Ísafold - 05.05.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.05.1877, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Bjöbn Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: í Doktors-húsi. Prentsmiðja: Einars pórð- arsonar. Isiilohl. Árgangurinn, 32 arkir, kost- ar hjor a landi 3 kr., er greiðist í kauptfð; erlendis 4 kr., stök blöð 15 aura. Sölulaun: 7. hvert expl. Auglýsingar kosta 8a.línan með venjul. meginmálsletri. IV io. Eeyltjavíh, laugardaginn 5. maímán. 1J*W. Aiislr.Tna inálið. (Eptir frjettaritara ísafoldar í Englandi, meistara Eirík JVIagnússon). Nú er þá þar að komið, sem lengi liefir við legið, að Kússar hafa hafið herferð á hendur Tyrkjum, og er her þeirra þessa daga að fara suður yfir Prutb. pegar þrályndi Tyrkja hafði ónýtt allar tillögur stórveldafundarins í Mikla- garði, af þeirri aðalástæðu,að þær gengju ofnærri tign og ríkisrjetti keisaradæm- isins, fdru erindsrekar stórveldanna heim aptur við svo búið. En nokkru síðar sendi stjórn Bússa Ignatieff hershöfð- ingja, er í mörg ár hefir verið sendi- herra þeirra í Miklagarði, með nýjum erindum til stórveldanna, í því skini, að fá samtökum komið á með þeim til þess, að þröngva Tyrkjum til að bæta hag kristinna þegna sinna. í þessum samningum þótti stjórn Englendinga næsta treg til öruggra undirtekta, og var orð á því gjört, að henni þætti frumvarp Eússa til samkomulags-skjals- ins of berort og einart. pað gekkþví lengi milli Englendinga og Eússa að koma nógn mjúku sniði á málið á skjal- inu. En þó vannst þrekvirkið að lok- um, og var sáttmálsbók (Protokol) þessi undirskrifuð af stórveldum Norðurálf- unnar 31. marz. Flestum þótti hún æði linlega orðuð, en það þótti þó kyn- legast, að utanríkisráðherrann hér, Der- by lávarður, bætti þeirri klausu við skjalið eptir undirskriptina, að skyldi stjórn Tyrkja ekki þekkjast protokolinn, þá skyldi stjórn hennar brezku hátign- ar, drottningarinnar, vera laus allra mála, og óbundin við atkvæði hans. Sendiherra Eússa bætti og við eptir- skript eptir sitt nafn, sama efnis, í um- boði Eússa keisara, en í öðrum skiln- ingi en Derby lávarður. Derby lávarð- ur vildi ekki binda hendur stjo'rnar- innar til annara stórræða en ráðlegg- inga og örfana. En hjá Schuwaloff bjó undir, að áskilja Eússum óbeinlínis fullt sjálfræði að gjöra hvað þeim gott þætti, ef ráðleggingar og örfanir yrðu að vettugi hafðar eystra. Nú hefir stjórn soldáns svarað pro- tokoi þessum all-reið og í hörðum orð- um. Hún furðar sig á því, að sór- veldin skuli hafa færzt það í fang, að semja slíkt skjal, án þess að kveðja sig til ráða. Með því hafi stórveldin misboðið virðingu ríkisins og sjálf- stjórnarrjetti þess. |>ó að prótokoll þessi gjöri ráð fyrir, að hið «Háa Port» hafi lofað að bæta hag kristinna þegna sinna, þá sje það ekki satt; því hafi aldrei verið lofað. J>eir geti ekki átt kröfu á neinum rjettarbótum umfram aðra þegna ríkisins, en það sje sjálf- sagt, að þeir njóti alls þess rjettar, er þeim beri á móts við aðra þegna. Stjórnin sje neydd til þess að hrinda á bug öllum tillögum, er miði að því, að telja upp misrjetti og koma á úlfúð milli ýmissa hluta þjóðarinnar. Og þar sem prótokoll kveði á, að stórveldin muni líta vandlega eptir, hverra ráða verði leitað, og hvernig þeim ráðum verði komið fram til þess að bæta hag kristinna manna í ríkinu samkvæmt loforði Tyrkjastjórnar, þá sje einsýnt, að stjórnin hafi algildan lögrjett til að mótmæla honum, o. s. frv. Skjalið fer beizkum orðum um undirróður og æs- ingar Bússa meðal hinna kristnu þegna soldáns, og segir að þeir (Eússar) beri alla ábyrgðina fyrir meðferðina, er þessir þegnar hafi orðið fyrir, en stjórnin í Miklagarði enga. Prótokollinn gat ckki fengið verri útreið en þetta, og stjórn Tyrkja gat með engu móti betur sannað, hvers af henni var að vænta. Eússar eru því nú einráðir um aðfarir sínar viðTyrld, og þær eru þegar byrjaðar með her- hlaupi á hendur þeim, og enda varla hjeöan af í því að þeir kyssist. Margir ætla, og enn fleiri óska, að þetta verði dómsdagur hinnar ranglátu stjórnar Tyrkja í Norðurálfunni. En hins biðja fáir, að Eússar setist þar að stóli, er Tyrkinn veltur úr. Stórtíðínda úr þess- ari herferð verður varla að vænta fyr en eptir mánuð; því her Eússa á langa leið fyrir höndum og fjarska örðuga, áður en komið er suður um fjail (Bal- kan), og fyr en þar er komið, slær varla í stórbardaga. pað þykir gegna einhverju meiru en stórtíðindum, að Bismarck fursti hefir fengið brottfararleyfi hjá keisara Vilhjálmi frá kansellera- og ráðgjafa- störfum, þangað til í ágúst komanda. Heilsuhnignun er borin fyrir. En þó líklegt sje að furstinn sje farinn að bila, er hann er maður hniginn, þykir mönn- um ei að síður leyfi þetta undarlegt nú, er'ótíö gengur í garð, sem enginn fær sjeð, hvar enda muni. pjóðverjum líkar þetta stóiilla, og þykir furstinn aldrei h'afa mátt síður. missa sín frá stjórnarstýrinu en nú, því að þegar vanda ber að höndum í Norðurálfunni, þykir þeim hans forsjá megi eins við lilíta en einskis annars. peim þykir það ills viti, þó ckkert kunni undir að fio-oia, að Frakkar, ítalir og Eússar 37 urðu samtaka um það, er Lundúna- prótokollinn, er eg hefi minnzt á áður, var sendur til Miklagarðs, að krefja Tyrki svars innan ákveðins dags. Hin stórveldin færðust undan því, að gjöra Tyrkjum slíka kvöð. pykir pjóðverjum því þetta tiltæki vottur þess, að undir kunna að búa hersamningur milli Eússa, Frakka og ítala. í sjálfu sjerþarfþað þó ekki að vera annað en þýzk «get- gáta», en pjóðverjar eru allra manna mestir getgátumenn. pó er svo vjelt um mál þeirra við Frakka, að engan þarf að furða, þótt þeir líti á afskipti Frakka af stjórnarmálum utanríkis fremur með grun eu greind. Viðbætir. — Um leið og eg afhendi þetta brjef póstinum, bæti eg við yfir- liti yfir síðustu tíðindi. Herbúnaður er mikill á báðar hendur, Eússa og Tyrkja. En Tyrkir eiga nú í mörg fleiri horn að líta en í hornið þar sem«bangsi» situr, því enn er uppreistin í Herze- gowina og Bosnia ókæfð; slitið upp úr friðarsamningunum við Montenegro, uppreistarviðbúnaður í pessaliu, Epirus og áKrít.herútboðíGrikklandi og60,000 vígra karla kvaddir undir gumfána, og, til að hrokafylla mælir tyrkneskrar fyr- irmununar og afdæmingar búast nú Persar til styrjaldar við trúarbræður sína til að skera úr löngum landa- merkjaþrætum,er verið hafa milli konungs Persa og soldáns Tyrkja; og Austur- ríki safnar miklu liði á landamærum Bosníu. pað er eitthvað meira en svari mannlegri glámskyggni, að vilja heldur draga þenna óskapa-dóm yfir ríkið, en bæta kristnum mönnum ónefnanlegrar svívirðingar og hengja fáeina tyrkneska morðingja. Hefðu Tyrkir gengið fús- lega að þeim kosti, þá hefðu þeir nú lifað við langar friðarvonir undir vcrnd- arvæng stórvelda Norðurálfunnar. pað er bágt að sjá, að annað bíði ríkisins nú en sögunnar refsidómur: eyðing hins ranglata og uppreist hins rang- lætta. Cambridge, 17. apr. 1877. E. M. ílin nýju laxalög og laxveiðarnar. Eptir H. Th. A. Thomsen. Lögin um friðun á laxi, sem komu út 11. maí 1876, og eru viðauki við Jónsbókar landsleigubálk 56.kap., verSfl þinglosin í sumar og öðlast um leið gildi. pau saman standa af 9 grein- um, og eru með þeim gerðar ýmsar breytingar á ákvörðunum Jónsbókar. Látum oss nú skoða hverja grein fyrir sig, og athuga, hvaða gagn má af henni leiða og hvaða áhrif hún mun hafa á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.