Ísafold - 14.02.1877, Side 1

Ísafold - 14.02.1877, Side 1
Ritstjóri: Bjöbn Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: í Doktorshúsi. Prentsmiðja: Einars pórð- arsonar. Isafold. irgangurinn,32 arkir., kost- ar hjer á landi 3 kr., er greibist í kauptíð; erlendis 2 kr., stök blðö 15 aura. Sölulaun: 7. hvert expl. Auglýsingar kosta 8a. línan með venjtil. meginmálsletri. IV 2. Reykjavilc, miðvikudaginn 14. febrúarmán. Bókafresn. För pilagrímsins frá þessum heimi til hins ólcomna, eptir John Bunyan. íslenzlc þýðing, gefin út afkristilegra- smáritafjelaginu, 56 Paternoster Row, Lundúnum 1876, Og Smásögur, islenzlcað hefir P. Pjet- ursson, til ágóða fyrir presta-ekkna- sjóðinn. Reykjavík 1876. það mun vafalaust vera einstakt í bókmenntasögu vorri, íslendinga, að sama útlenda ritið hafi verið af þrem- ur þýtt á íslenzku, eins og rit það er, sem í sumar er leið var gefið út af Kristilegra-smáritafjelaginu í Lund- únum. Fyrir 13 árum var gefin út á íslandi önnur þýðing af því, eptir sira Odd Gíslason, nú prest að Lundi, og segist hann í eptirmála við síðara hluta ritsins hafa haft stuðning af handriti, er sira Einar Sæmundsson, prófastur í Stafholti, hafði Ijeð hon- um; er það handrit þannig þriðja þýðingin og hún elzt; en eptir því sem þýðandi Pílagrímsfararinnar þeirr- ar er kom út í sumar sem leið segir frá, þá er þýðing lians, þótt hún komi síðast út, eldri en sú, er gefin var út fyrir 13 árum. |>ýðandinn er að góðu kunnur bæði á íslandi og Englandi fyrir það, hve göðan þátt hann hefir átt í því hin síðari árin, að gjöra kunnar Englendingum fornar bókmenntir vorar og nýjar, með góð- um þýðingum á íslenzkum ritum, er hann hefir snúið á ensku, sumum einn, sumum í fjelagi við enska bók- menntavini. í þessum formála gjörir þýðandinn grein fyrir því, hvernig það hafi atvikazt, að þýðingin sje ekki fyr út gefin en í sumar sem leið, og er sem liann beri kvíðboga fyrir því, að menn kunni misjafnlega að virða þessa þýðing; hvort sem það nu er af því, að lionum finnst sumskostar — eins og reyndar sumum öðrum — að hjer sje borið í bakkafuilan lækinn, þar sem þýðing sira Odds er fyrir og hvergi nærri útseld; eða af því, að hann þykist ekki hafa getað komið því við, að ganga svo vel frá þýðing- unni, sem hann mundi kosið hafa. En þýðandinn þurfti ekki að kvíða því, að Krossgangan sira Odds mundi verða í bága við sína þýðingu, því hún hefir, og það að miklu leyti ó- maklega, átt allt of litlu gengi að fagna; en þýðandinn má að nokkru leyti kenna sjálfum sjer um, með því að hann hefir rangþýtt heiti bókar- innar og kallað hana Krossgöngu í stað Pílagrímsferðar; ætla jeg að krossgöngu-nafnið hafi fælt marga frá bókinni, því þótt margir, og það enda klerkar og kennimenn, sjeu alls ekki frá sneiddir krossaburði, þá munu fæstir hafa miklar mætur á krossgöng- um og krossburði nú sem stendur. Um hitt er jeg aptur viss, að herra Eiríkur Magnússon mundi víða hafa bætt þýðingu sína, ef hann hefði haft tóm til að yfir fara hana aptur; en eigi að síður eins og hún er, þá ætti hún að vera öllum guð-velkomin, og það þótt hún væri ekki í jafnprýðileg- um búningi og hún er, sem fátíður er á íslenzkum bókum. Jeg vil taka fram einstök atriði, þar sem mjer finnst þýðing Pílagrímsfararinnar ó- viðfelldnust. Fyrst eru sum nöfnin. Jeg veit nú að vísu, að það er enginn hægðar- leikur að gefa íslenzkt nafn sumum af persónunum í sögu þessari; vjer höfum ekki átt því að venjast, að sjá kosti og lesti gjörða að persónum; oss mundi því þykja næsta kynleg nöfnin sem Englendingar hafa gefið sumum persónunum í líkingarsögum sínum, og aldrei þýðast þau líkt mynduð og þau eru í enskunni, en þá er vandinn að fá íslenzkt nafn, er svari til hugmyndarinnar, en sje þó frambærilegt. pýðanda Pflagrímsfar- arinnar hefir nú telrizt það víða vel, en sumstaðar er eg viss. um að menn skilja ekki hvað nafnið á að tákna, t. a. m. nafnið á By-ends: Sjerhugall. |>að mundi engam til liugar koma að það ætti að tákna þann, sem ávallt gengur eitthvað annað til þess sem hann gjörir, en það eitt er hann hefir að yfirvarpi; eptir því, sem honum sjálfum segist frá, að viðurnefnið hafi fezt við sig, þá held eg einmitt mætti gefa Byends nafnið, sem Time-server hefir, og kalla hann Hagleitin, eða kalla hann Hagsjál, nema kalla skuli hann Færaglögg; en hvað sem hann er kallaður, þá er það betra en «Flan- fari" í Krossgöngunni, Two-tongues prestur er rangnefndur Tjúgutunga; þar er sira Odds nafn betra: Tví- tyngdur. Nafnið á borginni Apostacy, Fráhvarfsstaðir, er óviðkunnanlegt; eg held Afhvarf væri betra, eða Guðfjón. Nöfnin á þeim Mercy og Grace, Líkn 5 og |>ekk, væri betur nefnd: Miskunn og Líkn. Sum orðatiltæki í þýðing- unni eru illhafandi, svo sem á 89. bls. að gefa kvið, 90. bls. láta æfi sína; á stöku stað er rangþýtt, nema það sje prentvilla, t. d. á 216. bls. 7. línu: því hún þurfti eklri, í stað: þegar hún þurfti ekki, bls. 297 «broddnardus» er rjettara blátt á fram nardus: spike í spike-nard á ekkert skilt við «spike»: broddur, heldur er það latínska orðið spica eptir því, sem Johnson segir í orðabók sinni (spicanardi.) þ>að er og miður heppilegt, að kalla landið Beúla Fyrirheitanna-land; það væri rjettast að láta hebrezka nafnið halda sér, eins og í enskunni er gjört, að eins varast að nefna það Benla, svo sem stendur í Krossgöngunni; en það er líkast tíl prentvilla. En þetta er ekki nema smámunir einir; jeg ímynda mjer að margir muni, eins og jeg, biðja þýðandann hafa þökk fyrir ó- mak sitt; jeg óska þess um leið, að hann mætti fá tóm og tæki til þess, að kynna alþýðu landa sinna inn- an skamms eitthvert gott enskt rit. í Reykjavík voru árið sem leið prentaðar Smásögur, íslenzkað hefir P. Pjetursson til ágóða fyrir prestaekkna- sjóðinn. Sögur þessar eru sjálfsagt gefnar út í góðu skini; bæði miðar efnið í mörgum sögunum til þess, að vekja góðar tilfinningar lijá þeim er lesa, og eins er það mjög lofiegt, að prestaekknasjóðnum er ánafnaður á- góðinn, sem sjálfsagt mun talsverður, ef líkt fer um þessar sögur, og liinar fyrri, er Pjetur biskup Pjetursson gaf út; þær urðu á fáum árum alveg upp- scldar, og hafa verið mjög vel þokk- aðar, sem skemmtilegasta lestrarkver fyrir unglinga, og eins ímynda jeg mjer að verði um þetta sögukver, sem eins og hitt líka er prentað með greinilegasta letri. Aptur er þetta kver miklu hirðulauslegar úr garði gjört en hið fyrra, bæði að rjettritun, sem ef til vill er að kenna óvönduð- um prófarkalestri, og eins að orðfæri. ý>annig er t. a. m. «járnport» ekki í íslenzka (10 bls.) 11 bls. «Fyrir apt- an dyrnar» á 13 bls. danska eu ekki íslenzka (bag dören: á hurðarbaki); á 17 bls. «upphitaður» um hús fremur danska en íslenzka; vjer þekkjum upp- hitað kaffi; á 29 bls. «kærlegt við- mót», hrein danska, en engin íslenzka, í staðinn fyrir ástúðlegt; á 34 bls.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.