Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 8
Sunnudagur 23. september 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurosson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaoamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000á mánuoi. Blaðaprent. Alyktun þingflokks Sjálfstæðismanna Samkvæmt frásögn Mbl. hélt þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins fund 19. þ.m. til að mótmæla ut- gafu bráðabirgðalaga um hækkun vörugjalds og söluskatts. Jafnframt krafðist flokkurinn sam- dráttar i rikisútgjöldum og endurskipulagningar rikisfjármála. Engar frekari skýringar fylgdu hins vegar um það, hvaða útgjöld flokkurinn vildi spara eða hvernig endurskipulagningu rikisfjármálanna skyldi háttað. Það er þó þetta, sem máli skiptir, þvi að ella er hér ekki um annað en hreinar upphrópanir og glamur að ræða. Menn geta hins vegar ályktað af reynslunni, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér einhverjar tillögur fram að færa. Það er ekki nema rétt ár siðan f lokkurinn lét af fjármálastjórn rikisins eftir að hafa annazt hana i fjögur ár. Sjálfstæðisflokknum gafst þá gott tækifæri til að sýna i verki, hvort hann hefði einhver ráð til að draga úr rikisútgjöldum og minnka umsvif rikis- ins. Hvað segir reynslan? Reynslan sýnir, að Sjálfstæðisflokkurinn og for- ustumenn hans höfðu engin slik ráð undir höndum Rikisútgjöldin hækkuðu jafnt og þétt á þessum ár- um. Hvað eftir annað greip fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til skattahækkana til að draga úr fyrirsjáanlegum tekjuhalla rikisins. Samt var hann stórfelldur flest árin. Það var á þessu timabili, sem vörugjaldið svo- nefnda kom til sögunnar. Jafnframt var sá hluti söluskattsins, sem rann i rikissjóð, stórhækkaður. Margar aðrar skattahækkanir mætti telja. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki kennt sam- starfsflokki sinum, Framsóknarflokknum, um að svona fór. Sjálfstæðismenn munu eiga erfitt með að benda á einhvern raunhæfan samdrátt, sem þeir gerðu tillögu um, og strandað hafi á Fram- sóknarflokknum. Útgjöldin og umsvifin jukust einmitt mest hjá þeim ráðuneytum, sem heyrðu undir Sjálfstæðis- menn. Matthias Bjarnason hældi sér réttilega af þvi, að hann hefði aukið framlög til heilbrigðis- mála og tryggingamála hlutfallslega meira en fyrirrennari hans, Magnús Kjartansson. Gunnar Thoroddsen stærði sig af þvi sem orkumálaráð- herra, að hann hefði lika aukið umsvifin á sviði orkumálanna enn meira en fyrirrennari hans og bar Kröfluvirkjun þar hæst. Verk Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans á ár- unum 1974-1978 bera vissulega ekki þess merki, að hann kunni ráð til að draga saman rikisútgjöldin og endurskipuleggja riMsfjármálin. En er þetta eitthvað breytt? Hafa forustumenn Sjálfstæðisflokksins uppgötvað einhver ný úrræði siðan þeir lentu i st jórnarandstöðu, sem þeir sáu ekki meðan þeir voru í rikisstjórn? Vakir það ef til vill orðið fyrir þeim að fara i slóð Margaretar Thatcher og draga úr heilbrigðisþjónustu og tryggingum og skerða mest hlut þeirra, sem lak- ast eru settir? Þessum spurningum verður Sjálfstæðisflokkur- inn að svara, ef ekki á að dæma áðurgreinda álykt- un þingflokks hans sem upphrópanir og glamur til að f ela stef nuleysi flokksins. Þ .Þ. Erlent yfirlit Mikill ósigur norska Verkamannaflokksins íhaldsflokkurinn efldist að sama skapi ÚRSLIT sveitarstjórnakosning- anna, sem fóru fram I Noregi siðastliöinn sunnudag og mánu- dag, þykja líkleg til ao hafa mikil áhrif á stjórnmálabarátt- una i Noregi næstu tvö árin eöa fram til þingkosninganna, sem eiga ao fara fram haustið 1981. Orslitin gefa til kynna, aö hefðu þingkosningar fariö fram nú, hefði Verkamannaflokkurinn tapað ekki færri en sjö þingsæt- um og borgaralegu flokkarnir svonefndu fengið hreinan meiri- hluta á þingi. Ao líkindum heföu þeir þá myndað stjórn. Þessi nifmrstaoa veldur að sjálfsögðu þvi, að Verkamanna- flokkurinn mun endurskoða stefnu sina og störf og sennilega endurskipuleggja rikisstjórn- ina. Þetta getur m.a. haft áhrif á það, hvort hann hefur þá Odvar Nordli og Reiulv Steen báða á oddinum, eins og verið hefur þrjú siðustu árin. Vorið 1975 lét Trygve Bratteli af forustu Verkamannaflokks- ins og var þá verulegur ágrein- ingur um, hvort Nordli eða Steen tæki við af honuin. Niður- staðan varð málamiðlun, sem fólst i þvi, að Steen varð for- maður flokksins, en Nordli for- sætisráðherraefni. Samkvæmt þessu tók Nordli við stjórnarfor- ustunni i árslok 1976, þegar Bratteli let af henni. Þingkosningar fóru fram i Noregi haustið 1977. Orslit þeirra urðu þau, að Verka- mannaflokkurinn fékk 76 þing- sæti, borgaralegu flokkarnir samanlagt 77 þingsæti og vinstri sósialistar 2. Nordli hefur síðan stjórnað með hlutleysi þeirra. 1 þingkosningunum 1977 vann íhaldsflokkurinn mikið á, eink- um á kostnað miðflokkanna. IHALDSFLOKKURINN varð á- fram sigurvegari I sveitar- stjórnakosningunum um helg- ina. Að þessu sinni varð sigur hans hins vegar ekki á kostnað miðflokkanna, heldur Verka- mannaflokksins. Miðflokkarnir þrír fengu samanlagt svipað at- kvæðamagn og i þingkosningun- um 1977. Verkamannaflokkur- inn tapaði hins vegar 6,1% af heildaratkvæðamagninu, miðað við þingkosningarnar 1977. Ef þingkosningar hefðu farið fram nú og úrslit sveitar- stjórnakosninganna lögð til ... Erling Norvik, formaður thaldsflokksins grundvallar, hefði Verka- mannaflokkurinn fengið 69 þingsæti, tapað sjö. Ihaldsflokk- urinn hefði 51 þingsæti, unnið 10, Kristilegi flokkurinn fengið 16, tapað 6, Miðflokkurinn 13, unnið 1, Vinstri flokkurinn fengið 3, unnið 1, Glistrupistar hefðu fengið 1, en höfðu ekkert áður, og vinstri sósialistar fengið 2, sama og áður. Kjördæmaskipun veldur þvi, að þingmannatap Kristilega flokksins varð hlut- fallslega meira en atkvæðatap hans. Verkamannaflokkurinn fékk nú 36,5% greiddra atkvæða, en fékk 38,4% i sveitarstjórnakosn- Odvar Nordli, forsætisráðherra. ingunum 1955 og 42,3% I þing- kosningunum 1977. Ihaldsflokkurinn fékk nú 29,2% greiddra atkvæða, en fékk 22,1% i sveitarstjórnakosn- ingunum 1975 og 24,7% i þing- kosningunum 1977. Kristilegi flokkurinn fékk nú 10,2% greiddra atkvæða, en fékk 12,3% i sveitarstjórnakosn- ingunum 1975 og 12,2% i þing- kosningunum 1977. Miðflokkurinn fékk nú 8,8% greiddra atkvæða, en fékk 11,4% i sveitarstjórnakosning- unum 1975 og 8,6% I þingkosn- ingunum 1977. Vinstri flokkurinn fékk nú 5,3%, en fékk 3,9 i sveitar- stjórnakosningunum 1975 og 3,2% i þingkosningunum 1977. Hann lætur sig nú umhverfis- mál mestu skipta. Vinstri sósialistar fengu nú 4,3%, en fengu 5,1% i sveitar- stjórnakosningunum 1975 og 4,2% i þingkosningunum 1977. FYRIR Verkamannaflokkinn kann það að vera nokkur hugg- un, að kosningaþátttaka var með minna móti, aðeins um 70%. Venjan hefur verið sú, að mikil kosningaþátttaka hefur verið honum hagstæð. Þessi úr- -slit munu eigi að siður verða honum hvatning til að hugsa vel ráð sitt. Það hefur veriö talið liklegt að íhaldsflokkurinn og miðflokk- arnir (Miðflokkurinn, Kristilegi flokkurinn og Vinstri flokkur- inn) mynduðu rikisstjórn, ef þeir fengu samanlagt meiri- hluta á þingi. Sökum mikils vaxtar Ihaldsflokksins geta miðflokkarnir orðið tregari til þess en ella, einkum þó Mið- flokkurinn. Verkamannaflokk- urinn mun vafalitið reyna að nota sér þetta og ýta undir á- greining milli Ihaldsflokksins og miðflokkanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.