Ísafold - 07.08.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.08.1877, Blaðsíða 4
80 yfirlit yfir alla landafræðina í stað landa- fræði íslands og inngangs til hinnar almennu landafræði, og yfirlit yfir helztu atriði í veraldarsögunni og ágrip af ís- lands sögu, þar semnefndin stakk upp á ioo bls. í fornaldarsögu heimsins eða ágripi af íslands sögu; aff ráðgj. hefir sleppt ákvörðun nefndarinnar um út- lenda pilta, er vilji komast i skóla, og eins því, að öll kennsla skuli fara fram á íslenzku; að dönsku á að kenna í öllum bekkjunum 5, þar sem nefndin vildi hætta henni í 4. bekk, og piltar látnir kynnast helztu atriðum í bók- menntasögu Danmerkur; aðpýzka. skuli að vísu að eins kenna í efsta bekk, en hún skuli vera skyldunáms-grein, þar sem nefndin ætlaðist til að piltum væri það í sjálfs vald sett, hvort þeir vildu nema hana eða eigi; aff latínskur stíll skuli kenndur í 4 neðri bekkjum (nefnd- in í 3); aff trúarbrögð skal kenna í öll- um bekkjum (nefndin að eins í 4), en kennslan skuli síðust 2 árin ..helzt fólgin í uppfræðslu án þess piltum sje sett neitt fyrir, og skal þá lesa úrvalda kafla úr heilagri ritningu á islenzku; sam- hliða því skal fræða pilta um hina merki- legustu viðburði í sögu kristinnar kirkju, ogþá taka sjerstakt tillit tilhinna sym- bólsku bóka þjóðkirkjunnar og til þess hvernig þær hafa orðið til“; aff eðlis- fræði skal kenna í 3., 4. og 5. bekk og þar með stjörnufræði; aff teiknun skal kenna í 3 neðstu bekkjunum; aff skript skal kenna í 2 neðstu bekkjunum. Burtfararprófseinkunnirnar eru jafn- margar og hjá nefndinni, en sá munur- inn, að dönsku og þýzku er aukið við prófið, en aptur einkunnir eigi tvöfald- aðar nema í grísku og sagnafræði. Auk þess hefir ráðgjafinn bætt við 2 nýjum greinum, og er í annari þeirra boðið, að gagnfræðakennslu skuli innleiða við skólann jafnskjótt ogverða megi, eptir nánari ráðstöfunm ráðgjafans. í hinni er svo fyrir mælt, að kennsluna sam- kvæmt hinni nýju reglugjörð skuli inn- leiða í 1. og 2. bekk við byrjun skóla- ársins 1877 — 78, og síðan smámsaman í efri bekkjunum. „Upp frá þessu verða lærisveinar eigi reyndirí latínsk- um stíl við burtfararpróf* 1. Kennslu- stundunum í latínu í efsta bekk skal fækkað úr 10 ofan í 7 á viku, og hafa þær 3 stundir, sem þannig losna, til kennslu í ensku og frakknesku. Uppsalahátíóin. Landshöfðingi kvað nú hafa kvatt til Uppsalafarar af ís- lands hálfu þá Jón þorkelsson skóla- meistara og Konráff Gíslason háskóla- kennara. A Jón að fara með strand- ferðaskipinu 11. þ.m. og kemur að lík- indum aptur snemma í októberm. Parjpegar með póstskipinu (Valdemar) hjeðan 30. f. m. Til Khafnar: kaupmennirnir W. Fischer, Havsteen, Lefolii og Asgeir Asgeirsson frá Isafirði með konu sinni; stúdentarnir Sigurður Guðmundssen og John Finsen (til háskólans); Gunnl. E. Briem sýslufullm., frökenarnar Fr. Claesen, Le- vinsen og L. Bernhöft; madme Jóhanna Mattíasar- dóttir; Niels Finsen skólapiltur og Otto Bernhöft. Til Skotlands: kaupmaður P. Fr. Eggerz frá Borð- eyri, Jón Árnason skólavörður með konu sinni, og 3 enskir ferðamenn. Embœttaskipan. Hinn 4. þ. m. veitti lands- höfðingi Mosfells-prestakall í Mosfellssveit (ásamt Brautarholtssókn) cand. theol. Jóhanni J>orkelssyni. Aðrir sóttu eigi. Nýjar bækur. Andvari, tímarit hins íslenzka ■ |>jóðvinafjelags. Fjórða ár. (f>vfjel., Khöfn). — Skírnir. 5l.árg. 1876—1877. Eptir Eirík í Jónsson. (Bókm.fjel., Khöfn). — Skýrslur og reikningar hins íslenzka Bók- menntaíjelags 1876—77. (Bókm.fjel., Khöfn). — Undirstöðuatriði búfjárrœktarinnar. Verð- ; launarit. Eptir Guðm. Einarsson, prest að Breiðabóls- stað á Skógarströnd. (Prentsm. „Isafoldaru, Rvík). I .......................... ■ I Útlendar frjettir. Ófriðurinn. í enskum blöðum, er | hingað bárust með laxaskipi Medowsj 30. f. m., eru frjettir af ófriðnum til fyrra laugardags, 21. f. m. og þar áj meðal þau stórtiðindi, að allmikil sveit; af liði Rússa, 55 000, sje komin suður | yfir Balkan-fjöll og eigi skammt eptir; niður að Adrianopel, mestu borg á Balkansskaga annari en Miklagarði, og j höfuðkastala Tyrkja fyrir sunnan fjöll- in (140000 íb.). Er mælt, að hún sje illa viðbúin til varnar, og er talið úti um Tyrki, þegar hún gefist upp. Rúss- ar unnu kastalann Nikopolis við Dun- á 13. f. m. , fyrirhafnarlítið. Allur vesturhluti Búlgaríu á valdi Rússa. Ab- dul Kerim, aðalforingja Tyrkja-hers í Európu, vikið frá völdum af soldáni, og sömuleiðis Redif hermála ráðgjafa. Allt á tjá og tundri í Miklagarði, fyrir ótta sakir. Rússakeisari sagður eigi ófús til friðar, en Gortschakoff, ráðgjafi hans, hinn aldraði, nafnfrægi stjórnspelcingur, vilji jafna betur á kauða, Tyrkjanum. í Asíu við sama: umsátinni um Kars haldið áfram, árángurslaust. Auglýsingar. þ>riðjudaginn 21 þ. m. kl. 11 f. m. verður eptir beiðni konsúls og apótek- ara A. Randrups opinbert uppboð hald- ið hjá íbúðarhúsi hans við Au.fturvöll hjer í bænum, og verða þar, ef viðun- anleg boð fást, seldir hæstbjóðendum ýmsir munir, svo sem h Ú S g Ö g n (Meub- ler), rumstæði, reiðtýgi, koffort. klyfsöðlar o. fl. Skilmálar fyrir sölunni verða aug- lýstir á uppboðsstaðnum áður en upp- boðið byijar. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 2. ágúst 1877. L. E. Sveinbjörnsson. Sem útsölumaður þ. á. „Norð- anfara11 i Reykjavík leyfi jeg mjervin- samlegast að biðja kaupendur blaðsins, er ógreitt eiga andvirði þess, og fyrra árs, að greiða mjer það sem fyrst. Reykjavík, 27. júlí 1877. Jón Borgýirffingnr. ^^1^ einhver efnilegur oglag- í^legur piltur af góðu fólki komast að tíl að nema skó- smíði nú þegar, með góðum kjÖrum, getur hann snúið sjer til ritstjóra þessa blaðs, sem vísar honum á staðinn. Týnzt hefir fyrir fám dögurtl á I.ækj- í artorgi hjer í bænum hnakkdýna (ofan af hnakk). Finnandi er beðinn að skila henni á skrifstofu „ísafoldar11. Rítstjóri: Björn JónsSOIl, caml.pbilos, 1 Píentsmiðja „ísafoldar11.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.