Ísafold - 10.08.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.08.1877, Blaðsíða 1
 Isafold IV 21. Reykjavík, föstudaginn 10. ágústmán. 1877. „Barnamorðið í Betlehem". Eins og sjá má á síðasta blaði, er það fram undir það hálfur fjórði tugur frumvarpa, er beðið hafa bana á al- þingi í sumar, sumpart eptir dauðadómi þingsins sjálfs, sumpart þannig, að feð- ur þeirra, flutningsmennirnir, hafa far- ið að dæmi Kronosar gamla og gleypt króana sína; hafa þeir kosið það held- ur en að haétta þeim undir öxi þings- ins, er þeir sáu hana reidda yfir höfði þeim. pað er því eigi svo undarlegt, þótt mönnum detti í hug barnamorðið í Betlehem forðum, er menn horfa á þetta mikla frumvarpa-murk. Raunar þarf eigi að óttast, að þingið verði út af eins grimmt og Heródes gamli, nokk- uð af frumvörpunum er þó þegar kom- ið lífs af frá þinginu; en vorkunn er það, þótt mönnum fari nú að blöskra niðurskurðurinn, og þykist eigi sjá, hvar staðar muni numið. pað er sem sje fram undir helming allra frumvarp- anna, er borin hafa verið upp á þessu þingi, sem fallin eru í valinn. pað er nú vitaskuld, þegar til al- vörunnar kemur, að eigi er auðið að komast alveg hjá því, að frumvörp detti úr sögunni á þingi. Fyrst er það, að þingið getur ekki að því gjört, þótt stjórnin leggi fyrir það frumvörp, sem ekki eiga skilið að lifa, og í annan stað má ætíð búast við nokkrum vanhöldum af slysum, eða þá af því, að eitt frum- varpið eins og gleypir annað, sem kom- ið hefir fram á undan, vegna þess að hið siðara frumvarpið er fyllra eða yf- irgripsmeira. petta er ekkert tiltöku- mál, og slíkt verður aldrei fyrir girt. En það er minnst af hinum föllnu frum- vörpum á þessu þingi, er þessar orsak- ir hafa orðið að fjörlesti. Meiri hlutinn hefir orðið svona skammlífur af því, að frumvörpin hafa, að því er virðist, ver- ið meira eða minna vanhugsuð flaustur- smíð, slíkt hrófatyldur, að varla hefir mátt við þeim snerta, svo að þau ryki eigi um koll. « pað mun láta nærri, að síðasta al- þingi (1875) hafi kostað á 6. hundrað kr. á dag. Nú eru þing'menn einum fleiri — það vantaði 1 þingmann á síð- asta þingi — og prentunarkostnaður þingsins verður eflaust talsvert meiri, því nú mun verða drjúgum meira skraf- að og málin fleiri og meiri fyrirferðar, en hins vegar hæpið á að ætla, að þing- menn verði stórum hlífðarsamari í ferða- kostnaðarreikningum nú en þá, er þeir eru flestallir hinir sömu; ætlum vjer því eigi fjarri sanni, að þingið muni nú kosta fram undir 600 kr. á dag, ef það stendur 2 mánuði. Hvað mörgum 600 kr. er þá ekki búið að eyða að mestu til ónýtis, í hin föllnu frumvörp? — „Að mestu leyti til ónýtis- — segjum vjer. pað er raunar vitaskuld, að það er þó varla svo, að eigi megi dálítið græðíiá umræðunum til að greiða götu málsins síðar, er það kynni að verða borið upp; en sá ávöxtur svarár auðvitað hvergi nærri kostnaði og er í sumum málun- um sárlítill eða enginn. ,.Ekki getur hjá því farið, að hneixli komi (ekki!!)" segir Balle sálugi. Ekki getur hjá því farið, að inn á þingið slæðist frumvörp, er eigi sjeu á vetur setjandi. En það væri hægðarleikur að reisa skorður við því, að þau yrðu svo mörg og tækju svo mikinn tíma frá þinginu, sem raun hefir á orðið á þessu þingi, svo mikinn tíma, sem kostar land- ið 600 kr. á dag. pað er skyldaþing- manna, að halda sem sparlegast á þess- um tíma, eigi einungis með því að vinna sem kappsamlegast, heldur og með því, að sneiða hjá að leggja vinnu þings- ins í það, sem engan ávöxt gefur. pað er nú síður en eigi ástæða til að bregða þingmönnum um iðjuleysi; vjer ætlum efunarmál, að á nokkru þingi sje að jafnaði unnið með jafnmikilli elju og Ferðasaga úr Noregi. rTinn 26. sept. um kvöldið lagði jeg af stað frá Niðarósi á gufuskipi, sem ætlaði til Kristjánssunds. Jeg yfirgaf með söknuði hinn forna og veglega .stað, þar sem mjer hafði verið tekið svo vel og vinalega. I Kristjánssundi dvaldi jegvikutíma, og flutti þar 4 fyrirlestra um ísland, sem var einkarvel tekið. par hitti jeg og kynntist við marga á- gæta menn. Bær þessi stendur á þrem hólmum, skóglausum og klettóttum, en útsjónin fríð og svipmikil: í austri og suðri jökulkrýnd tindafjöll, skógi hjúpuð að neðan, og þröngir dalir og djúpir á milli; í norðri blasir við Eyrarland, yzti skaginn norðvestan við prándheims- fjörð; í vestri íslandshaf, skerjótt við land og brimasamt. í bæ þessum er verzlun allfjörug, síldarafli opt mikill. par eru kaupmenn sumir stórauðugir. Frá Kristjánssundi hjeit jeg suður í Molde. Sá bær stendur á grænum bala við lítinn vog við Raumsdalsfjörð norðanverðan, sunnan undir hárri skóg- arhlíð. Hefi jeg hvergi lítið fegurra útsýni en þar í öllum Noregi norðan- fjalls,þar sem jeg hefi komið. Veður var fagurt, og þótti mjer yndi að líta inn til fjarðanna, sem kvísluðust inn á milli skógivaxinna eyja, nesja og hálsa. En bak við gnæfði við himni hinir miklu fjallajöfrarRaumsdalshornogTröllatind- ur, ásamt öllu hinu ísfaldaða fjallabelti, nær alla leið suður undir Jötunheima. I Molde hjelt jeg og fyrirlestra um ísland, með aðstoð nokkurra góðra manna. paðan fór jeg suður að Vibl- unganesi, sem er fyrir botninum á Raumsdalsfirði. par grúfa fjöllin snar- brött, en þó græn og grasivaxin upp allar hlíðar, yfir tveimur flötum og fögr- um nesjum. par var markaður, þegar jeg kom. par komu bændur með margavagna, fulla af trjáberki, er menn kaupa til að þekja hús með. Sá jeg á, 81 þvi, að víðar er illa farið með skóga en á Islandi. En sem betur fer er þó víð- ast farið að hafa hús öll úr steini, að minnsta kosti í öllum stórborgum. Hjer hitti jeg klerk einn merkilegan, einn úr flokki hinna ,.uppvöktu-', sem svo eru nefndir, og öðru nafni oftrúarmenn (píetistar). þeir eru all-fjölmennir í Nor- egi, leikir sem lærðir, og ber töluvert á þeim í safnaðalífi Norðmanna og ráða miklu þar víða. peir eru menn guð- ræknir og vandlætingasamir mjög; sjást opt á bæn og hafa guðsorð mjög á vör- um í daglegu tali. peir gjöra út leik- menn til að ferðast um borg og bý og prjedika, og hafa samkomur í bænahús- um, sem til þess eru gjörð, með söng og bænahaldi. Margir þeirra eru svo alvörugefnir, að þeir mega hvorki heyra nje sjá dansað, spilað eða leikið á hljóð- færi. peir eru fálátir og sjest þeim varla stökkva bros. En góðviljaðir eru þeir mjög, og hjálpsamir við bágstadda, og láta sjer mjög annt um að styðja að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.