Ísafold - 30.12.1875, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.12.1875, Blaðsíða 3
229 230 tals 1400 kr., og laun þeirra smátt og smátt áttu að hækka upp í 2384 kr. En hinir 5 kaupstaðalaeknar fá nú meðaltal hæstu og lægstu launa, og þó naumast, er húsaleigustyrkurinn er meðtalinn, þar sem laun þeirra eru 1900 kr. (Niðrl. síðar). — Cnleðileikir. Lærisveinar latínuskólans verja nú jólaleyfi sínu til að skemmta sjer og svo mörgum bæjarbúum, sem komast fyrir í svefnloptinu meira, með gleðileikjum. Rit þau, er þeir hafa valið til að leika, eru tvö af hinum ágætu skemmtileikjum Holbergs Danaskálds, »Den politiske Kande- stöbem og »Den Stundeslöse«. Ennfremur »Supplicanten» eptir Heiberg, og loks nýtt leikritskorn íslenzkt, eptir sjera Matthias Jochumsson. Það heitir »þjóðviljinn«, og á að vera forleikur fyrir »Den polit. Kandestöbem. — Veðrátta. Nú um jólin hafa hjer gengið grimmi- legir útsynningar, með stórrigningum á milli. — Gjörsamlegt fiskileysi enn í öllum veiðistöðum hjer syðra. — «Um moðsuðu». (Leiðrjetting). ígreininnium moð- suðu í ísaf. 11,26. stendur: «Með þessu móti getur seigt kjöt .... soðist í mauk», en það er rangt, og átti að vera: meyr- soðist. Iíitt og petta. — í blaði einu í New York í Vesturheimi, voru í fyrra tald- ir upp nokkrir menn þar ( borginni, sem væru svo auðugir, að eigur þeirra skiptu miljónum dollara. Fyrstur er Vanderbilt nefndur, »kommandeur« að nai'nbót, en að viðurnefni járn- brautakonungur og gufuskipakeisari. Eignir hans eru laldar 160 miljónir kr. Hann greiðir ekki skatt af meiru en helming þessa fjár, og þó er skatturinn 1440 þúsundir um árið. þá kemur A. T. Stewart, írlendingur, sem kom til New York fyrir 50 árum, bláskínandi fátækur. Hann er nú með anðugustu kaupmönnum þar, og veit ekki aura sinna tal. íbúðarhús hans er talið 4,000,000 kr. virði, og 400 þúsundir geldur hann í skatt. Astor peningakaupmaður á þó langtum meira, að sögn 200 mi'.jónir kr. eða vel það. En svo laglega telur karlinn fram, að ekki koma nema 40 milj. til tíundar, og er skatturinn þar af rúml. 900 þúsnndir. Synir Astors, Jakob og Vilhjálm- ur, kváðu og eiga nokkrar miljónir. Dætur hans fá 20 milj. króna í heimanfylgjn. Þær eru i tilbót kvenna fríðastar, og má nærri geta, hvort þær ganga ekki út. f>á er getið Pjeturs Goete. Hann á 50 milj. kr. virði l húsum í New York, og annað eins eða meira annarstaðar. Hann er nú hniginn mjög að aldri, og heíir aldrei kvongast, en er í húsmennsku hjá systrum sínum tveimur. Hann eyðir ekki einskildings virði Bennet hjet. Hann var ákaflega metorðagjarn og ímyndaði sjer, að hann mundi komast í há völd með Mormónum. Smith fagnaði bonum vel, sem nærri má geta, og kom með opin- berun honum til vegs og dýrðar. Er Bemett þar heitið mik- illi umbun, og spáð, að Nauvoo, höfuðstaður Mormóna í Quin- cy, mundi verða hyrningarsteinn undir Zíon. (Aður átti Zíon að verða í Independence!). í þessari sömu opinberun erþess getið, að kapteinn Hugumprúður og faðir Smiths, drykkjurút- urinn, «sitji við hægri hönd Abrahams, og sjeu sælir og hei- lagir». Þessu næst er komið með þá skipun, að oallir hinir heilögu skuli koma með gull sitt og silfur, og reisa hús, er hina allrahæzti gæti búið í». þá minnist opinberunin á nýja skírn, er Jóseph hafði fundið upp, og var kallað, að »skira fyrir dauða menn»; en það er svo að skilja, að menn gela bjargað sálum framliðinna með því að láta skírast Mormóna- skírn. Þessi skírn hans er enn til, en fæst ekki nema fyrir gjald allraikið. það er ein fjeþúfan Morraóna. í þessari opinberun var boðið að reisa hús, er skírn þessi skyldi jafnan fram fara í, og hvergi annarstaðar. Loks var spáð þar, að Jóseph Smith og hans niðjar mundu búa þar í Nauvoo um aldur og æfi, «því af Jóseph og hans kyni niunu allar þjóðir á jörðunui blessun hljóta». Allt af var söfnuður Jósephs að fjölga, og 10,000 voru ibúar orðnir í Nauvoo að ári liðnu, en Danítar 2000. Tók af auðsafni sínu til viðurlífis handa sjálfum sjer, heldur hefir hann ofan af fyrir sjer með smíðum, helzt aðgjörð á hráka- döllum og ýmsum eldhúsgögnum. Hið eina, sem að honum amar, er það, að stjórnin tekur frá honum 400,000 kr. í skatt um árið. Enn fremur nefnir blaðið 4 Gyðinga, er greiði þetta frá 100 til 400 þúsund kr. í skatt. þAKKARÁVARP. Það eru nærfellt 2 ár siðan, að tekið var að safna sam- skotum í Arnarbælisprestakalli, til þess að kaupa hljóðfæri til Arnarbæliskirkju; skyldi það notað í kirkjunni, «til að leið- rjetta og prýða kirkjusönginn, og jafnframt til þess, að söng- raenn og söngmannaefni gæti lært að syngja sálmalögin rjett og óbjöguð". þá er byrjað var á fyrirtæki þessu, var gefendunum heit- ið, að auglýst skyldi verða almenningi hversu mikil samskotin yrðu, og hverning þeim yrði varið. Þetta hefur að vísu dregist þangað til nú, enda þótt margir hafi fyrir nærfellt tveim árum gefið til fyrirtækisins, en sú er orsökin, að menn hafa smátt og smátt allt fram á siðast liðið vor afhent mjer samskotin, og þóttist jeg þess vegna ekki vera sannfærður um það fyr en nú um þessar mundir, að allir þeir hefðu lagt gjafir sínar fram, er áformað hefðu að styðja fyrirtækið, en hinsvegar vildi jeg helzt geta auglýst gjafirnar í eiuu lagi — 5 rd. gaf Ridd. af Dbr. Guðmundur Thorgrímsen á Eyrarbakka; 4 rd. gaf: óðalsbóndi Sæm. Sæmundsson á Reykjakoti; 2 rd. gáfu: Prófastsekkja Guðr. Johnsen á Egilsst., Jón bóndi Sæ- mundsson á Auðshotli, Bergur Magnússon á Strýtu, þór. bóndi Gissurarson á Reykjum, Arni bóndi Helgason á Alviðru, Sig. Sigurðsson á Tannastöðum, Björn bóndi Jóhannsson á Þúfu, Hannes bóndi Hannesson á Hvoli, Ólafurbóndi Torfason á Árbæ, Aldís ekkja á Arbæ, Arni bóndi Steindórsson á Kirkju- ferjuhjáleigu, Halldór bóndi Jónsson á Kirkjuferju, þorg. bóndi þórðarson á Núpum, húsfrú Jórunn Sigurðard. á þorlákshöfn, Jón bóndi Pálsson á Kirkjuferju; 1 rd. 48 sk. gaf Gunnar bóndi Pálsson á Vorsabæ; 1 rd. gáfu: Ólafur, Ingibjörg Guðríður, Margrjet, börn Guðmundar sál. prófasts Johnsens, — Jón Jóns- sen v. m. á Kirkjuf., Ingib. húsfr. á Auðsholti, Brynjúlfur v. m. á Hvoli, Sigmundur bóndi á Kotströnd, Björn bóndi á Cakka- holtsparti, Magnús bóndi á Borgarkoti, Guðmundur bóndi á Strýtu, Hannes bóndi á Rakkarbolti, Jón Hannesson á Bakkar- holti, Jóhannes bóndi á Grænhól, Jóhann Jóhanness. á Græn- hól, Gissur Guðmundsson v. m. á Reykjum, Jón Arnason á Alviðru, Jón Arnason á Alviðru (yngri), Magnús bóndi á Latig- arbökkum, Ólafur Magnússon á Laugarbökkum, Sigurðtir Hann- esson á Hvoli, Hávarður v. m. á Tannastöðum, Gísli bóndi Guðmtindssou á Saurbæ, Gísli v. m. Gíslason á Beykjahjáleigu Jóseph þá að fyllast drambi og ofmetnaði, og ráðgerði að safna liði, og fara vestur í Missouri, vinna Zi'on o. s. frv. Hann spáði landsstjóranum þar, er Boggs hjet, og raðið hafði þvi, að Mormónar voru reknir burt þaðan, bráðum bana. Sá spá- dómur rættist þó ekki, og reyndi Jóseph þó að láta hann ræt- ast, því hann gjörðí út flugumann til höfuðs Boggs, og veitti hann honum banalilræði, en skotið missti hans. Síðan flýði morðinginn til Ts'auvoo. Var verkið kært fyrir stjórninni f Illinois, og með því að um sömu mundir komust upp ýmsir klækir aðrir um Smith, átli að fara að taka til hans; en hann gat skotið sjer undan, eins og vant var. Vissi nú enginn, hvað mn hann var orðið, i'yr en löngu síðar, að hann náðist í Ottawa, og var settur í varðhald. En er fjelagar haus í Nauvoo frjettu það, gjörðu þeir út leiðangur til að ná spámanninum úr prísundinni, og heppnaðist það. Fóru þeir með hann í sigurhrósi heim í Nauvoo. Stóð nú hagur Smiths og fjelaga hans í raiklum blóma. Árið 1843 komu níu skipshafnir af Morinónum til Ameríku frá Englandi, og árið eptir færðti postular hans Viktoríu drottningti og manni hennar Mormónsbók, og eggjuðti þau á að verða Mormóaar. Sama árið ætlaði Smith jafnvel að verða forseti yfir ölltim Bandaríkjunnm. En þá þraut hamingja hans. Hann átti ýmsa óvini rneðal Mormóna sjálfra, og urðu þeir honum að lokum of sterkir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.