Ísafold - 26.05.1877, Side 1

Ísafold - 26.05.1877, Side 1
Ritstjóri: Bjöen Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: í Doktors-húsi. Prentsmiðja: Einars pórð- arsonar. IV 11* Árgangurinn, 32 arkir, kost- ar hjer á landi 3 kr., er greiðist í kauptíð; erlendis 4 kr., stök blöð 15 aura. Sölulaun: 7. hvert expl. Auglýsingar kosta 8a.línan með 'venjul. meginmálsletri. Reyltjavík, laugardaginn 26. maímán. 1«W. Ilin nýju laxalög og laxveiðarnar. Iíptir H. Th. A. Thomsen. (Niðurl.). Eg heldþvíað það sje galli á hinum nýju laxalögum, að eigi er i þeim til tekinn viss tími á viku hverri þá er eigi megi veiða, eins og gert er á Eng- landi (hvort það er einnig gjört í Nor- egi, man eg eigi). Sömuleiðis álít eg, að það hefði verið heppilegra að á- kveða lengd heldur en ummál, þar eð það bæði er hægra í tljótu bragði að sjá lengd laxins en digurð, og ummál hrygnunnar er breytilegt, eptir því hvort i henni eru hrogn eða eigi, og eptir því hve mjög þau eru vaxin. Eins og lögin nú eru, leyfa þau að veiða unga hrygnu, sem er hrognfull, ef hún hefir hið ákveðna ummál, en hængnum verða menn að sleppa af því að hann er grennri. Sjöunda, áttunda og niunda grein ákveða refsingar, og eru þær sjálfsagt nauðsynlegar t þess konar lögum, en eigi skal eg fara orðum um það, hverj- ar refsingar eða hve miklar hjer mættu bezt við eiga. Þá er nú eptir önnur grein laganna, og kveður fyrri hluti hennar svo á, að xenginn má leggja net eða garða eða aðrar fastar veiðivjelar lengra en út í miðja á, pá vatn er minnst; enda sje eigi vatn dýpst par sem net, garður eða veiðivjel liggur». Nú á maður þá að fara að veiða laxinn þar er grunnt er, og má eigi lengur leggja net sín þar sem dýpst er; hefir það þó víst tíðkazt hingað til, og er verulegt skil- yrði fyrir því, að veiðin borgi fyrir- höfn og tilkostnað. Mönnum mun víst gefa á að líta, þá er afleiðingar þessarar ákvörðunar fara að sýna sig, ef henni verður fvlgt; eg vil eigi ráðast f að tala um þær. Ef ákvörðunin væri þannig, að þar sem svo er ástatt, að sá hluti árinnar, er veiði- vjelar eru í lagðar, er eigi helm- ingur af breidd árinnar allrar, þar megi eigi þvergirða hið dýpsta, heldur skuli einn tíundi hluti þess vera ógirt- ur, þá væri hún sanngjarnleg, en þar sem nú grein þessi bannar alla veiði þar sem dýpst er, þá er opt svo ástatt, að eigi er hægt að veiða neitt með því móti. Síðari hluti greinarinnar segir, að «renniá í fleiri kvíslnm, þá má eng- inn þvergirða eina þeirra, nema meiri sje fiskiför f annari, enda eigi engir aðrir veiði ( kvísl þeirri, sem þvergirt er». Af þessum orðum virðist það Ijóst, að bann það móti þvergirðingum er stendur í fyrri hluta greinarinnar, sje með þeim af numið til þess að skerða eigi veiði þess manns, er einn á veiði í einhverri á, en það má og skilja þau svo, að hvernig sem ástatt er, megi eigi þvergirða nema eina kvisl hverrar ár. Ef nú sá maður, er veiði á f einni kvísl, eykur veiði sina með því sjálfur að ala upp laxa, eða með öðrum ráðum , er menn enn eigi kunna hjer á landi, svo að þá verði meiri veiði í þeirri kvísl en hinum, þá má hann eptir þessum laxalögum eigi lengur þvergirða kvíslina. Ef veiðivjelar hans eru betri og hagan- legri en i hinum kvislunum og veiði hans því verður meiri en hinna, þá má hann heldur eigi þvergirða, þvi varla mun þá auðvelt að færa sönnur fyrir því, að meiri lax gangi í hinar kvislirnar, og það er þó skilyrðið tyrir því, að mega veiða með þvergirðing- um. Renni nú á í tveim kvíslum og standi nú svo á, að einn maður eigi alla veiðina, t. d. f vestari kvíslinni og annar maður alla veiðina í hinni eystri, þá má eptir lögunum að eins annar þeirra þvergirða sína kvísl, og það sá, er minni veiði hefir. Nú verður engin hvöt til fyrir þann, er rjett hefir til að þvergirða sína kvísl, til þess að bæta eða auka veiði sína, þvi þá missir hann þvergirðingarrjett- inn, og um leið er honum það af- skorið, að hafa nokkurn ábata af veiði sinni (þá er hann sekur við ákvörðunina í hinni fyrstu setningu greinarinnar), því eigi er unnt að viðhafa þvergirðingar nema ( grunn- um ám, og bannið við því, að setja veiðivjelar, þar sem dýpst er, er þá einnig bann við þvf að gera sjer veið- ina arðsama. Að endingu vil eg íhuga, hvaða áhrif hin nýju laxalög munu hafa á laxveiðina í Elliðaánum, er einn mað- ur á, með því að jarðir þær, er að án- um liggja, hafa á löglegan hátt misst sinn hluta af henni; hafa þar um lang- an aldur verið hafðar þvergiiðingar við veiðina í báðum kvíslunum, sumpart með kistum og sumpart með pollum, og með þvf að hleypa valninu úr einni kvíslinni í aðra, og verður það eigi gert nema ineð þvergirðingum. Þessi þver- girðingarjettur hefir verið staðfestur með hæstarjettardómi 26. febr. 1875, og veiðin i ánum fer allt af vaxandi, sakir þess, að eigandinn hefir nú í 16 ár allt af sleppt því, er veiddist einn dag vikunnar, þó sumir hafi kallað það sjervizku Og heimsku. 011 laxveiði- aðferð f þessum ám öðruvísi en með þvergirðingum og hleypum er til einskis nýt, sakir þess, að vatnsmegnið er svo 41 lítið, og megi maður eigi brúka drátt- arnet eða lagnet þar sem dýpst er, þá er tekið fyrir alla veiði þar. Ef nú þessi lög kollvarpa þessum sjerstöku rjettindum, að því er við kemur Elliða- ánum, þá er það hið sama og innleitt væri það rjettarástand, að alþingi gœti með löggjafarvaldi sínu slcipt eignum í tvennt eða prennt eða tekið pœr frá eigandanum án pess að bœta hon- um nokkru. Óvissa sú, er af þessu mundi leiða, hlyti að verða kvíðvænleg fyrir hvern jarðeiganda á íslandi, og mjög fella jarðeignir f verði, og er það þó eigi of hátt áður. f>að er nú sjálfsagt eigi tilgangur alþingis, að laka eignir af mönnum eða af nema gömul rjettindi skaðabótalaust, en eins og hjer stendur á, þá eru laxalögin ógreinileg og óskiljanleg, og allt verð- ur undir því komið, hvernig dómstól- arnir skilja þau, og er það mjög ó- þægilegt og kostnaðarsamt að leita þeirra úrskurðar. Jeg vil hjer eigi tala um það, er sagt hefir verið um mál þetta í báðum málstofum alþingis, eða það, hve fljótt þingið var með það, því að það er nú þegar fyrir almennings augum í þing- tíðindunum 1875; hitt þykir mjer við eiga, að vekja athygli manna á því, hverjum framförum laxveiði hefir náð á íslandi; a ð hún enn eigi er komin á það stig, sem hún ætti skilið eptir ábata þeim, er af henni má hafa, það er að segja, að hún er eigi svo mikið stunduð, sem hún verðskuldar; a ð hin mikla veiði á hinum síðustu árum Ijóslega sýnir, að eigi er of mikið að gjört um laxveiðina; a ð það því eigi er mjög nauðsynlegt, að takmarka laxalög þau, er hingað til hafa í gildi verið, með því að þess konar takmark- anir fremur tálma framförum lax- veiðinnar en auka þær, og er það skaði, bæði fyrir einslaka menn og landið allt í heild sinni; a ð öllum er auðsætt, að mjög er vandasamt að gefa hentug lög um tilhögun og stærð veiðivjelanna, með þvf að veiðivötn og ár eru hver annari svo ólíkar; a ð það, sem einkum er áriðandi, er, að vernda hinn eins eða tveggja eða þriggja ára gamla unglax, er liggur f ám og vötn- um, og eigi getur tekið öðrum eins framförum þar, eins og sá laxinn, er til sjóar hefir leitað, og loksins, a ð mest af öllu ríður á, að hafa friðun- artíma bœði á ári hverju og viku hverri, og hefir reynslan kennt mjer, að þetta eitt er nóg til þess, eigi að eins að við halda laxveiðinni, heldur

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.