Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.09.1877, Blaðsíða 3
efnafræði, verkvjelafræði og verkleg búfræði. — 3. gr. Setja skal 2 kenn- ara við skólann; skólastjóri sje búfræð- ingur, og hafi að launum 1600 kr. auk afgjaldslausrar ábúðar á Möðruvöllum, en hinn kennarinn 1600 kr., auk hús- næðis. — 4. gr. Amtsráðið í norður- og austuramtinu skal hafa á hendi yfirstjórn skólans. — 5. gr. Kostnað allan til skólahúss- byggingar, skólans og stofnunar hans skal greiða úr landssjóði. — 6. gr. Ráð- herra íslands hlutast til um, að samin verði reglugjörð handa skólanum. 27. Lög um breytingu á gjöldum þeim, er hvíla á jjafnaðarsjóðunum. 1. gr. Kostnaðinn til viöhaldsfangahúsaþeirra, sem þegar eru byggð, eða byggð kunna að verða hjer eptir, og sem greiða ber úr jafnaðarsjóðum amtanna og bæjarsjóði Reykjavíkur eptir tilsk. 4. marzm. 1871 um byggingu hegning- arhúss og fangelsa á Íslandi, skal eptir- leiðis greiða úr landssjóði. — 2. gr. Kostnaður til sakamála og lögreglu- mála skal, að því leyti, sem hann ber að greiða úr opinberum sjóði, greið- ast hjer eptir úr landssjóði. — 3. gr. Sá kostnaður, sem leiðir af embættis- skoðunarferðum landshöfðingja, biskups og landlæknis, skal greiðast úr lands- sjóði. — 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1878, og eru þá af numdar allar eldri laga-ákvarðanir um greiðslu gjalda þessara, sem koma í bága við lög þessi. 29. Lög um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, veita sýslu- nefndunum vald til að gjöra samþykkt- ir fyrir hjeraðið um ýmisleg atriði, sem eru áríðandi fyrir fiskiveiðar á opnum skipum, svo sem um það, hver veiðar- færi og beitu skuli hafa við fiskiveiðar á hverjum stað og hverjum árstíma, og eins um það, hvort fiskilóðir og net megi að færu veðri og forfallalaust og af ásettu ráði liggja í sjó yfir nóttu, og hvernig lóða- og netalögnum skuli haga til þess, að fiskigöngum eigi sje varn að um skör fram eða handfæraveiði sje spillt. Svo má ogmeð samþykkt setja reglur fyrir niðurskurði fyrir fisk og slægingu á sjó. Með samþykkt máog banna niðurskurð á hákarli á opnum skipum um skemmri eða lengri tima árs. Sýslunefndin skal bera samþykkt- ina undir atkvæði hjeraðsmanna, þeirra er kosningarrjett hafa til alþingis, áþar til saman stefndum almennum fundi, og senda hana síðan amtmanni til stað- festingar, og lætur hann að því búnu prenta hana í Reykjavíkurdeild stjórn- artíðindanna. 30. Lög um rjettindi Ábæjarkirkju í Skagafirði. Kirkja þessi skal frá 6. júní 1878 njótasömurjettinda og aðrar kirkj- ur á landinu, þannig, að henni skal borga tíund, ljóstolla og legkaup sem öðrum kirkjum, og rennur það gjald í sjerstak- an sjóð kirkjunnar, er gæti sömu skyldna og aðrir kirkjusjóðir, en Goðdalaprest- ur skal fá 20 kr. úr landssjóði í upp- bótar skyni fyrir tekjurýrnun þá, sem þessi ákvörðun hefir í för með sjer. 95 Póstskipið „Valdemar" lagði af stað hjeðan 5. þ. mán., með marga farþega, þar á meðal Jón Sigurðsson alþingis- forseta og frú hans. „Forsetaminni". Sunnudagskvöldið 2. þ. mán. var herra Jóni Sigurðssyni al- þingisforseta drukkið skilnaðarminni í veizlusalnum í Sjúkrahúsinu af fjölda Reykvíkinga og nokkrum heldri bænd- um úr nærsveitunum. Herra alþingis- maður Halldór Kr. Friðriksson yfir- kennari mælti fyrir minni forseta, en forseti aptur fyrir minni íslands, með þessum orðum Staðarhóls-Páls að texta: „pað skal fram, sem stefnir, meðan rjett stefnir". Mörg önnur minni voru drukkin og var samsætið hið skemmti- legasta. Á undan forsetaminninu var sungið þetta kvæði, eptir síra Matthías Jochumsson: s ijá, hvar silfurfagur Situr Snæfells ás, Meðan drottinsdagur Deyr í vestri svás! J?ó að gráti gumar Gengur tímans hjól: Senn hið fagra sumar Sezt við jökulstól. Sjá, hvar silfurfagur Situr Snælands ás! Lífs hans ljósi dagur Líktist sumar-rás; Full af frægð og stríði, Fjöri, von og þraut, Fyrir land og lýði Lá hans grýtta braut. Krýni heill á hausti Hjartkær vin, þig nú! Guð hinn gæzkutrausti Geymi þig með frú. Ættlands augun fríðu, Elliprúði Jón! Ástar-angurbliðu Aldið signir Frón! Embættaskipan. Hinn 6. þ. m. veitti landshöfðingi brauðið Stafafell í Lóni síra PáliPálssyni Kirkjubæjarklausturs- presti (vígður 1861). Auk hans sókti, síra Björn Stefánsson á Sandfelli í Ör- æfum (v. 1873). Hinn 17. þ. m. setti landshöfðingi cand. theol. Steingrím Johnsen til að vera söngkennari við lærða skólann, og Jónas Helgason til að vera organisti við dómkirkjuna. Óveitt brauð. Kirkjubæjarklaustur í Vestur-Skaptafellssýslu, met. kr. 926,64. Augl. 11. þ. m. Embættisprófið á prestaskólanum. Spurningarnar í hinu skriflega prófinu í sumar voru: I biflíuþýðing: 1. Kor., 6.—9. - trúarfræði: að lýsa grundvallarvill- unni í Iærdómi kaþólskra um kirkjuvaldið og sýna áhrif þessa lærdóms á trúarlíf manna. - siðafræði: hver er hin rjetta skoð- un á eðli samvizkunnar ? hvernig er skoðun hinna Ræðutexti: vantrúuðu heimspeki í því efni háttað? og hvaða skaðleg áhrif geta þær haft á siðferðislegt líf? Matt. 25, 1.—12. f Pjetur Guðjónsson var fæddur á Hrafnagili í Eyjafirði 29. nóv. 1812; varð stúdent Bessastaðaskóla 1834, sigldi á Johnstrups Seminarium 1838 ogkom þaðan aptur fullnuma 1840. Eptir það stóð hann fyrir barnakennslu í Reykja- vík nokkur ár, var organisti við dóm- kirkjuna frá 1841 til dauðadags og söng- kennari í lærða skólanum frá því hann var færður til Reykjavíkur og til dauð- adags. |>ar hjá fekkst hann töluvert við málaflutning, var settur sýslumaður í Árnessýslu 1 ár, alþingismaður á nokkrum þingum, og stiptamtmanns- og landshöfðingjaskrifari í 25 ár. Öll- um þessum störfum gegndi hann með alúð og atorku, en nafnkenndastur er hann fyrir það, hversu vel og rækilega hann vann að eflingu og útbreiðslu söng- listar og söngmenntunar hjer á landi. Utförin fór fram 3. þ. m. og fylgdi mikið fjölmenni. Líkræður fluttu þeir dómkirkjupresturinn og síra Jens Páls- son í Arnarbæli, tengdasonur hins látna. — í grafskript sem Steingr. skáld Thor- steinsson setti honum, eru þessi niður- lagserindi: JP arðu vel, þú hrausta, hreina sál! Hyggjusterk með karlmannslundu djarfa, Guð þig hvíldi, hvíldar var þjer mál, Hún er Guðs gjöf eptir lífsins starfa: Samt er þungthið beiska dauðansboð, Burt því kvaddist hjeðan fyrr en varði Góður faðir, húss sins styrkust stoð, Stúrir sorgin yfir höggnu skarði. Hjarta trúfast hans í brjósti brann, Brigðlaust geð ei hirti sig að dylja; Enginn betri var í vina rann, Vinum er því sárt við hann að skilja. Jpví með harmi hann er borinn nú Hinnig þar er mold skal líkið byrgja, Jpangað kemur einnig siðar sú Sem að horfinn trygðavin mun syrgja. pegar húmið fellur yfir fold, Fylkja stjörnur sjer i næturheiði, pegar ríkir kyrð á kaldri mold, Kvennmynd hjúpuð svífa mun að leiði. Og hún hvíslar: „Hvíldu í friði rótt, Himinhljómar anda skemmti þínum, Minn þú varst og vannst með dug og þrótt Vel og lengi fyrir heiðri mínum". Söngsins gyðja svo þig kveður ein Síð und stjörnum þegar allir þegja, Svo er vígð þín heiðursminning hrein, Hjer á landi mun hún aldrei deyja. Við þitt leiði dyljast dísar spor, Disar andinn skal þó með oss vera, Sönglist hófstu sjálfur meðal vor, Söngsins vængir skulu nafn þitt bera. Fjárkláði hefir nú hvergi fundiztiöll- um rjettum á hinu grunaða svæði, svo að sannazt hafi. Grafningsmenn grun- uðu 2 kindur þar i rjettunum um kláða, sendu aðra þeirra lifandi og gæruna af hinni til Reykjavíkur til skoðunar land- læknis, og lýsti hann þær kláðalausar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.