Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 2
2^ Sunnudagur 23. september 1979 (íuömundur Ingi Kristjánsson og Ardfs tvarsdóttir með Hildi iitlu heima I stofu að Vesturbergi 78 I Breioholti. „Þularstarfið ekki svo mikill ábætir" — segir Guðmundur Ingi Kristjánsson kennari og fréttaþulur hjá sjónvarpinu Þaö fyrsta sem maður tekur eftir inni hjá Guð- mundi Inga og Ardisi eru biómin, falleg og pattara- leg. Hvernig fara þau að? „Þaö er svona gott and- rúmsloft hérna", segir Guðmundur oa hlær. Hann er einn heima með dótturinni Hildi/ 11 rnánaða, þegar okkur ber að garði og sú litla bablar hvað hún getur. útsýniö úr stofuglugganum er stórkostlegt yfir alla Reykjavík og allt upp á Akranes. Þau Guðmundur og Ardís skipta öllu með sér, barnapössuninni og útivinn- unni og segist Guðmundur ekki myndi vilja hafa það öðru visi. Hann kennir í Laugalækjarskóla, hún í öskjuhliðarskóla. „Alltaf veríðítvö- faldri vinnu" ,,f:g er nú oðinn ansi leikinn með barníð, en þaö gekk á ýmsu, þegar hún var litil. Ég gleymi t.d. aldrei, þegar hún hafoigertverulega á sig i fyrsta sinn. Ardis var i baöi, og ég stóð bara eins og þvara og kallaði á hjálp.... Árdís var svo alveg ein heima með Hildi i vetur, en það er ekkert sérlega glæsilegt, að vera lokaður inni I Breiðholti heilan snjóavetur með litlu barni og ákváðum viö, að Ardls tæki að sér að vinna fyrir heim- ilinu i sumar. Sótti hún fyrst um sem verkstjóri I Vinnuskóla borgarinnar, en er henni bauðst flugfreyjustarfið sjötta sumarið I röð, sló hún til og fór að fljúga. Það er fyrsta sumarið, sem ég hef ekki unnið úti." Guðmundur hefur annars allt til þess dags verið i alveg tvö- faldri vinnu, kennt á daginn I Laugalækjarskóla og svo af tur á kvöldin i Námsflokkum Reykja- vikur. „Fyrsta hjúskaparárið sáumst við eiginlega ekkert nema á nóttunni yfir veturinn og mættumst svo á hinum ólfkleg- ustu timum yfir sumariö, þegar hún var i fluginu. Það léttir tals- vert á nú, að Ardis lauk Kenn- araháskólanum i vor og ég er hættur kennslu á kvöldin. Þularstarfiö i sjónvarpinu er ekki svo mikill ábætir aðeins einu sinni i viku." „Sótti um, en gleymdi því svo þar með" Já, nú voru á niunda tug manna, sem sóttu um fréttaþul- inn hjá sjónvarpinu. Varstu ekki ánægður að fá starfið, fyrst þú sóttist eftir þvi? — Ég varð mest undrandi. Og kannski sóttist ég ekki svo mikið eftir þessu starfi. Við sátum hér einn sunnudag og heyrðum aug- lýsinguna i útvarpinu. Þetta var i aprilmánuði og ég var orðinn þreyttur á kvöldkennslunni I Námsflokkunum. Konan mfn átti hugmyndina að þvl að ég sækti um, og ég brenndi við tækifæri niður i sjónvarp til þess að fylla lit gögn, en gleymdi þessu svo þar með. Prufuupp- taka fór siðar fram I 6 minútur aðeins og fannst mér ég ekkert nær markinu eftir það. Fyrsta júní gerðist það svo hér hjá okk- ur, að vatn flæddi um alla fbúð- ina, tók m.a. af parketið ogjurð- um við að flytja út í 17 daga. 10. júni áttum við leið upp I Ibúð af tilviljun, og þá er það sem hringt er frá sjónvarpinu og mér boðið að koma á æfinga- námskeið. Vorum við þá tveir umsækjendur eftir undir hand- leiðslu Baldurs Jónssonar, dó- sents I íslensku við Háskólann. A þessu stigi var ég alveg sáttur við að biða lægri hlut. Til loka- upptökunnar mætti ég veikur með 39 stiga hita, en var gert skylt að lesa tvo fréttatlma I einu, upp á þoliö. Ég var ekki I essinu minu og fannst mér ganga virkilega illa. En eftir enn eina upptökuna var ég svo valinn. „Skrýtinreynslaað verða útlendingur á Akureyri" Spenntur I fyrstu útsending- unni? — Já, það var fiðringur I mér. — Vaktin hjá fréttaþulunum byrjar klukkan sex á daginn, og þá er megnið af fréttunum til- búið. Maður getur sem sagt les- ið yfir og gert málfarsbreyting- ar ef vill. En oft er verið að skrifa fréttir fram á siðustu stundu og þá fær maður I hendur handrit, sem aðrir eru búnir að krota I og gera breytingar á. Það getur oröið uppákoma út úr þvi. Þetta er nú talsverð auglýsing fyrir þig. Ertu kannski að hugsa um framboð? — Nei, ég er sá ópólitiskasti sem um getur. Ég held, að ég gæti ekki bundist neinum einum flokki. Allir flokkar hafa komið fram meö mál, sem ég hef getað stutt. En ég held, að fólk verði að hafa mikla sannfæringu, þegar það fer að helga sig póli- tikinni. Svona llkt og mér finnst að allir prestar verði aö hafa köllun til þess starfs. Guðmundur Ingi er Akureyr- ingur i húð og hár og átti hvern stein upp á Syðri-Brekku eins og allir sannir „brekkusniglar", þegar hann flutti suður ellefu' ára gamall. Hefur hann haldið sinum harða framburði að mestu, enda var hann mennta- skólaárin á Akureyri. „Ég leit alltaf á mig sem Akureyring, en varð fyrir þeirri skrýtnu lifs- reynslu að vera eiginlega talinn til útlendinga, þegar ég kom til náms i M.A." Þetta fannst okk- ur báðum hlægilegt. Eftir B.A. próf I ensku og sögu við Háskól- ann, hefur Guðmundur snúið sér alfarið að kennslunni. Við spurðum, hvað það væri, sem kennslan gæfi í aðra hönd. „80% fer iaðhalda bekknum í horf inu" „Kennslan er mjög lifandi starf og samskiptin við kennara og nemendur gefa mest. Eg kenni krökkum I 7. 8. og 9. bekk og ég gæti nú trúað að 80% af timanum færi I að halda bekknum i lagi. 20% fer svo I kennsluna." Nú er þetta fimmti veturinn, sem þtí kennir. Eru agavanda- málin alltaf að aukast? — Nei, alls ekki. Þetta er allt á góðri uppleið. Það kom los á skólana á tlmabili, þegar frjáls- ræðisbylgjan frá Paris 1968 flæddi yfir. Krakkarnir fóru aö þora meiru viö kennarana en þeir höfðu áður haft uppburð I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.