Ísafold - 03.07.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.07.1877, Blaðsíða 1
r Isafold. IV15. Reykjavík, þriðjudaginn 3. júlímán. 1877. Nokkrar athugasemdir um skatfamálið. Eptir Jakob Guðmundsson. (Xiðurl.). Áður en mönnum komi til hugar að ráða skattamálinu til lykta að nokkru eða öllu leyti, álít jeg sjálfsagt að fækkað sje embættismönn- um að því leyti skaðlaust mætti virðast fyrir embættis-þjónustuna, ákveða síðan hverju embætti að eins þau laun, að menn þættust vissir um að vel hæfir menn vildu um þau sækja. Jeg held það mætti fækka 3 sýslumönnum, og mundi landssjóðnum spavazt við það allt að 10,000 kr. J>að mætti máske fækka sýslumönnum meira, ef þeir væru losaðir við alla skattheimtu. Jeg ætla það mætti líka fækka prest- um svo mikið, einkum ef kirkjum væri fækkað um leið, þar sem það er gjörlegt, að gjalda-upphæð sú, sem þeir nú hafa samlagt um alt land, mætti nægja þeim til sómasamlegsuppeldis, einkum ef fyrir uppgjafaprestum og prestaekkjum yrði sjeðáannan hátt en að setja þau niður á brauðin, eins og niðursetur. Jeg álít að prestar g'ætu bæði haft stærri verka- hring og lifað af minni tekju-upphæð, ef þeir þyrftu ekki að hafa innheimtu gjalda sinna. J>að væri nær að kosta nokkru til að mennta æskulýðinn og koma upp mennt- aðri meðalstjett, sem fær verði um að taka þátt i löggjöfmni og hafa á hendi stjórn þá, sem nú er svo mjög komin í hendur þjóðarinnar, heldur en að hafa of marga embættismenn og gjöra þá að ómögum fátækrar þjóðar. þegar búið væri að raða niður em- bættatölunni og ákveða hverju embætti hæfileg laun, þá fyrst sjá menn þarfirn- ar; þá sjá menn, hverjum nýum stofhun- um má við bæta smátt og smátt, þjóðinni til framfara, í samanburði við þá skatta- upphæð, sem hún er fær um að bera að svo stöddu. Jeg held annars að upphæð ábúðar- skattsins ætti ekki að vera fast ákveð- inn í skattalögunum, því upphæð slíkra skatta verður í rauninni ákveðin í hvert skipti af alþingi, þegar þingið samþykk- ir einhverja vissa útgjalda-upphæð úr landssjóði. Stjórnin leggur fyrir þingið áætlun um, hvað mikla upphæð þurfi til að standast allan þann kostnað, sem greið- ast á úr landssjóði til næsta þings, til embættismanna, allra skóla og mennt- unarstofnana, fyrirmyndarbúa, til að efia iðnað og fiskiveiðar, til sjúkrahúsa, til alþingis, til póstmála, til fjallvega og fieira. Jpegar alþingi hefir yfir farið allar þessar upphæðir, sett þær upp eða niður að því leyti þær eru ekki fast ákveðnar með lögum, eða samþykkt þær óbreytt- ar, þá er fengin aðal-upphæð útgjald- anna. En hins vegar ætlast stjórnin á, hvað fást muni upp í þessa útgjalda- upphæð, af tillagi úr ríkissjóði, eptir- gjaldi núverandi umboðsjarða og kirkju- jarða, í tollum af vörum þeim, er toll skal af greiða að lögum, í lestagjaldi af kaupförum, í tekjusköttum jarðeig- enda, húseigenda og þeirra, sempeninga eiga á vöxtum, eptir því, sem lög á kveða, og ef ákveðinn yrðinokkur em- bættistekjuskattur. þ>egar þetta, og máske eitthvað fleira, sem kalla mætti fastar tekjur landssjóðsins, væri saman- lagt, þá sjest fyrst, hvað mikið vantar til þarfanna og hversu háan atvinnuskatt þyrfti að leggja á samkvæmt hinum til- tekna mælikvarða, afgjöldunum. Væri nú slíkur atvinnu-eða ábúðarskatur, eða hvað menn vilja kalla hann, fastákveð- inn í skattalögunum, þá gæti vantað meira eða minna til þeirrar útgjalda-upp- hæðar úr landssjóði, sem þingið álíti óumfiyjanlega nauðsynlega, ellegar að það yrði meira eða minna umfram þær þarfir, sem þingið áliti þjóðina færa um að bera að svo stöddu. Jpað er nú sjálfsagt, að ætíð þyrfti að gjöra ráð fyrir nokkrum eptirstöðv- um í landssjóði til óvísra útgjalda, eða sem stjórnin gæti gripið til í nauðsyn og viðlögum á milli þinga. En mjer getur eigi skilizt, að það eigi að styðjast við rjettar hagfræðisreglur, að safna tals- verðum viðlagasjóði, sem ekkert sje gjört við, meðan þjóðar-búskapurinn er í þeim barndómi, að menn geta naum- ast haft til knífs og skeiðar og ekkert það fyrirtæki verður stofnað, sem til fram- fara horfir. Skyldi viðlagasjóðurinn vera orðinn yfir 300,000 kr, þá mætti að lík- indum gjöra eitthvað með því fje, sem þokaði þjóðinni áfram til framfara. Jeg held t. a. m það sje ekki rjett, að leggja á menn búnaðarskólagjald, sem ekki sje jafnóðum varið til einhverra búnaðarframfara eða sem ekki ætti að brúkafyr en að öldum Jiðnum, að sjóð- urinn væri orðinn nógu stór til að setja á stofn svo fullkominn búnaðarskóla og fyrirmyndarbú, sem skáldlegustu hag- fræðingar gætu hugsað sjer. Jpað er rjett eins og fátækur frumbýlingur, sem reisti bú á stórri og niður níddri jörð, færi undir eins að safna í viðlagasjóð- til þess að af honum yrði, eptir marga mannsaldra, ræktaðir skógar og grafin fiskidíki á jörð hans, uppi í afdölum, þótt hann gæti aldrei komið upp hálfri á- 57 höfn penings á jörð sinni, eða lagfært eina þúfu í túni sínu. það stoðar ekki að leggja á aukna skatta á skatta ofan, án þess að nokkru af sköttunum sje jafnóðum varið til að efia þrifnað og þjóðmegun, svo þjóðin verði jafnvel færari um að bera hina hærri skatta, heldur en hún var áður um að bera hina lægri. þ>að hlýtur að vera annað meginat- riði allra skattgjaldslaga, að skattar sjeu hæfilega háir í samanburði við þarfir og efni þjóðarinnar, en hitt aðalatriðið er það, að skattgjaldinu sje sanngjarn- lega jafnað niður á skattgreiðendurna, eptir efnum og ástæðum, þannig, að það efli en hepti ekki framfarir þjóðar- innar; og sje jeg ekki, að hinu síðara atriði verði náð á neinn hátt betur, en með því að hreppanefndir jafni skatt- gjaldinu siðast niður. Samkvæmt þessum athugasemdum verð jeg þá að ráða alvarlega frá því, að skatta-málið verði á nokkurn hátt leitt til lykta á alþingi í sumar, því mál þetta er enn þá svo illa undir búið, að það veitir ekki af tveggja ára tíma enn ti! að undirbúa það. Mjer þætti góðu fyr- ir goldið, ef skattalög vor gætu orðið lögleidd 1880, og það ártal væri líka gott til minnis fyrir seinni tíðar menn sem afmœlis-ár hinna nýu skattalaga íslands. Mjer virðist óumfiýanlega nauðsyn- legt, að alþing velji í sumar 3 eða 5 manna nefnd, upp á væntanlegt sam- þykki stjórnarinnar, til þess að safna saman víðsvegar úr landinu öllum þeim tillögum og uppástúngum, sem fengist geta, viðvíkjandi skattamálinu, og ætti nefndin að láta prenta allar slíkar upp- ástúngur, sem henni þættu nokkru nyt- ar, í sjerstöku blaði, og ættu allar þess. ar uppástungur að vera komnar til nefnd- arinnar fyrir lok maímánaðar 1878. Nefndin ætti einnig að fá afgjalda- skrár yfir allt land, ekki að eins jarða, heldur og allra tómthúsbýla og leigu- húsa, og ættu afgjalds-skrár þær að vera byggðar ábrjefiegum bygging-arskilmál- um milli jarða- og húseigenda og leigu- liða, en á mati lögskipaðra virðingar- manna á- býlum þeim og húsum, sem sjálfseigendur búa á og í. Ennfremur þarf nefndin að fá nýtt og áreiðanlegt brauðamat, samið af hlutað- eigandi presti og prófasti, og 2 eða 3 bændum úr hverju prestakalli. Ef al- þingi þykist ekki geta strax í sumar ¦— sem varla er von það geti — ákveðið, hvað mörgum kirkjum og prestaköllum mætti fækka á landinu, þá þyrfti nefnd-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.