Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 1
r IV 22 fjingtíminn. p>að er mjög æskilegt kostnaðarins vegna, að þingtíminn sje sem stytztur, og viðleitni stjórnarinnar og landshöfð- ingja til að skammta úr hnefa lengingu hans eigi nema lofsverð frá þeirri hlið skoðuð. En það er eigi nóg, að líta eingöngu á þá lilið málsins, eða að minnsta kosti eigi nóg að líta að eins á það, sem næstliggur augunum, þeg- ar verið er að hugsa um sparnað. það er sem sje, þegar betur er að gætt, enginn sparnaður, að ljúka þinginu deg- inum fyr, en eiga eptir ókljáð fyrir bragðið mörg mál og merkileg, sem þingið er búið að leggja mjög mikinn tíma í og landið mjög mikinn kostnað. þ»að verður raunar kannske eigi með sanni sagt, að þeim tíma og þeim kostn- aði sje kastað í sjóinn; en sú mun þó optara raun á verða, að málið taki eigi stórum skemmri tíma á næsta þingi, þegar fitjað er upp á því aptur. Og hver er þá sparnaðurinn. þ>að er vitaskuld, að svo getur stað- ið á, að eigi sje nema rjett og hyggi- legt, að láta mál bíða annars þings. þ>að er þegar það er bersýnilega svo illa undir búið, að eigi er unnt að ráða því viðunanlega til lykta þegar í stað. En þó er rjettara, þegar svo stendur á, að fella málið þegar í stað, þ. e. undir eins og það er upp borið, til þess að láta það eigi eyða tíma þess þings, sem eigi treystir sjer að ljúlca við það, svo í lagi fari. En það voru á síðasta þingi eigi allfá mál, sem urðu að leggjast í salt fyrir þásök, að landshöfðingi flýtti sjer svo mjög að slíta þinginu, eða voru látin deyja þess vegna rjett fyrir þing- lok, án þess að því væri um að kenna, að undirbúningurinn væri ónógur. jpessi mál hafa svo verið lögð fyrir þetta þing aptur, og tekið aptur hjer um bil eins langan tíma. Slíkt er síður en eigi nokkur sparnaður eða búhnykkur. Nú liggur við borð, að vjer ætlum, að eins fari í þetta sinn. Nú er enn ó- lokið eigi einungis mörgum smámálum, heldur og aðalmálinu á þessu þingi, Reykjavík, þriðjudaginn 28. ágústmán. sem sje skattamálinu — í þrem frum- vörpum — ásamt sýslumannalaunamál- inu, sem því er nátengt, og tvísýnt að þau verði búin þann dag er þinginu á að slíta eptir konungsbrjefi n. mai þ. á. Ef landshöfðingi rígbindur sig nú við þennan dag, — það vita allir að hann þarf þess eigi —, þótt þessum málum verði ólokið þá, fer því fjarri, að hann spari alþingiskostnaðinn við það um i eyri, að hann þvert á móti eykur hann svo þúsundum króna skipt- ir. þ>ví að svo mikið sem búið er að ræða þetta mál á þessu þingi, má hjer um bil ganga að því vísu, að menn mundu þurfa að þrátta um það eigi stórum minna á næsta þingi, ef það væri nú látið bíða þangað til. f>að er satt, sem i. þingm. Gullbr.s. (Grímur Thomsen) sagði nýlega í umræðu um skattamálið, að hvað lengi sem slíkum málum er frestað eða þau látin drag- ast, fæst aldrei almennt samkomulag í þeim. þ>að stoðar eigi annað en koma þeim frá heldur fyr en síðar. í>að er eins vlst að drátturinn auki ágreining- inn og að hann eyði honum. Hvað lengi sem setið er yfir slíkri lagasmíð, verður hún aldrei svo, að eigi þyki á henni meiri eða minni gallar. þ>að er góðra gjalda vert, allt hvað þeir eru eigi mjög stórir eða bersýnilegir. Og skattamálið hefir verið haft svo lengi til meðferðar, utan þings og innan, að mjög lítil líkindi eru til, að það batni við meiri bið. Annað mál, sem auðsjeð er að eigi verður útkljáð, verði þingi slitið hinn tiltekna dag, er lagaskólamálið. það mun eigi þykja teljandi með stórmál- unum, en það er þó eigi að sfður merki- legt mál og þýðingarmikið, eða þótti að minnsta kosti fyrrum, meðan alþingi hafði að eins ráðgjafarvald. f>að er nú búið að kosta nokkuð. þ>að hefir nú verið rætt á flestum þingum síðan al- þingi var endurreist, eða i heilan manns- aldur. f>að er ef til vill ofhermt, að þessar umræður hafi kostað landið eins mikið og lagaskólinn sjálfur, þótt hann hefði verið stofnaður undir eins og þess var farið á leit; en vjer tryðum því vel, að eigi mundi vanta svo mikið á það. 85 1877. Sjá því allir, að það er heldur en eigi búhnykkur — eða hitt þó heldur — að vera að þinga um stofnun skólans á hverju þingi, en láta aldrei verða af henni. Og svo á þetta að vera af tóm- um spamaði gjört. Meðan alþingi var ráðgjafarþing, var því allt af barið við gegn stofnun skóla þessa, sem flestallir könnuðust fullkomlega við að væri mjög nauðsynlegur, raunar nauðsynlegri en prestaskóli og læknaskóli, að því leyti sem hvergi fæst um víða veröld sú tilsögn, sem lagaskólinn á að veita, sem sje kennsla f fslenzkum lögum— því var allt af barið við, að fje vantaði, til þess; og nú, eptir að þingið er bú- ið að fá fjárráðin, er það enn sparnað- ar-hugarburðurinn, sem er ..þrándur í Götu“ fyrir honum. þingið er sem sje — eða rjettara sagt neðri deildin — allt af að berjast við að koma kennsl- unni á yfirdómarana; en efri deild- in, sem er hálf konungkjörin, eins og kunnugt er, og helmingur þar af apt- ur á síðasta þingi yfirdómararnir sjálfir, enþriðjungur nú, — en allirhinir kon- ungkjörnu jafnan á einu bandi — hún berst jafn-kappsamlega fyrir því, að yfirdómararnir skuli eigi þurfa að leggja of mjög á sig. Neðri deildin hafði það að vísu í skilyrði, er hún hækkaði laun þeirra á síðasta þingi, að þeir ættu að taka að sjer kennslu í hinum fyrirhug- aða lagaskóla í þeim notum, þ. e. án sjerstaklegrar þóknunar, og yfirdómar- arnir hjetu því með vissu skilyrði, að því formaður fjárlaganefndarinnar hefir frá skýrt á þessu þingi; en — það er engin lagaskylda til þess samt, segja þeir nú, og efri deildin náttúrlega öll með þeim. þ>ví skal lagaskólinn enn leggjast á hylluna. Efri deildin hefir sett í hann uppdráttar-nefnd, sem kall- að er á þingmáli, og svo er úti um hann enn í þetta sinn. Eitt höfuðmál, sem þetta þing skil- ur við ókljáð, er prestamálið, og mun raunar enginn hafa við öðru búizt, enda tók nefndin í því þegar það snjallræði, að stinga sjálf upp á, að því yrði frest- að, svo að það hefir, sem betur fer litlum tíma eytt frá þessu þingi. (Ritað 23/8).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.