Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 3
27 að sömu hugsanir, í sömu röð, að kalla eins orðaðar, sknli jafnvíða koma fyrir í bænakverinu hjá P. Pjeturssyni, sem þær, er standa ( bænum eptir Spener, Harms, Seiler, Roos, Löhe o. s. frv.1. Meinlegt íinnst mjer og fyrir hann, að hann skuli ekki vera belur að sjer í íslenzku en það, að vila ekki, að sigð er áhald til að skera með, en ekki til að snúa með, sem hann virðist halda, þar sem hann er að tala um illvilja-sigð mina, er jeg hafi snúið út úr með fyrir honum, þar sem jeg minntist á ræfils- staðinn i hugvekjnnni, sem mjer enn sem fyr ílnnst stórhneixlanlegur. Guðsmaðurinu segist nú i f»jóðólfs- greininni ekki hafa talað nm stórglæp- ina; hann hefir búizt við, að menn mundu ekki nenna að fletta upp staðn- um, en hann hefir einmitt minnzt á þá sem bannaða ( guðsorði, og sett þá í svo skarpa mótsetningu við «aðr- ar» daglegar yfirsjónir (aðrar en þær, sem beinlínis og berum orðum bannaðar eru í guðsorði, hlstur liver maður að ímynda sjer er lesa kann), að margur kynni að freistast til að halda, að hjer talaði hálærðnr Farisei frá Heródesa- öldinni, sem aldrei hefði komizt út yfir 10 lagaboðorð og vildi rengja allt, sem þar er fram yfir, og það þótt frelsarinn sjálfur og postular hans sje á móti. En jeg vona, að enginn kristihn maður rengi það, að reiði, lastmæigi, eigingirni, sællífi, hjegómadýrð, tvö- feldni, og allt sem hann nefnir á til- greindum stað, sje allt eins berum orðum bannað í guðsorði og morð þjófnaður og hvað annað brot á 10 lagahoðorðum, hvort sem maður telur sig bætlari með þvf, að kalla þær «dag- legar breyskleika-yfirsjónir» eða ekki. Styrbjörn á Nesi. Aiislræna málið. (Frá frjettaritara t'safoldar á Englandi, meistara Eiríki Magnússyni). Aðal-frjettirnar eru, eins og við er að búast, tengdar við Tyrki og þeirra aðfarir í Búlgariu, árið sem leið. Um það bil, er þingi Englendinga var slitið í ágúst í fyrra, gengu hæst fregn- irnar um níðingsverk Tyrkja. Á Eng- landi var sá rómur gjör að þessu máli, að fundir voru haldnir hundruðum saman um allt land, bæði til að þakka blaði því hjer, er ötulast gekk eptir um rannsóknir í Búlgaríu, og Daily News heilir, og til þess að fella for- dæmingu á aðgjörðir stjórnarinnar, er mönnum þótti hafa sýnt ómannúðlega framgöngu þar eystra. Menn þóttnst vita, og stjórnin játaði það sjálf, að hún hefði viðamikið atkvæði í Mikla- garði og gæti látið Tyrki gegna sjer, er henni þætti það hlýða. Fyrir því eignuðu margir henni megin-ábyrgðina fyrir það, sem orðið var, og styrmdi all-hart að stjórninni allan siðasta fjórðung ársins sem leið. Stjórnin fylgdi gömlum reglum í Miklagarði: Ijet Tyrki sjá, að hún væri þeim lilynnt gegn Rússum, er þóttu vera aðalfrum- kvöðlar fársins í Búlgaríu, og sendu llota sinn til Besiku-fjarðar, til þess, eins og Tyrkir skildu það, að vera til taks að hefja herfána gegn Rússum, ef þeir skyldu segja Tyrkjum styrjöld á hendur. Fyrir öllu þessu mæltist svo illa hjer, að stjórnin sá sjer ekki annað fært, en að venda við blaðinu og segja Tyrkjum á reiði sína, ef þeir ekki bættu fyrir brot sin í Búlgaríu, skiluðu mönnum aptur rændu fje, kon- um og börnum sínum, er færð höfðu verið í ánauð og kvennabúr anðmanna, ljetu reisa á kostnað ríkisins hús þeirra, er brennd höfðu verið, og refs- uðu harðlega óbótamönnum þeim, er gengið höfðu frekast fram í mann- drápum og illverknaði. En Tyrkir fóru hægt að ölluþessu, svikust undan öllu, þar er þvf varð við komið, og sæmdu mestu óbólamennina heiðri og hánm embættum. En er Englendingar höfðu sannar sögur af þessum aðförum, heimtaði lýðurinn þing kallað saman, eða þá að stjórnin færi enn harðar að Tyrkjum og þröngvaði þeim til mann- úðar í Búlgaríu, er þeir ekki vildu sýna þar af sjer góðlátlega. Stjórnin leitaði þá nm hjá stórveldum Norður- álfunnar, að þau skyldu gjörast samtaka um að senda fulltrúa sína á fund i Miklagarði, og reyna þar að þröngva Tyrkjum til stjórnarbóta í hinum niður- níddu hjeruðum ríkisins. Öll stórveldin urðu farsællega samtaka, og bar er- indsreki Englendinga, Salisbury lávarður, hæsta rödd f þeim málum öllum. En er fundurinn hafði komið sjer saman um stjórnarbætur þær, er þurfa þótti í Bulgaríu, og bar uppástungur sínar undir Tyrkja, neitaði stjórn Soldáns að líta einu sinni við þeim, mcð þv( að þær miðuðu til þess, að gjöra enda á sjálfsforræði ríkisins. En fundurinn hafði helzt haldið því frarn, að út- lendnr eptirlitsher skyldi seltur í Búl- garíu og uppreistarhjernðin, og kristnir landstjórar settir þar til löggæzlu og kristnir rikisþegnar ráða lögurn og land- stjórn þar, sem þeir væru í meiri hluta að fólkstali. Fundur þessi endaði með því, að engu tauti varð komið við Tyrkja, og fóru stórvelda-fulltrúar þá á brott í skyndi, og varð ekki einu sinni af kveðj- um milli þeirra og Soldáns nje stjórn- ar hans; og nú hafa stórveldin kallað heim alla erindsreka sína frá Mikla- garði. Meðan á öllu þessu gekk, tóku Tyrkir til bragðs það sem undarlegt er til frásagnar, og þó satt: t’eir settu sjer takmarkaða einvaldsstjórn, svo nú er Soldán ekki lengur alvaldur harð- stjóri, heldur takmarkaður einvaldi. þettaátti að vera svar Tyrkjaveldis gegn stórveldafundinum, og öllum undan- færslum Tyrkja undan endurbótum þeim, er þessi fundur fór fram á, var fundin afsökun ( stjórnarskránni. Hins vegar er enginn efi á því, að þetta bragð var tekið Rússum til óþægðar, þv( það er Rússastjórn meira mein, að hafa sam- týnis við sig takmarkaða einvaldsstjórn hjá Tyrkjum, en þó Tyrkir hefði vaðið inn á þá með her manns. Enda hefir bragð Tyrkja þegar haft óspekjandi á- hrif á landsiýð í Rússlandi. En í því landi horfir, þótt ótrúlegt sje, til meiri og alvarlegri sljórnar-umbrota frá lands- lýð en f nokkru öðru landi ( Norður- álfunni, nema, ef til vill, þýzkalandi. Um það leyti sem stórveldin færðu saman ráð sín um fulllrúafundinn I Miklagarði hafði Rússland kvattuppher sinn og gjört hersafnað mikinn suður við Prúth, og voru meginstöðvar þess hers, og eru enn, borgin Kischenefí. þar hafa Rússar að sögn um 200,000 hermanna, albúna að vaða suður í lönd Tyrkja, ef til þarf að taka Ekki hefir liðið enn veriðkvattherfarar, svo kunnugt sje. En engar líkur þykja til, að her- safnaði þessum verði vikið heim ( leið aptur, og hætt við förina. Ætlamenn, að það mundi leiða til óspektar heima og jafnvel í hernum sjálfum. En Tyrkir flýta sjer hins vegar, allt er þeir geta, að færa af höndum sjer vandræðin heima fyrir. þeir hafa nú gjört frið við Serba, og er mjer ekki enn annað knnnugt um þaun samning en það, að Serbar halda öllum löndum og víggirt- um stöðum, er þeir höfðu áður en styr- jöldin hófst, en fáni Tyrkja skal blakta 1) Jeg set aS eins til dæmis 1. bænina eptir henni fer um vel flestar: „0! Du Lysets Fader! Du, som lader denne Verdens naturlige Lys sldnne for os, lad ogsaa det sande Lys, Jesum Christum, oprinde og lyse i vore Hierter idag og alle Dage og foijage alt Mörke, paa det at vi maa erldende og elskeDig, Du eneste sande Gud, og den, hvem Du udsendte, Jesum Cbristum. Lær os selv ved din Helligaand af dit hellige Ord, hvorledes vi kunne omvende os til Dig og være Dig lydige i Troen, saa ville vi först ret med Lov og Tak vende os til Dig, og tiene Dig i dit Lys, som det er Dig velbehageligt. 0! Herre Jesu Christe, Eetfærdighedens Sol! rind Du op for osidín Klarhed, og skiænk os under dine Vinger din Frelse, paa det at hver vorLevedag retmaa vorde en Söndag. Væk du os af vor natur- lige Sikkerheds og Dorskheds Sövn, paa det at vi maae opstaae fra alle döde Gierninger! Og Du, o Jesu! lyse for os! Du er Herlig- hedens Glands. 0! saa lad os ikke leve os selv men Dig, som er död for os og paa denne din Dag igien opstanden. Og Du, o Helligaand! bered idag vort Hierte, at det maa vorde dit Tempel, hvori Du lærer os den ganske Dag Alle vore Tanker og vort ganske Sind hellige Du til at forstaae og bevare dit Ord, at vi oprigtigen maae lyde Dig ogleve den hele Uge og alle Dage i en daglig Fremgang i vor Helliggiörelse. Tre- enige Gud! lad os indgaae til dinHvileiTid og Evighed! Amen.“ og læt prenta til samanburðar danska textann; „Æ! himneski ljósanna faðir! sem lætur pína sól upprenna yfir oss, sem lætur sólarljósið lifga og verma náttúruna og útbrciða blessun á jörðunni; láttu einnig þína himneska náðarsól upprenna yfir oss, láttu hið sanna ljösið, þinn eingetinn son Jesúm Krist, upplýsa hjörtu vor í dag og alla daga og burtrýma þaðan öllu vanþekk- ingar og villumyrkri öllum kulda og kær- leiksleysi, svo vjer getum rjett þekkt þína eilífu föðurgæzku og elskað þig af öllu hjarta. Láttu þitt heilaga orð leiða oss í allan sannleika og kenna oss, hvernig vjer eigum að snúa oss til þín og verða þín góð og hlýðin börn. Ó! herra Jesús Kristur, himneska sól rjettlætisins! upprenn þú í sálum vorum með þínu helganda Ijósi, svo að sjerhver lífdagur vor verði sannkallaður sunnudagur. Vek þú oss af svefni and- varaleysisins og hálfvelgjunnar, svo vjer ekki lifum sjálfum oss, heldur þjer, sem fyrir oss ert dáinn og upp aptur risinn. Heilagi sannleikans andi! taktu þjer bústað í hjörtum vorurn og gjör þú þau að þínu musteri, svo vjer hlýðum þínu orði með andakt og eptirtekt og geymum það í góö- um og siðsömum hjörtum. Helga þú allar hugsanir vorar og allt vort hugarfar, svo vjer þessa viku og alla æfi daglega tökum framförum i helgun og guðsótta. Æ! þríeini góði Guð! vertu hjá oss og vernda þú oss um tíma og eilífð! Amen.“ 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.