Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. september 1979 iimmiu Eitt uppeldisbarna Hinriks Vilhjálms | Bátasmi&urinn meö nákvæma eftirlikingu af teinæring, sem hann hefur smiDaO. viö mig, en var ekki I færi, lik- lega um fjörutiu faöma frá mér. Skyndilega tekur hún nú á sprett og hendist i rjúkandi spretti, i krókum og bugöum þó, i átt heim aö greninu. Mér var ómögulegt aö miöa af neinu viti, en þegar hún er komin aö gren- munnanum, stansar hún og litur viö. Þaö heföi hún ekki átt aö gera.... En um leiö og hún féll valt hún ofan i gjótuna lika og ég hugsaöi meö mér aö nú kárnaöi gaman- iö, ef ég væri búinn aö missa bæöi dýrin inn. Feginn varö ég þvi aö sjá hana liggja framan viö grenismunnann. Skottið vantaði ,,Ég héltnú heim og gaf þaö út aö ég heföi unniö bæöi dýrin, en hreppstjóri okkar var maöur gætinn og sagöi aö vaninn væri nú aö sýna af þeim skottin, Sagöi hann . eitthvaö á þá leiö að okkur væri tamt, veiöimönn- unum, aö gera meira úr og ýkja til, þegar svo bæri undir. Sór ég þvi viö skegg spámannsins aö þótt ég yröi aö rjúfa og sprengja allan hólinn, skyldi ég ná refn- um og sýna skottiö. Ég tók þvi meö mér son minn Maron, hann var þá niu ára og harður af sér, ásamt tveim stúlkum, og sagðist ætla meö þau á refaveiöar. Áhöld mln voru barnaskófla, svigabands- stöng úr bát, kertisstubbur og snærishönk. begar upp eftir kom, beygöi ég skóflublaöiö, batt stöngina viö skófluskaftiö og tókst þannig aö vikka inn- ganginn, svo aö krakki mætti skriöa inn. Spuröi ég nú Maron hvort hann þyröi aö skriöa inn og jú, jú, hann þoröi þaö. Batt ég þvi snæriö um fæturna á honum og lét hann siga inn I holuna. Varaði ég hann viö aö snúa sér hið minnsta. Ég haföi brætt kertið fast á skófluskaftið og ýtti þvi inn meöfram honum til lýs- ingar. „Sérðu nokkuö, sérðu nokk- uö”, kallaöi ég svo I sifellu og lengi vel var ekkert að sjá. En loks kallar hann: „Hann er hérna, hann er hérna!” „Og hvernig snýr hann?” „Hann snýr aö mér”. „Hver fj....” hugsa ég. „Ekki er aö reiöa sig á aö hann sé dauður. „Taktu I skófluna og rektu kertiöuppaö trýninu á honum”, segi ég þá, „og vittu hvort hann hreyfir sig! ” Jæja, rebbi hreyföi sig ekki og ég sagöi stráknum aö taka þá i hann, og þannig dró ég strákinn út aftur en strákurinn dró ref- inn. Þannig komst skottiö heim, án þess aö ég þyrfti aö skemma greniö og tófan lagöi I þetta greni aftur siöar”. „Gamlir refir” „Oft er okkur refaskyttunum, Bærinn i Merkinesi eins og öörum veiöimönnum brugöiö um ýkjur, en sannleik- urinn er þó oft ótrúlegri en menn halda. Þannig var meö ref sem ég haföi lengi elst viö án ár- angurs, það var eins og alltaf yröi honum eitthvaö til hjálpar. Ég fór eftir misheppnaöa til- raun enn eitt skipti aö honum og fór þá langar leiðir aö greninu og kom aö þvi austan aö, upp i vind. Jú, mikil ósköp, þarna lá hann I vindstööu á nokkuö slétt- um klöppum I mosaþúfu. Hann var illgreinanlegur og næstum ómögulegt aö komast aö honum þar sem hann var. Þó sá ég mér færi á honum, ef ég kæmist til aö skriöa i laut eina skammt frá honum. En þegar ég er nær hálfnaöur aö skriöa þetta, þá breytti hann sér I áttinni. Þar meö stóö rebbi upp, hnusaði út i loftið og tók á rás upp á hól, þar sem sá sá allt i kringum sig. Samt sá ég aö kæmist ég eftir lautinni yfir smá haft, mátti hafa hann. Ég vildi neyta þess að ég var þannig klæddur aö ég duldist vel, og tók nú til aö skriöa og skriöa. En ég á til aö fá hóstaköst, alveg afleit hósta- köst, og sem ég skrið þarna finn ég aö ég þarf aö hósta. Lengi þráaðist ég viö, en fann aö loks varö ég aö hósta, — bara rétt til aö friöa mig...En hann heyröi þaö, rak upp þetta firna öskur og tók á rás. Ég hef aldrei séö hann aftur meö vissu, nema ef þetta skyldi hafa verið refurinn, sem ég vann á þessu greni áriö eftir Tölvísi rebba „Hafi þetta veriö sá sami var nokkuö I hann spunniö, þvi hann kunni aö telja. Viö fórum þrir upp á greniö, Siguröur Erlends- son úr Keflavik, sonur minn og ég. Ég var ekki viss um aö búiö væri I greninu, þvi ég haföi fariö þar hjá nýlega og læðan nýbúin aö gjóta, ef eitthvaö var, þvl ummerki voru litil. Nú var þar hins vegar allt útsparkaö og ekki um aö villast. beir tveir gengu nú til baka aö sækja út- búnaö sinn, en sem ég er sestur þarna aö kemur læöan út og tveir yrðlingar meö henni. Haföi ég bæöi hana og annan yrðling- inn þegar. Hinn átti öröugt meö aö komast inn, þvi hin byrgöu munnann. Náöi ég honum þar lifandi. Þegar hinir koma aftur sjá þeir hvaö gerst hefur og setj- umst við þarna niöur. En ekki liöur á löngu, þar til viö heyrum aö refurinn argar úr förunum þeirra, um þaö bil 100-120 faöma i burtu. Svo háttaði þarna til aö greniö var I breiðri laut en aust- an við hana hóll, allur sundur- klofinn, svo maöur gat gengiö þar I gegn og komiö út viö hinn enda hans óséöur. Ég sagöi þvi Maroni, syni minum, aö ganga beint inn. Vindáttin var á suöaustan, en refurinn i suövestur af okkur. Var stefna Marons heim þvi aö- eins til vinstri viö hann. Ætlaöist ég til aö rebbi hlypi til aö gá hvaö yröi af stráknum, en þá gæti ég komist aö honum hinum megin. Ég sé rebba nú taka sprettinn til vinstri og hverfa. Þá hleyp ég einnig, en til hægri og kemst þar I gjá, allt þar til ég hef hólinn i milli. Hleyp ég nú gegnum sprungu i hólnum og ætla þar niöur I lægöina, þar sem þannig stytti ég færiö, þeg- ar hann kæmi i vindstööuna aft- ur. En þá kemur rebbinn enn þeysandi og mátar mig, svo aö ég get mig ekki hreyft. Þegar hann kemur i vindstööuna færir hann sig aöeins nær, hleypur hokinn og hnusar. Svo ris hann upp á afturfæturna teygir sig upp á brún og hnusar heim á grenið. Eitthvaö þykir honum þetta undarlegt og fer nú aö skjögra sitt á hvaö. Færir hann sig fyrst I átt til min, en þá til baka og enn kemur hann nær. Færiö var yfir 30 faðmar, en ég hugsaöi mér aö ekki dygöi ann- aö en aö reyna, tók ágætt sigti og lét fara. Þar meö féll hann við, en reyndi þó aö reisa sig aftur á fætur, svo ég varö aö koma á hann ööru skoti sem dugöi. En hver haldib þiö aö mein- inginhafi verið? Hann haföi séð hvert strákurinn fór og fann lyktina af þeim sem var á gren- inu. En hvar var sá þriðji? Aö þvi var hann að leita, þótt þaö yröi honum aö falli. Þetta var gamalt og þrautreynt dýr og sennilega byssubrenndur. Tennurnar i honum voru orönar brenndar og alveg kollóttar”. Seinasta grenið „Já, ég fór inn i hraun fyrir þá og austur I Grimsnes, en sein- asta grenið sem ég vann, þaö var upp undir svonefndum Hesteyrum i Hestfjalli. Þar var tæfa undir geysistórum kletti alveg fram undir brún. Ein- hvers staöar hef ég sagt frá þeirri viöureign og lét hana þvi ekki fljóta meö nú. Ég hef safn- aö sumum af þessum veiöisög- um minum saman i syrpu og sumir hafa lagt aö mér aö gefa eitthvað af þessu út i bók, en ég er á móti þvi. Þrátt fyrir allt veröur þetta of likt þvi sem aör- ir hafa skrifað, þegar margt kemur saman. Ýmsar slíkar bækur manna liöa fyrir slikt”. 63 minkar eitt árið „Já, ég hef lika skotið mink, fjöldann allan. Hér var griöar- lega mikið um mink á timabili. Ég skaut 63 eitt áriö, en nú er þetta orðið miklu minna. Margt stuölar aö þvi, bæöi fleiri hund- ar, sem færir eru um aö leita mink uppi, — þvi þaö er tilviljun ef menn geta skotiö mink án hunds, — og svo er hitt, aö þetta eru flökkudýr og þegar giröing- ar koma fyrir þetta meö strönd- um, þá fækkar viðkomunni. Minkur leggur aldrei tvisvar I sama gren. Hann er þá kominn viðs fjarri. Greni minksins eru svipuð og tófunnar, en miklu minni, rétt aö stinga má hendi inn I munnann. Ég hef tekiö eftir að leggi þeir i greni sem aðrir hafa verið i áöur, sýnast þeir aldrei ánægðir meö útganga heldur grafa nýja eftir sinu höföi. Hjá minkalæðunni er afskap- lega rik móöurtilfinning og sé hætta á ferðum og hún hefur aö- stöðu til, tætir hún hvolpana i allar áttir, gagnstætt refnum, sem flytur allan hópinn i annan samastaö. Þaö er eins meö minkinn og refina. Hann þjálfast einnig i brellum okkar. Þegar fyrir kom aö hundurinn haföi fundiö mink i urö gaf til kynna aö þarna væri hann undir, höfðum viö meö okkur bensinbrúsa og hellt- um úr honum i kring um staö- inn. Viö bárum svo eldspýtu aö og svældum dýrið þannig upp, og skutum auöveldlega uppi á steinunum. En nú er gagnslaust aö reyna þetta. Um leiö og byrj- aö er aö hella bensininu er hann farinn. Kannski bendir þetta lika til þess aö þaö eru alltaf bestu einstaklingarnir sem und- an komast, hinir miður skyn- sömu og ótortryggnu falla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.