Tíminn - 23.09.1979, Qupperneq 16

Tíminn - 23.09.1979, Qupperneq 16
16 Sunnudagur 23. september 1979 „Refurinn mun lifa okkur alla” „Þetta er hann Sjeff. Hann er orðinn svo gamall aö hann heyrir ekki þegar ég kalia á hann, þvi hann hefur ekki heyrnartæki eins og ég.” Eitt sinn fór ég hér upp að túngaröi til þess aö sækja mjöl- poka sem bfll, sem var aö koma úr kaupstað, haföi skiliö þar eftir fyrir mig og rebbi kom meö. Þegar ég haföi sett á mig pokann, kom i ljós aö eitthvaö lá ekki vel á karli, þvi hann fór aö vepjast fyrir mér, beit i buxna- skálmina mina og hékk þar og þar fram eftir götunum. Þannig gekk það hér heim allan hól, og þegar heim kom slóst hann utan i húsiö, en missti þó ekki takiö. Þegar ég kom hér fyrir horniö, slóst hann hins vegar svo hart utan i aö hann missti takiö. Ég lét þá af mér pokann og greip hann, en hann náöi yfir úlnliöinn á mér og var greinilega eins fokvondur og hann frekast gat veriö. Ég hugsaöi meö mér aö ég stæöist þetta, en þó fór hann aö jaga til hausnum og saga. Þá stóöst ég ekki mátiö, greip hann og stakk undir arm mér og flengdi hann dágóöa stund, uns hann spektist. Ég fór þá aö strjúka hann og hann beit mig aldrei eftir þetta. Krakkarnir hérna máttu gæta sin á honum, þvi ef þau voru aö hoppa I paris, stökk hann stund- um til, settist á steininn og bauö kjaft, ef þau ætluöu aö taka hann. Væru þau i fótbolta, átti hann til að leggjast á boltann og vildi ekki láta hann eftir, þótt hann rambaði sitt á hvaö ofan á honum. En á endanum varö ég aö kála þessu”. Kvikmyndað á greni „Lengst hélt ég læöu, sem ég ól i einn vetur hérna uppi á fjós- lofti. Þaö geröi ég fyrir Ösvald Knudsen, sem haföi áhuga á aö kvikmynda grenjaskyttu aö störfum. Ég hleypti þessari læöu út um voriö og honum tókst aö mynda hana meöan hún var aö snuöra um og hringsnúast, svona meðan hún var aö átta sig. Hún var lafhrædd viö Ós- vald, en hélt sig aö mér, þvi hún þekkti lyktina. Osvaldur spuröi mig hvernig ég næöi henni aftur og ég svaraöi aö þaö yröi ekki gert nema meö einu móti, — aö farga henni. „Og geturðu þaö?” spuröi hann. „Nei, en ég verö samt”, svaraöi ég. Mér leist ekkert á aö hægt mundi að taka Ósvald meö á greni, þvi þegar hæst stæöi leik- urinn og hann byrjaöi aö kvik- mynda, mundi refurinn auövit- að heyra surgið i kvikmynda- vélinni og allt fara i handaskol- um. Auk þess væri helst eitt- hvaö hægt að gera um lágnætt- iö, þegar dimmast væri. Þó féllst ég á aö taka hann meö mér, ef sérlega heppilegt færi gæfist. Eitt voriö vildi svo heppilega til aö ekki liöu nema fjórir tímar frá þvi er viö lögöum af staö á greni, þar til viö komum aftur meö tvö dýrin og fjóra yrölinga, en einn varö eftir 1 greninu og tók viku aö ná honum. Ég var meö þrjá boga i greninu og eitr- aöi fyrir hann meö fuglakjöts- bitum, en hann snerti hvorugt. A sjötta degi þegar ég fór upp- eftir, hugsaöi ég mitt ráö og á- kvaö nú aö hrókera bogunum. Þetta dugöi. Næsta dag var hann i tveimur boganna. Hann hafði veriö oröinn vanur aö ská- skjóta sér á milli boganna og varaöi sig þvi ekki á breyting- unni. Þarna sést munurinn á lundarfarinu I dýrunum. Ég átti oft erfitt meö aö farga yrölingunum. Stundum tók maöur þá i poka, eftir aö þeir höföu veriö innilokaöir i byrgöu greninu langan tima. Þá hélt maöur pokanum fyrir munnan- um og gaggaöi matargagg. Stundum kom fyrir aö þeir lest- uðu sig þannig niöur i pokann. Siöar kom svo Ósvald meö okkur og viö lékum fyrir hann alla grenvinnsluna. Mér þótti hann stundum ekki nógu kröfu- haröur um aö þetta væri allt sem eölilegast, sagöi aö þetta og hitt sæist ekki, og sjálfsagt var þaö rétt hjá honum. En ég vildi hafa þetta sem eðlilegast. Hann náöi þvi ágætlega þegar bæöi dýrféllu. Ég tróö ilæöunavirum og hún sat hin settlegasta þarna viö greniö og allt leit þetta mjög eðlilega út”. Að missa glæpinn „Já, og aöra læöu ól ég hér vetrarpart. Einhvers staðar á ég mynd af henni, þar sem hún er aö hnusa af tik sem ég átti og lá þá á hvolpum. Tikin haföi skipun frá mér aö hreyfa sig ekki meöan myndin var tekin. Þessi tófa var oft aö snudda og valkóka hér i túninu og hér i kring. En eitt sinn kom hér heim maður úr Grindavik, sem sagö- ist hafa séö tófu á ferli I grennd- inni og hugsaöi sig ekki um, þar sem hann var með byssu og skaut hana. Ég minntist ekkert á aö þessi tófa hefði veriö frá mér. Ég var feginn aö losna viö aö gera þetta sjálfur og auk þess mátti gæta sin á þvi aö þaö kæm- istekki i almæli að ég, sem heita átti aö vinna aö eyöingu refa, æli sjálfur upp refi, — og sleppti þeim!” Híbýlahættir „A timabili var hér mikið af ref, en nú eru liðin fimmtán ár frá þvi ég vann sfðasta greniö. Fyrr á tiö hefur veriö hér mikiö af þessu. I Herdisarvik mundi ég til dæmis geta enn fundið á sléttum klapparhellum gildrur meö gömlum útbúnaöi til refa- veiöa. Þarna hefur veriö hlaöin dálitil tóft úr hæfilega löguöum steinum meö hellu yfir, sem tengd hefur verið viö agn, svo aö hún féll niöur, þegar tófa snerti hana. Þetta er þarna mjög viöa. Kennileiti eru og hér, sem benda til gamalla grenja. Merkilegt er þaö og, aö svo er aö sjá sem tófan sæki I sum greni öörum fremur. Þaö bendir til þess aö þetta séu góöar ibúö- ir. Tófur leggjast til dæmis aldrei þar sem hætta er á aö rigni á þær, eöa vatn kemst aö, og tæplega, ef von er á sandfoki. Akjósanlegast þykir þeim og þegar á greninu eru tvennar eöa þrennar dyr, svo velja má um inn- og útgöngu. Þó eru mörg greni hér, af tuttugu og tveimur sem ég þekki, sem aöeins hafa einar dyr. Tófan telur þaö lika til kosta þegar grenismunninn liggur nokkuö hátt, siöur aö hann sé ofan I dæld, og ákaflega kjöriö finnst henni ef utan viö hæöardragiö er eihs og hring- laga laut. Þá býöst tækifæri til aöhlaupahringum greniö og ná réttri vindstööu af þvi, svo víst megi telja aö allt sé i lagi, áöur en inn er haldiö. Lyktnæmiö er alveg ótrúlega gott og heyrnin frábær. Ég geri ráö fyrir aö sjónin sé lika góö, en á hana treystir hún ekki eins mikið. Allur er varinn góður „Fyrir kemur auövitaö, eins og ég hef áöur minnst á, aö tófan flytur sig, þyki henni eitt- hvaö tortryggilegt á feröum og mér er minnisstætt aö eitt sinn lá ég á steindauöu greni, sem ég þó þóttist viss um aö búiö væri I. Það var ekki fyrr en ég sá aö „Þá lagöist maöur fram viö grenismunnann, sisona, og gaggaöi matargagg...” skriödreki haföi fariö nýlega yfir klöppina rétt viö greniö, aö ég áttaöi mig á aö henni haföi þótt nóg um þann klukknaslátt, tekiö sig upp og flutt. Ég fann hana svo i greni, sem ég fyrr haföi leitaö i og ekkert fundiö og þar haföi ég þau bæöi”. Refurinn lifir okkur alla „Ég þóttist taka eftir þvi um það leyti sem ég var aö byrja refaveiöar, aö kæmi styggö aö ref, hljóp hann svo sem fimmtiu metra, en stansaöi þá og leit viö. Nú er þetta ööru visi. Nú taka þeir á rás og hlaupa þindar- laust. Þetta kenni ég hiklaust ó- vaningum, sem eru meö riffla og skjóta i sibylju á dýrin og gera þau frá sér af hræöslu. Þetta sýnir annars aö refurinn kann aö laga sig aö breyttum aðstæðum, eöa eins og sú mikla refaskytta Theódór á Bjarma- landi segir: „Refurinn mun koma til meö aö halda alltaf velli, þvi hann lærir jafnóöum að sjá viö hrekkjabrögöum okk- ar mannanna”. Seinsóttur refur „Það var eitt sinn aö maöur sem vann hér aö sandgræöslu- giröingunni sagöi mér, aö hann heföi séö ref fara niöur meö virnum rétt hjá sér hér uppi I heiði. Nú, ég lagöi af staö I besta veöri, hæglætis suöaustan golu og bliðu um kvöld og á þennan stað, þvi tófan gengur nokkuö sömu slóöir og er all-vanaföst. Þarna sat ég i eina tvo tima uns langt var komiö fram yfir þann tima dags, sem maöurinn haföi veriö þarna og þvi hækkaöi ég mig nú upp I heiöinni og fer austur á svokallaöan Möngu- selsgjáarbarm. Þarna svipaöist ég um og var allt meö dásamlegri spekt og friði, lömbin á ferli til og frá og fuglinn biandi, og þarna sat ég til klukkan aö ganga ellefu og sól komin vestur undir Jökul. Ekki vildi ég samt fara heim, eftir að hafa eytt svona miklum tima i þetta og gekk nú uppeftir, á svokallaða Suöur-Nauthóla. Þvi er þannig fariö, aö þegar sól skin úr átt sem maöur er óvanur á annars kunnuglegt landslag, sérmaður ýmislegt, sem maöur ekki tekur eftir ella. Þannig sýndist mér ég nú sjá móta fyrir gamalli reiögötu eöa þvi um liku, sem ég kannaðist ekki viö. Ég var aö hugsa meö mér aö liklega heföi þessi gata á sinni tiö legiö frá Staöarhverfi viö Grindavik til Keflavikur, þegar ég sé hvar einn móri hendist þvert yfir veginn. Ég var þarna á bersvæöi, en dálitlir hólar þó og þegar hann hverfur yfir einn þeirra tek ég á þansprett og fleygi öllu sem ég haföi meöferöis, nema byss- unni. Þegar hann kom f sjónmái aö nýju, varö ég auövitaö aö standa eins og dæmdur og horfi á eftir honum hlaupa upp stóra koliótta hæö. Þegar hann hvarf enn tók ég aftur á sprett og þeg- ar upp á hæöina kom, var þar ekkert aö sjá nema auöa flesju, nógu stóra þó til þess aö ég átti aö sjá hann. I þessu sé ég eins og sperru- lagaöa gjótu vestanvert i hæö- inni og i sama bili og ég lit á þetta, þá kemur hann út. Eins og nærri má geta haföi ég snör handtök og skaut, varla nógu vel miöaö þó, og þar meö lá hann, en féll um leiö niöur I spor, sem stefndi skáhallt niöur aö gjótunni, og var þar meö horfinn. Þegar ég kom þarna aö sneri hausinn fram glenntur upp i niutiu gráöu horn og því ekki á- litlegt aö snerta hann. Ég varö þvi aö fira á hann og sé I sömu svifum hvar lambshaus liggur við innganginn, — greinilega markaður mér sjálfum og kom þar vel á kauöa, mundi mörgum þykja! En ekki var rebbi nógu dauöur enn, þvi honum tekst aö spyrna sér til meö afturlöppinni og er þar meö horfinn úiöur I gjótuna, en hún var eins og bý- kúpulöguð og I sandbakka. En ekki dugöi aö æörast, þvi nú var von á læöunni. Ég settist á milli þúfna og þar mátti ég biöa til klukkan fjögur um nótt- ina. Þá kemur hún og stansar, þegar hún er komin i vindstööu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.