Ísafold - 26.05.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.05.1877, Blaðsíða 2
42 einnig auka hana. |>að er sjálfsagt, að ýmislegt getur það komið fyrir, er eigi er unut fyrir að sjá og spillir veiðinui, t. 4,vj.eldgos, eða afarmikil ísalög með ruðningi og jakahlaupi í ánum; getur ísinn rótað um hrogna- lægjunum og tvístrað hrognunum svo, að eigi geti orðið lax úr þeim, og þannig spillt veiðinni næstu árin eptir. En ef lögin ákveða friðunartima þá, er hjer er um getið, og að öðru leyti gjöra hæBlegar ákvarðanir um stærð veiðivjelanna, svo að eigi geti veiðzt unglax sá, er lifir í ám og vötnum og eigi hefir til sjóar leitað, þá er það ætlun min, að þau verði öllu landinu til gagns og blessunar. Skyldi nú svo fara, að þessar at- hugasemdir mínar um hin nýu laxa- lög fjellu þeim af íslendingum i geð, er skynsamlega vilja líta á mál þetta, og þeim, er sjálfir eiga laxveiði ein- hversstaðar á íslandi, og þeir vildu verða samtaka til að vernda veiði þessa, sem, eins og áður er sagt, eigi er enn þá stunduð með því fylgi er vera ber, þar sem hún er svo á- batasöm, þá má maður eigi eyða tím- anum með umhugsunum einum, held- ur þegar í sumar skora á alþingi, að breyta annari, fjórðu, fimmtu og sjöttu grein laganna eða afnema þær. Jeg leyfi mjer hjer að bera fram nýmæli til laga-ákvarðana í stað hinna gömlu greina, er af yrði numdar, svo að menn geti hugsað nákvæmlegar um þær, og, ef til vili, sem flestir aðhyllzt þær: Fyrsta grein ætti að vera óbreytt, en svo ætti að koma 2. grein. 24 (eða 30) kluklcwtundir á viku hverri, frá miSaptni á laugardag til miðaptam (eSa miSnœttis) á sunnudag, skal laxinum gefiS ráSrúm til aS ganga upp eptir öllum ám, og skal pví um penna tíma hafa öll net á landi og allar laxakistur og aSrar fastar veiSivjelar opnar, svo að hinn stríðasti straumur gangi í gegnum opin og laxinn geti tálmunarlaust gengið upp í gegnum þau. 3. grein. (annaðhvort eins og í laxalögunum, eSa þannig:) Enginn má leggja net eSa aðrar veiðivjelar í sjó við árósa, þar er lax gengur, svo að göngu hans upp í ána sje þaS til tálmunar. 4. grein. Engar þvergirðingar má setja í ár eða fljót, þar sem aðrir hafa eða geta að lögum haft laxveiði fyrir of- an, enda skulu rjettindi einstakra manna óskerð fyrir þessi lög. 5. grein. Ailar veiðivjelar skulu vera pann- ig lagaðar, að smálax, sem eigi er meira en 9 þumlungar á lengd, geti smogið þœr. Möskvar á netum mega eigi vera minni ummáls þá er votir eru en 6 þumhmga, og milli rimla á grindum peim, er i veiðivjeium eru hafðar, má eigi vera minna en háifs annars þumlungs bil. 6. grein. Engan lax má veiða eða bjóða til sölu, er skemmri sje en 9 þumlungar, og enginn má hafa nýveiddan lax til sölu á timabilinu frá 8. september til 20. maí. Skyidi nú mót von minni fara svo, að landsmenn eða laxveiða-eigendur til og frá um landið eigi gefi þessari minni áskorun neinn gaum, og gjöri eigi neina tilraun til að láta breyta «lög- unum If. maf um friðun á laxi» í þessa átt, þá vona jeg samt, að ein- hver af alþingismönoum taki það upp hjá sjálfum sjer, að bera þetta mál upp á alþingi í sumar til umræðu. Reykjavík, 26. dag aprílmánaðar 1877. þorlákshafnarmálið á alþingi 1875. (Framh. frá 34. bls.). Hvað veit þingmaðurinn, nema eigandinn hafi verið «heyrður»? eða ætlast hann til að hver umráðandi hafnar,sem beðið er um löggildingu á, gefi sig fram á al- þingi, og segi til hvort hann hefir ver- ið «heyrður» eða ekki? Hvað kemur þinginu slíkt við? nema svo sje, að það hafi f hyggju að reka sjálft verzlun. |>að á að eins að iöggilda höfnina, ef þess er þörf og hún erbrúkanleg; ann- að varðar það alls eigi um; þeir um það, sem hana vilja nota. Síðari ræða þessa þingmanns í mál- inu er í sama anda, og sömuleiðis byggð á skökkum ástæðum, og ósönn- um. Hann segir: «að það mæli ekki með löggildingu þorlákshafnar, að höfn- in á Eyrarbakka sje vond, því það sje hjer um bil sama sem að segja, að betra sje að hafa tvær vondar hafnir en eina». J»ótt það nú aldrei nema væri satt, — sem ekki er — að þor- lákshöfn væri jafnill höfn Eyrarbakka, væri þó vissulega betra að hún væri löggilt. Eyrarbakkahöfn getur ekki tek- ið við fleirum en tveim skipum í senn, og þó að eins með vissri veðurstöðu; af því kemur líkiega hvað mest vöru- skorturinn, og hin tíðu skipaströnd þar. Vissulega væri því betra að hafa tvær Eyrarbakkahafnir en eina, því betra er þó að geta tekið við fjórum skipum í senn, þegar veður er bezt á sumrum, heldur en að hljóta að láta sum skip- in bíða eptir illviðrunum og stranda. En þvf fjær sanni er þessi ástæða þing- mannsins, sem höfnin í |>orlákshöfn er ómetanlega miklu betri ená Eyrarbakka. far næst telur þessi þingmaður hag- ieysið J>orlákshöfn til vandkvæða. fað er að vísu satt, að þar er haglitið, og mundi því almenningi ekki verða Ijeðir þar hagar fyrir hesta. En þetta er einskis nýt ástæða, því almennir áfanga- staðir leslamanna eru á tveim stöðum eigi langt (o: 3U mfiu) þaðan. Hag- leysið er þó ekki meira nje hestar ó- færari að vera fóðurlausir litla stund í byrjun júlímán., heldur en á vorin, þá er menn í maímán. fara stórar skreið- arlestaferðir til Þorlákshafnar; en á vetrum og haustum er þó líklega hverj- um einum skylt að flytja með sjerfóð- ur handa hestum sínum, hvort sem þeir eiga að neyta þess i f’orlákshöfn eða annarstaðar. f>að er annars fróð- legt að vita, hvar þingmaðnrinn visar hestum sveitamanna til haga í sjálfri Reykjavík, þegar mýrarnar í Fossvogi og alsstaðar umhverfis Reykjavík eru orðnar svarlar sem flag eptir stóð Eng- lendinga. Ætli þá sje um annað að gjöra, en flytja þá langar leiðir á ann- ara náðir, eða f annan stað binda þá á streng, sem flestir lestamenn munu gjöra um sjálfar lestirnar, og þó er mönnum hvergi ætlaður staður til að binda hesta sína, svo jeg viti til, nema f sjálfri fjörunni. Loksins endar herra E. Ií. þessa ræðu sína, með þeirri einkar-laglegu (!) ályktun : «að það væri næsta ólíklegt að lausakaupmenn mundu bæta úr þeim kornskorti, sem væri á veturna á Eyrarbakka», og bætir við þeirri fyndni: «því sjer væri það eigi kunnugt, að lausakaupmenn væru vanir, að koma á þeirn tima árs». Þessari ástæðu verður bezt svarað með því dæmi: aðværi þingmaðurinn bjargþrota fyrir heimili sitt um vetrartíma, og fengi ekki korn hjá kaupmanni sínum, þá mundi hann vissulega þiggja korn hjá nágranna sfnum, til þess að seðja með hungur sitt og sinna, og það þótt kornið hefði verið keypt um næstliðinn sumartíma hjá lausakaupmanni í jþor- lákshöfn. Hinn 5. konungkjörni þingmaður, Dr. Jón Hjaltalin, gekk þó enn víkings- legar fram ( því að fella þorlákshafn- ar frumvarpið, heldur en þingmaður Barðstr. Að vísu eru ástæður Hjalta- líns viðlíka marklausar og ósannar, en hann fer um málið svo ókurteislegum og óviturlegum fjarmælum, að ótrúlegt mundi þykja um jafn menntaðann mann, ef það sæist eigi «svart á hvitu»; þó kastar tólfunum, þegar rannsökuð er samkvæmni hans við sjálfan sig, þar sem hann fer orðum um þorlákshöfn. Á bls. 156 í Alþ.tíð. II 1875 segir svo, þá er rætt var um, hvort straumur vatns hefði áhrif á sjávargang: «Kvaðst hann (þ. e. Hjaltalín) hafa sjeð nær því ótrúleg merki þess, og upplýsti það með sögu frá Porlákshöfn, þar sem svo hefði staðið á, að skip hefði legið i of- viðri, eins og þar hagar til fyrir opnu hafi, undan Hvítárósi, og hefði þó hafzt vel við að sögn kapteinsins sjálfs»; en á bls. 211. segir sami þingmaður svo:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.