Ísafold - 10.07.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.07.1877, Blaðsíða 4
04 steins. og Havsteens og B. Gunnlögs- sonar yfirkennara. í fjárlaganefnd neðri deildarinnar erunú þessir: Gr. Thomsen, Tryggvi, Snorri Pálss., Arnljótur, Jón Blöndahl, Egg. Gunnarss., og ísl. Gislason. Skattalög. þess er getið í síðasta bl., að stjórnin lagði nú fyrir þingið 3 slcattlaga-frumvörp, og er aðalfrumvarp- ið, „um skatt á ábúð og afnot jarða og á lausaíje“, öldungis samhljóða frum- , varpi utanþings-nefndarinnar því í fyrra, er kallaði skatt þenna „skatt á jarðir og lausafje“, og sem „ísafold“ hafði meðferðis greinilegt ágrip af i vetur, nema hvað stjómin hefir fellt úr 6 gr. nefndarfrumvarpsius, um undanþágur; vill stjórnin engar undanþágur hafa. Sömuleiðis er húsaskattsfrumvarpið al- veg eins og hjá nefndinni. Aptur er tekjuskattsfrumvarpið nokkuð öðruvísi sumstaðar, en aðalatriðin þó eins. Júngnefnd í neðri d.: Jón Sig. frá Gautl., Halld. Friðr., Einar Asm. G. Einars., Hjálmur, Einar Guðm. og þorl. Laun sýslumanna og bæjaríogeía. Stjórnarfrumvarpið er samhljóða frumv. utanþingsnefndarinnar, sem vjer skýrð- um frá í vetur, að því undanskildu, að stjórnin vill, að sýslumenn og bæjarfó- getar haldi sjálfir gjöldunum fyrir eptir- lit með útlendum fiskiskipum samkvæmt lög. 17/i2 75> en aptur skuli ritlaun renna í landssjóð, ' sem aðrar aukatekjur, a ð þessir embættismenn fái 6 kr. í fæðis- peninga á dag (ístað 2—3 kr.), og að skrifstofufje bæjarfógetans í Reykjavík skuli eigi vera nema 800 kr. (nefndin staklc upp á 1200 kr.). jþingnefnd í neðri deild: J>órður J>órðarson, Arnljótur Ólafsson, Jón Sig- urðsson, J>órarinn Böðvarsson og Guð- mundur Ólafsson. Útlendar frjettir, Ófriðurinn. Aleð laxaskipi Medows frá Englandi frjettist hingað í gær, að miðvikudaginn 27. f. m. um aptureld- ingu komust Rússar suður yfir Dóná, með væna sveit af liði sínu, J>að var hjá kastalaborginni Sistova, og urðu Tyrkir þegar að gefa hana upp og halda undan. Sama daginn tókst Rússum að brennatil ösku kastalaborgina Nikopolis, eigi af með minna en 15 hraðritara; ríkisþingið norska hefir 12, ríkisþing Svía 26. J>að er, svo sem áður er á vikið, einkum þingræður og yfir höfuð allt sem gjörist á þingum og mannamótnm, sem hraðritun er tíðkuð við. En al- gengt er og orðið að hraðrita stólsræð- ur góðra kennimanna, dómsræður góðra málsfærslumanna og dómara, háskóla- fyrirlestra og jafnvel sendibrjef; það þykir orðið ómissandi t. a. m. hverjum kaupmanni, sem hefir nokkuð um sig, að kunna hraðritun, eða þá að hafa hrað- ritara á skrifstofu sinni. J>ví hefir jafn- vel verið spáð, að eigi muni líða á löngu, áður hraðritun verði svo algeng, að sá þyki naumast með menntuðum mönn- um teljandi, sem eigi kunni hraðritun, og muni menntaðir menn aldrei skrifast á öðruvísi en með hraðritun. J>að yrði ómetanlegur tímaspamaður; en „tíminn eru peningar11. nokkru ofar við ána, með skotum norð- an yfir hana. J>á hafði og Ruschtschuk, sem er nokkru neðar við ána en Sistova, fengið stórmiklar skemmdir af skotum Rússa. — í Asíu hafði ekkert gjörzt sögulegt. Rússar sátu enn um Kats. Jarðskjálptar. Hinn 20. f. mán. urðu jarðskjálptar í Suður-Ameríku vestantil (í Peru, Chile og víðar), einhverir hinir mestu og voðalegustu, er sögurfaraaf. Jörðin gekk öll í öldum og seig sums staðar svo niður, að sjórinn fossaði inn yfir landið, skaut skipum hrönnum saman margar mílur á land upp og sópaði heilum húsum lengst út á haf með apt- urkastinu. Manntjónið skipti mörgum þúsundum ogfjártjónið hundruðum milj- óna kr., á að gizka. Landnám Reykjavikur 877. CDndvegssúlur fieyi frá Fyrir þúsund árum Landi að um svalan sjá Svifu undan bárum, Bentu á, að Arnarhól Undir reisa skyldi íslands fyrsta aðalból Arnar burinn gildi. Eins og gat sjer órækt það Auðnumerki talið, Að heilladísir honum stað Hefðu þarna valið, Fann þar skylt, að fornum sið, Fastan bústað taka Eptir þrjú, er undi við, Ár á hauðri klaka. Milli fjalls og fjöru hlíð Fagurlima þakin Blasti mót, og blómin fríð Brostu sólu vakin, Blessan sjerhver barst í hönd Ðæði’ af fold og unni, Fullhugans sem frjálsri önd Fögnuð veita kunni. Ekkert fannst á auðri slóð Er þess mætti letja, Að hjer byggi fram við flóð Frægust landnámshetja, J>ar sem nú við himni hlær, Heilla studdur arði, Islands helzti óðalsbær: Ingólfs minnisvarði. Frlð er sýnum Esjan enn Ei þótt skógi klæðist; J>ar sem bjuggu miklir menn Margur hraustur fæðist; Meðan ymur öldu hrun Og í byggðum rýkur Eins og landsins lýðfrægt mun Landnám Reykjavíkur. Br. Oddsson. Augiýsingar. NÝTTBLAD. í Nýja íslandi hafa landar vorir stofnað íjelag í vor, til að vernda og við halda íslenzku þjóðerni og halda uppi islenzkri tungu í Vesturheimi, efla einingu og fjelagsskáp meðal íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum, sem og við halda sambandi þeirra við bræður sína heima á íslandi. Til þess að koma fram þessum tilgangi, fastrjeð fjelagiö að gefa út blað á íslenzku. Efni þess verðurað skýrafrá landsháttum Amer- íku, fræða um atvinnuvegi óg vinnu- brögð, sjerílagi að því er snertir Nýja ísland, um uppgötvanir og um fram- farir í hinum nýja heimi yfir höfuð að tala, einkum í verklegum efnum; enn- fremur ritgjörðir um stjórnarfyrirkomu- lag, um kirkjumál og almenna mennt- un, auk frjetta um það sem við ber. J>að eru líkindi til, að margir hjer á landi vilji kaupa slíkt blað, og fyrir þá, sem er annt um að kynnast háttum í Ameríku og fá sem glöggastar frjettir af löndum vorum í Nýja - íslandi og víðar í Ameríku, er það öldungis ó- missandi. Blaðið heitir „FRAMFARI“, og átti að koma út í byrjun júnímán. og mun því vera byrjað nú. J>að er í líku broti og með líku sniði og „ísa- fold“ og kemur út einu sinni í viku. J>að kostar 1 doll. í Ameríku, en 5 krónur á íslandi. J>eirsem kaupavilja eru beðnir að snúa sjertil ritstjóra „ísa- foldar“, herra Björns Jónssonar í Reykja- vík, með pöntun á blaðinu, og eins að greiða til hans andvirði þess, þegar þar að kemur. í umboði frá prentfjelagi Nýja íslands. p. t. Reykjavík, 5. júlí 1877. Halldór Briem. Týnt. Af plássinu í Stykkishólmi hvarf nóttina milli 13. og 14. júní 1877 kassi, 2 áln. á lengd, 1 al. á breidd og V2. al. á dýpt, merkt.: „Stefanía Jóns- dóttir, Passagergods til Stykkisholm“. I honum var íverufatnaður, harmonika o. fl. Kassa þessum biðst skilað til apótekara E. Möllers í Stykkishólmi, gegn góðri þóknun. Aðfaranótt hins 6. þ. m. týndust úr áningu á miðjum fjallveginum yfir Olafsskarð 2 hestar: annar rauður að lit, stór og framhár, ekki alveg far- inn úr hárum, klipptur í vetur, með miklu faxi og tagli, aljárnaður (með fjórboruðum nýjum skeifum undirfram- fótum, en sexboruðum slitnum undir apturfótum), mark ókunnugt, — hinn ljósgrár að lit, mark biti aptan vinstra, með brennimark á báðum framhófum E. J., aljárnaður (með sexboruðum skeif- um undir framfótum og fjórboruðum undir apturfótum). Sá grái var allslaus; en sá rauði með reiðtygjum: hnakk, með koparí- stöðum við og gæruskinni yfir, og rönd- óttur poki fyrir aptan með ýmsu dóti í; ólarbeizli um hálsinn. Hestum þessum er beðið að halda til skila til Einars Jónssonar á Yzta- Skála undir Eyjafjöllum, eða þá til Reykjavíkur, til herra alþingismanns Sighvats Árnasonar, ef þeir skyldu finnast þar í nánd, — gegn sanngjarnri þóknun fyrir hirðingu. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand, philos. Prentsmiðja „Xsafoldar“,— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.