Tíminn - 23.09.1979, Side 13

Tíminn - 23.09.1979, Side 13
Sunnudagur 23. september 1979 mm 13 Einar Njálsson Rætt við Einar Njálsson á Húsavík, formann Bandalags íslenskra leikfélaga —Hauststarfið er að byrja hjá okkur. Þessa dagana | er verið að ganga frá kjarasamningum við Félag a ísienskra leikara vegna kaups leikstjóra. Það er eitt ■ brýnasta hagsmunamál áhugaleikfélaga að fá góða I leikstjóra til starfa/ og nauðsynlegt til að félögin geti I haldið reisn. Það mál verður ekki leyst nema áhuga- § leikfélögin hafi bolmagn til að ráða góða og vel- ■ menntaða leikstjóra# sem ekki fást til starfa nema • þeir hafi kaup, sem þeirgeta lifaðaf. Laun leikstjóra I eru einn stærsti útgjaldaliður leikfélaganna, en auk I þess er greitt uppihald og ferðir. Tveir af aðalleikurum Hiisvikinea Sieurður Hallmarsson og Ingi- mundur Jónsson I „Jiinó og páfugiinum”, sem sett var á sviö • á Húsavik 1972 Svo mæltist Einari Njálssyni I frá Húsavik i viötali viö Tfm- I ann fyrir nokkru, en hann var i | mal kosinn form. Bandalags • islenzkra leikfélaga og tók við því embætti af Jóninu I Kristjánsdóttur í Keflavik, sem I hafði verið formaður i fimm ár. I Stjórnin er skipuð fimm mönnum og kosin á aðalfundi, I en hann sitja einn fulltrúi frá 1 hverju aðildarfélagi með # atkvæöisrétti. Félögunum er ■ hinsvegar heimilt aö senda eins I marga fulltrúa á fundinn og þau i kjósa, sem sitja fundi og hafa I tillögurétt. Bandalag islenzkra leikfélaga I er samtök áhugaleikfélaga á 0 Islandi og eru aöildarfélög _ liðlega 70. Markmiðið meö I starfsemi bandalagsins er að I efla starfsemi áhugaleikfélaga B og vera miðstöð fyrir hana. I Bandalagið sér um útvegun I leikstjóra og sýningar- ^ réttar.Það miðlar nauðsynjum ® eins og sminki, hárkollum og I gerviskeggi. Það hefur útvegaö I félögum leikrit og séö um fjöl- I ritun, og haldið námskeið. 1 allmörg ár hefur bandalagið haft skrifstofu að Skólavöröu- stig 12 og er Helga Hjörvar framkvæmdastjóri banda- lagsins. Bandalagið hefur ekki aðeins veitt aðildarfélögum þjónustu, heldur einnig öörum svo sem leikfélögum skóla. Stjórnin telur sjálfsagt að hlynna að leiklistarstarfsemi þótt ekki sé um beina félaga að ræða. Kæmi til með að ger- breyta möguleikum áhugaleikfélaganna. Við spuröum Einar Njálsson um fjárhag áhugaleik- félaganna. —Á fjárlögum fyrir 1979 var veitt veruleg upphæð til þeirra eða 19 milljónir króna. Samkvæmt nýju leiklistar- lögunum á að úthluta þessu fé eftir tillögum frá stjórn Banda- lags islenskra leikfélaga. Viö höfum gert okkar tillögur og væntum þess að úthlutun fari fram samkvæmt þeim. Okkur langar ekki til að þessir peningar fari til leikstarfsemi annarra en áhugaleikfélaganna, sem er rekin til f járöflunar fyrir aöra starfsemi en leiklist. Ahugaleikfélögin aftur á móti leggja allt fjármagn, sem aflast af starfsemi þeirra i leiklist. —Það hefur lengi verið áhugamál ykkar að sölu- skattur af aðgöngumiðum á sýningar áhugaleikfélaga verði afnuminn? —Já, og á siðasta þingi var samþykkt þingsályktunar- tillaga, þar sem heimilað er að fella niður söluskattinn. Það merkir að fjármálaráðherra getur ef hann kýs fellt skattinn niöur og aö sjálfsögðu mun stjórn Bandalags islenskra leik- félaga beita sér fyrir að fá þvi framgengt. Við teljum það alfarið mis- rétti aö skattleggja sjálfboða- vinnu, áhugamál, sem fólk vinnur að I fristundum án þess að taka laun fyrir. —Greiða leikfélögin kannski meira I söluskatt en sem nemur þeim styrk er þau fá frá rlkinu? —Það er misjafnt og fer eftir þvi hvað tekjur af leiksýningum eru miklar. Fyrir slðasta ár geri ég ráð fyrir að við hjá Leikfélagi Húsavlkur greiðum 1-1.2 milljónir i söluskatt af starf- seminni, en styrkur okkar frá rikinu veröur varla meiri en 500- 600 þúsund krónur. A þessu leik- ari voru I gangi hjá okkur tvær leiksýningar, Fiölarinn á þakinu, sem hlaut mikla aðsókn og Heiðursborgarar, sem hlutu dræmari undirtektir. Upphaflega var hugmyndin að rlkisstyrkurinn nægöi til að greiða kaup leikstjórans, en hann gerir ekki meira en vera þriöjungur tii helmingur af leik- stjórakaupinu fyrir utan annan kostnað viö að fá menntaða leik- stjóra. Afnám söluskattsins er stærsta hagsmunamál okkar áhugaleikhúsfóiks um þessar mundir og kæmi til með að ger- breyta öllum möguleikum okkar. Námskeið heima og erlendis. —Þú minntist á að Bandalag islenskra leikfélaga gengist fyrir ’námskeiðahaldi? Jú, þaö hefur undanfarin ár beitt sér fyrir námskeiðum i leiksviöshreyfingum, framsögn, tæknilegum atriðum eins og hárkollugerð, förðun og ljósa- meöferð. 1 sumar var haldiö i Varmahllð I Skagafirði fjölsótt námskeið I leikmyndagerð og var þar kominn frábær kennari frá Finnlandi Pekka Ojama. Þátttakendur luku miklu lofs- orði kennslu hans. Þá skipulagði framkvæmdastjóri BIL og stjórnaöi byrjendanámskeiöi I ieiklist sem haldið var i Varma- hlíð á sama tima. Hún hefur kennt viö Leik- listarskóla rikisins og er fulltrúi bandalagsins i skólanefnd hans. Einnig hefur bandalagið tekið þátt i samstarfi norrænna áhugaleikfélaga og er aðili aö Nordisk amatör teaterrsad og hefur i gegnum þaö aögang að samnorrænum námskeiðum áhugaleikhúsmanna. Arlega taka um 50 manns héöan þátt i námskeiðum á vegum þess. Viö erum lika nýlega oröin aðilar að alþjóöasambandi áhugaleik- félaga. Brúðuleikhús og trúðar hafa orðið útundan. —Er eitthvaö, sem þér finnst áhugaleikfélögin ættu að sinna sérstaklega? —Mér hefur satt að segja fundist tvær tegundir leiklistar hafa orðiö útundan hér á landi, brúðuleikhús og trúðar.Brúðu- leikhús starfa hér aö visu og sum með myndarbrag.en eru ekki orðin almenn. Brúöuleik- hús mætti gjarnan verða grein á starfsmeiði áhugaleikféiaga. Einhver hópur innan leikfélags gæti auðveldlega sinnt þessu jafnframt annarri starfsemi félaganna og yki það fjölbreytni starfsins verulega. Með trúðana gegnir kannski svolitið öðru máli. Þeir eru frekar persónur I stærri heild en góð trúðmennska finnst mér vera list, og vil þvi hvetja islenska áhugaleikara til að kynnast þeim skemmtilegu per- sónum nánar. —Hvað um framtiðina? —Jónina Kristjánsdóttir fyrirrennari minn i formanns- starfi og Helga Hjörvar fram- kvæmdastjóri Bandalags islenzkra leikfélaga hafa mótað það góöa stefnu að min stjórn gerir ekki neinar grundvallar- breytingar þar á. En ég mun reyna að fylgja fyrri stefnu e.t.v. með persónulegu svip- móti. Ahugamannaleikhús á tslandi þarf að grundvallast á þrihyrningi, og þar er ekki átt við hinn klassiska ástar- þrlhyrning farsanna, heldur: Menntun, við veröum að vera óþreytandi að halda námskeiöi hinum aðskiljanlegustu störfum leikhússins og þjálfa þannig fólk i að gera kröfur til verka sinna. Virkja verður hvern félaga til starfa eftir þvi sem áhugi hans stendur til, og byggja upp sameiginlega ábyrgö á tilvist og stefnu áhugamannastarfsins. Haldu verður góðu sambandi við fólkið I landinu, þroska það og leiöa meö sér, minnug þess að áhorfendur eru hinn helmingur leikhússins, án þeirra er ekkert leikhús til. SJ (Viötal þetta var tekið fyrir verkfall grafiska sveinafélags- ins og hefur þvi birting þess taf- ist.) A Húsavik er gamalgróið ieikféiag og her er formaður BIL (annar frá vinstri) I hópi leikfélagsfólks þar I Fiðiaranum á þakinu, sem leikinn var si. vetur og nú er verið aö enduræfa fyrir áframhaldandi sýning- ar vegna mikillar aðsóknar. Siguröur Halimarsson er fyrir miðju I hlutverki fiðlarans. íTexti: Sólveig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.