Tíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.07.1979, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. júli 1979. (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-' arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. 3.500 á mánuöi. Biaöaprent. ________________________________________________________________J Bætttr vegir spara orkuna Bifreiðaeigendur kvarta eins og búast mátti við yfir verðhækkuninni á benzininu. Þá finnst sumum þeirra það ósanngjarnt, að skattar skuli leggjast á hækkun benzinverðsins. Þeir telja, að rikið hafi átt að gefa eftir þessa skattahækkun eða a.m.k. hluta hennar. Fljótt á litið er þetta sjónarmið skiljanlegt. En hér þarf að lita á fleira. Nokkur hluti um- ræddrar skattahækkunar rennur i vegasjóð, en af- gangurinn i rikissjóð. Samkvæmt vegaáætluninni, sem samþykkt var á siðasta Alþingi, er ætlunin að auka verulega framlag rikisins til vegagerðar á næsta ári. Ef rikið missti sinn hluta umræddrar skattahækkunar nú, myndi möguleiki þess til að auka framlagið til vegagerðarinnar skerðast. Ann- að hvort verður rikið þvi að fá þetta fé eða afla verður tilsvarandi fjármagns með öðru móti. Ann- ars verður framlagið til vegagerðarinnar ekki auk- ið. Meðan málið stendur þannig, er það næsta eðli- legt, að fjármálaráðherra vilji ekki missa af um- ræddri tekjuöflun. Oliuverðhækkunin gerir það enn nauðsynlegra en ella, að unnið verði að stórauknum vegabótum. Það sparar orkueyðsluna meira en nokkuð annað. Þeir, sem spara mest á sliku, eru bifreiðaeigendur. Ingi Tryggvason birti á Alþingi 1978 fróðlegar upplýsingar um þann sparnað, sem fylgdi bættri vegagerð. Upplýsingar þessar byggðust á út- reikningum, sem Vegagerð rikisins hafði gert. Samkvæmt þessum upplýsingum, nam rekstrar- kostnaður fólksbifreiðar á þúsund km vegi með bundnu slitlagi 18.775 krónur, miðað við verðlag i byrjun ágúst 1977. Hér var miðað við eins konar meðaltal af fólksbifreiðum. Ef umræddri bifreið væri ekið eftir vegi, sem Vegagerðin kallar góðan malarveg, hækkaði þessi kostnaður upp i 22.902 kr. á hverja þúsund km. Væri vegurinn aftur á móti það, sem Vegagerðin kallar vondan malarveg, varð sambærilegur kostnaður 26.633 kr. Framangreindur kostnaður var reiknaður út án skatta. Væri sköttunum bætt við, varð niðurstaðan sú, að kostnaðurinn við það að aka 1000 km á vegi með bundnu slitlagi varð 35.214 kr., á góðum malar- vegi 43.441 kr. og á vondum maiarvegi 51.061 kr. Munurinn var um 16 þúsund kr. á vondum malar- vegi og vegi með bundnu slitlagi. Þetta þýddi einnig, að á vondum malarvegi greiddi sá, sem bilnum ók, 24.428 kr i skatt, en aki hann á vegi með bundnu slitlagi, greiddi hann 16.439 kr. Mismunurinn var rétt um 8000 kr., sem sá greiddi meira, sem ók á slæmum malarvegi, en hinn, sem ók á góðum vegi, þ.e. vegi með bundnu slitlagi. Þessar tölur sýna vel, hve mikill sparnaður fylgir þvi að bæta vegina, bæði að bæta malarvegina og lengja veginn með bundnu slitlagi, en viða má leggja bundið slitlag á vegi með tiltölulega litlum kostnaði. Við framangreinda útreikninga er svo það að at- huga, að þeir eru miðaðir við margfalt lægra benzinverð en það, sem nú er. Væru þessar tölur umreiknaðar og miðaðar við núgildandi benzinverð, yrði hagnaðurinn margfalt meiri. Bilaeigendur þurfa þvi ekki að kvarta undan um- ræddum sköttum, ef stefnt verður að þvi að efla vegasjóð og auka rikisframlagið til vegagerðar til- svarandi. Þá fá þeir þetta fé að miklu eða mestu leyti endurgreitt á þann hátt, að vegirnir verða betri og rekstrarkostnaður bifreiðanna minni. — Þ.Þ. Clark fær sennilega tíma til að sýna síg Ekki spáð kosningum fyrst um sinn ÞAÐ hefur orðið hlutskipti hins nýja forsætisráðherra Kan- ada, Joe Clark, að hefja feril sinn sem forsætisráöherra með þvi að fresta um óákveðinn tíma að framfylgja því kosningalof- oröi sinu, sem hvað mest bar á góma fyrir kosningarnar. Strax fyrsta daginn eftir að kosninga- úrslitin voru kunn og ljóst var, að Clark yrði forsætisráðherra, hafði hann þó áréttað, að þvi yrði fullnægt við fyrsta tæki- færi. Þetta loforð hafði hann gefið, þegar hann heimsótti ísrael á siðastl. ári. Hann lét þá svo um- mælt, að þaö yrði meðal fyrstu verka hans, ef hann yrði for- sætisráðherra, að flytja sendi- ráö Kanada frá Tel Aviv til Jersúsalem, en i Tel Aviv eru nú nær öll sendiráð erlendra rikja, þótt tsraelsstjórn telji Jerúsal- em höfuðborgina og hafi flutt ýmsar skrifstofur þangað. Næstum öll riki, þar á meðal Bandarikin, hafa neitað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Israds og hafa þvi sendiráð sin áfram i Tel Aviv. Aðurgreind yfirlýsing Clarks kom þvi harla á óvart og þótti bera merki um helzt til mikinn ókunnugleika hans. Hann ætlaði þó eigi að siður að standa við hana, en hlaut svo öfluga and- spyrnu utanrikisráðherra sins, sem er kona, að hann lét undan siga og tilkynnti frestun um óákveðinn tima. Arabarikin hefðu lika tekið þetta óstinnt upp, þvi að þau telja það mesta óvináttu við sig, ef Jerúsalem er viðurkennd höfuðborg Israels. Andstæöingar Clarks hafa reynt að gera sér mat úr þessu og túlka þetta sem merki þess, að hann verði ekki lengi i for- sætisráðherrasessinum. Rétt eftir að Clark tók viö völdum, settu þeir upp stórt veggspjald gegnt stjórnarráöinu, þar sem á var letrað: Við komum aftur. Fylgismenn Clarks brugðust fljótt við og settu upp annað spjald andspænis hinu: Þetta sagði lika transkeisari. ÞOTT stjórn Clarks sé minni- hlutastjórn, þar sem thalds- flokkurinn hefur aðeins 136 þingsæti af 282, hagar Clark sér á flestan hátt, eins og hann reikni með þvi, að stjórn hans sitji lengi. Hann tók sér góðan tima til aö setja rikisstjórnina á laggirnar og enn hefur hann laus nokkur ráðuneyti á þann hátt, að hann lætur suma ráö- herra stjórna tveimur ráðu- neytum fyrst um sinn. Siðar hyggst hann fela mönnum frá Quebec þessiráðuneyti, en hann ætlar að’gefa sér góðan tima til að velja þá. A svipaöan hátt, undirbýr Clark án alls flausturs þau mál, sem hann ætlar að leggja fyrir þingið I haust, en hann mun sennilega ekki kalla það saman fyrr en i október. M.a. undirbýr hann breytingar á skatta- Joe Clark lögunum i samræmi viö loforð Ih a 1 dsf 1 o k k si n s fyrir kosningarnar. En þar verður ekki um neinar róttækar breytingar að ræða Hkt og hjá Thatcher. Agreiningur er tals- verður um þessi mál innan flokksins, en þar er talsvert af svonefndum rauðum ihalds- mönnum, sem vilja frekar vinstri sinnaða stjórnarstefnu. Clark hefur reynt að róa þá með þvi að gera suma þeirra að ráð- herrum. Styrkur Clarks er einkum tal- inn sá, að hann sé góður skipu- leggjari og haldi sig nálægt miðjunni. Hann skipar sér hvorki langt til hægri eða vinstri. Honum hefur þvi tekizt að sameina flokkinn betur en fyrirrennurum hans. And- stæðingar Clarks, sem hafa tal- iðhann óreyndanog ekkert sér- stakt gáfnaljós, eru nú farnir að viðurkenna þá hæfileika hans, að hann sé laginn i þvi að fylkja liði og halda mönnum saman. Þess vegna geti hann að ýmsu leyti reynzt farsælli stjórnandi en Trudeau. OLIUMALIÐ verður ekki eins mikið vandamál I Kanada og viðast annars staöar, þvi að Kanada fullnægir nokkurn veg- inn sjálftorkuþörf sinni og hefur möguleika til að veröa oliuút- flutningsriki. Clark mun samt fá viö ýms vandamál aö glima. T.d. er atvinnuleysi verulegt. Stærsta vandamálið verður þó Quebec-málið. Þar er staða hans bæði talin veik og sterk. Hún er veik að þvi leyti, að Ihaldsflokkurinn hefur litið f ylgi I Quebec. Hún er hins vegar sterk að þvi leyti, aö Ihalds- flokkurinn hefur sterkt fylgi I ensku fylkjunum og þvi kann Clark að geta fengið þau til að ganga lengra til móts við Que- bec en Trudeau hafði tekizt. Við þetta bætist svo, að Clark hefur verið fylgjandi meira sjálfstæði fylkjanna yfirleitt en Trudeau. Fyrst eftir stjórnarmyndun Clarks, var þvi spáð, að stjórn hans myndi ekki sitja lengi. Andstöðuflokkarnir myndu gripa fyrsta tækifæri til að fella hana. Nú er þetta álit að breyt- ast. Margir álita, að það geti orðið Clark mest til hags, ef stjórn hans yrði felld áður en hún fengi tækifæri til aö sýna sig. Það gæti tryggt honum sig- ur I kosningunum, sem fylgdi i kjölfar þess ef stjórn hans félli. Bezt verði þvi fyrir hina flokk- ana að gefa honum nokkurt ráð- rúm til að sýna sig. Vegna máls- ins kunni lika að vera réttast að efna ekki til þingkosninga i Kanada fyrr en fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiösla þar er um garö gengin. Eins og ástatt er, þykir enginn stjórnarand- stöðuflokkurinn liklegur til að viija fella Clark. Flest bendir þvi til þess að hann fái nokkurn tima tU að sýna i verki hvers hann er megnugur. Þ.Þ. , Joe Clark og Helmut Schmidt á Tokýó-fundinum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.