Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 2
8G Alþingiskostnaðurinn. J>að er óneitanlega mjög óviðfelldið og jafnvel hneixlanlegt, að heyra al- * menning vera að telja eptir alþingis- kostnaðinn. Eigi svo mjög vegna kot- ungslundar þeirrar, sem lýsir sjer í slíkum eptirtölum; það þarf engan að undra, þótt henni bregði fyrir hjá fá- tæklingum, sem vjer erum allir Islend- ingar; heldur vegna þess ræktarleysis við alþingi, sem eptirtölur þessar virð- ast sprottnar af. Ræktarleysið á aptur rót sína í því, að menn hafa eigi hug- fast, hve ómetanlega mikils virði al- þingi er landinu og þjóðinni, þótt margt megi að finna einstökum athöfnum þess í þann og þann svipinn, eigi síð- ur en öðrum mannaverkum. En hins vegar má þó eigi gleyma því, að því að eins er ástæða til að áfellast þá, sem eru með þessar eptir- tölur, að haft sje það hóf á alþingis- kostnaðinum, sem við á eptir fátækt landsins og öðrum ástæðum. þ»að er nú vitaskuld, að enginn mundi ætlast til, að farið væri að vega svo í lófasjer hvern eyri, sem í alþingiskostnað er lát- inn, að þessi meginliður í stjórn landsins yrði að lifa eins og húsgangur; en hins vegar er sjálfsagt, að gæta skynsamlegs sparnaðar eins þótt þessi hefðarstofnun eigi í hlut og aðrar stofnanir landsins. þ»að er kunnugt, að þótt sömu reglur standi enn upphaflega voru settar um upphæð aðalkostnaðarins við alþingi, fæðispeninga þingmanna og ferðakostnað, hefir hann farið sívaxandi, og var á síðasta þingi miklu meira en tvöfaldur á við það sem hann var upp og ofan fyrstu i o árin eptir að það var endurreist (45—55). Að visu eralþingi nú orðið þriðjungi fjölskipaðra en þá, en það er þó eigi það, sem mest hefir hleypt kostnaðinum fram, heldur eink- um það, hversu þingmenn hafa fært sig smátt og smátt upp á skaptið með ferðakostnaðarreikning. þ>að er eigi ó- fróðlegt að bera saman ferðakostnað alþingismanna 1875 og t. d. rúmum 20 árum áður, eða 1853. þ>á var allurferða kostnaðurinn 850 kr., en 1875 6331 kr., eða hjerumbil áttfaldur á við það sem hann var 1853. Vitaskuld er það, að þetta ermikið að kenna þingmannafjölguninni, en það er eins, þótt bornir sjeu saman reikningar hinna einstöku þingmanna úr sama kjördæmi, að munurinn er feikilega mikill, og miklu meiri en eðli- leg afleiðing af þvi, að allur fararbeini er töluvert dýrari nú en fyrir rúmum 20 árum. f>að er nóg að nefna fáein dæmi: 1853 komst þingmaður Eyfirð- inga, sem átti heima skammt frá Ak- ureyri, á þing og af á 17 dögum alls og fyrir 60 kr. auk fæðispeninga; 1875 komst 1. þingm. Eyfirð. eigi sömu leiðina, að eins fáeinum bæjar- leiðum lengra, á skemmri tíma en 31 degi og eigi fyrir minna en 305 kr. auk fæðispeninga. Að fæðispeningum með- töldum kostaði þingreiðin sjálf—þ. e. á frátalinni alþingissetunni — 491 kr. 1875, en eigi nema 162 kr. 1853 eða að eins þriðjung á við hitt! Ur Suður- þingeyjarsýslu var þiugreiðarkostnað- urinn 1853 180 kr. en 1875 495 kr. eða undir það þrefaldur. þingmaður Dala- manna var samimaðurinn 1853 ogi875 og bjó þar innhjeraðs bæði skiptin, reyndar eigi á sama stað, en miklu munar þó eigi á vegalengdinni; 1853 reið hann á þing og af fyrir samtals 46 kr. auk fæðispeninga, en i875 komst hann það eigi fyrir minna en 200 kr. og þurfti meira en tvöfaldan tíma til ferðarinnar, svo að fæðispeningarnir urðu meira en tvöfaldir. [Niðurl. í n. bl.]. Fjárkaup Breta á Úthjeraði haustið 1876. (sbr. ,.ísafold“ III 30. 1876). Hinn 13. dag septemberm. kom jeg að Fossvöllum, um hádegisbil, á markað þann, sem þeir Mr. Bridges og Mr. Tait höfðu boðað; síðustu fjárhóp- arnir voru þá að renna heim undir bæ- inn. þegar jeg hafði kynnt mjer tölu fjársins, fór jeg, eptirbeiðni bænda, að tala við hina skozlcu fjárkaupamenn, og sagðiþeim, að vjer bændur værumhjer saman komnir eptir tilmælum þeirra, og hefði það jafnan verið ósk vor, að eiga viðskipti við þá, hefðum vjer því tekið verkmenn vora frá slættinum um þennan arðsama tíma, til þess að ná saman fjenu af afrjettinni og hefði það aukið oss töluverðan kostnað; en sem sagt, það væri ósk vor, að fjárkaup gæti komist á milli vor, og þess vegna vildum vjer fara svo vel með þá, sem oss væri unnt; en þeir mættu ekki ætl- ast til þess, að vjer seldum þeim fjeð undir því verði, sem vjer gætum vonað og værum sannfærðir um, að vjer mund- um fá fyrir það í kaupstaðnum. Hjer væru 1300 sauðir, 200 veturgamalt og 300 ær geldar ; sauðina vildum vjer selja þeim á 20 kr. hvern, hina veturg. á 12 kr. og geldu ærnar á 16 kr. þ>á svöruðu þeir: „Við kaupum allt fjeð:l. „Á þá að reka það allt saman?“ sagði jeg og játtu þeirþví. þá var það fyrst, að túlkur þeirra og fylgdarmaður, herra Jón Pjetursson sagði, að þeir yrðu að minnast þess, að þeir hefðu boðað markað í Bót daginn eptir og væri því órjett að kaupa allt fjeð hjer. Var þá geldu ánum sleppt úr, því að það var vilji og ásetningur vor allra, að gjöra allt til þess, að kaupin gætu gengið sem greið- ast, og þeir skilið ánægðir við oss. Sauðirnir voru því næst reknir heim og hið veturgamla, allt í einum hóp; eng- in var rjettin, er tæki fjeð og þess vegna svo til ætlast, að mannfjöldinn stæði í kringum það, en fjárkaupendur gengju innan um hópin, til þess að fara höndum um fjeð, en fjeð var allt valið fyrir fram og það samkomulag allra, að selja allra sauðina með sama verði, jen svo sem auðvitað hið vetur- gamla sjer. Fjárkaupendur heimtuðu, að fjeð væri rekið inn í smáhópum, en það hefði tekið svo mikinn tíma, að dagurinn hefði ekki enzt til þess. Eptir nokkurt þref var þeim sagt, að þeir yrðu að taka allt fjeð, eðalþeir fengju ekkert, en sauðina skyldu þeir fá fyrir 19 kr. upp og ofan, sem var hið lægsta verð, er vjer höfðum komið oss saman um að láta þá fyrir. pessu boði sinntu þeir ekki að heldur, en tóku að út- húða sumu fjenu; veturgamla fjeð var að vísu innan um sauðina, en það vissu þeir fyrir fram og einnig verðið á því, svo þeir þurftu ekki að hneixlast áþví, þótt það virtist rírt innan um valda sauði. J>ar eð ekki gekk saman, var öllu fjenu sleppt, því að menn vildu ekki selja það fyrir minna og þóttust sjá fram á, við hverja þeir ættu. Fjár- kaupendur þutu snúðugt heim í bæ og kváðust aldrei skyldu koma framar á þessar stöðvar, sem vjervonum að þeir efni. En jeg get ekki lýst því, hversu mjög mjer gramdist, að þannig skyldi fara, eptir alla þá fyrirhöfn, allan þann kostnað, sem vjer höfðum haft fyrir því að ná saman fjenu, þar sem hver búandi varð að taka flesta karlmenn frá slættinum í fjallgönguna; hjeðan fóru t. a. m. 5 menn, þeir voru 2 daga að ná saman fjenu og draga það sund- ur, en þriðja daginn var haldið út á markaðinn, ef markað skyldi kalla. peg- ar jeg sá fram á það, að ekki mundi verða neitt af kaupunum, því að hver ætlaði heim til sín og fjenu átti að sleppa aptur á afrjettina, skoraði jegá bændur að gjöra enn eina tilraun; skyldi hver draga fje sitt í sundur og rejma svo að selja í smáhópum. Bænd- ur vildu þá, eins og jeg, heldur láta undan, en að mennirnir færu tómhentir, ef annars væri kostur. En þar sem öllu fjenu hafðiverið slengt saman, var það ekki smávegis fyrirhöfn að ná því í sundur, enda var langt liðið á dag, þegar Jökuldælingar að austanverðu Jökulsár voru búnir að ná sínu úr; þeir komust fyrstir að og gátu selt allt sitt, en þá var komið undir rökkur. J>á voru 283 sauðir, sem vjer norður- byggjar áttum, reknir inn í rjettina, og báðu eigendurnir mig að selja þá alla undir mínu nafni, en ekki minna, en 20 kr. hvern; öllum var starsýnt á sauðina oglangaði til að heyra, hvern- ig kaupin færu, því að sauðirnir voru af bragð, að fáeinum undanskildum, sem voru minni vexti, en fyrir þennan hóp vildi Mr. Tait ekki gefa nema 18 kr. hvern sauð; hann heimtaði, aðfjeðværi rekið út og svo inn aptur í smáhópum; jeg sagði, að hann gæti vel farið hönd- um um það þarna í rjettinni; það væri ekki tími til að vera að löngu þrefi, en hann mætti gjarnan benda á þær kindur, sem hann ekki áliti 20 kr. virði og skyldi jeg sleppa þeim burtu, en þetta kom fyrir ekki, svo öllu fjenu var sleppt. Jeg fór þá heim að Foss- völlum og ætlaði þegar á stað, því hálfdimmt var orðið; Mr. Tait kom hlaupandi á eptir mjer og bauð mjer 19 kr. í hvern sauð og talaðist svo til á endanum, að fjeð yrði rekið heim morguninn eptir, eins og líka var gjört

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.