Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 1
Ritstjóri: BjÖrn Jóxsson, cand. pliil. Skrifstofa: í Doktors - húsi. Prentsmiðja: Einars pórð- arsonar. IsíiIoIíI. irgangurinn, 32 arkir, kost- ar hjer á landi 3 kr., er greiöist í kauptíð; erlendis 4 kr., stðk blöð 15 aura. Sölulaun: 7. hvert expl. Auglýsingar kosta 8a.línan með venjul. meginmálsletri. IV »? Itcyhjavik, mánudaginn 26. marzmán. MW. Lítil hugvekja. j»egar hæst stóð á stjo'rnarmáladeil- unni við Dani, lýstu hjeraðafundir, sveitafundir, ávörpin til Alþingis, í stuttu máli allt, svo brennandi áhuga alþýðu á þjóðmálum vorum, að fulltrú- ar þjóðarinnar, þjóðkjörnu þingmenn- irnir, fundu, að það var bein skylda þeirra, að finna eitthvert verksvið, er fullnægt gœti hinni ákófu starfslöngun alþýðu manna. pá var pjóðvinafjelagið stofnað. pað er orðið til af þeirri til- finningu allrar þjóðarinnar, að ef vjer ekki allir bindumst í samvinnu, lcggjum allir hönd í hönd í stríðið fyr- ir framtíð ættjarðar vorrar, þá verða allar vorar vonir um viðreisn íslands ekkert nema draumur. Sumir hneyxl- ast, ef til vill, á því, að jeg nefni stríð; en jeg endurtek það, við þurfum að stríða, við þurfum að berjast bæði við aðra, er tálma framförum vorum, og fullu frelsi voru, og við dáðleysið og svefninu í sjálfum oss. pað er ekki til neins, að leyna sjálfa oss því, að oss hefir farið aptur, já, hrakað aptur síð- an þjóðhátíðar-árið, þegar litið er á á- huga vorn á velferðarmálum landsins. pað er ekki til neins fyrir oss, að vera að skjalla oss með því, að þetta sje eina skynsamlega leiðin, sem vjer nú snúum á. Nei, langt frá. Ljós sönn- un fyrir því, að vjer erum að snúa á óveg, er sú, að Danir dásama þessa stefnu vora, að hinir konungkjörnu þingmennirnir og fáeinir þeirra líkar segja nú: Nú eru skynsamlegir tím- ar byrjaðir, nú getuin við verið með. Hver er þá ástæðan til þess, að póli- tiskt þjóðfjör er að minnka? Hver er ástæðan til þess, að menn eru nú apt- ur margir hverjir farnir að renna hýru auga að koddanum og búast til þess að halla sjer á hægra eyrað? Er það friðsemdar-hjal og vœrðarsöngl þessara manna? Neijjegber allt of miklavirð- ingu fyrir þjóð minni til þess, að jeg ætli, að slíkt haíi nokkur áhrif. Er það ágæti stjórnarskrárinnar nýju?Nei; enginn skynsamur maður getur litið á hana með þeim augum, að honum þyki nóg unnið. Fullnægir stjórnarskráin vorum gömlu, óhrekjanlegu kröfum, sem vjer höfum heitið oss sjálfum, að halda uppi, fram í rauðan dauðan? Nei, og aptur nei. Er stjórnarskráin samsvar- andi kröfum þeirrar aldar, sem kölluð er öld mannúðar og þjóðfrelsis? Nei: sfjornarskráin er grundvöllur, sem bæði þarf að auka og laga, og vantar með öllu yfirbygginguna (sbr. Andvara 1,1. —138). Til þess að fá stjórnarskrá vora svo úr garði gjörða, að hún geti orðið oss að verulegum notum, þurf- um vjer að sýna brennandi áhuga, ó- þreytandi starfsemi og elju, sem ekki lætur bugast af neinum torfærum, því þær munu rnargar verða á vegi vorum. priðja ástæðan til þessarar apturfarar gæti verið sú, — og hún rnun fara næst hinu sanna — að vjer erum orðn- ir svo úrættir, svo dáðlitlir af margra alda kúgun, að vjer eigum bágt með að halda á oss hitanum, nema nokkra stund í einu. Svo hefir farið fyrir mörgum þjóðum, sem eins og vjer, hafa átt við harðstjórn að búa. En getum vjer ekki sigrað slíkt tápleysi og þrek- leysi, — þá er framtíð íslands í voða. Og eina — jeg segi það aptur — eina ráðið til þess, að sigra þann þjóðlöst vorn, er sá, að vjer finnum eitthvert það band, er tengja megi oss alla sam- an, svo vjer getum örvað og hreyst hver annan.. Mark vort og mið allra er eitt, endurreisn íslands. pví pá eigi starfa saman? Vilji vor allra er einn, heill þjóðarinnar og hamingja, pví þá eigi taka höndum saman, svo viljinn verði sterkur? Vjer þurfum ekki að stofna neitt nýtt fjelag til þess, að efia þetta. pjóðvinafjelagið er einmitt stofnað með þessu marki og miði. pví þá eigi sýna það i verkinu, að vjer skiljum fjelagið, og þekkjum skyldu vora við það? Vinnum því af alhug. Sönnum orðtak fjelagsins: »Margar hendur vinna Ijett verk». — "Margt smátt gjörir eitt stórt». p-ótt vjer greiðum því lítið tillag hver, þá getur það orðið allmikið fje, sem mikið gagn má að verða, þegar það kemur saman. En vjer megum ekki slá þessu á frest. Nú í sumar verður aðalfundur þjóð- vinafjelagsins haldinn með þingmönn- um á alþingi. En til þess, að gagn megi verða að þeim fundi, þarf undir- búningur í hjeruðum að vera genginn á undan. pað scm mest ógagn hefir gjört pjóðvinafjelaginu er það, að ekk- ert fjelagslíf hefir verið í því; en lífið í hverju fjelagi eru eðlilega fundirnir. Ekkert er hægra, en að sveitarfulltrú- arnir haldi sveitafundi með fjelags- brœðrum sínum, að minnsta kosti einu sinni á ári. pað er víst torveldara fyrir sveitarfulltrúana í hverri svslu, 25 að koma saman, þó það væri einkar- æskilegt, að þeir gjörðu það svo sem einu sinni á ári; en slíkan fund geta þeir að miklu leyti bætt upp með því, að ritast opt á um fjelagsmál, skýra hver öðrum frá ástandi fjelagsins í sinni sveit, og ræða meðul til eflingar því. |>ó ættu þeir í öllu þessu, að standa í sambandi við þingmann sýsl- unnar. Jeg leyfi mjer þá að skora á alla go'ða íslendinga, að sjá svo heill sína og sóma sinn, að þeir styrki pjóðvina- fjelagið í orði og verki. A fulltrúa þjóð- vinafjelagsins leyfi jeg mjer að skora, að þeir nú í vor haldi fundi hver í sinni sveit, sýni mönnum fram á, hve ómetanlegt gagn fjelagið geti gjört, ef því er sannur sómi sýndur, og skori fastlega á menn, karla og konur, unga og gamla, að styrkja það með tillög- um. Eptir fundinn ættu þeir svo að rita skýrslu um ástand fjelagsins í sveitinni, skýra frá fundinum, og tala um uppástungur um framkvæmdir fje- lagsins eða breytingar á fyrirkomulagi þess, ef nokkrar hafa komið fram; skýrsluna ættu þeir svo að senda þing- manni sýslunnar, sem þá legði hana fram á aðalfundinum í sumar. Hugleiðum það, að nú eru alvar- legir tímar fyrir oss; vjer crum að stíga fyrstu sporin á þeim vegi, ervjer eigum að fylgja. Vjer eigum að leggja þann grundvöll, er aldir og óbornir eiga eða verða að byggja á. Vjor höf- um ekki ráð á að láta tímann líða fram hjá oss í aðgjörðaleysi og doða, sem oss hættir svo mjög til. pað tjáir ekki að leggja árar í bát á miðri leið í stað þess að berja sem karlmenn að lendingu; skipinu er ekki lengi að hvolfa; þá geta menn reyndar sofið, en það er langi svefninn, og starfstíminn er á enda. Jeg fer þá eigi fleirum orðum um málið í þetta sinn, en fel það dáð og drengskap landa minna. Á Kyndilmessu 1877. A - t - g. < 'Jí iugl'ara vh aii |» •. í grein einni í 27. bl. {'jóðólfs f. á. (eplir «G. E.») er sauianbuiður á þingfararkaupinu forna á þjóðstjómar- áruin vorum og alþingiskoslnaðinum núna á siðasta þingi, og segir þar, að hann muni liafa verið 5,585 kr. meiri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.