Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. september 1979 3 ,a«num-ar hafa dregjst aftur Ur / séu einhver u*gers*6póIitlsk asti sein 1 get- sér til og þaö gat oröiö vanda- mál i skólum, þar sem venjan haföi veriö skilyröislaus undir- gefni nemenda. Kjaftagangur og blaöur er náttúrlega og veröur óþolandi i timum, en mér llst vel á þaö hvaö krakk- arnir eru frjálslegri i framkomu i skólunum heldur en þegar ég var á þeirra aldri. Þá skamm- aöistmaöur sin fyrir lágar eink- unnir og bar ekki sitt barr eftir sennu viö kennarann. Nú veifa krakkarnir núllunum sinum og halda viröingu sinni fullkom- lega. Ég vil ekki aö krakkar sitji steinþegjaúdi i timum, en lætin geta gengiö út i öfgar. Ég held þó aö nemendur kunni nú oröiö aö temja frjálsræöiö, sem stendur þeim til boöa. //Held enn í stílana af alkunnri ihaldssemi" — Maöur fyllist stundum al- gjöru vonleysi i kennslunni, þegar fer að liða á veturinn og finnst þá sem ekkert hafi áunn- ist, en svo koma góðu augna- blikin, þegar krakkarnir virðast hafa kunnaö aö meta einhverja nýbreytni i kennslunni og sýna þaö. Nú eru aö ganga miklar breytingar i gegnum skólakerf- iö. Hvernig list þér á? — I sjálfu sér er allt of mikil lausung rikjandi. Og þaö kemur oft út eins og nemendur séu ein- hver tilraunadýr. Það er rokiö úr einu i annaö. Ég er nú inni á þvi, aö skólar eigi aö vera frek- ar ihaldssamar stofnanir. Þannig náist bestur árangur. Hvernig kemur þetta út I þeim fögum, sem þú kennir? — Sögukennsla er alltaf svo- litiö svipuö. Nemendum þykir leiöinlegt að lesa sögu yfir höfuö og þess vegna veröur aö reyna aö gera þá virka og fá þá til þess að hugsa. — I enskukennslunni eru miklu áþreifanlegri breyt- ingar og eru stilarnir t.d. svo til að hverfa. Mest er lagt upp úr talmálinu og þvi aö geta gert sig vel skiljanlegan. Eg held enn I stilana af alkunnri ihaldssemi og ég man ekki betur en kennar- ar minir i háskólanum hafi hrósaö mjög happi yfir þvi, hve fólk var yfirleitt vel ritfært eftir menntaskólanámiö. Þeir kvört- uöu auövitaö sáran yfir getu- leysi manna til þess aö tjá sig, en ég er nú ekki farinn aö sjá aö hinar öfgarnar séu betri, þ.e. þegar fólk er ekki fært um að skrifa skammlaust. Ertu ánægöur meö launin? — Nei, kennarar hafa dregist aftur úr i launum og miðað viö vinnu fá þeir ekki nægilegt kaup. Kennsluskylda eru 30 tim- ar á viku en auk þess fara um 10 timar i undirbúning. Nú þýöir ekkert að koma inn i tima óundirbúinn, vilji maður ekki eiga á hættu að missa bekkinn út i vitleysu. Ég býst við aö þú undirbúir þig um helgar, en hvað lestu þess á milli? Ég hef mest gaman að þvi að Iesa sagnfræöibækur og nú er ég t.d. aö lesa ýmislegt tengt siöari heimsstyrjöldinni. Skáld- sögurnar hef ég minna átt viö vegna timaleysis. Og þá er þaö músikin? — Já, ég fylgist meö flestu, sem þar er aö gerast i jass og léttari tegund tónlistar. Klass- isku meistararnir eru einnig mitt uppáhald. Ahuginn á tónlist byrjaöi, þegar ég var i lands- ' prófi og keypti ég mér fyrstu plötuna áöur en ég eignaöist nokkurn grammófón. Fyrsta platan var dálitiö sérstæð : Frank Sinatra. En ég á góöan aögang aö miklu plötusafni, sem er i eigu bróður mins, Kristjáns. //Teljum bíóog böll á fingrum annarar handar einsog...." Árdis kemur i þessu inn úr dyrunum, eftir aö hafa kennt vangefnum i fjóra tima i öskju- hliðarskóla. Hún viröist alsæl. „1 dag tókst mér aö fá einn menandann til þess aö skilja aö hún ætti aö segja „veðrið er gott,, i staö „veðriö er vel”. Mestur timinn fer i að kenna börnunum að hugsa um sig og læra umgengoisreglur, en starfsandinn er góöur og alltaf næst einhver árangur. Þetta er alla vega holl vinna”. Ardis viröist lengi hafa veriö glúrin viö aö ná sér i holla vinnu, þvi að einu sinni var hún sendill á Tim- anum og man fólk þar eftir henni, þó aö langt sé siðan. Þaö er nokkurö dæmigert fyr- ir ung hjón aö Guðmundur Ingi og Ardis hafa ekki farið á dans- leik i eitt og hálft ár. „Viö telj- um bió og ballferðir á fingrum annarrar handar eins og kúr- istarnir forðum.” Og þaö sem meira er þau hafa aldrei notfært sér frimiöana frá Flugleiöum öll þessi sex ár, sem Ardis hefur átt rétt á þeim. Reyna heldur aö fra i gönguferöir um helgar og hafa þaö notalegt á annan hátt. Texti: Fanny Myndir: Róbert i ,Hef meira átt viö sagnfræöibækur en skáldsögur”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.