Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 1
ísafold. - IV18. Reykjavík, laugardaginn 21. júlimán. 1877. Hvað gjörist á alþingi í sumar? "Vjer gjörum oss allt far um að seðja eðlilega og sjálfsagða forvitni almenn- ings á því, sem gjörizt á löggjafarþingi þjóðarinnar, með því að skýra svo ná- kvæmlega, sem rúmið leyfir í þessu litla blaði, frá því, sem gjörzt hefir á þinginu, hvert sinn, sem blaðið kemur út. Vjer vitum, að Vumir eru .samt eigi ánægðir með það, heldur vilja ólmir vita líka, hvað gjörast muni, og vild- um vjer satt að segja fegnir eigi þurfa að láta þá synjandi frá oss fara. En með því að vjer höfum eigi þegið minnsta neista af spásagnaranda, að segja áreiðanlegum, heldur að eins hina algengu spásagnafýsn, verðum vjer að tjalda þvi sem til er, og biðja góðfúsan lesara að taka e'igi hart á oss, þótt spár vorar springi sumar eða margar, sem vjer búumst við, með því að veðra- merkin eru sum næsta óglögg og þreif- anlega óáreiðanleg, og með því að vjer treystum oss eigi til að fortaka, að vjer kunnum að rugla sumstaðar saman því, sem oss finnst að ætti að verða, sam- an við það sem vjer spáum að muni verða. það er kunnugt, að af stórmálun- um þremur, sem utanþingsnefndir voru látnar búa undir þetta þing, lagðistjórn- in ekki nema eitt fyrir það, þegar til kom, sem sje skattamálið. I.andbún- aðarmálið geymir hún, en skólamálið mun hún hafa ætlað að láta sem þing- inukæmieigi við, og leiða það tillykta eptir sínum geðþótta og utanþingsnefnd- arinnar, sællar minningar. Skattamál- ið er eitthvert umfangsmesta vandamál, sem alþingi hefir haft til meðferðar eða mun hafa, enda hefir merkur maður lagt það til hjer í blaðinu, að því skyldi eigi ráðið til lykta á þessu þingi, sak- ir of litils undirbúnings, og slíkt hið sama er farið fram á í bænarskrám til þingsins núna úr ýmsum hjeruðum lands- ins. En það munþó vera.vilji allfiestra þingmanna, að það þurfi eigi að fiækj- ast um fætur þinginu lengur en í sumar; enda raunar, þegar vel er að gáð, vand- sjeð, hvort hitt væri hyggilegra. Jpað er mjög hæpið á að ætla, að almenn- ingur yrði stórum ljúfari til samkomu- lags í þessu máli, þótt menn fengju að þrátta um það 2 árin enn eða leng- ur; en kostnaðaraukinn mikill, að hafa slík mál undir á mörgum þingum. Apt- ur á móti virðist það gott ráð, sem sumum þingmönnum mun hafa komið til hugar: að hafa í hinum nýju skatta- lögum fyrirmæli um, að þau skuli end- urskoða eptir nokkur ár, t. a. m. 5— 10 ár. Við þá endurskoðun ættu lög- in að geta orðið miklu betri en þótt þau væri látin liggja í smíðum til næsta þings. Reynslan sýnir betur misfell- urnar og kennir betur ráð til að sníða þær burt heldur en flestar bollalegg- ingar manna, hversu skattfróðir sem eru eða miklir hagspekingar. — J>að var auðsjeð undir eins á nefndarkosn- ingunni í skattamálinu (í neðri d.), að síra Arnljótur mundi eig'i eiga sigri að fagna, með fasteignaskatt sinn m. fl. Utanþingsnefndannennirnir báðir (Jón á Gautl. og Haljdór) komust i nefndina, með miklum atkvæðafjöda, en sira Arn- ljótur ekki. pykja því allar líkur til, að lögin muni verða að öllu verulegu samhljóða frumvörpum utanþingsnefnd- arinnar. pingnefndin hefir stungið upp á nokkrum smábreytingum, þar á meðal að færa ábúðar- og lausafjárskatt- inn talsvert niður (sjá síðar í blaðinu), og við það er eigi óliklegt að sitja muni að miklu leyti. Skólamálinu munu margir þing- menn hafa hug á að hleypa ekki fram hjá sjer afskiptalaust, enda er eigi van- þörf á, að tekið væri þar duglega í strengifin. Norðanþingmönnunum er einkar-annt um Möðruvallaskólann, og hafa þegar borið upp frumvarp um stofnun hans. það er Norðlendingum meira en vorkunn, þótt þeir uni illa aðferð framkvæmdastjórnarinnar i því máli, þar sem henni voru ætlaðarioooo kr. til að undirbúa stofhunina einmitt fyrir þetta þing, sem átti að leggja á smiðshöggið, en hún hefir viðrað það algjörlega fram af sjer, að því er virð ist, aftómu gjörræði. Að hafatvo lat- ínuskóla á landinu, handa 60—70 pilt- um, er óneitanlega heimskulegur kostn- aður, og miklu rjettara að verja nokkru 69 fje til þess, að afnema þann mikla ó- jöfhuð, sem fjarlægðin veldur, er sækja verður einn latínuskóla af öllu landinu. Frumvarp Norðlendinga fer og eigi fram á meira en ..gagnvísindaskóla,". og hann er sjálfsagt að þeir fái við- stöðulaust. Slikur skóli yrði ef t.i1 vill hvergi á öllu landinu eins rækilega notaður eða að jafnmiklum notum en einmitt fyrir norðan, þar sem fólk ber yfir höfuð að tala mjög af öðrum lands- búum að andlegu fjöri og námfýsi. Sumum kann að þykja fullrösklega fram gengið í skólamálinu, ef þessi Möðruvallaskóli verður nú settur á stofn hið bráðasta, og lærði skólinn i Reykja- vík bættur, sjálfsagt eigi miður en utan- þingsnefndin stakk upp á. En oss virðist sjálfsagt, að láta eigi þar við lenda, held- ur hefja þegar á næsta ári gagnfræðis- kennslu hjer í latínuskólanum, jafhhlða hinni kennslunni. pörfinni á því mun naumast nokkur maður bera á móti, og viðbárur skólamálsnefnefndarinnar gegn því, sem sje rúmleysið i skólanum, er tómur hjegómi. par er meira en nóg rúm fyrir eina 3 bekki í viðbót við það, sem nú er, og meira þyrfti varla. Stofn- un slikrar kennslu við latinuskólann yrði auðvitað margfalt kostnaðarminni en heil skólastofnun, eins og sú á Möðruvöllum, og auk þess er vonandi, að meiri hluti þingmanna kannist við, að slíkt sje fullt eins hyggilegur búskap- ur og að vera hækka laun embættis- manna, sem ekki þurfa þess með, nema til þess að geta lifað eins glæsilegu lífi og hjá auðugri stórþjóð. Prestamálið mun eigi þurfa að bú- ast við að útkljáð geti orðið á þessu þingi, þótt nóg sje komið af frumvörp- unum og tillögunum um það, eða ef til vill meðfram einmitt af því, að þau eru svo mörg. Hið eina, sem vjer þor- um að spá um stefnu þess og úrslit, er, að sú tilhögunin, að bæta upp brauðin hvort með öðru, eða úr landssjóði, að svo miklu leyti sem hitt tekst eigi, mun vafalaust verða ofan á, heldur en hitt, að selja kirknaeignirnar eða draga þær beinlínis inn í landssjóð, og setja presta á föst laun, sem svo er kallað. Að öll- um líkindum verður málið í heild sinni

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.