Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 3
71 þessu hepti (örnefni í Gullþórissögu) virðist bera með sjer. Ritgjörð síra Amljóts er merki- legasti þátturinn í þessu hepti. það er raunar allgreinileg landstjórnar- og laga- setningarsaga íslands síðara hlut siða- bótaraldarinnar (ió. aldar), sem og er eðlilegt, er Guðbrandur biskup var langmestur höfðingi á landinu þann tíma. þátturinn er auðsjáanlega ritað- ur af' miklum fróðleik og með miklum skarpleik, og fær sá, sem hann les, greinilegri og efiáust rjettari hugmynd um þenna merkilega skörung meðal biskupa vorra en af öðrum ritgjörðum um sama efni. Orðfæri á þessari rit- gjörð er hið bezta, sem á öðrum ritum höfundarins: furðu-nærri gullaldarmáli voru, en hvergi svo, nú orðið, að forn- yrða-torf geti kallast eða lýti verði að „fyrningunni11. — Almanak hins ísl. þjóðvinafje- lags 1878 hefir að geyma mjög fróð- legar skýringar um „almanak, árstíðir og merkidaga41, eptir hinn lærða for- seta fjelagsins, auk „íslands-árbókar 1876“, og nokkurra atriða um landshagi á Islandi, sem almenningi er ómissandi að vita, m. fl. það er þarfur bæklingur og eigulegur, enda háfa hinir fyrri ár- gangar átt almennri vinsæld að fagna. Frá alþingi 1877. IV. Gjörðabók. Dagana 14.—20. þ. m. fundur hvern rúmhelgan dag í báðum deildum. Rædd lagafrumvörp í þessum málum: 14. I neðri d.: löggild. þorlákshafn- ar (3., samþ.), fiskilóðalagnir (3., samþ.), einkarjettur (1., nefnd), skírn (1., vís. til 2. ). í efri d.: lagabirting (3., samþ.), skipting þingeyarsýslu (2., frestað, nefnd), skipting Skaptafellssýslu (2., vís. til þingeyarsýslu-nefndarinnar), löggild. Kópaskersvogs (3., samþ.). 16. í neðri d.: borgaral. hjónab. (1., vis. til 2.), landskuldargjald á Vest- mannaeyum (2., vís. til 3.), að selja kornvöru eingöngu eptir vikt (1., vís. til 2.), uppástunga til ályktunar um að setja nefnd til að íhuga, hvort fjölga skuli tollum (1. umr., hrundið). í efri d.: alþingiskosningar (2., nefndarálit, samþykktar nokkrar breytingar, vísað til 3.), breyt. á tilsk. 21/2 72 (2., vís. til 3. ), löggild. Geirseyrar (sömul.). 17. I neðri d.: skírn (2., til 3.), rjett- indi Abæjarkirkju (1., til 2.), húsmenn og lausamenn (sömul.), verðlagsskrár (1., vís. til 2., nefnd sett), önnur skipun prestakalla m. fl. (sömul.). í efri deild: löggild. þorlákshafnar (1., til 2.), fiski- lóða-lagnir (1., nefnd), breyt. á 3. grein laganna um skipun læknaskóla, n/10 75 (1., til 2.). 18. I n. d.: fjáraukalög (2., stjórn- arfrv. hrundið, en viðauka-uppástungur landshöfðingja samþykktar, málinu vís- að til 3. umr.), ábúðar- og lausafjár- skattur (framh. 1. umr., nefndarálit, vís. til 3.), laun presta og prófasta og ept- irlaun uppgjafapresta og presta-ekkna [flutningsm. B. Sv.], umsjón og viðhald kirkna m. m. [sami flutn.m.], laun presta og eptirlaun uppgjafapresta og presta- ekkna [flutn.m. ísl. Gísl.], kirkjur og tekjur þeirra [sami flutn.m.], að afnema dagsverk til prests [frá jþór. B. og ísl. Gísl.], — öllum 5 vísað til nefndarinn- ar í málinu um aðra skipun prestakalla. I efri d.: bæjargjöld í Rvík (2., nefnd- arálit, samþ. breytingar, visað til 3.), breyt. á tilsk. 2I/2 72 (3., samþ., búið), löggild. Geirseyrar (3., samþ.). 19. í neðri d.: borgaral. hjónab. (2., hrundið með 12 atkv. gegn 9), laga- birt. (1., til 2.), skírn (3., samþ., búið), um rjett hjerlendra kaupmann ogkaup- fjelaga (1., frestað, nefnd), um búsetu fastra kaupmanna, og um lausaverzlun búsettra kaupmanna á ísl. (1., báðum vísað til nefnarinnarí frv. umrjett hjerl. kaupmanna). I efri d.: alþingiskosn. (3., samþ. með nokkrum orðabreyt.), löggild. þ>orláksh. (2., til 3.), breyt. á 3. gr. í læknaskólalögunum (2., til 3.). 20. í neðri d.: fiskiveiðar útl. þegna Danakonungs (2., vísað til 3. umr.), að selja kornvöru eptir vikt (2., vísað til 3. umr.), afnám konungsúrsk. ls/;! 1772 og 22 gr. í opn. br. 18/g 1786 [um útbýt. gjafameðala], afnám kgsúrsk. 13/3 1833 [um húsaleigu styrk handa lyfsalanum í Reykjavílc], stofnun lagaskóla, breyting á yfirdóminum og stofnun gagnfræðis- skóla á Möðruv. (öll til 1. umr.). í efri d.: breyting á fjárkláðal., (2., nefndar- álit, vísað til 3. umr.), friðun fugla (2., nefnarálit,, visað til 3. umr.). f þorskanetalagnir í Faxaflóa. Frv. (fráH. Kr. Friðr.) fór fram á, að neta- bannið skuli að eins ná um tímabilið frá nýári til 1. marz (í stað 14.); fellt. 7 Tollar. Toll-lagafrumvörpin 3, sem getið var í síð. bl., frá þingm. Stranda- manna, og öll voru þegar felld, fóru fram á, að af kaffi skyldi greiða 10 a. af pundinu; a ð tóbakstollur skyldi vera 50 a. á pd. af alls konar tóbaki, nema afhverjum ioovindl. 125 a.; að brenniv. og vínandatollur skyldi vera 100—200 a. á pottinn, eptir styrkleika, öltollur 25 a., af rauðavíni og messuvíni 15 a., af öll- um öðrum vínföngum 150 a. í neðri deild var lögð fram uppástunga frá nokkrum þingmönnum til álylctun- ar um, að setja nefnd til að íhuga, hvort leggja skuli sem stendur aðflutn- ingagjald á aðrar vörur en tóbak og áfenga drykki, og koma með tillögur um nýja tolla; felld. Fjáraukalög 1876—1877. Samkvæmt tillögu fjárlaganefndarinnar (sbr. síðasta blað) felldi neðri deildin frv. stjórnar- innar við 2. umr., en samþykkti við- aukauppástungur við þau frá lands- höfðingja: 1., um að veita 2000 kr. til hluttekningar íslands í minningarhátíð háskólans í Uppsölum; 2. 169 kr. sem endurgjald handa póstmeistaranum og póstafgreiðslumönnum fyrir halla af póstmerkjasölu; 3. i30okr. tilaðstofna 10 ný heimasveinspláss í lærða skólan- um. Húsmenn og lausamenn. Frv. [fráEin- ari í Nesi og 6 þingmönnum öðrum] vill gjöra sveitastjórnirnar að kalla al- valdar um veitingu húsmennsku- og lausamennskuleyfis, og láta öll þyngsli af lausamanni eða húsmanni lenda á húsráðanda um tiltekinn tíma (5 ár). Skilyrði fyrir húsmennskuleyfi eru: 1. fullkomið leyfi landsdrottins eða ábú- anda þeirrar jarðar, er vera skal lög- heimili húsmannsins, til að dvelja þar í húsmennsku, og að ábúandi sje fær til að ábyrgjast, að húsmaðurinn verði eigi sveitinni til þyngsla, 2. að húsm. hafi afskipt húsakynni handa sjer og sínum, 2. að hann hafi einhvern lífvæn- legan atvinnuveg. — Lausamennskuskil- yrðineru að mestu eins. T .ausamennsku- leyfisbrjef veitist ekki nema um eittárí senn, en húsmennskuleyfi um óákveð- inn tíma. Hver, sem eigi hefir stærri jarðarpart til ábúðar en 1 hundr., skal talinn húsmaður. jþingnefnd n. d. 17/7: Grímur, Ben. Sv., Einar í Nesi (form.), Arnljótur (skrif.), Jón á Gautl. Verðlagsskrár — frv. frá Jóni á Gautl. — skulu hjer eptir sýslunefndir setja, hver fyrir sína sýslu, eptir skýrslum hreppsnefnda um meðaltal þess verðs, er algengast hefir verið á þeim land- aurum, er gengið hafa sem kaupeyrir eða verzlunarvara í hverjum hrepp frá veturnóttum til vetumótta ár hvert. Frumvarpinu fylgir fyrirmynd til verð- lagsskrár, að mestu eins og hin eldri, nema að í tóvöruflokknum er eigi talið nema vaðmál, sokkar og sjóvetlingar; enn fremur sleppt hvalslýsi, selskinni, óhreinsuðum dún og fjallagrösum. J>ingnefnd n. d. 17/7: Jón á Gautl., Snorri, Tryggvi. Verzlunarlög. Frv. um rjettindi hjer- lendra kaupmanna og kaupfjelaga [frá Arnljóti ogEggert] fer fram á, að hjer- lend kaupfjelög og kaupmenn, sem bú- settir eru hjer á landi, skuli mega verzla hvar helzt þeir vilja við strendur lands- ins og eyjar, bæði á sjó og landi, þá er þeir fullnægt hafa verzlunar- og toll- lögunum. — Frv. B. Sv. um búsetu fastakaupmanna á íslandi er þess efnis, að enginn megi framvegis stofna nje reka fasta verzlun á íslandi nema hann sje þar búsettur. þessari skyldu skulu þó undan þegnir þeir menn í öðrum löndum, sem nú eiga hjer fasta verzlun, um sína daga. Brot eða yfirhylming gegn lögum þessum varði uppnámi verzlunarhúsa, verzunaráhalda og varn- ings hinsseka, til handa landssjóð. Frv. sama um lausaverzlun búsettra kaup- mauna fer fram á, að þeir megi reka lausaverzluu í 6 vikur á hverri höfn á landinu, sem þeir vilja. Skattamáiið. í framhaldi 1. umr. í neðri d. 18. þ. m. var rætt nefndarálit um ábúðar- og lausafjárskattinn. Hafði nefndin stungið upp á 40 aura gjaldi af hundraði hverju jarða og lausafjár,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.