Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.07.1877, Blaðsíða 4
72 í stað álnarskatts utanþingsnefndarinn- ar, að skattinn skuli mega greiða i innskript, a ð gjaldið skuli eigi vera hærra þótt það sje greitt í landaurum í stað peninga, a ð skinnavara skuli eigi gjaldgeng í skatt, en þar á móti hver fiskitegund, sem er gjaldgeng vara (ekki saltfiskur að eins, sem utan- þingsnefndin fór fram á). I umræðun- um tóku þátt þeir Jón á Gautl., Hall- dór og Benid. Sv., og sira Arnljótur, •sem varði fasteignarskatt sinn snjallt og skörulega. Laun presta. Eins og sjá má á gjörða- bókar-ágripi voru hjer á undan, hafa bætzt við síðan úm daginn 5 ný laga- frumvörp um laún presta eða snertandi þau. í launafrumv. sira Isleifs er farið fram á svo vaxna uppbót úr landssjóði, að brauð yfir 1409 kr. eptir síðasta mati færist upp í 2000 kr. (1. flokkur), 700—1400 kr. brauð færist upp í 1500 kr. (2. flokkur), tekjuminni brauð en 700 kr. færist upp í 1000 kr. Upp- gjafaprestum og prestaekkjum skal launa úr landssjóði. í frv. B. Sv. er stungið upp á, að brauð í 1. fl. skuli hafa í tekjur 30 hundraða eptir meðal- verði, í 2. 25 hundraða og í 3. 20 hdr. Launin skulu, sem að undanförnu, fólg- in í tekjum af jörðum, ískyldum, ítök- um m. fl., svo og af kirkjum, klaustrum og spítölum; peningar brauða hverfi í landssjóð og dauðir hlutir eða leigu- laus fjenaður seljist handa honum; aðr- ar tekjur þeirra, svo sem tíund, dags- verk, lambsfóður, offur, skulu af numd- ar; það sem á vantar greiðist ur lands- sjóði. Borgun fyrir lögboðin prests- verk (aukaverk), skal af numin. I hverju prestakalli skal prestinum útlögð góð og hentug ábúðarjörð. Prófastar fái í laun 3—5 hundr. eptir meðalverði, úr landssjóði. Um uppgjafapresta og prestaekkjur hefir þetta frv. áþekk fyrirmæli og hin. — Frv. B. Sv. um umsjón og viðhald kirkna fer fram á, að kirkjur skuli fengnar söfnuðinum til umönnunar og ábyrgðar. Umsjón kirkna hefir 3 manna nefnd, kirkjunefnd, er söfnuðurinn kýs eptir sömu reglum og hreppsnefndir. Tekjur kirkna, sem nú eru (tíund, Ijóstollur, legkaup o. fl.), skulu af numdar, svo og borgunarlaus skylduvinna til kirkna og kirkjugarða, og komi í þess stað nýtt kirkjugjald, :!/4 úr alin á hvern sóknarmann, sem gjaldskyldur er til sveitar. Afgangur af árlegum nauðsynjum kirkna rennur í einn kirkjusjóð fyrir allt land, undir stjórn kirkjuráðs (biskups og 2 manna, er alþingi kýs til þess á hverju þingi). ,.Af þessum sjóði skal endurbyggja allar kirkjur þegar þess þarf við:t. — Frv. siraísleifs, ,.um kirkjur og tekjur þeirra“, ætlast einnig til, að söfnuðirn- ir taki sjálfir við ábyrgð og umönnun kirkna, en vill láta tekjur þeirra ó- breyttar, nema hvað þær skal greiða í peningum. Enginn sameiginlegur kírkjusjóður nje kirkjuráð. Jfingnefnd neðri d. í öllum þessum málum, 17/j: í*ór. Böðv. (form.), Guðm, Einarss., Arnljótur, ísleifur (skrif.), Egg- ert, Jón á Gautl., Einar í Nesi. Merkilegur hrakningur. í stórviðrinu, sem gerði um morguninn 12. f. m., þegar strandferðaskipið (Diana) varð að hleypa inn á Grundarfjörð á leiðinni hjeðan vestur á Stykkishólm, hrakti bát undan Jökli vestur yfir þveran Breiðafjörð, og lenti á 4. degi í Bæj- arósi á Rauðasandi. Formaður var Arni Gíslason frá Hergilsey, og hafði hann lent í skipreika fyrir 2 árum: komizt einn af á kili. Er þetta eflaust einn hinn merkilegasti hrakningur, sem sögur fara af hjer á landi, og sjerstak- leg mildi, að mennirnir komust allir lífs af. Dasaðir voru þeir mjög, sem nærri má geta, ekki sízt fyrir það, að að þeir voru alveg drykkjarlausir, en urðu þó allir ferðafærir mjög skjótt, nema hinn yngsti, hálfvaxinn drengur. Póstarnir norðan og vestan komu í gær. Sögðu engar frjettir sjerlegar. Póstskipið (Vaídemar) kom loks í morgun, með 8—IO farþega. Ófriðurinn. Rússum hefir veitt frem- ur erfitt í Asíu upp á síðkastið: orðið að láta undan síga austur á bóginn aptur eptir skæðar smáorustur og talsvert manntjón, en talið víst þeir muni sækja sig aptur skjótt. Yið Dóná gengur þeim ágætlega; hafa komið brúm á ána á tveim stöðum, við Braila og Sistova, og megnið af liðinu komið suður yfir. jþeir eru von- góðir um að verða komnir snður yfir fjöll (Balkan) áður en haustar að ; þurfa þó áð- ur að vinna kastalana miklu norðan undir fjöllunum. — Uppreist í hinum grísku löndum Tyrkjasoldáns., — Aðrar þjóðir enn lausar við ófriðinn, en Brétar á vað- bergi með flota sinn. Aðrar frjettir frá útlöndum engar sjerlegar. — J. A. Hansen í Danmörku cíáinn. Alþingisvísur, (sbr. alþ.tíð. 1875). Pro og contra þar mikil og megn Úr munninum dundi, sem þjettasta regn, Og hleypti allmörgum í hita og glóð, Unz H.....gamli úr sætinu stóð, Hristist hið fýleflda fjárkláðatröll, Svo festingin alþingis gnötraði öll, 1 kampana brosti og kviðbumbinn strauk, Knefana stælti og munni upp lauk: ,.þið sitjið og hjalið um hjegóma einn, Jeg lijelt fyr að þingmaður dirfðist ei neinn Að flytja svo bernskulegt fávjzkuhjal Fyrir oss hjer upp á efri þingsal. Víða heíi’ eg farið og ferðazt um láð, Að flestöllu hefi’ eg með athygli gáð ; þorlákshöfn aldregi sjálfur eg sá, Samt veit eg skiplægi er ekkert þar hjá. Hraun er í botni og brimrót og sker Við bæði lönd—sagði hann Guðmundur mjer—, Og livínandi stormviðri og hringiða blá, Og hafaldan skellur þar klettunum á! Fjöldi af skipum þar fyrrum beið grand, Hann fór þar hann Asgeir allnærri’ í strand. Af þeim, sem að til þekktu eg þrátt hafði tal, jþegar eg bjó upp í Sleggjubeinsdal. I tunglinu er helmingi tryggari höfn, Og tilvalið uppsátur, veðrin svo jöfn, A loptferðum minum jeg þekkti mig þar? J>egar á .,Hripinu;‘ eg formaður var. Og væri nú sundur skipt vörum þéim smá Sem verzlað er tíðast nleð Bakkanum á, A höfuðið faktorinn færi; því .er Feljd þessi bænarskrá, amenum vjer“. X. Auglýsingar. Hjá póstmeistaranum í Reykjavík og flestum bókasölumönnum á landinu fæst fyrir 150 aura UPPDRÁTTUR REYKiAVÍKUR 1876, eptir Svein Sveinsson (búfræðing). J>á, sem hefir þóknazt að leggja mjer til ámælis, að jeg var eigi við- staddur til að stjóma hrossamarkaði Rangæinga í vor, eins og að undan- förnu, samkvæmt kosningu, bið jeg að minnast þess, að sýslumaðnr okkar gjörðist sjálfur markaðsstjóri í fyrra, svo mín þurfti eigi við nje aðstoðar- manna minna, og vissi jeg eigi annað en að hann mundi halda því áfram nú og eptirleiðis, og áleit mjer því ofaukið. Barkarstöðum, 30. júní 1877. Hanncs Stephenscn. Mætti jeg leyfa mjer út af auglýsingarkorni herra umboðsmannsins á Kaldaðarnesi, nafna míns Ingimundarsonar, i ísaf. III 29, að bera upp þessi spurningakorn: Hvaða hnykkur er það hjá umboðsmanninum, að dreifa mjer við ,.mjólkurkúa og griðunga innsetn- ing“, sem annar maður var valdur að, og var til neyddur, fyrir sakir hirðuleysis umbóðsmánnsins, nefnilega ráðsmaður Bakkakaupmannsins, sem held- ar alls eigi dró sig í hlje, og kann umboðsmannin- um víst engar þakkir ’fyrir; að hann fór að klína því á annan ? Hveriiig gat jeg rifið líestafjett fyrir umboðs- manninum, sem aldrei liefir átt neina hestarjett? enda ganga líka hross hans aðjafnaði bæði sjálfum honum og öðrum til meins. J>að er gamalla manna mál, að rúst sú, er umboðsmaðurinn kallar hesta- rjett, hafi verið fjárrjett, þegar Kaldaðarneshverfi var í blóma sínum; en sú tíð er nú löngu úti. Voru það ráð Sveins búfræðings, að byrja eigi engja-framskurð þann í haust, er liöf. segir að jeg liafi ekki viljað leggja liandarvik i, fyr en daginn sem hljóp upp í gadd, og verkið því var náttúrlega undir eins yfirgefið? Hvaða jarðabætur vann um- boðsm. í haust meðan jeg og aðrir hverfisbúar, sem með mjer gengu í fjelag, grófu 1060 faðma langan skurð, 6 fet á breidd og 3 á dýpt? Sýnist umboðsmanninum ráð að vera að vekja miklar stælur, í orði eða riti, nema til sje einhver ögn af rjettum rökum við að styðjast? Lambastöðum, 20. júní 1877. E. Magnusson Hjermeð votta jeg mitt innilegasta og auðmjúka þakklæti öllum þeim, æðri og lægri, sem á ýmsan hátt hafa hjálp- að mjer, styrkt og huggað í raunum mínum ogbágindum, síðan Guði þókn- aðist að kalla burt mann minn, Jón sál. Sigurðsson, sem úti varð 15. jan. þ. á. milli Hafnarfj. og Rvíkur. J>eir eru svo margir, að eigi er rúm hjer fyrir nöfn þeirra, enda veit jeg, að þeir hafa eigi unnið líknarverk sitt í því skyni, að sín værigetið; en „Guð þekkirsína., og mun umbuna þeim. Bjargi við Reykjavík, í júní 1877. Rannveig Jónsdóttir. Ritstjóri: BjÖS'fl JóllSSOn, cand. pbilos. Preptsjniðja „ísafoldar".— Sigm. Guðtnimdsson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.