Tíminn - 22.09.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. september 1979 7 Eitt mesta hagsmunamál þeirra, sem búa úti á landi eru gööir vegir. Nú á siöasta ári hefur skattheimta rlkisins af bensini og olium aukist svo glfurlega vegna hinna stórfelldu hækkana á oliuvörum, aö þaö hlýtur aö vera almenn krafa aö stærri hluti af þeim tekjum en veriö hefur renni til uppbygg- ingu vega og brúa um allt iand- iö. Þó mér sé vel ljóst aö rikis- sjóöur þarf á miklum tekjum aö halda, þá finnst mér samt hart aö hann skuli gera sér hinar miklu veröhækkanir á olíuvör- um aö féþúfu, þó þaö hljóti um leiö aö auka veröbólguna i land- inu. Ég tel aö rikissjóöur heföi ekki átt aö halda áfram 20% söluskatts-innheimtu af þessum vörum, þvi aö svona stórkost- legar veröhækkanir á erlendum vörum eru algert einsdæmi. Erfiöasta verk allra rikis- stjórna á þessum áratug hefur veriö aö fást viö veröbólguna. Þess vegna er þaö tvieggjaö sverö, aö innheimta fleiri og fleirikrónur af hverjum bensin- litra og auka á þann hátt verö- bólguna, enda er svo komiö nú þegar aö litrinn af bensini kost- ar 312krónur, aöþeir, sem hafa lágar tekjur eöa eru illa staddir fjárhagslega, hafa naumast eöa ekki efni á aö eiga bil, jafnvel þó þeim sé þaö bráönauösynlegt. Heyrst hefur aö oliufélögin krefjist 48 króna hækkunar á bensini nú, og reynslan er sú, aö þeir fáoftastþaö.semþeir biöja um. Þaö ýtir þvl enn á þá kröfu almennings aö heimta stærri hluta af bensinveröinu til upp- byggingar vega og brúa. Hér i Breiödalshreppi mun vegakerfiö vera um 110 til 120 km. Þar af eru á milli 40 og 50 km á hinum svonefnda hring- vegi, vegi númer 1. Lagt hefur veriö mikiö kapp á aö koma hringveginum sem fyrst i sem allra best ástand. En siöastliöin 6árhefurengri krónu veriö var- iö tiluppbyggingarhans i Breiö- dalshreppi, og á sama tima hefur aö meöaltali veriö variö til nýbygginga 2 til 3 millj. kr. á öörum vegum i Breiödal, þar meö taliö i sýsluvegi. Allir sanngjarnir menn hljóta aö sjá hve mikiö ranglæti þetta er, þegar höfö er hliösjón af lengdveganna. Astandþeirra er lika mjög slæmt. Sérstaklega vi ég benda á vegakaflann frá Selá um 2 km ofan vegamóta viö Ey- dali, aö Asgaröi, sem er nálægt 9 km. Þessi vegur var byggöur fyrir 40 til 50 árum, og aöeins smávægilegar lagfæringar geröar á honum síöan. A þess- um kafla er brú á Tinnudalsá á svokölluöum Manndrápshyl. Hún er yfir 50 ára gömul og er oröin stórhættuleg, ánkum fyrir þunga flutningablla, enda ekki byggöfyrir slik farartæki. Þá er aökeyrslan aö henni mjög hættuleg i hálku og snjó. Hreppsnefnd Breiödalshrepps hefur um árabil sent þingmönn- um Austurlandskjördæmis, fjárveitinganefnd Alþingis og Vegagerörikisins, kröfur um aö þessiogfleirikaflar á veginum I Breiödal yröu endurbyggöir. Þá hafa borgarar i Breiödal nokkr- um sinnum sent þingmönnum Austurlands bænaskrár um uppbyggingu þessa vegar og fleiri vegarkafla, undirritaöar af nokkrum tugum manna hér I hreppi, án nokkurs árangurs. Til frekari áréttingar vil ég benda á, aö þessi vegarkafli er nærri ómerktur og hver slysa- gildran viö aöra, blindhæöir og blindbeygjur, og mikil mildi aö ekki skuli hafa oröiö þarna stór- slys. Brúin á Manndrápshyl er orö- in svo hættuleg, aö ég óttast aö ef ráöamenn vegamála skelli skollaeyrum öllu lengur viö aö endurbyggja hana, þá endi ekki meö ööru, en að þessi hylur veröi sannkallaður Manndráps- hylur. 1 framhaldi af þessum hug- leiöingum um slysagildrur á sjálfum hringveginum get ég ekki látiö hjá liöa aö nefna annan kafia á hringveginum milli Breiödals og Egilsstaöa, en þaö er kaflinn frá Haugum I Skriödal aö Breiödalsheiði, en hann mun vera um 7 kilómetrar á lengd. A þessum kafla eru margar stórhættulegar blind- hæöir og blindbeygjur, flestar ó- merktar. Þar aö auki teppist þessi vegur strax og verulegur snjór kemur, og oft er Breiö- dalsheiöin fær þó skaflar k>ki þessum kafla. Þá liggur þessi vegur á kilómetra löngum kafla meöfram svonefndu Skriöu- vatni, og kemur oft fyrir I mik- illi rigningatiö, aö vatnsborö Skriöuvatnsins hækkar svo mik- iö, aö vegurinn verður alófær þar. Menn kunna aö álita, aö þetta komi ekki aö svo mikilli s(8t, þvi aö þá geti vegerendur fariö fjaröaleiöina til Egilsstaöa. En einmitt i þannig tlö bkast fjaröaleiöin oft vegna skriöu- falla og grjóthruns i skriðunum milli Breiödals og Stöövarfjarö- ar og jafnvel i Vattarnesskrið- um. Ég vil einnig benda á, aö leiöin frá vegamótum viö Ey- dali til Egilsstaöa er 60 km styttri en fjaröaleiöin. Geta allir séö aö þaö sparar vegfarendum verulega peninga og tima. Þess vegna finnst mér óskiljanleg sú tregöa stjórnvalda, aö láta þessa tvo þýöingarmiklu kafla óuppbyggöa. Ég vona fastlega aö margendurteknar kröfur hreppsnefndar Breiðdals- hrepps veröi teknar tíl greina áöur en stórsiys veröur á þess- ari leið. Þessar vegabætur koma lika öllum sem fara þurfa þessa leið til góöa og auka öryggi þeirra. Loks vil ég benda á, aö Breiö- dalsheiöi mun vera snjóléttasti fjallvegur á öllu Austurlandi, og kom þaö meöal annars glöggt i ljós i vor, en þá varö áætlunar- billinn frá Fáskrúðsfiröi i veg fyrir Egilsstaöaflug, aö fara Breiödalsheiöi sem þó var fær öllum bilum, þó stórhriö væri á Fagradal og ekki hægt aö halda Siguröur Lárusson þeirri leiö opinni. Fyrir ókunnuga má geta þess, aö vegurinn yfir Breiödalsheiö- ina er 7 til 8 km langur. Nú nýlega hef ég frétt, aö Vegagerö rikisins hafi I sumar látiö mæla fyrir vegi frá Breiö- dalsvik suöur svonefnda Mel- eyri og siöan stórbrú á ósa Breiödalsár og þaöan á veginn skammt frá bænum Osi. Þessi frétt kom mér algerlega á óvart og hefur þessi vegalagning eldci veriö rædd á fundum hrepps- nefndar Breiödalshrepps. Hins vegar hefur veriö rætt um aö byggja flugvöll á þessu svæöi og hef ég staöiö i þeirri meiningu aö nota ætti Meleyrina fyrir þverbraut á þeim flugvelli, en á siðustu f járlögum voru veittar 8 milljónir kr. til flugvallarins. Meleyrin er þaö mjó, aö vart er hugsanlegt aö bæöi flugbraut og vegur komist þar fyrir sam- hliða. Þessi vegur, ef byggöur yröi, ásamt stórbrú og tengingu á veg utan viö bæinn Ós, mun kosta meira fé en áöurnefnd vegagerö um austurbyggö I Suöurdal ásamt brú á Tinnu- dalsá og uppbyggingu vegar um Suðurbyggö i Suöurdal, en brýn þörf er á, aö byggja þann veg upp sem allra fyrst. Hann er mest allur óuppbyggöur og teppist strax og teljandi snjór kemur. Hvaö vinnst viö þessa vega- og brúargerö fyrir botn Breið- dalsvikur, ef af veröur? Jú, Suöurfjaröavegur styttist um 5-6km, en hringvegurinn lengist nærrieins mikið. En þaö er ekki veriö aö spyrja um hagsmuni Breiödælinga, sem málið snert- ir þó mest. Mér finnst nú lág- markskrafa, aö máliö heföi fyrst veriö rætt viö hreppsnefnd Breiödalshrepps og leitaö álits hennar. Fyrir örfáum dögum var fundur I hreppsnefiidinni og meðal annars rætt um vegamál. Þar var samþykkt tillaga meö samhljóöa atkvæöum, sem gengur nákvæmlega I sömu átt og tillögur minar um uppbygg- ingu vegarins I Egilsstaöi, brú á Tinnudalsá og uppbyggingu vegar á Suöurbyggö. Ég leyfi mér þvi hér með aö skora á alla þingmenn Austur- landskjördæmis, fjárveitínga- nefnd og Vegagerö rikisins aö verða tafarlaust við marg- endurteknum óskum hrepps- nefndar Breiödalshrepps og stórauka framlögtil vegageröar um Breiödal báöum megin i Suöurdal brúarbyggingu á Tinnudalsá og einnig hraöa vegalagningu innan Hauka i Skriödal, enleggja til hliöar all- ar frekari ráöageröir um veg suöur Meleyri, ogstórbrú á ósa Breiödalsár, enda get ég ekki séö, aö sú framkvæmd þjóni á nokkurn hátt hagsmunum Breiödælinga, eöa sé aökallandi nauösyn fyrir nærliggjandi byggöarlög. Gilsá, 2/91979 Siguröur Lárusson Slysagildrur og manndrápshylur EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavík, á venjulegum skrif- stofutíma. • • • •• Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að gíró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Tímann með þvi að greiða i aukaáskrift [ | heila QJ hálfa á lllánuðl Nafn ______ Heimilisf.----------------------------------------:____ Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.