Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 2
90 inn, Schilder-Schuldner að nafni, á Tyrki aptur að sunnan og austan, en að norð- anverðri stöðinni sótti annar hershöfð- ingi (stórdeildarforingi), sem Kriidener heitir. Teir munu hafa haft samtals allt að 40 þúsundum, en Osman pasja hafði þá líka eflzt drjúgum að liði, og mun ekki hafa vantað mikið í 50 þús- undir. jpessi orrusta var sú grimmasta og mannskæðasta, sem til þessa hefir orðið síðan ófriðurinn byrjaði. Rússar runnu á vígi Tyrkja með fádæma hreysti og fjellu víða hrönnum saman þegar nær dró, en hinir stóðu á hæðum og bak við skotgarða, og áttu hægra um hönd til varnarinnar. Seinni hluta dags kom tyrknesk herdeild Rússum í opna skjöldu, og brast þá flótti í lið þeirra. Mannfallið varð ógurlegt, en Tyrkir drápu hvern þann mann, er að velli hnje eðavarð óvígur, ogeigi varðforð- að. Rússar biðu hjer fullan ósigur í annað sinn, og munu hafa látið alls 9 —io þúsundir manna (4 þús. fallinna). Blöð þeirra kannast við, að manna- missirinn í báðum bardögunum muni nema 16 þúsundum manna. Síðan hefir að kalla má verið hlje á bardögunum, en hvorirtveggju hafa dregið lið að sjer á höfuðstöðvarnar, og búast nú til höf- uðorrustu, en hennar ætla menn þá helzt von, ef þeir Osman pasja og Me- hemed Ali reyna að koma á tengslum meðal deilda sinna. Her Rúmena er nú kominn yfir Duná og mun eiga að sækja Plevnaherinn að norðan, ef Rúss- ar ráðast á hann að nýju austan að. í Dobrúdsja sækir fram Zimmermann hershöfðingi og var kominn að Trajans- múrnum, þegar síðast frjettist. Hann hefir 40 þúsundir manna, en Tyrkir halda upp á móti honum með 30 þús- undir. Rússar hafa kvatt nýtt lið til vopna —• ekki minna en 188 þúsundir manna, og sýnir það, að þeir ætla held- ur að herða sóknina en gugna, þó erviðara hafi veitt en þeir gjörðu ráð fyrir. — Grikkir búa her sinn af kappi og láta ófriðlega, hvað sem úr því verð- ur. 'Nóg má til sakanna finna, ef þeir vilja segja Tyrkjum stríð á hendur. — pað herfilegasta við þenna ófrið eru öll grimmdarverkin, sem sumpart eru unnin á Tyrkjum afBolgörum, en flest og hræmuglegust af Tyrkjum og þeirra liðum. Að vísu munu Kósakkar vart gefa Tyrkjaliðinu mikið eptir í svæsni og siðleysi, en þó hefir lítið sem ekk- ert sannast af áburði Tyrkja á þá, en hitt dagsanna orðið, sem sagt hefir verið um Tyrki, og það sem þeir hafa unnið af foráttu og fúlmennsku bæði á vígvöllunum og annarstaðar. í annan stað er hitt víst, að Rússar hafa fengið Bolgörum vopn, og að þeir neyta þeirra nú á líkan hátt gegn tyrknesku fólki, og Basjí-bosúkar1 gjörðu í fyrra í at- förunum á Bolgaralandi. Frá norðurlöndum. í Kaupmannahöfn hjeldu skólakennarar fundi með sjer J) Nokkurskonar lausaliðar í landvarnarher Tyrkja. dagana 9.—13. júlí; það voru mest megnis kennarar (og kennslukonur) við alþýðuskólana og „bændaháskólana“, en sumir komu þar og frá ,.lærðu“ eða latínuskólunum. Eitt af því nýnæmis- legra, sem barst í umræður á fundun- um, voru uppástungur um, að kenna hraðskript í skólum og (í hinum æðri) fagran lestrarframburð. — Svíakonung- ur hefir um tima setið ásamt drottningu sinni á Sofiero (á Skáni). Hann og kon- ungur vor hafa heimsótt hvor annan. —- Haffner ráðherra flota- og hermála hefir sagt af sjer. Sá tekið við vanda og virðingu, sem Dreyer heitir (hershöfð- ingi). Frá öðrum löndum. Helztu tíðindin eru frá Vesturheimi. Bandaríkin (norð- ur frá) komust fyrir skömmu í geysi- legasta uppnám út af róstum, sem verka- fallsmenn gjörðu. pað voru járnbrauta- þjónar, sem tóku sig' saman um allt rík- ið um að ganga frá störfum og aptra öllum ferðum og flutningum, efbrauta- fjelögin bættu ekki því (10 af 100) við laun þeirra aptur, sem frá hafði verið dregið. Rósturnar byrjuðu í Pittsburg i Pennsylvaníu, og hjer varð uslinn mestur og flestum til bana eða meiðsla, en skríll borgarinnar þusti hjer, sem víðar, verkafallsmönnum til liðs, ogbar löggæzluliðið ofurliði og náði af því vopnunum. Á flestum stöðum var byrj- að með því, að leggja eld i jámbraut- arskálana og vagnana, og frá því svæði færðust ærslin svo víðar um borgirnar, þegar aðrir verkmenn gjörðu að hinna dæmi og tóku að brjótast þar í búðir inn, er vopn mátti fá, en skríllinn í sama flóðinu að ræna ogbrenna. Víðalinnti ekki fyrr en það herlið kom borga- mönnum til fulltingis, sem stjórnin í Washington sendi þeim, er í mestri hættu voru staddir, og i Pittsburg höfðu 2—3 hundruð manna fengið bana. I Baltimore, Chicago og San Francisco var og mikið um rósturnar og spell- virkin, en hjerog í flestum bæjum öðr- um höfðu borgarmenn getað haftvarn- að á og búið sig undir. pegar síðast frjettist, var öllum þeim stormi niður slegið. — Látinn er á þessu sumri einn af skörungum Bandarikjanna, John I.othrup Motley, fyrrum sendiboði þeirra í Lundúnum ogVín. Hannhefir orðið mjögfrægur fyrir sagnarit sínum Hollendinga, sjer í lagi á tímum baráttu þeirra og fremdar. — Kosningarnar á Frakklandi eiga að fara fram 14. októ- ber. — 10. júní dó (í Halle) guðfræð- ingurinn Tholuck (f. 30. marz 1799) og 6. júlí skáldsagnahöfundurinn Hack- lánder, er menn hafa kallað Dickens pjóðverja. Frá alþingi 1877. IX. Alþingi var slitið 30. þ. m., eins og til stóð; hafði það staðið rjetta 60 daga alls, eða 52 virka daga. Fundir neðri deildarinnar urðu 60, í efri deild 52, í sameinuðu alþingi 3. Samkvæmt skýrslu forsetanna á þinglokafundunum hefirþetta þinghaft til meðferðar 102 mál; nefnilega 85 lagafrumvörp (19 frá stjórninni, 66 frá þingmönnum), 15 uppástungur og 2 fyrirspurnir. Af frumvörpunum lauk þingið við 30 og afgreiddi til landshöfðingja sem lög, nefnilega: 11 stjórnarfrumvörp og 19 þingmannafrumvörp. Afhinum (55) voru 29 felld (6 stj.frv., 23 þingmanna- frv.), 13 tekin aptur, og 13 voru óút- rædd, er þingi var slitið. Af uppástungunum voru 8 sam- þykktar, 4 felldar, en 3 voru óútrædd- ar { þinglok. Lög frá alþingi. Áður höfum vjer nefnt 18 (sjá síð. bl.); hjer koma hin 12: Í9. Um tekjuskatt, 23/s. 20. Um skatt d ábúð' og afnotum jarðfa og á lausafje, 27/8. 21. Um húsaskatt, 27/„. 22.. Um laun sýslumanna og bæjarfó- geta, 28/iS. 23. Fjárlög fyrir árin 1878 og 1879, 27/ /8* 24. Um lausafjártíund, 28/8. 25. Um rjettindi hjerlendra kaupmanna og kaupfjelaga, 2n/8. 26. Um stofnun gagnfrœðíaskóla á Alöðruvöllum, 29/8. 27. Um breyting á gjöldum peim, er hvíla á jafnaðarsjóðunum, 29/g. 28. Um kirkjutíund í Reykjavíkurlög- sagnarumdœmi, 29/g. 29. Uni ýmisleg atriði, er snerta fiski- veiðar á opnum skipum, 27/8. 30. Um rjett Abœjarkirlju í Skaga- firði, 28/8. Gufuskipsferöirnar. Til þess að herða áþví, að aðalferða-áætlun fjárlaganefnd- arinnar í neðri deildinni fyrir gufuskip- in, sú, er getið var hjer í blaðinu í sum- ar, verði tekin fram yfir hina, sem nefnd- in sjálf kallaði neyðarúrræði, samþykktu báðar deildir svo látandi ályktun: „Alþingi ályktar, að skora á stjórn- arherrann og landshöfðingjann, að gufu- skipaferðunum með fram ströndum landsins verði í öllu verulegu hagað samkvæmt aðalferða-áætlun þeirri (fylgi- skjal 5), er fylgir frumvarpi til fjárlaga fyrir árin 1878 og 1879, og gefur al- þingi stjórninni heimild til að verja til þessa fyrirkomulags 3 000 kr. hvort ár- ið, fram yfir þá fjárupphæð, er til er tekin í fjárlögunum 10.gr. C. 7“. [þ.e. 15 000 kr. hvort árið]. Ábúðar- og lausafjárskattur. Laga- frumvarp það um skatt á ábúð og af- not jarða og á lausafje, er þingið kom sjer loksins samanum, er þannighljóð- andi: 1. gr. Oll manntalsbókargjöld þau, sem nú eru, skulu af numin; en þau eru: skattur, gjaftollur, konungstíund, lögmannstollur og manntalsfiskur. 2. gr. Af öllum jörðum, semmetn- ar eru til dýrleika, hvort heldur eru bændaeignir, eignir kirkna eða presta- kalla, þjóðeignir, eignir fátækra eða stofnana, eða hverju nafni sem nefnast, skal sá, er á jörðinni býr eðahefirhana til afnota, greiða 2/5 álnar á landsvísu af hundraði hverju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.