Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.09.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. september 1979 23 AKÖTTURINN ARTILLÍFSINS (1920) leikstjóri Robert Wiene og síöast en ekki sist mynd Murnaus Nosferatu (1922). Eins og menn rekur sjálfsagt minni til hefur Werner Herzog gert nýja útgáfu af þessari kvikmynd sem vakið hefur mikla athygli. Sú útgáfa veröur væntanlega sýnd innan tiðar i Nýja biói. Það veröur spennandi aö bera þessar tvær út- gáfur saman. Framúrstefnu- myndir Samkvæmt lögum Fjalakatt- arins er eitt af megin verkefnum hans ao kynna þaö sem þykir framsæknast i kvikmyndagerð. I vetur veröur kldbburinn trúr þessu markmiði sinu þvi að fyrir- hugað er að sýna nokkrar myndir sem á ýmsa lund eru býsna ný- starlegar þótt þær séu sumar komnar nokkuð til ára sinna. Sá sem ef til vill er hérlendis þekktastur af_ þeim kvikmynda- gerðarmönnum sem forðast aö fara troðnar slóðir er Jean-Luc Godard. Hann hefur verið óþreyt- andi við að segja borgarasjéttinni til syndanna eins og væntanlegir félagar kvikmyndaklúbbsins geta sannreynt meö þvi aö sjá kvik- myndina Week-End sem hann gerði 1967. Annar á svipaðri bylgjulengd -og Godard er landi hans, Frakk- inn Jean-Marie Straub. Hann hefur af pólitiskum orsökum gert flestar kvikmyndir sinar i Þýska- landi, þeirra á meðal Dagbók önnu Magdalenu Bachsem þykir sérstaklega myndræn kvikmynd. Roman Polanski er ekki meö öllu ókunnur islenskum kvik- myndahúsagestum. Hann á eina kvikmynd á sýningarskránni sem undirritaður minnist ekki að hafi verið áður sýnd á Islandi. Hér er um að ræða Knife in The Water ( 1962). Ein teiknimynd verður sýnd i vetur. Þaö er itölsk fantasiumynd írá 1977 gero a"f^Bruno Bozzetto. Veldi ástríðnanna Ein af þeim kvikmyndum sem islenskum almenningi var ekki treyst til að berja augum á kvik myndahátiðinni sælu var Veldi til- finninganna eftir Japanann Nag- isa Oshima. I fyrra gerði Oshima aðra mynd i stil hinnar fyrri sem hann kallar Veldi ástriðnanna. Nýja myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, sem hafa veriö sammála um að hún standi hinni fyrri síst aö baki, en Veldi til- finninganna hlaut 1. verðlaun á kvikmyndahátiðinni i London á sinum tima. Fjalarkattarmenn eiga þakkir skildar fyrir þaö áræöi að panta þessa nýju mynd til sýningar eftir alla vitleysuna sem á undan er gengin. Fimm aðrar japanskar kvik- myndir verða teknar til sýningar I vetur. Ein Kurosawa-mynd sem ber nafnið Dodeska Den (1970), en það var fyrsta kvikmyndin i litum sem sá góöi maöur gerði. Hún er ekki talin i hópi bestu mynda hans. Ugetsu Monogatari (1953) leikstýrð af Kenji Mizo- guchi er hins vegar talin ein allra besta japanska myndin sem gerð hefur veriö. Kvikmyndin Onibaba (1964) er byggð á magnþrungu japönsku ævintýri. Leikstjórn dahornið þeirrar myndar annaðist Kaneto Shindo. Sjötta japanska kvikmyndin er um Olympiuleikana i Japan 1964. Hún hefur vakið eftirtekt fyrir góða kvikmyndatöku. Sitt af hverju tagi Enn eru nokkrar myndir ótaldar. Lyfta til aftökustaðar eftir Lois Mallé hlaut verðlaun i Frakk- landi, sem besta franska kvik- myndin 1957. Hakakrossinn (Swastika) er heimildarmynd frá uppgangstimum nasismans I Þýskalandi. James Ivory sem ný- búinn er að senda frá sér at- hyglisverða mynd , The Kurop'- eans.á eina á skránni sem heitir Irafár vegna mynda Georgie og Bonnie. Norræn kvikmyndagerð á sér einungis einn fulltrúa að þessu sinni, en það er kvikmynd Svians Tage Danielssonar úr höfði gamals manns. Og þá er aðeins eitt eftir. Það er að fara niður i Tjarnarbló og fá sér skirteini. Slikt þarfaþing kost- ar 8.000.- kr. og gildir allan vetur- inn. G.K. Ugetsu Monogatari hefur verið talin ein af bestu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið i Japan. Hakakrossinn fjallar um uppgangstfma nasismans i Þýskalandi. Blóðsugan Nosferatu (Max Schreck) I kvikmynd Murnau. Lopapeysur og aðrar handprjónaðar flikur óskast keyptar. Upplýsingar i sima 91-85199 Pósthólf 4270, Reykjavik. BahusBaron i....... ' II ¦M~ BORDSTOFUSETTID er úr gulbrúnni eik, skápur meö blýinnlögðum glerrúðum, málmhöldum Ijósi undir efri skápum og færanlegri hillu Verið velkomin Vsáííss S..UÍW\'lult< SlMI I 'nll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.