Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 4
100 indanna 1877, 101.—104 bls., augl. amt- manns 3. júlí þ. á., og er þar svo fyrir lagt, að yfirsetukonur þær, er óski að verða skipaðar í þessi yfirsetukvenna- hjeruð, verði að senda bónarbrjef sín þar um sem allra fyrst til hlutaðeig- andi sýslunefndar.------Eptir fymefnd- um lögum getur engin orðið skipuð yfirsetukona, nema hún hafi notið kennslu og gengið undir próf annað- hvort á hinni konunglegu fæðingar- stofnun í Kaupmannahöfn, eða hjá land- lækninum í Reykjavík, eðahjeraðslækn- inum á Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri og Eskifirði, og skal hún hafa fengið skirteini um, að hún hafi tekið prófið. Yfirsetukonumar í Reykjavík skulu hafa notið kennslu á hinni konunglegu fæðingarstofnun. En fáist eigi lærð yfirsetukona í eitthvert umdæmi, má sýslunefndin með læknisráði setja þar til bráðabirgða yfirsetukonu, þó ólærð sje, ef hún er reynd að dugnaði, og veita henni laun, eins ogfyrir er mælt í lögum þessum, en það eru 40 kr. á ári í sveitum, 60 kr. í kaupstöðunum og Vestmannaeyjum, en 100 kr. í Reykjavík. t Jón Árnason, frá Víðimýri, dáinn 12. marz 1876. Nótt er á foldu, en nákaldur fer Næðingur fjalla með skýjanna her, Dunar í tindum, en helstjarna hlær Hrímköldu brosi, en leiptrar við sær — Norðurland þegir og þráir. Glymur í skeifu og glampar um hóf, Glatt er i tunglskini, dimmt er í gróf — ís er á vötnum, á ísnum er vök, Einum er búin sú helsængin stök, Koddarnir kaldir og bláir. Hart ríður einn yfir hrímgaðan flöt, Hvorki eru forlögin sein eða löt, Skugginn er fljótur á skelfingar leið, Skugginn af lífinu, gatan er breið ; Hörpur í djúpinu dynja —. Dynja með þrumum og dynja með söng Dagurinn styttist í hljóðanna þröng — Óðfluga þangað sem enginn kom fyr ! Örlagadísirnar standa við dyr, Tárin af hvörmunum hrynja. J>agnar i skeifu og hægist um hóf, Hesturinn sígur i opnaða gróf — Skugginn er horfinn, og skörinni hjá Skapadóm bárurnar dansandi slá — Norðurland þegir og þráir. J>ess hvarf í djúpið hinn þekkasti son, íþrautgóður ættjarðar styrkur og von, Ættmanna heiður og ástvina ljós, Allra sem fekk það í lífinu hrós: Að fengist hans jafningjar fáir. B. G. Hitt og þetta. — Vimiumaður segir bónda upp vist. -pað er leiðinlegt, þú skulir ekki vilja vera, Jón; jeg vil ekki almennilega missa þig. Hvað þykir þjer að hjá mjer?“ — „Jeg vildi gjarnan vera kyrr. Jeg þyk- ist ekki láta mjer vant. J>að er bara þrennt, sem mjer þykir vanta. J>að er meira kaup, meiri tóm- stundir og lykillinn að búrinu hjerna“. — Faðir ávítar son sinn fyrir iðjuleysi. „Hann faðir minn mátti aldrei sjá mig eina stund iðjulaus- an, sýnt nje heilagt, þegar jeg var á þínum aldri“ segir hann. — „Skárri var það nú faðirinn! “ segir strákur. — „Og hann var svei mjer margfalt betri en þinn, óræstið þitt“ segir karlskepnan. — Prestur: „Brennivínið er skæður óvinur, Jón minn“. Jón (sem var versti drykkjusvoli): „Stend- ur það ekki í biflíunni, að við eigum að elska ó- vini okkar, prestur minn?“ — Prestur: „Jú, enþað stendur hvergi, að við eigum að svelgja þá ofan i okkur“. — Hann: „Dæmalaust ertu falleg!“. „Hún: „Juikka fyrir komplimentin; mjer þykir lakast, að það er ómögulegt að gjöra þjer sömu skil aptur“. — Hann: „paðættirðu hægtmeð, efþú vildir segja ósatt, eins og jeg gjörði“. — „Yðar höfuðhár eru talin“. Enskur læknir, Wilson að nafni, hefir rannsakað lengi og vandlega hárvöxt manna. Hann segir, að svo teljist til að jafnaði, að á hverjum ferhyrningsþumlungi af hárramnum á höfði manns sjeu 744 hárræt- ur, og með því að víða spretti tvö hár upp r.f einni rót, megi ætla á, að hárin verði alls IOOO á ferhyrningsþumlungnum. Höfuðhárramur á meðal- manni fullorðnum er 120 ferhyrningsþumlungar, og tala hofuðháranna eptir því 120,000. (Budstikken)v — Enskur auðmaður einn i Liverpool hefir veðj- að 50,000 pd. sterling (900,000 kr.) um, að hann skuli fara fótgangandi frá Calais við Englandssund austur Frakkland, pýzkaland, Rússland og Síberíu, þaðan suður um Kína og síðan vestur Indland, Persaland, Rússland sunnanvert, suður í Miklagarð, vestur um Tyrkjalönd, Grikkland, Austurríki, Italiu og Fralrkland og vera kominn heim aptur eptir 6 ár. Hann lagði af stað I. júlí i sumar og á eptir því að vera kominn heim aptur I. júlí 1883. — I ensku blaði er skýrsla um mannfall og annað manntjón í styrjöldum þeim, er háðar hafa verið á tæpum 20 árum síðara hlut þessarar aldar. Fyrst er Krimstriðið 1853011856; i því týndu 750,000 manna lífi á vígvelli, af sárum eða úr sótt- um; í ítölsku styrjöldinni (1859) 45,000; í borgara- styrjöldinni í Norður-Ameríku (1861 til 1865) 800,OOO; í Sadowa-styrjöldinni (1866) 45,000. Herfarirnar til Mejiko, Kochin-Kina, Marokko, Paraguay o. s. frv. urðu 65,000 manna að aldurtila; ófriðurinn milli Frakka og Jjóðverja (18700171) 215,000, þar af 155,000 af Fröklcum, en 60,000 af J>jóðverjum. |>að er alls fram undir 2 miljónir manna, er styrjaldir þessar hafa fækkað mannkyninu um beinlínis. Krimstríðið kostaði 6,120 miljónir kr., ítalska stríðið 1,080 milj., borgarastyrjöldin i Norður- Ameríku 25,200 milj. kr., Sadowastríðið 1,188, stríðið milli Frakka og J>jóðverja 9,000 miljónir, Sljesvikurstríðið (1864) 126 miljónir, herfarirnar til Mejiko o. s. frv. 720 miljónir. J>etta verður alls 43,434,000,000 kr., og er það viðlika mikið og öll ríki í Európu og Ameríku hafa haft i tekjur í 8 til 10 ár hin síðustu saman talin. — í frakknesku blaði einu er reikningur yfir, hversu mikið hver hermaður kosti um árið i höf- uðríkjum Norðurálfu, og er það sem hjer segir: á Englandi 1600 kr., Rússlandi 800, Frakkiandi 800, í Belgíu 700, á Jýzkalandi 670, Tyrklandi 600, Ítalíu 600, í Danmörku 530, á Spáni 510, og í Austurríki 480. Á Rússlandi fara 34 af hundr- aði af öllum ríkiskostnaði eða öllum útgjöldum rík- isins á ári hverju til þess að ala herinn og halda herskipaflotanum við, á Englandi 33, i Frakklandi 32, í Danmörku 29, J>ýzkalandi 27, Tyrklandi 23, í Belgíu 21, i Austurriki 19, í Ítalíu og á Spáni 16 af hundraði. (,,Budstikken“). — Dómsforsetinn í hæstarjetti á Englandi („Court of Chancery“), hefir 240,000 kr. í laun á ári, og hinir dómararnir 120,000 og 100,000 eða þar á milli. Forsetinn í „Court of Queens Bench“, yfir- dómi í Lundúnum, er svo lieitir, 140,000 kr. og hinir dómararnir þar um 100,000 hver, en skrifar- arnir 6,000 til 14,000. Laun hjeraðsdómaranna á Englandi eru 30,000 til 40,000. kr. („Budstikken11). Auglýsingar. Verzlunarstaður til sölu. Verzlunarstaðurinn Bíldudalur, eins og honum er lýst í „ísafold“ IV 23, 1. f. m., fæst nú til kaups, og eru þeir, sem því vilja sæta, beðnir að snúa sjer til undirskrifaðs. Reykjavik, 4 október 1877. Guðm. Pálsson. „SÖNGVAR OG KVÆÐI eptir~Ján OlafssonEskifirði 1877. viii-j-200 bls. 8av. Kostar 2 kr. fram að nýári; eptir 1. jan. 1878 er verðið 2 kr. 50 a. Fæst í Reykjavík hjá póstmeistara O. Finsen og á ísafirði hjá hjeraðslækni þorvaldi Jónssyni. ATHUGASEMD. Út af ummælum ritstjóra ,,f>jóðólfs“ í síðasta bl. hans (5. þ. m.) um birtingu vora hjer í blað- inu á kvæði hans til Jóns Sigurðssonar 2. f. m. skulum vjer geta þess, að oss virtist sjálfsagt að hafa kvæðið eins og það var sungið í samkvæminu, prentað á lausu blaði, með því að verið var að segja frá samkvæminu og því sem þar gjörðist, enda megum vjer fullyrða, að vjer höfðum enga áskorun fengið frá höf. um að hafa það öðruvísi, og hefði auk þess eigi þótt hættulaust að hafa það eptir þjóðólfi, fyrir hans háskalegu prentvillna sakir, sem og sýndu sig á þessu kvæði. Aptur skulum vjer nú með ánægju gjöra það fyrir bænastað skáldsins, að skýra hjer frá viðbót þeirri og umbót, er hann gjörði á kvæðinu á eptir, eptir því sem í „þjóð- ólfi“ stendur. Á eptir 2. erindum var bætt inn nýju erindi og 3. (síðasta) erindinu breytt. Hljóða þau 2 erindi þannig: „Nú á öldungs enni Aptanroða slær Sem um Snjófell brenni Sólarloginn tær: Kvöldið krýnist sóma, Kveður heitan dag, Lofar nýjum ljóma Landi sigurhag. Heill, með horskum svanna! Heill, um gamlan ver; Heill, frá foldu fanna! Fylgi Drottinn þjer! Ættlands augun fríðu Elliprúði Jón! Sorgar sigurblíðu Signir aldið Frón“. Hefðum vjer sagt, að þ e s s i erindi hefðu verið sungin í samkvæminu, hefð- um vjer farið með ósannindi. Ritstj. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prentsmiðja „Isafoldar“.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.