Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.08.1877, Blaðsíða 3
87 og hver sauður seldur fyrir ig kr. og hofum vjer eflaust haft þar 2.—3. kr. skaða á hverri kind, og þess utan alla fyrirhöfnina óbætta. það voru vegnir 16 sauðir hjer í haust og það meðal- kindur að sjá á fæti. J>eir höfðu þó upp og ofan 64 pd. kjöts (á 20 aura) — 12,80. 16 — mörs (á 32 aura) — 5,12. slengi == 1,00. gæra = 3-oo. Margir sauðir voru um og yfir 70 pund og með 2 fjórðungum af mör og þar yfir, því að fje hefir aldrei verið hjer jafnvænt og í haust. þegar þessi hreinskilna sögusögn mín er borin saman við sögusögn hinna skozku fjárkaupenda, eptir því sem landi vor, herra Eirikur Magnússon í Cambridge skrifar í „Isafold“, þá má fljótt sjá mishermurnar hjá þeim og hon- um; og þó leyfir hann sjer að álíta, að þeir hafi skýrt sjer rjett frá í öllum aðalatriðum, og byggir það á því, að þeir hafi hætt við að kaupa annan skips- farm, og vantað 550 fjár upp á þennan eina. En jeg get fullvissað hann um það, að þeir hefðu getað fengið nóg fje, hefðu þeir ekki hrakið jafn ágætt fje og saman var komið á Fossvöllum, svo fáa fýsti að freista til þess að hafa nokkur viðskipti við þá, enda er þeim ekki til neins að leita hingað framar til Qárkaupa. Að þá vantaði 550 upp á þá fjártölu, er þeir ætluðu að flytja, var því sjálfum þeim að kenna, en það hygg jeg, að hafi orðið þeim til láns, því að áliti þeirra manna, sem fluttu fjeð út á skipið, var fullþröngt á því; það er grunur minn, að það fje, sem þeirfóru með, hafi vérið að mun þrek- vaxnara, en það sem þeir höfðu áður keypt hjer við land. En það er ekki allt búið enn; þeir leyfa sjer að segja, að þeir mundu ekki hafa fengið neinn fjárrekstrarniíinn, ef þeir hefðu verið búnir að borga fjeð, og loksins hafi þeir fengið þá fyrir 3 dali hvern, en ekki lengra en að Lag- arfljóti. það var samkomulag vor allra fyrirfram, segi jeg, að láta vissa, valda menn fylgja fjenu á Seyðisfjörð, ef kaup- in gtengju saman, en er Hlíðar-ogTungu- menn sáu fram á það, að þeir yrðu að reka fje sitt heim, þá voru það þeir einir, sem neituðu að leggja til menn, eins og eðlilegt var, en þeir sem seldu, lögðu orðalaust til mennina, því það var svo sem auðvitað, að einhverjir yrðu að koma fjenu. Ogþótt Eiríkur skop- ist að því, að daglaunin hér eystra, á haustdegi, sjeu auðsjáanlega orðin 3 dalir fyrir meðalmann, þá efastjegum, að hann, ofan á alla aðra verkatöf, hefði sjálfur viljað taka við fjenu, eða Ijá mann til þess að taka við því þarna í niðamyrkri, hungruðu, þreyttu og hröktu, og eiga að koma því óskemmdu yfir Lagarfljót deginum á eptir, fyrir minna en 3 dali um daginn, enda var jeg vottur að því, að þeir Mr. Tait lýstu engri nauðung nje óánægju yfir því að borga það. J>á kastar tólfunum er kemur að ferjunni; jeg get ekki verið að hafa upp þá lygi, sem stendur í þeirri grein, en sannleikurinn er sá, að Hallur bóndi Einarsson að Steinsvaði neitaði að ferja allt fjeð, bæði sökum erfiðis, tímatafar og kostnaðar, en rjeð til að reka fjeð yfir fljótið, eins ognú er orðin alvenja, hjá Steinsvaði, þegar fljótið er lítið, eins og það var þá, því að það er bæði mjótt þar og straumlítið, eins og herra Eirík- ur þekkir, og hann þekkir einnig, hví- likt valmenni Hallur Einarsson er. — þegar fjáreigendur báðu Hall um ferj- una, til þess að hafa hana meðfram fjenu, var engin fyrirstaða á því og Halli var svo annt um, að allt gengi sem bezt, að hann hafði sett nokkuð margar kindur inn af sínum eigin, til þess að láta þær fyrir það, er kynni að misfarast; en þess þurfti ekki með. Efist herra Eiríkur Magnússon nokkuð um sögusögn mína, þá vil jeg biðja hann að tala við Mr. Charles G. Warnford Lock, sem var fyrir brenni- steinsnámunum f sumar á Húsavík; hann var með mjer á markaðinum, heyrði á tal mitt og vissi vel, hvernig fjárkaup- in gengu. Jeg er sannfærður um, að herra Lock mundi hvergi frekar víkja að til fjárkaupa, en hjer, eptir því sem hann heyrðiog sá hvað framfór á Foss- völlum. það er annars gremjulegt, að landi vor herra E. skuli hafa getað lagt trún- að á það, að vjer höfum ætlað að selja þeim Mr. Tait allt fjeð, ungt og gam- alt, með samaverði, ogjeg skil ekkert í því, að mennirnir skuli hafa dirfzt að bera á oss slík ósannindi. Mr. Lock heyrði til, þegar jeg skýrði þeim frá hverri tegund fyrir sig. það var ætl- un vor að selja þeim sauðina fyrir 19 kr., hið veturgamla 11 kr. og geldu ærnar 17 kr., þótt vjer tiltækjum krónu meira í fyrstu, því að vjer hjeldum, að allt mundi ganga liprara með þessu móti. það var og margtekið fram á undan, að engin kind væri látin á markaðinn, sem ekki samsvaraði þessu verði og það er óhætt að fullyrða, að þeir voru heppnastir, sem ekkert seldu, því að bæði fengu þeir meira fyrir Qeð í kaup- staðnum og þess utan á seinna skipinu. Hvað sem herra Eiríkur segir, þá get- ur hann verið viss um það, að fjárkaup milli vor og Breta komast aldrei á með því móti, að þeir hreki hið vænzta fje vort. þ>eir dæma um fjeð á allt annan hátt en vjer; margir mörvuðustu sauðir eru kviðsíðir, en hryggháir, þegarþeir fara að eldast; þá þykir þeim ekkert f varið, en gefa meir fyrir tvævett og veturgamalt, ef það er bakbreitt; kom- ist þeir undir malirnar með fingurnar, þá fella þeir kindina þegar í verði; hver getur varað sig á slíku, sem ekki veit það fyrir? þegar ætlaði að ganga sundur með oss að öllu á Fossvöllum og fjenu var sleppt, vildi svo til, að nokkrar geldar ær og ýmislegt ruslfje stóð þar inni, sem ekki þótti svo vænt, að það gæti verið með hinu fjenu; þessar kindur keyptu þeir orðalaust og það fyrir 16 kr. geldu ærnar, en full- orðna sauði fyrir 19 kr. ljetu þeirreka burtu; slíkir menn eru sannarlega óút- grundanlegir, og jeg kalla það nokkuð gífurlega til orða tekið, þar sem Eirík- ur kemst svo að orði: „Aðfarir íslend- inga við Breta hafa því svipt Fljóts- dalshjerað færi á fjárverzlun, sem hefði getað skilið eptir í vösum íbúanna pen- inga, er numið hefðu einhverju milli 16—25 þús. dala. Fyrir þetta bera þeir, er ráðum rjeðu á Fossvöllum, alla ábyrgð, því að af þeirra óráði stafaði erindisleysa Breta og flótti af íslandi“. þess utan ber hann oss á brýn: einok- un, rán á útlendingum, ókurteisi, ill- kvittni og margt fleira. En hvað er meiðandi, ef það er ekki það, þegar menn af handahófi þannig svívirða sak- lausa menn fyrir eintóman grun, eða lausa sögusögn annara. f>að hefði ver- ið mannúðlegra af Eiríkiað skrifa mjer eða öðrumhjer, til þess að heyrasögu- sögn beggja málsparta, úr því hann var ekki beðinn um að gjöra þetta að opinberu blaðamáli, til þess hann þá hefði látið málið falla niður, eða borið ljúffengari kost á borð fyrir oss, en hann hefir gjört í ísafold. þótt Eiríkur meðal annars þykist sannfærður um, að enginn kaupmaður á Austurlandi gefi 10 dali fyrir hverja kind í nokkrum fjárrekstri upp á 1500 fjár, þá mun mjer óhætt að fullyrða, að engum kaupmanni á Austurlandi hefði komið til hugar að ganga frá því að gefa 10 dali, hvað þá qlj.2 fyrir þá 1300 sauði, upp og ofan, er vjer höfð- um að bjóða þeim Mr. Tait á Foss- vallamarkaði, en það er sannast að segja, að kaupmenn eiga því ekki að venjast, að slíkur fjárhópursje rekinn til þeirra. það er auðvitað, að sauðirnir voru ekki allir hnífjafnir, en þeir voru allir valdir svo fyrir fram, að ekki þótti áhorfs- mál að reka þá heim aptur, heldur en að selja þá undir 19 kr. hvern, uppog ofan. Eptir þeim kaupstaðarprís, sem var í haust, er jeg viss um, að svo hundruðum skipti sauðanna hefðu lagt sig á 24—26 kr. Hið einasta, sem mætti ásaka oss fyrir, er það, að oss skyldi koma til hugar að selja í einum hóp þá höfða- tölu, er þeir voru búnir að segja að þeir ætluðu að kaupa, en það gat oss ekki dottið í hug, að yrði til þess að spilla kaupunum, því að vjer þóttumst vissir um, að jafn-æfðir fjárkaupmenn mundu hafa vit á því, er í boði var, og heldur kjósa að ganga innan um allt íjeð, og geta þannig gjört kaup við oss á svo sem 2 kl.tímum, í stað þess að standa yfir þvf allan liðlangan daginn, og líklega daginn eptir, að reka fjeð saman í smáhópum, 10—20 kind- ur sjer. þ>að hefði sannarlega enginn hægðarleikur verið, að jeg ekki orði erfiðið og tímatöfina, eins og líka sýndi sig seinast. Jeg ætla ekki að fara fleiri orðum um hina gífurlegu grein Eiríks, því að mjer, og oss öllum hjer, er of vel við hann til þess, að vjer viljum vera að munnhöggvast við hann, eða fara í blaðadeilu út af því máli, sem hefir við engin rök að styðjast, nema mis- skilning einn og mishermur, því aðjeg vil ekki segja illgirni. Hofteigi, 20. marz 1877. porvaldur Asgeirsson. Frá alþingi 1877. VIII. Lög frá alþingi. þetta hefir bætzt við lagarolluna frá þvi alþingissögu vorri hætti síðast: 7. Lög um bæjargjöld í Reykjavík, stjórnarfrumv. 7/g- 8. Lög um aff skipta þingeyjar- sýslu og Skaptafellssýslu hvorri um sig í tvö sýslufjelög, 9/8. 9. Lög um aff selja kornvöru og kol eptir vikt, 9/g. 10. Lög um afnám ákvarffana um styrkúr landssjóffi til útbýtingar á gjafa- meffulum, 9/g. 11. Lög um afnám konungsúrskurff- ar 13. marz 1833 [um húsaleigustyrk handa lyfsalanum í Reykjavík]. 12. Lög um gjafsóknir, 15/8. 13. Lög um fiskiveiffar þegna Danakonungs, peirra er eigi eru búsett- ir á íslandi, pá er peir veiffa í land- helgi frá skipi, 20/8. 14. Lög um einkarjelt, 20/8,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.