Ísafold - 26.02.1877, Side 1

Ísafold - 26.02.1877, Side 1
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: f Doktors - húsi. Prcntsmiðja: Einars pórð- arsonar. Isafo 1 Argangurinn, 32arkir, kost- ar hjer á landi 3 kr., er greiðist í kauptíð; erlendis 4 kr., stök blöð 15 aura Sölulaun: 7. hvert expl. Auglýsingar kosta 8 a. línan með venjul. megimnálsletri. IV 4* Reylijavik, mánuduginn 26. febrúarmán. Dálítil alhugasemd um s k a 11 a iii á 1 i ð- Af dagblöðunum Norðlingi og ísafold má sjá, að það er ekkert efamál, að nefndin, sem sett var til að semja frumvarp til nýrra skattalaga, hafi með- al annars lagt það til, að álnar-virði á landsvísu leggist sem skattur á hvert fas.teignar- og lausafjárhundrað í land- inu. Um þessa tillögu nefndarinnar vil eg gefa nokkrar bendingar: 1. Fasteignarhundruðin er ein hin ójafnasta undirstaða fyrir skatta- álögu, sem hugsast getu, og þessi und- irstaða verður aldrei jöfnuð til hlítar, hvað mörg jarðamöt sem kunna að yerða gjörð; því valda vanþekking, ó- líkar skoðanir, sprottnar af ýmsum á- stæðum, öfl náttúrunnar, aðgjörðir mannanna m. fl. Á þessa ójöfnu und- irstöðu ætti sem minnstan skatt að leggja; því þess ósanngjarnari verður álagan sem hún er liærri, þegar undir- staðan er ójöfn og hvikul. 2. Að láta skatt, sem lagður er á fasteignarhundruð, lenda á leiguliða eða þeim, sem hefir afnot jarðarinnar upp í embættistekjur sínar, sje eg ekki á hverri sanngirni er byggt. Mjer finnst að ekki sje hægt að rjettlæta slíka skattálögu á leiguliða, vegna þess, að þegar hann greiðir áskilið afgjald eptir jörðina, sem hann býr á, þá hefir hann fullnægt í því tilliti skyldu sinni, og þá virðist mjer ekki rjettlátt að lög- in neyði upp á hann nýrri skyldu til hlífðar við hinn rjetta hlutaðeiganda, eigandann. J>essi skattálaga getur orðið býsna tilfinnanleg á hundraðamörgum jörðum. Slíkan skatt ættu lögin að leggja á eigandann, en láta svo eig- andann og leiguliðann eigast við um það, hver skattinn greiddi. þægar þessi sama skattálaga er lögð á þann, sem hefir afnot fasteigna upp í embættis- laun sín, þá rýrir hún meira og minna iaun hans, og veldur sjerstökum ójöfnuði, sem þessi embættismaður verður fyrir móts við aðra embættis- inenn, sem taka laun sín úr landssjóði. |>essi skattálaga getur orðið þung á þoim prestum, sem hafa að meiru leyti embættistekjur sínar af jarða-afgjöldum, og jarðir þessar eru undir svo hátt leigðar, að ekki er hugsandi til, að nokkur maður, nema til neyddur, taki þær með hærra afgjaldi en á þeim er. I>egar svona er ástatt, sem víða mun vera, verður skattálagan að lenda á prestinum, með lækkun landskuldarinn- ar, eða jörðin verður að verða óbyggð að öðrum kosti, eða í þriðja lagi byggð einhverjum aumingja, sem ekki á ann- ars úr kosti. Tökum til dæmis prest- inn að Breiðabólstað á Skógarströnd. Hann hefir nú embættistekjur af 112 hndr. í fasteign. Af fasteign þessari á að greiðast eptir tillögu nefndarinn- ar 112 ál., og hefi eg ekki vit á, að eirmi alin af þeim verði bætt á ábú- endur kirkjujarðanna nema máske svo miklu sem svari jafngildi konungstíundar- innar, sem fellur burt, en það eru 22 '/2 aL; eru þá eptir 89*/2 al., sem tekjur prests- ins rýrna árlegavið hina nýju skattálögu, og verður það tilfinnanlegt fyrir þann embættismann. Enn er eins að gæta, og það er það, að komist þessi tillaga nefndarinnar á, þá mun hún fyrst um sinn valda vandkvæðum, misklíðum og málaferlum. Leiguliði mun segja við landsdrottinn: Eg fer burt, nema þú greiðir skattinn; 0g vilji landsdrottinn halda leiguliðanum, verður hann að greiða skattinn. Leiguliði getur líka þumbast og haldið eptir af landskuld- inni því, sem skattinum nemur, fram yfir tíundarupphæðina, verði hann þá svo sanngjarn, og þá verður landsdrott- inn annaðhvort að sætta sig við það, eða höfða mál. J>að sem eg hefi nú vikið á, getur orðið mjög óþægilegt fyrir landssjóðinn, svo marga á hann landsetana, nema umboðsmennirnir verði látnir brenna fyrir, og kveinka þeir sjer þá einhverjir. 3. þegar fasteignar- 0g lausafjár- skattur er lagður á leiguliða, þá er í raun rjettri lagður tvöfaldur skattur á suma menn af sömu eign til sama sjóðs, en sje ábúandinn eigandi jarðarinnar, og hvíli á honum tekjuskattur, verður skatturinn þrefaldur. Hundraðatalið á hlynnindalausri landjörð er byggt á því, sem hún fram fleytir af lifandi fjenaði. Sje enginn lifandi fjenaður til, hver verða þá not jarðarinnar? Hvern arð getur hún þá borið? Arðurinn, sem sá fjenaður færir, sem fram færist ájörð- unni, eru hin sönnu afnot hennar. Jörðin er verkfæri í hendi notand- ans til að koma arðinum tii leiðar, af stofni, sem er að öllu laus við jörðina, nema ef jarðarkúgildin slcyldi telja til þess. þegar nú skattur er lagður á hlynnindalausa jörð, þá er hann lagður á verkfærið í hendi notandans, og kalla 13 eg n e y ð a r-úrræði að gjöra það. þeg- ar skatturinn er lagður á peninginn, sem ábúandinn fram færir á jörðunni, þá má kalla hann a t v i n n u-skatt, og er hann góð undirstaða skattgjalds, úr því það þarf að vera, sje það hæfilega lagt á. þegar skattur er lagður á gjald það, sem leiguliði greiðir fyrir það, að hann má nota annars eign til að fram fleyta peningi sínum, eða sem eigandi og ábúandi um leið tekur, sem menn kalla, undir sjálfum sjer móts við leigu- liða, kallast það t e k j u-skattur. þarna eru þá komnir þrír skattar af sama hlut til sama sjóðs, sem sami maður geldur alla, sje hann eigandi og ábú- andi um leið; en sje hann leiguliði, þá ber hann tvo þeirra, en eigandi einn. Sje nú þessar skattálögur hver um sig þungar, þá kúgast þeir, sem fyrir þeim verða. 4. Ein alin á hvert fasteignar- hundrað er allt of há skattálaga móts við eina alin á hvert lausafjárhundrað. Að sönnu er áþekkt um verð á fast- eignarhundraðinu í hverri óvalinni jörðu 0g á lausafjárhundraðinu, sem sje frá 90 til 100 kr.; en hreinn arður af hverju lausafjárhundraði er sjálfsagt fjórfalt meiri en af hverju fasteign- arhundraði, oggetur því legið á lausa- fjárhundraðinu talsvert hærri skattur, heldur en á fasteignarhundraðinu, enda þótt þess sje gætt, að á hinu fyrrtalda hvílir að auk þung álaga til jafn- aðarsjóðsins. 5. Ein alin á hvert fasteignar- hundrað er of há álaga, skoðuð út. af fyrir sig. þnnggjald þess, sem býr á 10 hndr. og tíundar 3 hndr. lausa- fjár, er nú sem næst blU al.; eptir til- lögu nefndarinnar verður það 13 ál. — pinggjald þess, sem býr á lOhndr. og tíundar 5 hndr. lausafjár, er nú nálægt 10 ál.; eptir tillögu nefndurinnar verð- ur það 15 ál. finggjald þess, sem býr á 20 hndr. jörðu 0g tíundar 17 hndr. lausafjár, en er þó ekki í skatti, er nú rúmar 17 ál.; on eptir tillögu nefndar- innar verða það 37 ál.; en sje liann í skatti, stenzt á þinggjald það, sem nú er, og hitt sem í vændum er eptir til- lögu nefndarinnar. Hið væntanlega þinggjald hlýtur að verða óbærilegt öll- um fátækum sveitabúcndum, sem búa áhundraðadýrum jörðum, við lítið lausa- fje, og hjá allflestum mun það verða óþokkasælt. Eg þvkist nú hafa sýnt fram á, að

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.