Ísafold - 29.04.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.04.1877, Blaðsíða 2
34 gætt, að einmitt úr þorl.höfn og Sel- vogi kemur áriega fullur skipsfarmur af Spánar-saltfiski, og auk þess mikið af lýsi og gotu, sem er eign ekki einungis nærsveita-manna, heldur líka Rangæinga og Skaptfeliinga, þá g.etur enginn, sem vill hugsa með greiud og skynsemd, efazt um, að verzlun geti staðist og blómgvast á þessum stað, og meira að segja staðið jafnfætis hinni ónógu Eyrarbakka-verzlun með tímanum. Eins er það fullvist, að hver og einn bænda úr Árnessýslu austan Ölfusár mundu verzla, að minnsta kosti með fisk sinn f þorl,- höfn, ef verzlunin þar yrði ekki verri en á Eyrarcakka, því það yrði þeim mun hægra og umsvifa-minna. En þar sem segir svo, að vjer Ölfusingar þurfum eigi verzlunar í þorlákshöfn «af þvi að vjer höfum sumarlangt næstum daglegan samgang við Reykja- vík», þá er svo þýðingarlausri og rangri ástæðu auðsvarað; því þótt Ölf- usmenn kunni kringum ár 1845 að hafa verið svo ráðlausir, að misbrúka bjargræðistíma sinn lil «næstum dag- legra» ferða til Reykjavíkur, þá er ekki þar með sagt, að þeir þurfi að vera eða sjeu þeír heimskingjar nú; að minnsta kosti ættu alþingismenn vorir ekki að livetja til, að við halda slíkri ósvinnu. En þótt þessi þing- maður ekki hefði tekið sjer þessa skaðlegti heimsku sár-nærri, þá hefði hann þó átt að geta sjeð það, að hægra er fyrir Selvogsmenn, Ölfusinga og Grafningsmenn, að sækja korn á vetrum til torl.hafnar, því á þeirri leið er engin lækjarspræna og enginn fjallvegnr, sem teljandi sje, heldur en að sækja yfir Hellisheiði, sem opt er bráð-ófær, en til þess eru menn neyddir á hverjum vetri vegna korn- skorts á Eyrarbakka bæði vetur og sumar. fess ber enn fremur að geta í sambandi við þetta atriði, að 1845 var verzlun vor miklum mun minni, en hún er nú, og verður því að lita öðrum augum á þetta atriði nú, held- ur en fyrir 80 eða 40 árum, er hjer var t. a. m. lítil og ófullkomin salt- fisksverzlun. Önnur aðalástæða þingmanns Barð- strendinga málinu til falls er sú, að höfnin sje vond, og byggði hann þessa ástæðu sína á sögu, sem stæði prentuð í Reykjavíkurpóstinum 1847, og sem hann sagði frá á þinginu (sbr. Alþ.t. 1875, bls. 209). En jeg verð að láta menn vita, að hvernig sem upprunalega kann að slanda á sögu þessari, þá er rangt frá henni sagt, og hún er í þeim atriðum, sem þing- maðurinu byggir ályktun sína á, gjör- samlega ósönn. Þeir menn eru marg- ir lifandi, sem með eigin hendi rjeru þetta nefnda amerikska viðarskip upp, og eru margir þeirra álitnir vandaðir, greindir og minnugir menn. þeir hata góðfúslega sagt mjer söguna og öllum borið saman, á þessa leið: Dm nokkra daga sást skip þetta óglöggt suður í hafi, en einn morgun sást það nokkru nær; fóru tvö róðrarskip þá að for- vitnast um það, og komu aptur og sögðu tíðindin. Daginn eptir varð ekki af neinum afskíptum um þetta, eu næsta dag fóru menn alskipa úr l'orlákshöfn úl til skipsins, og rjeru það til lands. þá er til lands kom, var þvi ekki lagt við neilt akkeri, ekki svo inikið sem bátsstjóra, en það var róið upp að klöpp, sem «Sýsla» er nefud, sem liggur fyrir vestan leguna, og lest þar með kaðli við stórgrýti á landi uppi, og það svo nærri klöpp- inni, að ganga málti um fjöru þurr- Uii» fótum af «Sýslu» út á skipið. þannig var það affermt á etuttum tíma, en var gvo látið liggja þarna kyrrt viö þessa landfesti, og stóð á klöppinni, þartil hófst snðauslan veður með allmikilli ylgju ©g brimi; þá tók skipið að brotna smátt og smátt við klöppina, og gálu menn hirt ílakana og fest og bjargað jafnóðum og þeir brotnuðu, og þótti það heppilegt, að öllu varð svo hagað, að ekkkert af skipinu misstist nje tók út"1. Hvað sannar svo þessi saga annað en það, að mennirnir, er unnu að uppróðri skipsins og affermingu, gátu svo að kalla leikið sjer að þvi?, svo var sjór- inn spakur á Ðorlákshafnar-Iegu; og til þess að„þeir væru vissir um, að skipið kæmi að landi þar sem nóg væri aðdýpi, svo það gæti legið á þurru um fjöru, rjeru þeir skipið vestur af legunni, og bundu við klöpp ( flæðar- máli, sem skipið hlaut að brotna á, þegar vindur hófst af hafi og ylgja kom ( sjóinn. Ef þingmaðurinn hefði vitað þessa sögu, eins og hún er sönn og rjett, svo sem hjer er frá sagt, hefði hann að hkindum byggt minna á henni, því það er að minnsta kosti óskiljanlegt, að nokkrum manni með meöal-greind geti þótt það undrum sæta, að skip, sem bundið er á flúðir, geti brolnað i brimi, eða að skip geti lent á flúð í fjörunni, þegar það er bundið á hana, eða að nokkrum geti þótt höfnin í Þorlákshöfn óhætileg vegna þess, að finna má flúðir á litl- um bletti í sjálfu flæðarmálinu. (Það má einnig finna flúðir í flæðarmáli við sjálfa Reykjavíkur-höfn fyrir austan lækjarósinn). Skyldi svo vera, að þessi sögulestur þingmanns Barðstrend- inga hafi haft áhrif á úrslit málsins, kalla jeg það hraparlegt, og naumast samvizkusömum þingmanni samboðið, að fara svo fljótfærnislega yfir eitthvert mál, að hann sökum rannsóknarleysis verkar á atkvæði þingsins með ósönn- ■um sögum. Að ekki megi löggilda verzlunarstað í þorlákshöfn vegna þess, að Þorlákshafnar-eigandinn hafi «ekki verið heyrður um, hvort hann leylðí, að þar væri stofnað kauptún», er hugsað og talað hreint út í bláinn og svo einfaldlega, að mig furðar það stórlega um jafn-skynugan mann sem þingmann Barðstrendinga. (Fr.h. sið.). Um g'tií'iiskjpsí'erðiruar kringiim lantiið. |>ó margt sje búið að rita um þetta mái og sjer í lagi ( ísafold III 31 vel sjeu teknir fram fyrirkomulugs-gallarnir á ferðum þessum, þá er þó einn gall- inn eptir enn, og er hann ekki hvað minnstur. þetta vildi eg leyfa mjer að sýna fram á. Gufuskipið Díana er upphaflega smiðað til brúkunar við herfiota Dan- merkur, og er því tiihögunin á því svo, að það hefir mjög lilið lestarúm í sam- anbutði við stærð sína, og það meira að segja svo litið, að þó það hefði fnllan farm allar ferðir sinar fram og 1) |>eir fjórir menn, sem glöggast og ná- kvæmast kafa sagt mjer söguna eru þessir: Símon meðhjálpari Jónsson á Bjarnastöðum, Sæmundur sýslunefndarmaður Sæmundss. á Reykjakoti, Magnús bóndi Ólafss. á Ósgerði og Óiafur Jónsson fyn'um bóndi á þorgríms- stöðum; störfuðu allir þessir að uppróðri skipsins, og uppskipuninni úr því. aptur og attk þess talsvert af farþegj- um, hlýtur það að verða einlægt ómagi landsins og póststjórnarinnar dönsku, og það slæmur ómagi. það er óhætt að Sullyrða, að hægt er að fá gufuskip, sem hefir fjórfalt lestarúm á við Díönu, en er eigi kolafrekara nje mannfrekara en Díana þessi. Ætlist maður nú ein- ungis svo á, að skip, sem ekki kostar meira að gjöra út en Díana, geti flutt 150 lesturn meira af vörum fram og aptur í þrem ferðum lil og frá íslandi, og reikni maður 100 kr. flutningskaup af hverri lest fram og aptur, sem er þó of lítið, þá gefur þetta 15000 kr. meira af sjer en Díana, og er það nóg til þess að borga árstillagið úr landssjóðn- um til gufuskipsferða kringum landið; þar að anki mundi slikt skip geta fiutt meira hafna í milli í landinu sjálfu, og gæfi það einnig nokkuð af sjer; það mundi jafnan hafa svo mikið rúm, að það þyrfli ekki að neita slíkum send- ingum. þannig næði það miklu betur þeim lilgangi, að vera landinu til gagns, svo sem vera ber. þetta hygg eg nóg til þess að sýna, að Díana er alveg ó- hafandi til gufuskipsferða kringnm ís- land, og einnig nóg til að vekja at- hygli alþingis á þvf, að verja ekki fje landsins til að gjöra út skip, sem aldrei getur borgað sig; það er likt og að halda hjú það, sem ekki er matvinn- ingur. Og liklegt er að öllum sje full- ljóst, að nóg sje annað með landssjóð- inn að gjöra, en að vera að fleygja nokkru af honum á þenna hátt í sjó- inn. G. L. Flateyjar framfarastofiiiin og bókasafn. Eins og þjóðkunnugt er, er «Flat- eyjar framlarastofnun» og bókasafn, sett á slofn af síra Ólafi sál. Sivertsen prófasli ( Fíatey og konu hans Jóhönnu Friðriku, á giptiugardegi þeirra bjóna 6. okt: 1833, með þeim skilmálum, að stofnunin og bókasafnið skyldi vera æf- inleg eign Flateyjarsóknar, og vera und- ir umsjón sóknarpestsins, hreppstjór- ans og tveggja annara valinkunnra manna; en fyrir því mun eigi ráð gjört í stofnunarskránni, að svo getifariðmeð tfmanum, að enginn verði þess um kominn að sjá um stofnunina. En nú er sagt að þegar muni að því komið, því heyrzt hefir, að eigi muni sembezt hirðing á bókunum og þær endafarnar að týnast burtu úr safninu. Sje svo, er það óþolandi, þegar nú þar á ofan við safnið bætast öll handrit Gísla Konráðssonar, er eptir samningnum við hann 1851 átti að vera þess eign ept- ir hans dag, gegn því, að honum værí sjeð fyrir framfæri svo lengi sem hann þyrfti með. INú er þá að ráða úr, hvernig nú á að fara með safnið, því efnahagur stofuunarinnar mun eigi vera svo sterkur að geta launað bókaverði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.