Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 26.03.1877, Blaðsíða 4
28 yfir þessum virkjum við hlið Serba fána, svo sem til merkis um yflrráð Soldáns. Við Montenegro ganga samningar tregar, og hefir vopnahlje þar á milli og Tyrkja verið enn lengt fram til 2t. þ. m. (marz). En líklegt er að úr því verði friður á endanum. tannig horflr þá mál Tyrkja við sem stendur. Rússar vofa yfir þeira með hersafnað, en engar líkur lil, að Tyrkir fái nokkurt ríki í lið með sjer, þó til ófriðar komi, og England sízt allra, þvf það er víst, að þingið hjer veitir ekki stjórninni, þó hún færi þess á leit, einn skilding til herkostn- aðar í varnarskyni fyrir Tyrkja. Mörgum þykir sem til eins muni draga um hag þessa stjórnleysuveldis, og muni bráðum hver verða síðastur nf tilveru þess í Norðurálfunni. — PeilinS'abreyting'iii. Ráðgjafmn hefir fyrir lil- lögur landshöfðingja fengið lengdan frestinn til að koma af sjer hinum gömlu peningum, sem talað er um f tilskip. 17. marz f. á., til síðustu póstskipsferðar í haust. Verður þeim því veitt viðtaka í jarðabókarsjóð fyrir fullt gildi þeirra fram undir lok nóvembermán. þ. á. — Verðlag'SSlirár í suður- og vesturumdæminu 1877 - 78: mobalalin vættin1 1. Fyrir Skaplafellssýslur aur. ðO kr. a. 10 » 2. í Rang.v., Vestm., Árn., Gullbr. og Kj., og Borgarfjarðar sýslum og í Reykjavík 59 11 80 3. í Mýra, Dala, Snæfellsnes og Hnappa- dals svslum GS 1240 4. í Barðastr. og Stranda sýslum . . . GO 12 » 5. í ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað 06 1320 — Tíðíirfar, aílabrög'ð o. íl. Siðustu vikuna af f. m. var hjer norðan kólga og harðneskja, mest frost 27. f. m. (15° á C.). Fyrstu 3 dagana af þessum mánuði var hláka allgóð, er bætti talsvert úr hagleysum. |>á brá til útsynninga, er skipst hafa á síðan við landnyrðings-storma með fjúki og frosti nokkru. Að vestan sagði póstur áþekka veðráttu og verið hefir hjer syðra f vetur, og í brjefi af Skógarströnd 1. þ. m. er henni lýst þannig síðan á nýjárinu: — «Janúar byrjaði frá 1. til 8. með hreinviðrum og froslhörkum frá 8 til 16° R.; upp frá því voru allan mánuðinn út sífelldir sunnan- úlsunnan umhleypingar, blotar og köföld á víxl með stórflóð- um og ofveðrum á milli, meðal annars þann 27.; þá var eitt hið versta útsynnings bleytukafalds-ofviðri og fjell þá þyngdar- mælirinn niður í 26",. — Af þessum illviðrum leiddi fann- þyngsli og jarðleysur. Meðaltal kuldans 5 og loptþ. 27"-|-,. Febrúarmán. byrjaði með áþekku veðráttufari, sem hjelzt til hins 9.; þá gjörði hægviðris tilgöngur til þess 17.; úr því umhleypingar til þess 24.; þá hörku-norðangarður til þess 28., þá sunnan fjallsperra og stórbloti. Meðallal ö"3 loptþ. 27"+s. Jarðbönnin hafa haldizt þar til í dag, nú er nokkur jörð komin upp sumstaðar. — Úr Strandasysla 19, f. m.: “Jarðir fyrir fje og hross hjeldust fram yfir jól, snöp þangað til viku af Þorra, síðan alveg jarðiaust sakir áfreða, en snjó- þyngsli með minnsta rnóti#. Á Norðurlandi hefir vetrarfar verið miklu betra. Að austan er oss skrifað svo 24. jan. (af lljeraði). »Vetrarfar var hagstætt til nýjárs, en síðan ýmist frost (frá 10—17° á R.) eða umhleypingar af suðaustri tíl suðvest- urs, og þess vegna optlega jarðbönn. [’essa dagana er aptur hægviðri af suðri með þýðu. Lagartljót lagði þegar fyrstu dagana eptir nýjárið, nema efst á Eljeraði, enda er eigi við því að búast enn, þar sem það víða er 100 faðma djúpt og fjórð- ungur mílu á breidd*. — Aflabrögð eru sárlítil enn hjer við Faxaílóa: orðið að eins þorskvart núna síðuslu daga hjer á lnn-nesjamiðum, á færi, en varla neitt i net. Undir Jökli var bundraðshlutur hæstur í lok f. m. Við ísafjörð (í Bol- ungavík) aptur hlaðíiski síðan eptir nýjár: 30—40 tunnur saltfisks á skip í að eins 12—14 róðrum — því gæftaleysi var. Fyrir norðan víðast nægur afli fyrir, og á Skagaströud ágætnr hákarfs-afli, er síðast frjettist. 1) - Skatturinn. —— — Mettusóít kom upp í Múlasýslum í hanst og færð- ist þaðan vestur um allt norðtirland, og er nú komin alla leið hingað suður. Hún skiiur fáa eptir þar sem hún kemur, en hefir víðast reynzt væg, ef varúðar er gætt. Um meðferð hennar gefur landlæknír vor þær reglur, að halda sjer við rúmið svo sem 5—7 daga, taka hægt hreinsandi meðai einu sinni eða tvisvar, og leggja dreifandi jurtir, bómull eða ull við bólguna, svo að eigi kom kuldi að henni, og að forðast megna fæðu, allt innknls og alla óreglu. Hveríl hún snögglega úr andlitinu og leggist annarstaðar að (í kviðinn neðan til eða í brjóst kvenna), stoðar eigi annað en leita þeg- ar læknis, en við hafa kamfórudropa eða «hylde»-tevatn til bráða- byrgða. — I viðbót viSsarmlíotin lianda bágstaddastn sjávarfólki hjer við sunnanverðan Faxaflóa hafa ísfirðingar sent með þessum pósti rúmarlOOkr., og Akureyrarbúar 337 kr., er þeir hafa falið landshöíðingja að ulbýta. — Jafnabarsjóðsgjald í vesturumdæminu er petta ár aurar. ___________________ — Næstliðið vor, þegar bágindin og skortur var mikill bér t Reykjavík, sökum undanfarandi ftskileysis um langan tíma, kom oss undirskrifuðum til hugar að koma upp sjóði með samskot- um, sem ætlaður væri til þess, að ráða bót á bjargarskorti fá- tækustu þurfamanna. Fje það, sem þannig kom inn með sam- skolum fyrir veglyndi góðgjarnra manna nær og fjær, bæði hjer og erlendis, settura vér á vöxtu í sparisjóð, og var þetta fje orðið næstliðið haust nálægt 600 krónur. Vjer þóttumst sjá, að þessir peningar mundu ná skammt til að bæta úr bjargar- skorti þeirra mörgu fátækiinga, sem hér eru, ef þeim væri útbýtt meðal þeirra sem gjöf í smáskömmtum, og að slik aðferð gæti ekki orðið til hjálpar nema um nokkra daga. þar á móti vorum vér sannfærðar um, að það mundi geta orðið hollari og drjúgari hjálp til frambúðar fyrir fátæklinga, ef fje þessu væri varið til að útvega fátækum atvinnulausum mönnum vinnu í bjargarleysis- og fiskileysisárum. Vér réðum því af að kaupa ull næstliðið haust fyrir nokkurn hluta af þessnm peningum, og létum berast út meðal almennings, að þær konur, sem vildu og gætu tekið ullarvinnu, ættu kost á að fá hana hjá oss. þessu tilboði var tekið svo feginsamlega af konnm hér, að nú þegar er upp nnnin öll sú u11, er vér keyptum næstliðið haust, og hefðom vjer meira vinnuefni fyrir hendi, gætum vjer látið halda vinnunni stöðugt áfram, því daglega frambjóða sig konur og falast eptir vinnu. Vér höfum látið vinna úr 335 pd. afull, sem hefir koslað 101 kr. 75 a.; úr þessu efni hefir verið unnið: sokkar ........................... 322 pör. peisur .............................45 — sjóvetlingar.......................119 — fiingravetlingar....................10 — í vinnulaun höfum vér borgað 518 kr. 56 a., sem borguð hafa verið, að af lokinni vinnu, einungis i matvælum. og að þessu hafa unnið 82 konur Þelta prjónles höfum vér af ráðið að senda til Daomerk- ur með næstu pósLkipsferð, og láta selja það þar, og mnnum vér á sínuin tima gjöra grein fyrir, hver árangur verður af þeirri sölu. Af þessari litlu tilraun, sem vér höfum gjört, og sem hefir verið tekið svo þakklállega, þykjumst vér hafa reynslu fyrir þvf, að konur hér muni ekki draga sig í hlé, ef vinna býðst, heldur taka henni fegins hendi þegar kostur er á, og vér er- um sannfærðar um, að ef góðir menn með einlægum áhuga, samtökum og félagslegum tilstyrk vildu vera fyrii læki þessu hlynntir, svo því yrði framvegis haldið áfram eptir stærri mæii- kvarða, þá mælti þessi litli vísir geta þroskast svo, að hann gæti orðið vegur til þess, þegar fram liðu stundir, að koma hér á legg vinnustofnun, sem verða mælti sveitarfélagi voru til mikils styrks, með því að veita stöðuga vinnu, og sem í hallæris- og iiskileysisárum gæti veitt mörgum heimilum lít's- atvinnu, og forðað þeim frá skorti og hungursreyð. Vér höfum fast í huga að halda þessu fyrirtæki áfram næstkomandi vetur, og treystum löndum vorum nær Dg fjær til að styrkja oss til þess; vilji einhverjir sveitamenn af góð- vild sinni rjetta vinnusjóð vorum hjálparhönd, skulum vér geta þess, að vér munum ekki síður þakklátlega taka því, að hann sje styrktur með u11 heldur en með peningum. Reykjavik, 20. marz 1877. Olufa Finsen. Sigríður Veturson. Sophia Thorseinson. S'igríður Siemsen. Ástríður Melsteð. tásjf* Póstskipið ferá morgun. L a n d s h ö f 8 i n g i siglir til Khafnar með þeBsariferB. Berg- uramtmaöur Thorberg kvab eigaaðgegna landshöfðingjastörfiua á meðan.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.