Ísafold


Ísafold - 23.02.1877, Qupperneq 1

Ísafold - 23.02.1877, Qupperneq 1
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: í Doktorshúsi. Prentsmibja: Einars pórð- arsonar. Isafold. Árgangurinn, 32 arkir, kost- ar hjer á landi 3 kr., er greibist í kauptíb; erlendis 4 kr., stök blöð 15 aura. Sölulaun: 7. hvert expl. Auglýsingar koBta 8 a. línan meb ' venjul. meginmálsletri. IV 3* Reykjavilc, föstudaginn 23. febrúarmán. Alþingiskosníngar. ISerra ritstjóri! J>egar ísafold barst hjer upp í dalina um daginn, þótti oss þaö einna mestum tíðindum sæta, sem þjer sögðuð frá um alþingiskosningarn- ar; 5 sæti auð á alþingi! J>ótt þetta sje ekki sá «iierlúður, sem kalli til vopna hvers kyns ofsa», eins og «góð- vinur« okkar Orla Lehmann heitinn komst að orði um upplausn aiþingis (Ný Félagsrit XXVII. 49), þá kemur það þó hreifingu á hið storknaða blóð okkar dalamannanna, þegar svo mörg sæti eru sögð auð í einu milli kosninga, og vjer förum að hugsa um, hvernig þessi sæti megi fá svo fyllt við hinar nýju kosningar, að eigi verði eptir á með sanni sagt, að betra liefði verið «autt rúm en illa skipað». Eptir því sem þjer skýrið frá, lítur helzt út fyrir, að bæði Norður-Múla- sýsla og Skagafjarðai sýsla muni ætla að senda á þingið sinn klerkinn hvor. Vjer Yiljum nú engan veginn bera á móti því, að prestar vorir margir hafi verið og sjeu dugandismenn og sumir þeirra hafi reynzt hinir nýtustu þing- menn; en vjer getum eigi dulizt þess, er vjer lítum á þingmannabekkina, að það er nálega að bera 1 bakkafullan lækinn, ef enn skyldi auka prestum á þing; því að á síðasta þingi áttu eigi færri en 8 klerkar sæti (5 í neðri deild- inni og 3 í hinni efri), auk biskupsins; að honum meðtöldum er því rjettur íjórðungurþingmanna vígðirkennimenn. Verður því eigi annað með sanni sagt, en að vel sje gætt hagsmuna hinnar andlegu stjettar að því er þingkosn- ingar snertir. En líti menn aptur á þingmannaflokkinn í neðri deildinni, sem einatt fær fyrst til meðferðar hin stærri og vandasamari málin, verða menn með undrun þess varir, að þar sjest að eins einn einasti lög- fræðingur. Sje það nú rjett á lit- ið, sem vjer ætlum, að það muni frem- ur vera ætlunarverk alþingis að fást við lög og landsfjórn heldur en við pistla og prjedikanir, þá verðum vjer einnig að vera fastir á því, að brýn- ustu nauðsyn beri til að bæta 1 eða helzt 2 lögfræðingum í hina neðri deild. í>að mun engum, er óvilhöllu auga lít- ur á málið, geta dulizt, að störf þing- manna yfir höfuð, allra helzt hin vanda- samari, liggi nær þekkingu lögfræðinga heldur en presta, þótt það sje fyllilega víst og sjálfsagt, að á þingi voru eigi að sitja álitlegur prestahópur. Vjer er- um á þeirri trú, að alþingi sje svo bezt skipað, að á því sitji sambland allra stjetta, eða heldur: úrval úr öllum stjett- um. Eigi nokkur stjett að hafa þar yfirborðið, þá er það að vorum dómi bændastjettin. En að sjá heila þing- deild, og það aðal-þingdeildina, með alls einn lögfræðing, það virðist oss ganga hneyxli næst, og ætlum vjer slíks hvergi dæmi annarstaðar hjer á Norð- urlöndum eða þótt víðar væri leitað. Vjer segjum þetta enganveginn tíl að rýra álit annara þingmanna, eða svo sem til að halda fram þeirri kreddu, að ekkert ráð sje ráðið, nema lagamenn eigi þar um að fjalla; en vjer segjum að of mikið megi að öllu gjöra, og þá einnig að því, að aðal-málstofan á lög- gjafarþingi voru skuli eigi vera nokk- urn veginn viðunanlega byrg af lög- fræðislegum kröptum, eins og hún að voru áhti er það í öðrum greinum. Vjer verðum að ætla að sú þekking og reynsla, sem ráð má gjöra fyrir hjá hinni verzlegu embættis-stjett vorri,gæti optlega verið næsta nytsöm eign fyrir neðri deild alþingis eigi síður en hina efri, og höldum að hún einatt gæti kom- ið þar að verulegu liöi. Eða hvað væri eðhlegra þegar t. a. m. skattalög vor og landbúnaöarlög verða rædd í neðri deild alþingis, en að þar mætti skipa svo sem 2 æfðum og reynd- um sýslumönnum í þingnefndir þær, | sem sjálfsagt verður að setja í slík I mál. Oss mun nú ef til vih verða svarað því, að þar reki enginn nauður til, því fyrst og fremst sje einn lög- lærður þingmaður í neðri deildinni, og sje hann «á við hina suma tvo», og svo eigi 3 lagamenn sæti í efri deild- inni; en þessar mótbárur ætlum vjer næsta ljettvægar. |>ví að þótt vjer við- urkennum það fúslega um 1. þing- mann Árnesinga, að hann sje skarpur lagamaður og vel að sjer gjör, þá er hann þó eigi nema 7** nlira þingdeild- armanna, en það þykir oss of lítið bæði fyrir neðri deild alþingis og hina lög- fróðu embættisstjett, og í annan stað er einmitt þessi lagamaður ef til vill stundum nokkuð heimspekilegur og myrkur eða háfleygur í skoðunum sín- um fyrir allan þorra þingdeildar- manna að minnsta kosti, svo að vjer efumst um, að sumir þingmenn sjeu betur farnir að sitja undir stöku ræðu 9 hjá honum, heldur en maður, sem allt í einu kemur úr dúnalogni út í kol- svartan kafaldsbyl, verður áttaviltur, og veit eigi hvaðan á sig stendur veðrið. Vjer ætlum því að einum eða 2 dug- legum og reyndum sýslumönnum væri engan veginn of aukið, heldur einmitt hæfilegt að skipa þeim i hin auðu sæti í neðri þingdeildinni; þyrftu það eng- an veginn að vera neinir «stokk-júrist- ar», heldur að eins slíkir lagamenn, er hefðu vit og vilja til «að segja rjett á- fram, einfalt og hispurslaust, en þó ljóslega»1 það sem þeim býr í brjósti, og láta á þann hátt í tje leiðbeiningu sína. Og þó 3 lagamenn. eigi sæti í hinni efri deild, þá eru þeir þar sjer á sviði, og geta eigi tekið þátt í meðferð málanna í annari þingdeild en þeirri, er þeir eiga sæti í; en einmitt fyrir þá sök gæti það orðið, að málin þyrftu optar að ganga aptur á bak og áfram milli deildanna, heldur en æskilegt væri allra hluta vegna. Ef þjer því, herra ritstjóri! væruð á sama máli og vjer dalamenn í þessu efni, þá skulum vjer leyfa oss að nefna mennina, er vjer vildum að kosnir yrðu til þings í Norður-Múlasýslu og Skaga- firði í staðinn fyrir presta þá, bæði hag- fróða og óhagfróða, er þjer getið til að þar kynnu kosningu að hljóta. Og stingum vjer þá upp á, að í Norður- Múlasýslu yrði kosinn Eggert sýslumaður Briem, og í Skagafjarðarsýslu Lárus sýslumaður Blöndal. Vjer hefðúm að vísu getað bent á 2 aðra lagamenn, er vjer teljum vafa- laust, að yrðu góðir þingmenn; það eru þeir Magnús yfirdómari Stephensen og Árni landfógeti Thorsteinson; en vjer þykjumst vissir um, að þeir muni báðir verða konungkjörnir í stað þeirra há-yfirdómarans og landlæknisins2. þ>á er eitt konungkjörið sæti eptir óskipað, og vonum vjer, að landshöfðingi vor sjái ráð til að fá það sæmilega skipað, án þess aö nauðsyn beri til að kotra þar enn einum klerkinum niður. Oss virtist heppilegt, að það skarð fyllti t. a. m. einhver góður kaupmaður og vel 1) Eins og Krieger mæltist til vib stjórn- arforsetaxm, Friis greifa Friisenborg, ístjórn- armálinu íslenzka á ríkispinginu (Ný Fe- lagsrit XXVII. 107.). 2) Eptir pví sem er ab heyra á einhverj- um „J. J.“ í þjóbólfi síbast, ætlar lancilæku- irinn ekki ab segja af sjer pii'gmennsku. Ritst.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.