Ísafold - 05.04.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.04.1877, Blaðsíða 3
31 eyða varpí, umferð eða skot selveiði m. fl., eða til betra fyrir dugnað á- búanda eða lagkænsku. Hundraðatal jarða er því ein hin óáreiðanlegasta og livikulasta undirstaða fyrir skatta- álögu, og ætti því sem allra minnst að notast. Jarðamatið er bezt að «danzi» sína tíð og að henni liðinni þá að lagfæra það, með sem allra minnstum tilkostnaði af hálfu hins opinbera. — Mjer þykir það ekki heldur hyggilegt, að vera að leggja skatt, er nokkru nemi, á þá undirstöðu, sem maður verður dyrum dómum að kaupa sig inn á, fyrst með því, að kosta ærnu fje upp á jarðamatið, og þar næst með því, að leggja út mörg þúsund krón- ur, ef til vill, úr landssjóði, til að kaupa skattinn inn á sumar jarðir. — Látum oss ekki snara út fje til óþarfa og sízt til að kaupa á oss þann skatt, sem, hvað sem öðru líður, verður fjarska-óvinsæll. Látum oss f hinum nýju skatta-álögum, þegar um beinlíois skatta er að ræða, fara sem næst því, sem nú er, og hækka þá Iftið sem ekkert. Hækkunina þolir hvorki efna- hagur manna nje skaplyndi. Yjer þurfum fje, jeg játa það, ef vjer eig- um eitthvað að geta framkvæmt; en leitum þess á þann hátt, að menn verði sem minnst beinlínis neyddir til að sækja það ofan í sinn eigin vasa, heldur greiði það óbeinlínis, um leið og þeir gleðja sig, eða fara að geð- þótta sínum, eða verzla sjer í hag; þá mun skattheimtan ganga jafnar og liðlegar og koma að góðu haldi. O. E. Bókafregn. Úr frjettabrjefi frá meistara E. Magnússyni. Hjer er (í Cambridge) ný komiu út bók eptirWatts Vatnajökulsfara, um ferð hans yfir Yatnajökul 1875, allvel skrif- uð, og miklu betur en fyrri bók hans, er hann kallaði Snjóland. Hann ber i þessari bók íslendingum yfir höfuð vel söguna, en einkum þeim, er fóru með houum yfir jökulinn, og má glögglega sjá það á orðum Watts, að lundlægni þeirra, þrautgæði, harka, kappgirni og karlmennska hefir gengið hreint yfir hann. Nýlega er og komið út rit hjer ept- ir íslending, sem 1 sinni tegund mun vera, þegar alls er gætt, með hinum merkilegri, er út hafa komið á þessari öld. J>að er æfisaga Jóns sáluga snikk- ara ( Vogum við Mývatn, eptir hann sjálfan, rituð á ensku. Hún kom út í mánaðarriti hjer, er heitir Frazer’s Magazine, öldungis eins og Jón hafði ritað hana sjálfur, með hans eigin stöf- un á enskunni, og engu breytt, nerna hvað íslenzk örnefni og mannanöfn voru afbökuð af vankunnáttu útgefanda, er Cole heitir, og hafði farið til íslands með Burlon 1875 og fengið handrit Jóns hjá ekkju hans. Enskan á þess- ari æíisögu Jóns er meistaralega fallegt mál, þegar gætt er að, hvaða færi Jón hafði til að ná ritiegri menntun ( því máli; og leitun mun verða á öðrum snikkara, þó farið sje víða og vel leitað í Norðurálfunni, eða víðar, er hafi rit- að á öðrú máli, svo fjarskyldu sínu eigin eins og enska var móðurmáli Jóns, æfisögu sína, jafn-vel og Jón hefir gjört. J>að er vonandi, að ættingjar hans og ekkja sjái um að láta ekki dagbækur hans týnast, eða hvað annað er hann kann að hafa skrásett á fslenzku, þvf að það er auðsjeð á þessu enska riti hans, að maðurinn hefir verið eptir- tektasamur og sannorður, hispurslaus og hreinhjartaður, oggáfumaður mikill. Af öðrum ritum, er út bafa komið hjer og snerta íslenzkar eða norrænar bókmenntir, má geta: «A list of Engl- ish words the etymology of which is illustrated by comparison with lce- landic, eptir mann hjer í Cambridge, er W. W. Skeat (framb. Skít, en þýðir Skjótur) heitir. Þessi listi er prentað- ur eins og viðbætir við Cleasbys orða- bók og Guðbrandar meistara Yigfús- sonar, og er ekki ófróðlegur. — {>á er ritgjörð eplir Iiarl nokkurn Blind, þýzk- an mann, um Yggdrasil, í Frazers Magazine í janúar, að mestu leyti sam- dráttur þess, er |>jóðverjar hafa ritað áður yfir hinn forna ask, og önnur, i tímariti, sem kallað er The Quarterly B.eview, vel samin, um siðareglur þær, er settar eru fram ( Konungs-skuggsjá. Bráðapestin. Úr brjefi frá Guðm. prófasti Einarssyni, 1. marz 1877. Til bendiugar upp á það, hvað fóðurbreyting og óhentug meðferð valda bráðapest, vil jeg skýra frá, að bóndi, sem ( harðviðrunum næstl. vor flutti sig að Keiksbakka hjer í sveit, og varð að beita hörðu við fje sitt, missti ( vetur 30 fjár úr pestinni, allt aðkomið fje; af kúgildisánum 24 fór ekki ein kind. Litlu eptir að bóndinn tók fjeð inn á töðugjöf, slotaði pest- inni og tók síðan fyrir hana. Maður flutti sig í vor er var úr ísafjarðar- sýslu að Óspakseyri ( Bitru. Hann hefir að sögn misst 70 fjár úr pest- inni; en sá sem fyrir var á jörðunni og er þar enn, kvað ekki hafa misst nema fáeinar kindur. Fóðurbreytingin og meðferðin að vorinu hafa búið fjeð undir pestina ( haust, af þvl að þ á var það ekki tekið nógu snemma og nógu vel. Frá \ýja-l8landi segir «Budstikken» 14. febr. þessar síðustu frjettir, eptir brjefum nýkomn- um þaðan: «Bólan erhorfm að mestn; rúmt 100 manna dáið úr henni, flest börn og ungt fólk, en öðrum, sem feogið höfðu bóluna, annaðhvort al- batnað eða á góðum bata-vegi. Sótt- verðinum er haldið enn, og verður eigi hætt fyr en vfst er að sóttinni sje að fullu útrýmt. frátt fyrir veikindin hefir vegargjörð þeirri, sem byrjað var á f haust sunnan frá Manitoba- landamærum norður að Huldunesi, sem svo er nefnt, verið haldið áfram; það eru 45 mílur (enskar) vegar [nál. 2 þingmannal.]. Eptir að veikindin eru að mestu af staðin, er farið að vakna nýtt fjör og framtaksemi. Meðal anpars er verið að efna til ionleodrar stjórnar og nefnd sett til að semja frumvörp til laga handa nýlendunní. Auk þess er ( ráði að stofna «|ands- uppfræðingarfjelag», og á að útvega handa því prentsmiðju og gefa út blað á fslenzku». Sóttin hafði komið upp á tiimli, ( miðjum nóv. f. á., að sögn úr fötnm, er vesturfarinn einn hafði keypt á leið- inni, og var þá nýfarinn að vera f. f>að er þakkað góðri bólusetningu hjer á fslandi, að sóttin varð eigi enn skæðari eo þetta. Jafnaðarsjoðsgjald í suðuramt- ipu er þetta ár 38 aurar. f Hinn 25. f. m, andaðjst hjer í bænum eptir fárra daga legu í lungna- bólgu og hettusótt Brynjólfur Jóhanns- son lyfsölusveinn, rúmlega fertugur. Hann ávann sjer með mannkostum sín- um hvers mann* þokka, og stóð svo prýðilega f stöðu sinni, þrátt fyrir lík- amlega vanburði sína, að eigi mnn anðfyllt það skarð fyrir skildi, er orð- ið hefir við fráfall hans. — Jarðarför frú Hólmfríðar |>or- valdsdóttur fór fram 27. f. m , og slúdents Pals Pálssonar daginn eptir. Yfir moldum frú Hólmfríðar talaði auk dómkirkjuprestsins sira þorvaldur Bjarnarson á Reynivöllum, og Páls sál. sira Sveinn prófastur Nfelsson. Hi11 og þe 11a. — Danir bafa stofnað í vetur landfræö- ingafjelag, í líkingu við þess konar fjelng í öðrum löndum, svo sem það f Lundúnum sem er slíkra fjelaga mest og frægast. For- Beti fjelags þessa er Friðrik konungsefni, og Holstein-Holsteinborg greifi, aðmírálarnir Bille og Irmínger og fíeiri stórmenni vara- forsetar. í Berl. Tid. 3. þ. m. er þess get- ið, að á 3. fundi fjelagsins, sem haldinn var daginn áður, hafi verið rætt um að gjöra út skip og menn til að kanna rækilega hina fomu íslendinga-byggð á Grænlandi (Aust- urbyggð — sem ekki er á austurströndinni, heldur á vesturströndinni sunnarlega —). Var gjört ráð fyrir, að slík ferð mundi kosta 4—5000 kr.; en ekki er fjelagið svo efnað orðið enn, að það treysti sjer til þess til- kostnaðar nú, og á því að fresta förinni til næsta árs. Á sama fundi hjelt prófessor Johnstrup „mjög fróðlega“ ræðu um lands- lag íslands m. m. og minntist þar meðal annars landsuppdráttar Bjarnar Gunnlögs- sonar, með miklu lofi. — Maður einn í SanFrancisco hefir fund- ið upp nýja fallbyssu, er hann kallar „frið- bót“ (peaee conservator) og kvað vera hið stórvirkasta morðtól, er menn hafa sögur af. Friðbót þessi hleypir sem sje af 70 skotum á 4 sekúndum eða 1050 á mfnútunni, með feykilegu afli. Hún er vel meðfærileg og smíðið fremur óbrotið, er ó-liðfrek og skot- mönnunum með öllu óhætt fyrir skeytum fjandmannaliðsins. Hún dregur 1500 faðma. (Berl. Tid. 3. marz 1877).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.