Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 23. september 1979 21 Ghicago - 13 /Steinar **** + Talan 13 ætlar aö reynast hljómsveitinni Chicago hin mesta happatala, þvi að nýlega sendi hljdmsveitin frá sér sina 13. plötu á rúmlega 11 ára ferli og best gæti ég trúað þvi ao þessi plata væri sii besta sem hljömsveitin hefur sent frá sér. MeMimir Chicago virðast nú vera komnir yfir það mikla áfall, sem hljómsveitin varð fyrir á siðasta ári, er gitarleik- arinn Terry Kath lést á voveif- legan hátt og nýi maðurinn Donnie Dacus, sem m.a. hefur leikið með Stephen Stills viröist falla einstaklega vel inn f heild- ina. A plötunni „Chicago 13" eru 10 lög, öll eftir hljómsveitar- meðlimi ogmá segjaað þetta sé i fyrsta skipti sem hljómsveitin hættir sér eitthvað af marki út fyrir gamla Chicago-stilinn. Platan er rökrétt framhald af plötunni „Hot Streets", en breiddin er þó miklu meiri að þessusinni. A „Chicago 13" eru ahrif úr öllum áttum og sterkustu áhrifavaldarnir eru tvimælalaust ,,latin rock" tón- list I anda manna eins og t.a.m. Sergio Mendes og létt „Jazz rock", eins og gefur t.d. að heyra á siðustu plötum Edgar Winter group. Það er einn stærsti kosturinn við þessa plötu, að nú i fyrsta sinn fá blás- ararnir að leika lausum hala og ein bestu lög plötunnar eru einmitt samin af þeim. Þá er það athyglisvert, að Chicago virðist að sumu leyti vera komin nokkuö inn á svipaða tónlistar- Hnu og Billy Joel og hliðstæð- urnar með þessari plötu og nýjustu plötu Joel eru margar. Þó að á þessariplötu sé slegið á ýmsa nýja strengi er gamla Chicago-,,sándið" þó ekki alveg látið fyrir róða, en Robert Lamm virðist þó sá eini i hljóm- sveitinni sem bundinn er af þvi. Söngurinn á þessari plötu er sérkapituli út af fyrir sig og bágt á ég með að trúa að margar hljómsveitir hafi á að skipa jafn mörgum góðum söngvurum og einmitt Chicago. Bestu lög þessarar plötu eru mörg, en ef ég ætti að nefna ein- hver sérstök, þá koma fyrst upp i hugann „Street Player", „Lif e is what it is", „Aloha Mama", og „Loser with a broken heart" — og þannig er platanyfirfufl af góðum lögum. —ESE Ellen Foley - Nightout /Steinar **** Hún heitir EUen Foley og þó hún sé mjó eins og býantur, þá er röddin kraftmikil eins og átta strokka Ford vél og jafnvel Guðrún A. gæti verið fullsæmd af henni. — En hver er svo þessi Ellen Foley? Fulltrúar Epic hljómplötuútgáfunnar halda bvi fram að rödd Ellen Foley sé ein best þekkta röddin f rokkinu I dag, en hún vann sér það meðal annars til frægðar að syngja með Meatloaf á metsöluplötunni „Bat out of hell". Ellen Foley á sem sagt heið- urinn af kvenmannsröddinni i lögunum „Paradise by the dash board light" og „You took the words right out of my mouth" og þeir sem heyrt hafa þau lög skilja þvi vafalaust af hverju Ellen Foley er upprennandi stjarna i dag. Forráðamenn Epic voru held- ur ekki seinir A sér eftir gerð „Bat out of hell" og skömmu siðar undirritaði Ellen Foley samning við fyrirtækið. Arang- ur þessa samstarfs er nú kom- inn I ljós, þvi nýlega sendi Ellen Foley frá sér sfna fyrstu plötu, „Nightout" og verður ekki ann- að sagt en að sú plata lofi góðu. Á plötunni eru 9 lög, flest kraft- mikil rokklög, og meðal höfunda eru ekki ófrægari aðilar en Roll- ing Stones, og Graham Parker. Upptökustjórn á plötunni var I höndum Ian Hunter og Mick Ronson, sem báðir eru löngu þekktir fyrir störf sin með David Bowie og Mott the Hopple — og er greinilegt að þeir hafa unnið gott verk. Allar útsetning- ar eru til fyrirmyndar og ekki er hljóðfæraleikurinn sfðri. Mick Ronson á heiðurinn af gitar- leiknum, en i öðrum hlutverkum eru margir af bestu „session" mönnum New York borgar. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um söng Ellen Foley, þvi að hún hefur allt það sem góða söngkonu þarf að prýða, og ekki er ótrúlegt aö stjarna hennar eigi eftir að fara hækkandi á ókomnum árum. —ESE Megas - Drög að sjálfsmorði /Iðunn * * ** * Siðast liðinn vetur voru haldnir I hátlðarsal Mennta- skólans viö Hamrahllð, tvennir hljómleikar, sem báðir verða að teljast með þeim betri sem Islenskir listamenn hafa staðið fyrir, fyrr og sfðar. Flytjendur á þessum frábæru hljómleikum sem voru hljóðritaðir um leið, voru Megas og sjálfsmorðs- sveitin og „verkið" sem hóþur- inn flutti var „Drög að sjalfs- morði" eftir Megas. Nú rúmum 10 mánuöum eftir hljómleikana hefur „sjálfs- morðið" verið framið á ný, þvi að i siðustu viku kom út hjá Ið- unni hljómplatan „Drög að sjálfsmorði", afrakstur tltt- nefndra hljómleíka. Eins og áð- ur greinir varplatan hljóðrituð á tvennum hljómleikum og munu þeir seinni vera uppistaöa þess- arar plötu. Undirritaður var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera meðal hljómleikagesta á um- ræddum hljómleikum og eftir aö hafa hlýtt & plötuna er óhætt aö fullyrða að hún er eins og þeir — hreint frábær. Þetta lýsingarorð á að vlsu einungis um efnið á plötunni, hljóðfæraleikinn, sönginn og kynningarnar, en „sándið" verður að teljast i öðrum og lægri gæöaflokki. „Sándið" er þó aldrei lélegt, en það er hfátt og vel má vera að það gefi plöt- unni einungis sterkari svip, ef allt er skoðað. Ekki verður hér farið ut I smáatriði hvað varðar tónlist Megasar. Hljóðfæraleikurinn og „söngur" eru til fyrirmynd- ar, en einhvern veginn er það nú þannig að annað hvort „fllar" fólk Megas eða ekki. — Það er ekkert til þar á milli. Um textana væri vafalaust hægt að skrifa heila bók, en það skal þó látið bókmenntagagn- rýnendum eftir. Þetta er annars allt saman skotheldur skáld- skapur og það er bjargföst skoðun undirritaðs að Megas sé eitt mesta ljóbskáld Islenöinga siðan Steinn Steinarr var og hét. I laginu „Frægur sigur" segir Megas m.a.: Niðrúr infrarauðum himni hangir slýgræn sól/ i heiðbláum og seigfljótandi tvinna/ en minn litur hann er grár og tala tvisv- ar núll/ og aðeins timinn einn veit hvar mig mun að finna ef aðeins viddunum fækkaði I tvær þá mynd'ég vera óhultur/ þvi að viðáttan er flatneskjan er húmið/ en sjá þar stendur timinn grafkyrr og hann glottir kalt/ og ég get þvi ekkert flúið nema i rúmið Ég er orfeus rafmagnsbassisti I innheimum/ meðan evridis ræktar i útheimum steina/ og þeir morféus og bræður sviku samninginn/ og nú sit ég hér og plokka/ allt eins og blómstrið eina.... Þó af nógu sé að taka hvað skáldskap Megasar varðar, verður hér staðar numið, en heyrn er sögu rikari. Kinks - Low Budget Fálkinn **** Það er kunnara en frá þurfi að segja að Kinksaðdáendur eru og hafa alltaf verið „sértrúarsöfn- uður" þegar popptónlist er ann- ars vegar. ,Ahrif Kinks á popp- tónlist samtimans hafa heldur ekki veriö neitt smáræði og trú- lega hafa fáir menn haft meiri áhrif á þessa tegund tónlistar á siðari áruin, en einmitt Ray Davies, höfuðpaur Kinks. Ahrif Kinks og Davies hafa verið marglungin og margþætt, en mest held ég þó aö muni um textagerðina, en sem textahöfundur hefur Davies borið höfuð og herðar yfir aðra samferðarmenn sina innan poppsins. Þjóöfélagsleg gagn- rýni i léttari tegund popptónlist- ar var nær óþekkt fyrir daga Ray Davies, en fyrir hans at- beina og annarra frumherja er poppið nú orðið einn mesti áróðursmiðill sem völ er á. 1 þessu sambandi nægir t.a.m. að nefna hlut Tom Robinson, sem er og hefur verið einn dyggasti „lærisveinn" Davies, e.n Robin- son hefur miskunnaríaust notað poppið til þess að berjast fyrir hagsmunum undirokaðra þjóð- félagshópa I Bretlandi. A „Low Budget" nýjustu plötu Kinks er þjóðfélags- ádeilan e.t.v. ekki eins nöpur og oft áður, en Davies kemur þó vfða við. Meðal þess sem er i brennidepli á plötunni er t.d. oliuverðið, menningarsjúk- dómarnir, þjóðarstoltið og sið- ast en ekki sist maðurinn s jáltur og umhverfi hans. „Low Budget" er plata sem á erindi til allra, en ekki er vist að allir séu reiðubúnir til þess að veita henni viðtöku. Kinksaðdá- endur ættu þó að vera ánægðir. þvi hver Kinks plata i þeirra augum jafnast a.m.k. á við Litlu jólin. — ESE Queen - Live Killers /Fálkinn *** + Óþarft ættí að vera að kynna bresku hljómsveitina Queen fyrir islenskum rokkáhuga- mönnum, þvi að altt frá þvf að hljómplatan „Night at the Opera" kom út hefur Queen verið I fremstu röð. Nýlega sendi hljómsveitin frá sér tvöfalda hljómleikaplötu, sem heitir „Queen - Live - Kill- ers" og má segja að á plötunni sé að finna öll bestu lög hljóm- sveitarinnar. Alls eruá plötunni 20 lög, þ.a.m. „Let Me Enter- tain You", „Killer Queen", „Bicycle Race", „Bphemian Rhapsody" og „We Will Rock You/We are the Champions" og fóru hVjoðritanir fram á Evrópuferðalagi hljómsveitar- innar s.l. vetur. Eins og sést á upptalningunni hér að framan eru á þessari plötu valin lög og þrátt f yrir þá staðreynd, aö Queen hefur hrakað nokkuð að undanförnu, þá stendur hún vel fyrir slnu. Sem sagt góður bautasteinn um hljómsveitina sem einu sinni var nefnd, meö sanni, besta og vandaðasta rokkhljómsveit ver- aldar. -ESE SPARID ORKUNA nnnx rafmagnsofnarnir nýta tvímælalaust orkuna betur en flestir aörir hitagjafar, þar sem um beina hitun er aö ræöa. Elektróniskur hitastillir (termostat) stjórar hárnákvæmt réttu hitastigi. Yfir 20 mismunandi stæröir á lager. 3ja ára ábyrgo — áratuga reynsla hérlendis. Fullnægja öllum reglum Raffangaprófunar Rafmagnsv. ríkisins. íslenskur leioarvísir. Þægilegur hiti, þurrka ekki loft. HAGSTÆTT VERÐ-GREIÐSIUKIÖR SKRIFID EFTIR MYNDA b VER9USTA I EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SiMI I699S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.