Ísafold


Ísafold - 10.08.1877, Qupperneq 1

Ísafold - 10.08.1877, Qupperneq 1
IV 21. „Barnamorðið í Betlehem“. Eins og sjá má á síðasta blíiði, er það fram undir það hálfur fjórði tugur frumvarpa, er beðið hafa bana á al- þingi í sumar, sumpart eptir dauðadómi þingsins sjálfs, sumpart þannig, að feð- ur þeirra, flutningsmennirnir, hafa far- ið að dæmi Kronosar gamla og gleypt króana sína; hafa þeir kosið það held- ur en að hætta þeim undir öxi þings- ins, er þeir sáu hana reidda yfir höfði þeim. það er því eigi svo undarlegt, þótt mönnum detti í hug barnamorðið í Betlehem forðum, er menn horfa á þetta mikla frumvarpa-murk. Raunar þarf eigi að óttast, að þingið verði út af eins grimmt og Heródes gamli, nokk- uð af frumvörpunum er þó þegar kom- ið lífs af frá þinginu; en vorkunn er það, þótt mönnum fari nú að blöskra niðurskurðurinn, og þykist eigi sjá, hvar staðar muni numið. það er sem sje fram undir helming allra frumvarp- anna, er borin hafa verið upp á þessu þingi, sem fallin eru í valinn. f>að er nú vitaskuld, þegar til al- vörunnar kemur, að eigi er auðið að komast alveg hjá því, að frumvörp detti úrsögunni á þingi. Fyrsterþað, að þingið getur ekki að þvi gjört, þótt Reykjavík, föstudaginn 10. ágústmán. stjórnin leggi fyrir það frumvörp, sem ekki eiga slcilið að lifa, og í annan stað má ætíð búast við nokkrum vanhöldum af slysum, eða þá afþví, að eitt frum- varpið eins og gleypir annað, sem kom- ið hefir fram á undan, vegna þess að hið síðara frumvarpið er fyllra eða yf- irgripsmeira. p>etta er ekkert tiltöku- mál, og slíkt verður aldrei fyrir girt. Enþað erminnst af hinum föllnufrum- vörpum á þessu þingi, er þessar orsak- ir hafa orðið að fjörlesti. Meiri hlutinn hefir orðið svona skammlifur af því, að frumvörpin hafa, að því er virðist, ver- ið meira eða minna vanhugsuð flaustur- smíð, slikt hrófatyldur, að varla hefir mátt við þeim snerta, svo að þau ryki eigi um koll. • það mun láta nærri, að síðasta al- þingi (1875) hafi kostað á 6. hundrað kr. á dag. Nú eru þingmenn einum fleiri — það vantaði 1 þingmann á síð- asta þingi — og prentunarkostnaður þingsins verður eflaust talsvert meiri, því nú mun verða drjúgum meira skraf- að og málin fleiri og meiri fyrirferðar, en hins vegar hæpið á að ætla, að þing- menn verði stórum hlífðarsamari í ferða- kostnaðarreikningum nú en þá, er þeir eru flestallir hinir sömu; ætlum vjer því eigi fjarri sanni, að þingið muni nú 1877. kosta fram undir 600 kr. á dag, ef það stendur 2 mánuði. Hvað mörgum 600 kr. er þá ekki búið að eyða að mestu til ónýtis, íhin föllnu frumvörp ? — „Að mestu leyti til ónýtis“ — segjum vjer. p>að er raunar vitaskuld, að það er þi> varla svo, að eigi megi dálítið græða á umræðunum til að greiða götu málsins síðar, er það kynni að verða borið upp; en sá ávöxtur svarár auðvitað hvergi nærri kostnaði og er í sumum málun- um sárlítill eða enginn. „Ekki getur hjá því farið, að hneixli komi (ekki!!)“ segir Balle sálugi. Ekki getur hjá því farið, að inn á þingið slæðist frumvörp, er eigi sjeu á vetur setjandi. En það væri hægðarleikur að reisa skorður við því, að þau yrðu svo mörg og tækju svo mikinn tíma frá þinginu, sem raun hefir á orðið á þessu þingi, svo mikinn tíma, sem kostar land- ið 600 kr. á dag. p>að er skyldaþing- manna, að halda sem sparlegast á þess- um tíma, eigi einungis með því að vinna sem kappsamlegast, heldur og með þvi, að sneiða hjá að leggja vinnu þings- ins í það, sem engan ávöxt gefur. p>að er nú síður en eigi ástæða til að bregða þingmönnum um iðjuleysi; vjer ætlum efunarmál, að á nokkru þingi sje að jafnaði unnið með jafnmikilli elju og Ferðasaga úr Noregi. Hinn 26. sept. um kvöldið lagði jeg af stað frá Niðarósi á gufuskipi, sem ætlaði til Kristjánssunds. Jeg yfirgaf með söknuði hinn foma og veglega stað, þarsemmjer hafðiverið tekið svo vel og vinalega. í Kristjánssundi dvaldi jegvikutíma, og flutti þar 4 fyrirlestra um Island, sem var einkarvel tekið. p>ar hitti jeg og kynntist við marga á- gæta menn. Bær þessi stendur á þrem hólmum, skóglausum og klettóttum, en útsjónin fríð og svipmikil: í austri og suðri jökulkrýnd tindafjöll, skógi hjúpuð að neðan, og þröngir dalir og djúpir á milli; í norðri blasir við Eyrarland, yzti skaginn norðvestan við p>rándheims- fjörð; í vestri íslandshaf, skerjótt við land og brimasamt. í bæ þessum er verzlun allfjörug, síldarafli opt mikill. p>ar eru kaupmenn sumir stórauðugir. Frá Kristjánssundi hjelt jeg suður í Molde. Sá bær stendur á grænum bala við lítinn vog við Raumsdalsfjörð norðanverðan, sunnan undir hárri skóg- arhlíð. Hefi jeg hvergi lítið fegurra útsýni en þar í öllum Noregi norðan- fjalls,þar sem jeg hefi komið. Yeður var fagurt, og þótti mjer yndi að líta inn til fjarðanna, sem kvísluðust inn á milli skógivaxinna eyja, nesja og hálsa. En bak við gnæfði við himni hinir miklu fj allaj öfrar Raumsdalshorn og T r öllatind- ur, ásamt öllu hinu ísfaldaða fjallabelti, nær alla leið suður undir Jötunheima. í Molde hjelt jeg og fyrirlestra um ísland, með aðstoð nokkurra góðra manna. p>aðan fór jeg suður að Vibl- unganesi, sem er fyrir botninum á Raumsdalsfirði. p>argrúfa fjöllin snar- brött, en þó græn og grasivaxin upp allar hlíðar, yfir tveimur flötum og fögr- um nesjum. p>ar var markaður, þegar jeg kom. p>ar komu bændur með marga vagna, fulla af trjáberki, er menn kaupa til að þekja hús með. Sá jeg á 81 því, að víðar er illa farið með skóga en á íslandi. En sem betur fer er þó víð- ast farið að hafa hús öll úr steini, að minnstakosti í öllum stórborgum. Hjer hitti jeg klerk einn merkilegan, einn úr flokki hinna „uppvöktu“, sem svo eru nefndir, og öðru nafni oftrúarmenn (píetistar). p>eir eru all-fjölmennir í Nor- egi, leikir sem lærðir, og ber töluvert á þeim í safnaðalífi Norðmanna ográða miklu þar víða. p>eir eru menn guð- rælcnir og vandlætingasamir mjög; sjást opt á bæn og hafa guðsorð mjög á vör- um í daglegu tali. p>eir gjöra út leik- menn til að ferðast um borg og bý og prjedika, og hafa samkomur í bænahús- um, sem til þess eru gjörð, með söng og bænahaldi. Margir þeirra eru svo alvörugefnir, að þeir mega hvorki heyra nje sjá dansað, spilað eða leikið á hljóð- færi. J>eir eru fálátir og sjest þeim varla stökkva bros. En góðviljaðir eru þeir mjög, og hjálpsamir við bágstadda, og látasjer mjög annt um að styðjaað

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.