Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 1
IV 24 Reykjavik, laugardaginn 29. septembermán. 1877. t Hólmfríður forvaldsdóttir, fœdd 29. sept. 1813; dáin 25. nóv. 1876. M an jeg þá gleðina góðu Og gullfagra daga Meðan þú ljekst þjer við lífið Og lífgaðir aðra; J>á voru góðar og glaðar Geislandi stundir — Nú er allt orðið annað í öldruðu húsi! Hvað skyldi helzt um þig segja Sem hafðir svo marga Kosti sem konurnar prýða, J>ú kvennanna drottning? Gæzkan við gáfurnar keppti Og geðprúðan anda, Sveipaðan siðsamri gleði Og söngdísa hljómi. Margopt þess óskum vjer allir Að aldirnar fornu Risi með skörunga skæra Og skini oss aptur! Fundum vjer það, meðan fjörið Fór þjer um æðar Að upprisin varstú i anda Frá öldunum frægu? Fundum vjer það, meðan fekkstu Fjörsins að njóta Að brosið þitt brá yfir lífið Blessun og yndi? Mundum vjer, meðan vjer nutum ? Máttum vjer skilja Allt hvað þú oss og vera Vildir í heimi? Sannlega margir það muna, Og margir það skildu; Annars þitt líf hefði liðið Sem leiðinda draumur; En nú er það víst, að það var oss Sem vegsemdar dagur, Sólgeisli sætur, er drottinn Sveifiar um löndin. Allur þinn ættmanna fjöldi Um ísalands byggðir Harmaði djúpt, þegar hafið Hóf þig á bárum; pegar að fieyið þig fiutti Til fjarlægra landa, Tók þig frá titrandi brjóstum Til þess að deyja. Hörmuðu allir, er aptur í>ig andaða fluttu Bárur að átthögum öldnum Og óðulum fornum. Nú hvilir mær undir moldu Hjá mæringi liðnum; Slóu sigrandi hjörtu Saman í dauða. J>ó að þú, frændkonan fríða, Felist í jörðu, Eigi þú sefur í svartri Sút eða dimmu: Allstaðar því að um aldnar ísalands byggðir Lifir þinn Ijómandi andi Og lífgar oss enn þá. Benedikt Gröndal. Frá alþingi 1877. x. Vjer höfum áður nefnt lög þau öll 30, er alþingi lauk við í sumar, og einnig skýrt frá efni þeirra. Munum vjer nú koma með ágrip af hinum, í sömu röð og þau voru upp talin (sjá 87.—88. bls. og 90. bls.), svo greinilegt, sem rúmið leyfir og að svo miklu leyti sem þörf er á; — sum.eru sem sje eigi efhismeiri en svo, að fyrirsögnin ein er fullgreinilegt ágrip af þeim, svo sem nr. 8—11 (sjá 87. bls.) og nr. 15 (sjá 88. bls., sbr. 79. bls.). 7. Lög um Bæjargjöld í Reykjavik. £>ingið gjörði svo miklar breytingar við stjórnarfrumvarpið, að eigi verður frá því skýrt greinilega með öðru móti en að setja hjer lögin orðrjett, einsogþau voru samþykkt af þinginu: 1. gr. Fje það, er útheimtist til þess að standa straum af útgjöldum Reykjavíkur kaupstaðar til bæjarþarfa, skal að svo miklu leyti, sem hinar sjer- stöku tekjur kaupstaðarins eigihrökkva til, fengið með því að leggja lóðargjald á fasteignir í lögsagnarumdæmi kaup- staðarins, og þar næst einnig með því að leggja skatt á kaupstaðarbúa sjálfa, stofnanir og arðsöm fyrirtæki. 2. gr. Lóðargjald, sem kemur í staðinn fyrir húsaskatt þann og lóðar- gjöld, sem ákveðin eru með reglugjörð 27. nóvember 1846 og opnu brjefi 26. september 1860, skal greiða: a. af öllum húsum í lögsagnarumdæmi kaupstaðarins, hvort sem þau eru byggð úr steini, timbri, torfi eða hverju sem helzt öðru efni, og hvort sem þau eru ætluð til íveru eða til annars, með 3 aurum af hverri fer- hyrningsalin af fiatarrúmi undir hús- inu, og b. af hverri ? alin óbyggðrar lóðar úr sjálfri landareign Reykjavíkur kaupstaðar, sem er í haldi einstakra 93 manna eða stofnana, skal á ári hverju greiða */4 eyris til bæjar- sjóðs. Undanskildar gjaldi þessu eru allar þær lóðir, sem greitt er af árgjald eða annað gjald eptir samningi við bæjarstjórnina, svo og túnblettir þeir eða svæði, erbæjar- stjórnin hefir veitt stofnunum eða ýmsum mönnum án eptirgjalds að staðaldri, eða um tiltekið árabil. Skal með slíkar lóðir eða lóðar- parta farið eptir því, sem samning- ur eða heimild er til. Dómkirkjan er undanþegin lóðar- gjaldi. 3. gr. I gjaldiþví, sem nefnt er í 1. grein og ætlað er til að standast út- gjöld bæjarins, að því leyti sjerstakleg- ar tekjur hans og lóðargjöldin eigi hrökkva til, eru fólgin útsvörin eptir efnum og ástandi, samkvæmt tilskipun um bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykja- vík 20. apríl 1872, 22. gr. og gjald á föstum verzlunum og öðrum arðsömum stofnunum og fyrirtækjum í kaupstaðn- um, er sjeu rekin að minnsta kosti um 4 mánuði á gjaldárinu, þó eigendur þeirra eigi hafi þar fast aðsetur. A þessa stofnun skal gjald lagt, er sam- svari (sem mest) útsvarinu eptir efnum og ástandi, samkvæmt því er hæfa virð- ist eptir árlegri veltu og arði, án þess að tillit sje tekið til annara tekja eða eigna þess, sem í hlut á. Undanskildar þessu gjaldi eru allar þær stofnanir, sem eru til almennra þarfa og eigendurnir engan beinlínis arð hafa af. 4. gr. Um niðurjöfnun þessara gjalda, ef til þess kemur, borgun og gjaldheimtur, skal farið eptir reglunum í tilskipun 20. apríl 1872. 5. gr. f>essilög öðlastgildi i.janú- ar 1878. 12. Lög um gjafsóknir. — 1. gr. Gjaf- sóknir fyrir hjeraðsdómi, annarstaðar en í Reykjavík, veitir amtmaðurinn* í því amti, þar sem málið er höfðað. Fyrir yfirdómi og bæjarþingsrjetti Reykjavík- ur veitir landshöfðingi gjafsókn. — 2. gr. Gjafsókn má veita: 1. Snauðum mönnum, sem fátæktar-vottorð hafa frá hlutaðeigandi sveitarstjórn og sóknar- presti. 2. Kirkjum, spítölum og stofn- unum, sem ætlaðar eru fátækum til framfærslu. 3. Embættismönnum, sem boðið er að höfða mál. — 3. gr. J>á er beiðst er gjafsóknar, kemur málstaður beiðanda til álita. — 4. gr. Gjafsókn nær eigi að eins til aðalmálsins, heldur og til vitnaleiðslu og annara dómstarfa, sem af því leiðir. — 5. gr. Kostnaður af gjafsóknarmálum, sem eptir fullnað- ardómi á að greiðast af almanna fje, lúkist úr landssjóði. 13. Lög um fiskiveiðar þegna Danakon- Ungs, þeirra er eigi eru búsettir á ís- landi, þá er þeir veiða í landhelgi frá skipi. Hvert sinn, er skip frá útlend- um þegnum Danakonungs koma til landsins tilfiskiveiða í landhelgi, greið- ir skipstjóri í landssjóð 4 kr. af hverri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.