Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 01.09.1877, Blaðsíða 4
92 Auglýsing um ráðstafanir i Qárkláðamálinu i haust og i vetur sem kemur. Með því að bændur hafa ekki alstaðar fylgt fram eins dyggilega og vera bar fyrirskipunum landshöfðingja í brjefi frá io. marz þ. á., og með því að síðan hefir orðið vart við kláðavott eða ískyggileg óþrif í gemlingum á 4 bæj- um í Ölvesi, 2 bæjum í Mosfellssveit og 1 bæ í Kjós, skulu hjer með gjörðar þessar fyrirskipanir: 1. Fjárrekstrar. Samkvæmtbrjefilandshöfðingjafráí gær er eptirleiðis eins og hingað til bannað að reka eða flytja fje til lífs yfir takmörk hins kláða- grunaða svæðis: Hvítá í Borgarfirði upp að Deildargili, Deildargil, Kaldadal, Brúará,Hvítá í Árnessýslu og Ölvesá. Hreppsnefndum og hreppstjórum á kláðasvæðinu sjálfu (milli Deildar- gils og Brúarár) ber að hlutast til um, að rekstrar eða flutningar á lífsfje milli hreppa verði sem fæstir. 2. í rjettum skulu aptur í haust fara fram nákvæmar skoðanir á öllu fje, um leið og það er dregið í dilkana eða hleypt úr þeim, og ber jafnframt að telja fjeð og senda mjer að afstöðnu rjettarhaldi nákvæma skýrslu um tölu þess fjár, er dregið hefir verið í hvern dilk, og um heilbrigðisástand þess. Nú kemur fyrir í einhverri rjett kind með tortryggilegum óþrifum eða kláðavotti, og skal þá hlutaðeigandi hreppstjóri eða hreppsnefnd taka slíka kind fasta, og senda hana lifandi suður til Reykjavíkur, til skoðunar af lækn- ingafróðum mönnum, og ber að búa svo um kindina eða kláðablettina á henni, að ekki sje hætt við, að maur skríði af henni á leiðinni. Jyki það vafalaust, að kindin sje með sóttnæmum kláða, má ekki reka neitt fje frá rjettinni, áður en búið er að baða það alltsaman úr. sterku baði, og ber hlutaðeigandi hreppsnefnd að sjá um, að baðáhöld og baðmeðul sjeu til taks á næstu bæjum fyrir rjettimar. 3. Samkvæmt 2. gr. auglýsingar landshöfðingja frá 30. ágúst 1875 skulu hreppstjórar og hreppsnefndir í öllum sveitum á hinu kláðagrunaða svæði, eða i Borgarfjarðar, Kjósar og Gullbríngu sýslum, Reykjavíkurkaupstað og í þeim sveitum í Ámessýslu, sem eru fyrir vestan Ölvesá, Hvítá og Brúará, hafa eptirlit með sauðfjár-ásetningu bænda í haust, og má ekki lofa neinum bónda að setja meira fje á vetur en hann á hús og hey fyrir, og skal senda mjer fyrir jólaföstu skýrslu um ásetninguna. 4. Um veturnætur skulu hinir skipuðu innanhreppsskoðunarmenn skoða nákvæmlega allt fje í hreppnum; önnur skoðun skal fara fram viku fyrir jóla- föstu, þriðja um miðjan vetur og fjórða um miðgóu, og ber að senda mjer skýrslur um þessar skoðanir með nákvæmu fjártali, samkvæmt 3. gr. lands- höfðingja-auglýsingar 30. ágúst 1875. Um utanhreppsskoðanir mun síðar verða fyrirskipað. 5. í 1. viku jólaföstu skal í öllum hinum kláðagrunuðu sveitum baða allt fje, sem ætlað er til lífs veturinn yfir, sterku, öllum óþrifum og lús eyðandi baði. pú má hreppstjóri með ráði og samþykki hreppsnefndarinnar undan- þiggja eldri kindur en veturgamlar frá baði þessu, ef engin óþrif koma fyrir í sveitinni eða í rjett þeirri, er sveitarmenn hafa heimt fje úr; en lömb þau og veturgamlar kindur, sem á vetur eru settar, ber að baða alstaðar. 6. Komi fyrir kláðavottur á einstökum bæ, skal hreppstjóri eða hrepps- nefnd gjöra hlutaðeigandi búanda þá 2 kosti: annaðhvort þá þegar að tvíbaða allt fje sitt, eða að senda hinar grunsömu kindur suður til Reykjavíkur til læknisrannsóknar. Skyldi enginn vafi vera um það, að það væri hinn sótt- næmi, sunnlenzki drepkláði, sem væri í fjenu, ber að senda mann gagngjört á fund lögreglustjóra með tilkynningu um það, svo að hann geti leitað ráða al- þingismanns og hreppsbænda, samkvæmt tilsk. 4. marz 1871, um það, hvort skera skuli niður fjeð á einum eða fleirum bæjum í hreppnum, gegn endur- gjaldi úr sýslusjóði. Lögreglustjórinn í fjárkláðamálinu. Reykjavík, 30. ágúst 1877. Jón Jónsson. Verzlunarstaður til leigu. Verzlunarstaðurinn Bíldudalur i Barðastrandarsýslu fæst til leigu um 3 ára tímabil frá 1. apríl 1878 að telja. Verzlunarstað þessum fylgir; 1. íveruhús, úr timbri og múr, 17 3/4 áln. á lengd, 11 álna breitt, með samtals 6 íveruherbergjum, auk búrs og eldhúss; í eldhúsinu er eldunarvjel úr járni. 2. Sölubúð, tvíloptuð, stór og rúmgóð, með pakkhúsrúmi í öðrum enda. 3. Nýtt pakkhús. 4. Gamalt ibúðarhús úr timbri. 5. Saltfiskshús úr timbri. 6. Timburhjallur. 7. Eldiviðarhús með timburgöflum og torfþaki. 8. Torfbær. 9. Fjós fyrir 5 kýr. 10. Heyhlaða. 11. Fjárhús fyrir 20—30 fjár. 12. Smiðja. 13. Bræðsluhús úr timbri, með fullkomn- um áhöldum til lýsisbræðslu, svo sem pottum, lýsiskörum m. m. 14. 4 kálgarðar og fiskiverkunarpláz með steinlögðum reitum. Verzlunarhúsunum fylgja öll nauðsynleg verzlunaráhöld, svo sem vogir, mæli-áhöld m. m. 15. Jörðin Bíldudalur, að fomu mati 5 hundruð, með 1 kýrkúgildi. Af túni jarðarinnar fæst ix/2 eða 2 kýrfóð- ur, og þar að auki hefir jörðin nægi- legt beitiland fyrir 2 kýr og 20 fjár. Frá verzlunarstaðnum er gottheim- ræði til fiskjar skammt í burt, og á Bíldudalshöfn er spröku-afli og góð kolaveiði. þeir er kynnu að vilja sæta því, að taka verzlunarstað þenna á leigu, eru beðnir fyrir 20. sept. næstkomandi, brjef- lega eða munnlega, að snúa sjer til undirskrifaðs. Reykjavík, II. ágúst 1877. Guð'm. Pálsson, málaflutningsmaður. r Lager I Meel & Gryn Riis, Ærter & Sago samt Foderstoffer. ! SALOMON & (A KJ0BENHAVN. WIMMELSKAFTET 38. Indkjob & Salg af Colonial-Sædevarer Smor, Ost & Flæsk samt islandske Producter. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar11.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.