Ísafold - 16.06.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.06.1877, Blaðsíða 4
1875 7.65^736 fr. Fiskiveiðar þessar stunduðu árið 1874 3,883 manns, og 1875 4000. Skipin, sem til veiðanna voru höfð árið 1875, tóku 6i,8gotonna. Árið 1873 varð afli Frakka við New- foundland þriðjungi meiri en við ísland, en 1874 og 1875 hjer um bil jafn þar og hjer. Frakkar hafa rjett til fiski- veiða við Newfoundland 'eptir regluleg- um samningi, ásamt Bretum og Banda- mönnum f Vesturheimi, en við ísland fiski þeir í fullkomnu óleyfi og neyta þar aflsmunar. („Bndstikken“ 9. maí 1877/ Embættaskipan o. fl. Hinn 5. þ. mán. var Staðarprestakall i Hrútafirði veitt aðstoðarpresti sira Páli Ólafssyni á Melstað. Aðrir sóttu eigi. Hinn 24. f. m. var yfirdómsstjóra þórði Jónas- syni veitt lausn frá embætti sinu frá I. júli þ. á. með fullum eptirlaunum. Sama dag var yfirdómari Magnús Stephensen allranáðugast sæmdur riddarakrossi dannebrogsorð- unnar, og prófastur sira Halldór Jónsson á Hofi R. Dbr. allranáðugast sæmdur heiðursmerki danne- brogsmanna. Háskóli Svia i Uppsölum hefir i f. mán. sæmt meistara Guðbrand Vigfússon i Oxnafurðu doktors- nafnbót. Óveitt embætti. Kviabekksprestakall {743 kr. 43 a., auglýst 15. f. mán.), laust fyrir uppgjöf sira Jónasar Bjarnasonar, sem verður aðstoðarprestur að Sauðlauksdal. Brauði þessu fylgir 200 kr. uppbót úr landssjóði, ef það veitist fyrir 31. ágúst þ. á. jyíf Barð í Fljótum og Mosfell Mosfellssveit voru auglýst 15. f* mán. (ekki 8. og II.). Nýprentaðar bækur. Svanhvít, nokkur út- lend skáldmæli i islenzkum þýðingum. Eptir Matth. Jochumsson og Stgr. Thorsteinson. (Kostnaðarmenn: þýðararnir, Rv.). Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta. Gefið út af hinu islenzka Bókmenntafjelagi. II. 3. (Bókmfjel. Kh.). Almanak hins íslenzka þjóðvinafjelags 1878. (þjóðvinafjel. Kh.). Smásögur handa unglingum. Safnað og kostað hefir G. Vigfússon. I. hepti. (Akureyri 1876). Fijettir frá Islandi 1876. Eptir Valdimar Briem. (Bókm.fjel. Rv.). Skipakoma. Hinn 14. f. mán. frá Peterhead „Helene Hatcheson“ (76, Morrisson), skip Ritchie laxakaupmanns; 16. „Sharons Rose“ (205, Harrison, Newcastle með kol handa hinum frakknesku her- skipum; 17. „De tre Venner“ (63, Olsen) með ýms- ar vörur til Sim. Johnsen; 22. „Anna“ (53 Mjöl- hus) frá Bergen með ýmsar vörur til hinnar norsku verzlunar; „Anna Cathrine" (47, A. Nielsen) með ýmsar vörur til Havsteens verzlunar; 28. „Urania“ (79> Jörgensen) frá Mandal með við til lausakaupa; 12. þ. mán. „Laura“ (76, Nielsen) frá Bergen með ýmsar vörur til lausakaupa undir forstöðu herra Jóns Jónssonar frá Ökrum; 14. „Lucinde“ (102, Lauritzen) frá Khöfn með ýmsar vörur Knudtzons verzlunar. Farþegar frá útlöndum með póstskipun- um. MeðDiönu til Akureyrar þeirbræðurTryggvi og Eggert Gunnarssynir alþingismenn, til Reykja- víkur Askam „L’loyds-agent“, Pay útflutninga-agent og frá Amsterdam G. Verschuur, ogj. C. Greive jr. Með Valdemar til Vestmannaeyja kaupmennnirnir Thomsen og Bryde, til Rvíkur landshöfðinginn, Jón Sigurðsson forseti með frú sinni, H. Koch sjóliðs- foringi og adjutant konungs, sira Páll þorláksson frá Schawano Co. i Wisconsin i Vesturheimi — hann fór norður með Diönu kynnisferð —, Hav- steen og Lefolii stórkaupmenn, Fr. Fischer verzlun- armaður, fröken S. Thorgrimsen, Sigmundur Guð- mundsson prentari, Kriiger lyfsali (danskur), Sig- fús Eymundarson ljósmyndari, Hansen verzlunar- stjóri, Zöylner verzlunarfulltrúi, Didriksen og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir ekkja, Jensen bakari, Cog- hill hestakaupmaður, 3 enskir ferðamenn (Charles Belk, David Morton og Paterson), þýzkur verzl- unarmaður og danskur beykir. Staka kveðin við póstskipsfrjettir 7. júní. 1877. Opt hefir Dana dögling oss Dýrar náðargjafir veitt; Mest er vert um konungs kross, Sem kemur fyrir ekki neitt. A Auglýsingar. Söluskilmálar verða birtirá uppboðinu, sem byrjar kl. 4 eptir hádegi. Skrifstofu bæjarfógeta f Reykjavik, 14. júni 1877. L. E. Sveinbj'örnsson. Tvö næst undanfarin ár hefi jeg haldið barnaskóla á BerufjarðarverzlunarstaÖ, og hefir augnamið mitt i þvi efni verið það, að hinn uppvaxandi æskulýður hjer í nærsveitunum mætti hafa gagn af þvi, til að afla sjer þeirrar menntunar, sem jeg hefi færi á að veita. J>að sem jeg hefi kennt, hefir verið: íslenzka, danska, reikningur, landafrœði, og veraldarsaga, einnig kvennfólki matreiðslu og hannyrðir. Hjer með gef jeg til kynna, að jeg næstkomandi vetur mun halda áfram umgetinni skólakennslu, ef nægilega margir unglingar fást á skólann. Skól- inn verður settur i. október þ. á. og honum sagt upp i, maí 1878. Kennslu- kaup, húsnæði og þjónusta borgist með 30 kr. fyrir hvern mánuð, en fyrir 4 tíma á dag um mánuðinn fyrir þá, sem ganga á skólann úr nálægum húsum, er kennslukaup 3 kr. um mánuðinn. Sjerstaklega fæst tilsögn í ensku fyrir 3 kr. borgun um mánuðinn. Ekkert barn verður tekið skemmri tíma en 3 mánuði á skólann. J>eir sem óska að koma börnum sínum á hann, óska jeg að vildu láta mig vita það, fyrir ágúst- mánaðarlok, svo jeg sjái hvort jeg get haldið skólanum fram. M. Tvede. Olíusætubaðlyf („Glycerinedip“) fæst hjá Magnúsi frá Bráðræði og Smith. PB.ENTSMIÐJA „ÍSAFOLDAR” tekur nú þegar að sjer til prentunar með góðum kjörum hvers konar rit og ritlinga, aug- lýsingar á lausum blöðum, grafskriptir, erflljóð o. s. frv. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn 30. þ. m. verður opin- bert uppboð haldið í póststofunni hjer í bænum á nokkrum munum úr dánar- búi Bjarna sýslumann Magnússon, svo sem fatnaði, bókum o. fl. Meðal bókanna er allt lagasafn íslands (Lovsamling for Island), í ágætu bandi. FUNDINN porskanetatrossu-bútur á sjó á floti með kúlum, 7 flár, sfn með hverju ? markl, stjóralaus; eitt duflfæri, fjalar- dufl með 3 illa skornum stöfum. Hver sem getur lýst þetta eign sína, snúi sjer til min, mót sanngjömu endurgjaldi fyrir hirðingu og auglýsingu. Móakoti i Kálfatjarnarhrepp, 4. júní 1877. Helgi Jónsson. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar“. — Sigm. Guðmundsson. mælti Jenny. — „Verið þjer óhrædd, frökenjenny, jeg stofna engu í hættu“. — „Og nær á jeg að láta snara þjer inn í svartholið“ mælti skipstjóri. — „Bezt undir eins. J’jer vitið hvort sem er, kapteinn góður, að jeg spilli allri skipshöfninni fyrir yður, og veitir því eigi af að koma mjer af sjer sem fljót- ast“. — „Viltu ekki fá dálítið af skild- ingum? J»að gæti komið þjer að haldi í kastalanum“. -— „Til að múta dýflissu- verðinum, haldið þjer? Nei, kapteinn góður, það er hvorttveggja: of kostn- aðarsamt og of heimskulegt. Flónsk- ist maður út f slíkt, heldur dýflissuvörð- urinn hvorutveggju: fjenu og fangan- um, og er það ekki nema maklegt. Nei, mitt ráð er óhultara. En fáeina dollara skal jeg þó gjarnan þiggja, því það getur opt komið sjer vel að geta fengið sjer í staupinu með kunningja sínum“. — „Og drukkið fangavörðinn fullan?“ — „Nei, kapteinn góður, ekki er það heldur áform mitt. Olvaður fangavörður mundi ónýta allt fyrir mjer. Nei, jeg hefi hugsað mjer ráð, eins og jeg er búinn að segja, og lofið þjer mjer að hafa það eins og mjer sýnist“. — „Jæja, Crockston minn; hjema eru tfu dollarar handa þjer“. — J>að er of mik- ið, kapteinn góður; en það er þá ekki annað en jeg skila yður aptur afgang- inum“. — „Ertu þá tilbúinn núna að verða að erkibófa?“ — „Já, jeg er til!“ — „Crockston“, sagði Jenny f klökkum róm, „Crockston“, þú ert sá vænsti maður sem til er undir sólunni“. „Jú sjálfsagt“ svaraði Crockston og skellti upp yfir sig. „En eptir á að hyggja, kapteinn góður, eitt ætla jeg að biðja yður fyrir enn“. — „Og hvað er það?“ — „Skyldi svo vilja til, að hershöfðing- inn kæmi upp með það við yður, að þjer ljetuð hengja sökudólg yðarhjerna f Charleston — þjer vitið að gamlir her- menn eru á stundum óprúttnir f þess konar — þá ætla jeg að biðja yður að svara honum, að þjer þurfið ao hugsa yður um“. — „J>ví lofa jeg þjer“ mælti skipstjóri. Áð stundu liðinnivar Crockston tek- inn og fjötraður á höndum og fótum, og fluttur í landaf tíuhásetum. Skildu skipverjar ekkert f, hvernig á því stóð; þeim hafði ekki verið sagt neitt hvað í efni var. Varhann siðan keyrður inn (f kastalann), og braust hann þó um sem óður væri. Nú var tekið til að ferma „Höfrung“ og gekk það fljótt. Var jafnan múg- ur og margmenni af staðarbúum við að horfa á og tók margur til hendinni há- setunum til Ijettis. Voru staðarbúar hinir vingjarnlegustu við alla skipshöfn- ina, en James Playfair gaf eigi háset- um sfnum tóm til að sinna því. Hann rak eptir þeim sem Óður væri, og skildu þeir ekkert í, hvemig á því stóð. Ekki kom nein vísbending frá Crock- ston. Jenny fjekkst ekki um það, en auðsjeð var að henni var hvergi nærri rótt innan brjósts. Skipstjóri leitaðist við að hugga hana og hughreysta eptir megni. „Jeg hefi bezta traust á Crock- ston“ mælti hann. „Hannber fádæma tryggð til yðar. J>jer hafið þekkt hann miklu lengur enjeg, ogfinnst mjer því að þjer hljótið að vera óhrædd um hann. Jeg segi yður satt: þjer verðið búnar að sjá hann föður yðar um það 3 sólar- hringar eru liðnir“. Æ, hvernig á jeg að fara að þakka yður svona mikið góð-1 verk, herra James?“ (Framh. síðar).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.