Tíminn - 23.09.1979, Page 5

Tíminn - 23.09.1979, Page 5
Sunnudagur 23. september 1979 mmm 5 Til veislu með hinni nýju Virðulegur franskur blaðamaður, sem helgað hefur sig stjórnmálum og striðsfrásögnum til þessa, tók sig saman i andlitinu i mai sl. og hélt á fund arftaka mellumömmunnar Madame Claude í París. Tilefnið var það, að hin nýja Madame Claude, Catherine Virgitti, hafði verið leidd fyrir rétt fyrir skattsvik og vændi og átti yf- ir höfði sér þungan dóm. Vildi blaðamaðurinn ganga úr skugga um, hvort þarna væri á ferð ”engill eða púki”. Eftir góðan kvöldverð á dýrum veitingastað, sem herrann blæddi fyrir, mikið spjall og hlátur endaði parið saman um nóttina. Liggur veikleiki blaðamannsins alveg ljós fyrir, hins vegar er niðurstaðan um Catherine jafn ó- ljós. En gefum blaðamanninum orðið. Madame CLAUDE viðskiptamanninn, sem boðið var til Parisar i nafni virts fyrirtækis. Meðan hann beið eft- ir aö komast í mat meö fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, pantaði hann sér eina ,,Klá- dinu”. Um kvöldiðkom i ljós, að hún var eiginkona fram- kvæmdastjórans og sat hún viö hlið hans þá — virðuleikinn upp- málaður. hafa nálægt sér fallega konu og brosmilda. Ég hugsa að 20% af viðskiptavinunum óski aðeins félagsskapar.” „Fékk 20% i minn hlut” Þegar viö komum að ábætin- um kynntumst við skoöunum Catherine enn frekar. Götu- vændi er hryllilegt I hennar aug- borgaði 17,6% i skatta af minum launum. ” Þa ð m á skjóta þvi hér inn i, að stefnumótið kostaði 90 þúsund fsl. krónur, matur og vín 135 þúsund krónur og nóttin 180 þúsund kr. Sem sagt um 400 þúsund i ailt. „Eftir tveggja mánaða fangelsi var mér sleppt út þar til endanlegur dómur félli. En ég er fullviss um, aö viö frú Billy vorum ekki látnar i friði, af þvi að þjónusta okkar ”Rússar... mannlegir líka” Stefnumót mitt við Catherine Virgitti var klukkan niu aö kvöldi og þarna beið hún mín á stigapallinum hjá sér, falleg kona 1 mjólkurhvitum kjól, sem afklæddi hana frekar en klæddi. Fáa skartgripi bar hún og var títið förðuð. Hún gæti leikiö lóhönnu af Ork hugsaöi ég þeg- ar ég gekk inn i ibúð hennar, sem var skreytt upp á kinversk- an máta og öll rauðfóðruð. Og þarna var hún komin með kampavinsglösin, arftaki móö- ur okkar allra, maddömu Claude. Catherine haföi tekiö við af Claude, þegar sú siðar- nefnda neyddist til þess að hætta starfsemi sinni vegna að- gerða lögreglu- og skattyfir- valda. Við ákváðum að fara út að borða á Georg V. Hún varð undrandi á þvi að ég tæki henni sem þjóðhöfðingja. A leiðinni i bilnum röbbuðum við um ýmsa menn, sameiginlega vini og kunningja. Skrýtið hvað heim- urinn er litill! En það hefur hann vist verið allar götur frá hinni frægu Ninon de Lenclos. Og hverjir voru svo viöskipta- vinir stúlkna Catherine. „Þeir komu úr öllum heimshornum, New York, London, Róm, Tokyó og Moskvu.” Voru Rússar tiðir gestir? „Já, að sjálfsögðu, hvers vegna ekki?” „Já, ég hefði haldiö aö Rússarnir...” „Þeir eru mannlegir lika...” Franskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum komu til mln” „Georges Marchais formaður kommúnistaflokksins?” „Nei, ekki hann, en kommúnistar komu eins og aörir. Þvf ekki það?” „Líbanir... fágaöir, örlátir” Og nú vorum við komin á Georg V, veitingastað konunga og prinsa. Fegurö, Iburður, rólegheit, kampavín, sjávar- réttir. Jú, sjáið þið til, ég var til- neyddur. Ég hefði ekki haft brjóst I mér til þess að bjóða drottningu franskra geisha upp á að slafra I sig kjötkássu meö grjónum á einhverjum almenn- ingsstað. Umræðurnar við borð- ið voru skemmtilegar og viöa komiö viö og ég hélt áfram að spyrja gáfulega. „Ogkom mikiö af rikum útlendingum?” „Já, prinsar, Arabahöfðingjar, en engir svartir”. „Hvers vegna?” „Jafnvel ýmsir Arabahöföingi- ar voru ekki gjaldgengir. Þeim varð að neita, þvi að þeir voru vafasamir I meira lagi”. Þess- um orðum Catherine fylgdu mikil hrósyröi um Libani. Þeir væru fágaöir og vel menntaöir. Allir væru þeir mjög örlátir við stúlkurnar. En er ekkert um fagrar stúlkur I Austurlöndum? Hvers vegna aö koma alla þessa leið? Catherine haföi svar á reiöum höndum. „Mlnar stúlkur voru fallegri og fágaðri. Einnig spilar þögnin þarna inn i. Þagnarskylda er algjör hjá okk- ur”. En hvert var hlutverk Catherine? Og hver er uppruni hennar? , .Konurnar uppfylltu ströngustu kröfur Það kemur I ljós, að Catherine á stönduga og ágæta fjölskyldu i Suður-Frakklandi. Hún þótti góður nemandi I skóla og tók stúdentspróf meö latinu og grisku sem aðalfög. Eftir stú- dentspróf hélt hún til Parisar og fór að vinna hjá tryggingafyrir- tæki, en reyndi einnig fyrir sér sem blaöamaður. Og hún skemmti sér mikiö og daðraði. Þar kom að vinkona hennar kynnti hana fyrir Madame Claude, sem á þeim tíma vant- aði hjálparkokk. Og þannig kynntist Catherine simavænd- inu. Hlutverk hennar var sem sagt, að dreifa stúlkunum út meðal háttvirtra viðskiptavina. Akveða stað og stund gegnum bleikan simann. Þegar Madame Claude varð að leggja upp laup- ana, erfði Catherine stúlkurnar og viðskiptasamböndin. En hvaða kröfur voru gerðar til simavændiskvenna Madame Claude? „Konan varð aö vera falleg og gáfuð fyrst og fremst. Við urðum að neita mörgum, sem vildu komast að sem „Klá- dinur”, en vorum tiltölulega fljótar að sjá út, hverjar upp- fylltu ströngustu kröfur okkar. Kröfur um fegurð, en einnig um siögæði.” „Siðgæði?”. „Já, það varö að gæta þess, að stúlkan væri ekki þjófótt, hávær eða fyr- ir aö espa hitt kynið upp með ögrunum. — „Kládina” var yfirleitt frekar úr efri 'þjóö- félagsstiganum. Hún vildi fyrst og fremst vinna sér inn peninga, en margar komu einnig til þess að svala kynferðislegum hugar- órum sínum og ævintýraþrá.” ”Eiginmennimir fengu aldrei þef af neinu” Allar voru stúlkurnar kynntar fyrir Madame Claude I gegnum örugga milliliði og flestar urðu starfandi „Kládlnur” aöeins 15. Þær störfuðu þess I milli ýmis- legt, og voru ýmist giftar eða ógiftar. Skipti ekki máli fyrir okkur.” Giftar? „Já, en eigin- maðurinn fékk aldrei þef af neinu, nema fötin eins og spruttu I kringum eiginkonuna allt Ieinu. „Þúert aldeildis I fal- legum stigvélum, elskan”. Já, ég keypti þau á útsölu fyrir slikk.” Og eiginmaðurinn var yfir sig hrifinn af þvi, hvað kon- an hans gat verið útsjónarsöm. Ekki spilltu vinkonur hennar fyrir og svo virtist, sem hún væri farin aö lesa sér til I mörg- um fræðum. Venjulega unnu konurnar sér inn einhverja ákveðna upphæö, en fóru siðan frá okkur, þegar þeim fannst fjárhagnum bjargað. Þrir mánuöir var algeng tlmalengd. Margar fundu sér eiginmann eða vin viö hæfi, sem sannar að ástin er ekki blind. Eða kannski er hún þaö. Catherine á margar skemmti- iegar sögur úr bransanum eins og þá af manninum.sem pantaði sér „Kládlnu” og fékk konuna slna. Hann varð vlst lltið hrifinn sá. Og ekki er siöri sagan um Catherine Virgitti ásamt vinisinum PatogOliviu dóttur þeirra. Catherine hefur veriö sleppt úr fangelsi um tlma og hefur m.a. leyfi tii þess að fara f heimsókn til dóttur sinnar. sem elst upp hjá ömmu sinni f Toulon. t Paris stundaði Catherine simavændiö frá ibúð sinni, rétt við Eiffel-turninn. ,, En hvað er það ann- ars að vera ótrúr?” En hvað gerist, ef stúlkunni veröur ómótt viö það eitt aö sjá manninn, sem hún á að af- greiða? „Þá er hún frjáls aö þvi aðfinna eitthvað upp, t.d. móöir hennar sé hættulega veik eða þvilikt, og hún veröi aö fara. Þar sem viðskiptavinirnir voru sérlega vel valdir, komu slikar lygasögur sjaldan upp, — en þó stundum.” Catherine hefur gaman að þvi að velta fyrir sér mannlegri náttúru og hún hefur komist að niðurstööu. „Allar konur þrá það innst inni aö selja likama sinn og allir menn þrá að gerast einhvern tima ótrúir konum sínum. Þetta er bara svona. En þjóöfélagið meötekur ekki þessar langanir og setur fólki þröngar skorður.” Cathe- rine stynur þungan og fær sér kampavinssopa. Hún heldur áfram: „En hvað er það annars að vera ótrúr? Þó að karl leigi sér vændiskonu er það alls ekki vist að hann elski konuna sina litiö. Og kona, sem vinnur sér inn aukapening á vændi, þarf alls ekkert að blanda ást inn i þau mál. Margir menn leigja sér stúlkur eingöngu til þess aö fara út með þeim að borða og krefjast einskis meir. Þeir vilja um. En hún styður þá hugmynd, sem verið hefur I deiglunni i Frakklandi aö opna aftur vernduð vændishús, þar sem stúlkurnar geta starfað með samþykki yfirvalda og verið undir læknishendi. Hún er á móti Rauðsokkum og fullyrðir að konan geti aldrei orðiö jafn- oki mannsins. „Ég er kona og ánægð með það hlutskipti. Jafn- rétti, hvaö þýðir það? Ekkert.” Hún skammar blaöamanninn fyrir að hafa skrifað eitt sinn grein, þar sem hann segir, að vændi sé þjóðfélagsvandamál, sem ekkert þjóðfélag geti leyst. Hvorki sé mögulegt að viöur- kenna það alveg, né hafna þvi. „Hvers vegna var mér gert skylt að hætta, þegar ég tók við af Madame Claude? Ég haföi ekki stundaö viöskiptin nema i þrjá mánuði, þegar mér var stungið I fangelsi meö öðrum mellumæörum, lesblum og vændiskonum. Fangelsi eru hræðilegar stofnanir. Vistin er ekki beint grimmileg, því að maöur getur lesiö og lært þar að vild, en allar vonir bresta þar inni. Hvers vegna vorum við Madame Billy teknar fastar, en ekki hinar 10, sem enn fá að starfa óáreittar? Ég haföi ekk- ert til þess að skammast mín fyrir i þessum viðskiptum, tók 20% af launum stúlknanna og nálgaðist fullkomnun. Elding- unni slær fyrst niöur á tindana, ekki satt?” Ég spurði Catherine að þvi hvort hún myndi byrja upp á nýtt, en hún svaraði þvi neitandi. „Lögreglan kemst strax I spiliö og ég vinn ágæt- lega fyrir mér núna hjá verslunarfyrirtæki i borginni. t gegnum simavændiö kynntist ég öllum heiminum og skemmti mér vel. Þetta var góður timi, sem ég heföi ekki viljaö missa af. Auk þess á ég þriggja ára stúlkubarn.” „Maður svikur ekki vini sina” „En hvernig væri að birta listann yfir viðskiptavinina? Þar með stæöir þú með pálm- ann I höndunum.” „Nei, það myndi ég aldrei gera, af þvi að slik framkoma striddi gegn samvisku minni. Viðskiptamennirnir voru orönir vinir mlnir I raun og veru og maöur svikur ekki vini sina”. Viö vorum orðin tvö ein eftir i salnum. Ég borgaði reikninginn og hjálpaöi Catherine I finofna ullarkápuna. Fór sjálfur i gamla rykfrakkann minn. „Má bjóða þér upp á glas?” „Já, þvi ekki það.” Síðan hvarf þetta dularfulla par út i nóttina. FI þýddi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.