sinn spurfti hann Magnds aft þvi, hvort hann ætti ekki tii bómull i eyrun. Þaft er hreint óþolandi, aft þjálfarar séu aft hrópa inn á völlinn i tfma og ótima, til aft stjórna leikmönnum slnum. Þeir eiga aft ræfta við leikmenn sina fyrir leikinn og I hálfleik, ef þeir þurfa aft skipuleggja leift- aftferftir, Dómarar eiga aft stöftva slik hróp, eins og þeir gerðu sl. sumar. —SOS •Óþolandi leikaraskapur • „Shakespeares”-leikur Magnúsar Bergs kom Óskari út af leikvelii LEIKARASKAPUR knatt- i spyrnumanna á leikvelli, er aft verfta óþolandi. —Þaft má varla orftift koma vift leikmenn, þá kasta þeir sér niftur á leikvöllinn emjandi af kvölum og bifta eftir aftleikurinn sé stöftvaöur. Þess- ir menn spretta slftan strax aft- ur upp —aldreisprækari. Þarna eru leikmenn aft reyna aft koma móther jum slnum I bobba, meft þvl aft freista þess, aft dómarinn taki þátt 1 látbragftsleik þeirra og bóki andstæftinginn. Valsmafturinn Hálfdán ör- lygsson hélt smá látbragftssýn- ingu I Keflavik fyrir stuttu þanr ig aft hinn ungi Ragnar Mar- geirsson (Keflavik) var bókaft- [ ur, en Valsmenn voru búnir aft leika Ragnar grátt i leiknum. Magnús Bergs.félagi Hálfdáns i Val, tók smá sýningu á Laugar- dalsvellinum, stuttu eftir aft , hann var búinn aft fá aft sjá gula spjaldift hjá Grétari Norftfjörft dómara, fyrir aft brjóta hressi- lega á óskari Ingimundarsyni. Óskar hljóp þá fram völlinn og ýtti á bak Magnúsar meft þeim i afleiftingum aft Magnús lét sig falla niftur meft miklum óhljóft- um. — Leikaraskapur hans var sllkur, aft frægustu „Shake- speare”-leikarar gátu öfundaft hann af. Og viti menn— Grétar Norftfjörftdómari, var vel meftá nótunum. —Hanntók þátt í leik- sýningunni, sýndi vald sitt og visafti óskari af leikvelli. Grét- ar hefur gert mörg glappaskotin I sumar, á Selfossi, Akureyri og i i Reykjavik, en þetta varft til aft kóróna þaft allt. Um leiö og Grétar visafti Óskari út af, reis Magnús eldsnöggt upp — bros- andi.ogfyrir leik sinnfékk hann hrós hjá félögum sínum, sem MAGNOS BERGS klöppuftu honum fyrir leikþátt- inn. Þaft er aö verfta óþolandi aft sjá fullorftna menn kasta sér niftur meftóhljóftum, þegar rétt er komift vift þá, — afteins til þessaö reyna aö koma andstæft- ingi sínum i klipu. Þetta er ekki iþróttamannlegtog ættu dómar- ar aft fara aft bóka menn fyrir sllkan leikaraskap. Þá er þaö ó- þolandi aft dómarar séu aft bóka leikmenn fyrir smábrot, en sleppa siftan mönnum meft á- minningu, sem hreinlega hnofta mönnum niftur í völlinn. Þjálf- arar liftanna eiga einnig aö taka þarna i taumana og ræfta vift „leikarana” sem eru I þeirra liftum. —SOS Fastir liðir eins og venjulega FORRADAMENN frjálsiþrótta hljóta aft verfta leiðir á að senda þá frjálslþróttamenn I keppnir erlendis, sem hætta siðan keppni — áftur en hún hefst efta þá i byrjun. Stefán Hallgrims- son, sem hefur undanfarin ár, hætt viö aft keppa á hverju mót- inu af öftru — vegna ýmissa meiftsla, fór til Bremerhaven með tugþrautarlandsliftinu, sem keppti þar um helgina. Það varð ekki mikift úr keppni hjá Stefáni — hann hætti eftir tvær greinar af tiu, og kom þaö fáum á óvart. Það er óþolandi aft frjáisiþrótta- menn leggi upp laupana, ef þeir eru ekki ánægftir meö árangur sinn. Þeir eru aft keppa fyrir hönd lslands, en ekki eingöngu fyrir sjálfa sig — og mega ekki láta stjórnast af einhverjum* duttlungum. —SOS ATLIEÐVALDSSON... sést hér skora fyrsta mark sitt, með óverjandi skoti frá vitateig. (Timamynd Róbert) Ar n L\ (S K0 RAÐl „i h n m CK” — þegar Valsmenn léku sér að KA og unnu 5:1 Atli Eðvaldsson var heldur betur i essinu sinu, þegar Valsmenn lögðu Akureyrarliðið KA að velli á Laugardals- vellinum á laugardag- inn. Atli skoraði þrjú mörk — „Hat-trick” og voru mörk hans mjög glæsileg— eitt með góðu langskoti og tvö með skalla, eftir fyrirgjafir frá Guðmundi Þor- björnssyni. KA veitti Valsmönnum ekki mikla mótspyrnu. Leikmenn Akureyrarliftsins léku afteins 10 slöustu 25 mln. leiksins, þar sem Grétar Norft- f jörft rak óskar Ingimundarsonaf leikvelli, eftir mikinn látbragös- leik Valsmannsins Magnúsar Bergs. Þaö má segja aft Valsmenn hafi gert út um leikinn strax I byrjun, en þeir hófu leikinn meö mikilli sókn — og uppskáru tvö mörk á afteins einni mlnútu. Guðmundur Þorbjörnsson skorafti fyrsta mark þeirra á 17. mln. eftir send- ingu frá Herfti Hilmarssyni og stuttusíbar skorafti Atli Eftvalds- sonmeft langskoti frá vítateig. — Knötturinn hafnafti út vift stöng. Valsmenn héldu uppi látlausri sókn aft marki KA-liftsins, sem var mjög dauft og voru þeir klaufar aft skora ekki fleiri mörk, en þeir fóru illa meft mörg gullin tækifæri. Gunnari Blöndal tókst aft minnka muninn fyrir KA I 2:1 á 54. mi'n., þegar hann átti skot, sem skall 1 stönginni og þaftan fór knötturinn i Sigurft Haraldsson, markvörö Vals og i netift. Valsmenn svöruftu á 60. min. þegar Albert Guftmundsson sendi gófta sendingu fyrir mark Vals- manna, þar sem Ingi Björn Al- bertsson var vel staösettur. — Hann skorafti meft þvl aft senda knöttinn i stöngina og þaftan I net- ift. Óskar fær reisupassann A 65. mln. visar Grétar Norft- fjörft — lélegur dómari leiksins — Óskari Ingimundarsyni útaf fyrir klaufalegt brot á Magnúsi Bergs, sem oflék. Magnús var búinn aft fá gula spjaldift fyrir brot á Óskari, sem hefndi fyrir sig, meft þviaöýta á bakift á Magnúsi,sem lét sig falla niftur meft óhljóftum og hvimleiftum leikaraskap. Grétar sýndi þá vald sitt og rak Óskar af leikvelli, öllum til mik- illar furöu. Valsmenn gera út um leikinn Eftirleikurinn var þvi auftveld- ur fyrir Valsmenn, sem léku ein- um fleiri. Atli Eftvaidsson gull- tryggfti sigur þeirra 5:1 meö glæsilegum skallamörkum, eftir sendingar frá Guftmundi Þor- björnssyni. Valsmenn voru allan tímann betri aftilinn i leiknum. Þeir léku mjög vel á köflum og áttu þeir auftvelt meö aft komast í gegnum lélega vörn KA-liftsins. Guö- mundur Þorbjörnsson og Atli Eftvaldsson voru bestu leikmenn Vals. KA-liftift átti afspyrnulélegan leik aö þessu sinni — engin bar- átta var í leik liösins. MADUR LEIKSINS: Atli Eftvaldsson. — SOS. W.B.A. kaupir Peter Barnes — á 750 þús. pund frá Manchester City .1 PETER BARNES.. lands- liftsmafturinn snjalli. Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri W.B.A. snaraði peninga- buddunni á borftið um helgina og keypti enska landsliðsmanninn Peter Barnes frá Manchester City á 750 þús. pund. Barnes á aft taka stöftu blökkumannsins Laur- ie Cunningham, sem W.B.A. seldi til Real Madrid á eina milljón pund. Barnes er þriftji leikmaftur- inn sem er seldur frá City á stutt- um tlma — áftur haffti Gary Ow.en verift seldur til W.B.A. á 450 þús. pund og Dave Watson til Bremen I V-Þýskalandi á 200 þús. pund. Manchester City er nú á höttum eftir Steve Daly hjá Úlfunum og á félagift nú aft hafa peninga til aft kaupa hann, en ÍJlfarnir voru til- búnir aft selja City Daly á eina milljón punda. — SOS Þriðjudagur 17. júli 1979. 13 Hreinn kastaði kúlunni 20.24 Strandamaðurinn sterki Hreinn Halldórs- son náði mjög góðum ár- angri i kastkeppni, sem fór fram á Húsavik um helgina. Hreinn gerði sér litið fyrir og kastaði kúlunni vel yfir 20 m — eða 20.24 m og þá átti hann annað kast, sem SIGURLÁS... skoraði glæsilegt mark í Eyjum. mældist 19.95 m. Það er greinilegt að Hreinn er að ná sér á strik. Erlendur Valdimarsson varö sigurvegari I kringlukasti — kast- afti 58.10 m, en óskar Jakobsson varft annar — 57.52 m og hann var einnig I öftru sæti I kúluvarpi — 18.27 m. Tvö met Tvö met voru sett á Meistara- móti lslands (15—18 ára) á Húsa- vík um helgina. Armann Einars- son (UIA) setti piltamet I þri- stökki — 12.26 m og Iris Grönfeld setti meyjamet I spjótkasti — 36.90 m. —sos. Markaskorarinn mikli frá Vestmannaey jum, Sigurlás Þorleifsson, var fyrrum félögum sínum í Eyjum, erfiður, þegar hann lék með Víkingum í Eyjum á laugardaginn. Sigurlás náði þá forystu 1:0 fyrir Víkinga, en Eyja- menn náðu síðan að tryggja sér jafntefli 1:1. Þaft var snilldarmarkvarsla Arsæls Sveinssonar, sem kom I veg fyrir aft Vikingar næbu aft leggja Eyjamenn aft velli — hann varfti hvaft eftir annaft mjög vel og sömuleiftis Diftrik Ólafsson, markvörftur Vlkinga. Víkingar náftu forystunni á 19. min. leiksins þegar Lárus Guft- mundsson brunafti skemmtilega I gegnum vörn Eyjamanna og var hann kominn I ágætis skotfæri — en þá sendi hann knöttinn skemmtilega til Sigurlá&s sem þakkabi fyrir sig og skorafti örugglega — ekki hans fyrsta mark I Eyjum, en fyrsta mark hans gegn Eyjamönnum. Eyjamenn vöknuftu til lifsins vift þetta mótlæti og nábu þeir góftum sóknarlotum — en þeim tókst þó ekki aft koma knettinum I netift hjá Vlkingum fyrr en á 59. min. er Sveinn Sveinsson skorabi eftir aft Diftrik haffti hálfvarift skot frá óskari Valtýssyni. Leikurinn var mikill baráttu- leikur og voru 5 leikmenn bókaft- ir. MAÐUR LEIKSINS: ARSÆLL SVEINSSON — BR Sepp Maier lentl i bllslysi... Bringubein og 7 rifbein brotnuðu Sepp Maier, hinn snjalli landsliftsmarkvörftur V-Þýska- lands og Bayern Múnchen, meiddist illa I bilslysi, þegar hann var á leift til Múnchen, eft- ir aft hann haffti leikift vináttu- leik I smábæ — Ulm. Bifreift hans lenti i hörftum árekstri við tvær aftrar og var Maier strax fluttur á sjúkrahús, þar sem kom I ljós að 7 rifbein höfftu brotnaft og einnig bringubein. Enn er óljóst hvenær Maier get- ur byrjaft að leika knattspyrnu aftur, og er nær öruggt aft Bayern Munchen mun nú leggja hart að markverfti Malmö FF að koma til V-Þýskalands. Elías hlaut 7241 stig Elias Sveinsson hlaut flest stig tslendinga 7.241 stig og varft i 12. sæti I tugþrautalands- keppninni I Bremerhaven, en fs- lenska landsliftift hafnafti I fjórða sæti I keppninni — hlaut 20.800 stig, en þeir Þorsteinn son kepptu meft EHasi i lands- liftinu. Bretar og lialir voru fyrir aftan tsland, en V-Þjóft- verjar sigruftu — hlutu 22.929 stig. tslensku stulkurnar höfnuftu I neðsta sæti I fimmtarþrautinni. ’KR-ingar hafa einir hreiðrað um sig á toppnum1 Geysileg barátta um meistaratitilinn... Þegar baráttan um íslandsmeistaratitilinn hófst fyrir rúmum tveimur mánuðum, óraði engan fyrir að sú barátta ætti eftir að verða geysilega tvi- sýn og skemmtileg — að aðeins tveimur stigum munaði á efsta liðinu i 1.. deild og þvi sjöunda, þegar deildin væri hálfnuð. Og hver átti von á að nýlið- ar KR myndu verða á toppnum eftir fyrri hluta keppninnar? 1. deildarkeppnin hefur aldrei veriö eins jöfn og tvlsýn — aldrei hafa verift skoraft eins mikift af óvæntum og ódýrum mörkum og aldrei hafa úrslit verift eins óvænt. Allt þetta hef- ur hjálpast aft vift aö gera keppnina spennandi, enda hefur aukningin á áhorfendum orftíft 40% I deildinni. Slagurinn mun halda áfram og spennan magn- ast I seinni hluta keppninnar. Gamla KR-heppnin? Knattspyrnuáhugamenn eru nú byrjaftir aft tala um gömlu KR-heppnina og benda þeir á heppnismörk KR-inga gegn Vikingum, Keflvlkingum og Fram. Já, þaft er ekki hægt aft loka augunum fyrir þvi, aft KR- ingar hafa haft heppnina meö sér. Atli með „Hat-trick” Atli Eftvaldsson skorafti þrjú mörk — „Hat-trick” gegn KA og er hann þriftji leikmafturinn, sem skorar „Hat-trick” I 1. deildarkeppninni I ár — áftur höföu þeir Sveinbjörn Hákonar- sonAkranesi, skoraft þrjú mörk eegn KR og Halldór Arason, má geta til gamans, aft Svein- björnskorafti 100. „Hat-trick” 1. deildarkeppninnar, en KR-ing- urinn Hörftur Felixson skoraöi þaft fyrsta 1955 gegn Vikingi. Hermann Gunarsson hefur skoraft oftast „Hat-trick” I leik — 9 sinnum alls. Atli hefur einu sinni áftur skoraö „Hat-trick” I 1. deild — gegn Þór frá Akureyri 1977, svo aft Atli er mjög hrifinn af aft skora gegn Akureyringum. Vikingar halda sinu striki Vlkingar héldu slnu striki I Vestmannaeyjum — þeir hafa ekki tapaft leik I deildinni I Eyj- um i 7 ár — töpuftu þar slftast 0:2 1972. Siftan hafa þeir leikift þar 5 leiki, án þess aft tapa. Þaft var Eyjamaöurinn Sigurlás Þor- leifsson sem tryggfti Vikingum jafntefli 1:1 á laugardaginn. Ingi Björn markhæstur Valsmafturinn Ingi Björn Al- bertssoner nú markhæstur I 1. deildarkeppninni ásamt Atla — þeir hafa skoraft 6 mörk 19 leikj- um. Annars hafa verift skoruft 127mörk I 45 leikjum I deildinni, sem er mjög góftur árangur — 2.28 mörk hafa verift skoruft i leik. KR-ingurinn Ellas Guft- mundsson skorafti sitt fyrsta mark i deildinni — gegn Fram. Sigurlás var sínum gömlu félögum erfiður — skoraði mark Vlkinga, sem náði að tryggja sér jafntefli 1:1 I Eyjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.