Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 4
104 að bera hvortveggja ritin saman. Vjer höfum að eins lauslega litið yíir hið 17. bindi, sem nú er nýkomið út, og fundið hátt á annað hundrað af kon- ungsúrskurðum og stjórnarbrjefum, sem allt þangað til i sumar hafa verið hul- inn helgidómur öllum landsmönnum, bæði embættismönnum og öðrum, og af skjölum þessum eru sum næsta merki- leg og áríðandi á ýmsan veg, bæði fyrir hina veraldlegu embættisstjett yfir höf- uð, er á að þekkja og beita lögunum og úrskurðum stjórnarráðanna, og eins fyrir þá, er vilja kynna sjer til nokk- urrar hlýtar stjórnarhagi landsins um þessi ár, er þetta bindi safnsins nær yfir. Rúmið leyfir eigi að leiða ítarleg rök að þessu áliti, enda gjörist þess því síður þörf, sem hver og einn á hægt með að bera bæði söfnin saman og á þann hátt kynna sjer alla málavöxtu. f>ess viljum vjer að eins geta, að fyrir- sagnirnar um uppsprettur þær, erlaga- boðin eru runnin af, sem útgefandinn hefir samið og látið prenta á undan sjálfum lagaboðunum, eru að vorri ætl- an eitt hið mesta þarfaverk, og mgnu spara bæði vísindamönnum og embætt- ismönnum margfalda mæðu og fyrir- höfn um ókominn tíma, því með þeim hefir útgefandinn eins og lagt fram lyklana að öllum hirzlum þeim, er þeir þurfa að rannsaka og kynna sjer, er vita vilja með vissu sögu hvers laga- boðs eða þurfa að rannsaka einhver atriði þess nákvæmlega. Vjer höfum leyft oss að taka þetta atriði sjerstak- lega fram, því vjer ætlum, að slík vand- virkni og nákvæmni sje stök í sinni röð, og vjer þekkjum að minnsta kosti engin slík dæmi frá hinum almennu dönsku lagasöfnum. Vjer skulum að eins geta þess, að vjer fáum eigi betur sjeð, en að hin fyllsta ástæða sje til að halda hinu íslenzka lagasafni áfram, með sama fyrirkomulagi og sama sniði, sem að undanförnu, allt fram að þeimtíma, er Stjórnarcíðindin frá 1874 taka við, og vjer viljum af alhuga óska þess, að hinum heiðraða útgefanda mætti end- ast aldur og heilsa til að ljúka við hið merkilega lagasafn, sem fyrir óþreyt- andi starfsemi hans og atfylgi hins ann- ars útgefanda, meðanhans naut við, er nú þegar svo langt á leið komið; því viljum vjer og öfluglega treysta, að al- þingi enn sem fyr haldi fram upptekn- um hætti um fjárveitingu þá, sem nauð- synleg er til framhalds þessu fyrirtækí. HITT OG ÞETTA. — Svo er sagt, að meðal-göngumað- ur gangi í hægðurh sínum 16 000 fet á klukkustundunni á sljettum vegi. Hann leggur undir sig 30V2 þumlung í einu. þetta var reynt einhverstaðar fyrir eigi löngu á 60 mönnum í einu, og lagði sá stórstígasti undir sig 34 þuml., en hinn smástígasti 26V2 þuml.; hann gekk 14 400 fet á klukkustundunni, en hinn 17 600. — þ>ýzkur læknir einn nafnkenndur segir, að meðalmaður sje þumlung styttri á kvöldin en á morgnana, og að heil- brigður maður sje að jafnaði 3 pundum ljettari á sumrin en á veturna. Engin sköpuð skepna hefir jafnstóran heila og maðurinn, að tiltölu við annan vöxt; heili í manni, sem vegur 15 fjórðunga, er 6 pund, en í hundrað fjórðunga nauti er heilinn ekki nema 1 pund. þ>að er því eigi um skör fram, að talað er um „nautheimsku11. I likama mannsins eru alls^ag bein; 60 í höfðinu, 67 í boln- um, 62 í handleggjunum og höndunum, og 50 í fótunum. Hjartað dregst40oo sinnum saman á klukkustundunni. Blóð- ið í líkamanum vegur 15—25 pund og fer það allt saman 18 sinnum gegnum hjartað á klukkustundunni, með i25feta hraða á mínútunni að minnsta kosti, Á heilbrigðum manni fullorðnum slær líf- æðin 80—90 sinnum á minútunni, en á gömlum mönnum miklu sjaldnar, marg- opt eigi nema 60 sinnum. Enskur nátt- úrufræðingur segir, að á Englendingum vegi heilinn að meðaltali 4 7.-0 únzíur, á Frökkum 44.38, og á f>jóðverjum 42.gs. En auðsjeð er, að það er Englending- ur, sem komið hefir upp með þessa speki. — Árið 1876 bárust meira enþúsund miljónir sendibrjefa gegnum hendurnar á póststjórn Breta, og verður það 32 brjef á manníöllu Bretlandi hinu mikla og írlandi. Enn fremur 87 miljónir spjaldbrjefa (,,póstkort“) og 208 miljónir bóka- og blaða-böggla. Brjefunum hafði fjölgað um 5 af hundraði frá því ár- ið áður, og póstkortunum um 12 af hundraði. — Tyrkir eru kunnir að því síðan ó- friðurinn hófst í vor, að neyta allra bragða til að láta eigi fijettast, er þeir verða fyrir einhverjum áföllum í við- skiptunum við Rússa, og eins hefir sú raun á orðið optar en einusinni, að þeir skrökva upp sigurvinningum sjer til handa. í hvorumtveggja herbúðum, þeirra og Rússa, var í sumar framan af fullt af frjettariturum utan um allan heim, og er það sannfrjett, að Tyrkir meinuðu þeim ef þeir gátu að segja frá öðru í hraðfijettaskeytum, en efRúss- ar urðu fyrir einhverju áfelli eða biðu ósigur, svo að mennirnir komuzt í stand- andi vandræði, og urðu að koma sjer burtu úr herbúðunum. þ>að hefir jafn- vel sannazt á Tyrki, að þeir lugu upp á Rússa alls konar níðingsskap og hryðju- verkum, settu undir söguna nafn ein- hvers frjettaritara og sendu svo blaði hans. Var þessu svo trúað fyrst hjer norður í álfu, þangað til svikin komu upp síðar. Stundum gátu þó frjettarit- ararnir komið fram vilja sínum með vjelum. Meðal annars er frá því sagt, um einn Englending, er var staddur í herbúðum Tyrkja í Asíu í júnímánuði í sumar og þurfti að láta stjórnarherra Breta í Miklagarði vita af ósigri, er Tyrkir biðu þar eystra um þær mundir (16. júní). Hann vissi, að ef hann segði tiðindin með berum orðum, mundu Tyrkir ónýta skeytið á leiðinni, og hugs- ar sjer það ráð, að hann ritar í staðinn þessi orð : „Lesið 11. versið í 11. kapí- tula í Samúels bók“. Stjómarherranum þótti þetta hálfskritið skeyti, en hugsar þó að jafngott sje þótt hann fletti upp í biflíunni. þar stendur þá á hinum til- vitnaða stað, að Sál konungur hafi skipt liði sinu í þrennt og sigrað Ammóníta. Stjómarherrann rjeð undireins gátuna; það þurfti eigi annað en setja „Rússa“ fyrir „Sál“ og „Tyrki“ fyrir „Ammón- íta“. En svo leið hálfur mánuður, að eigi bárust aðrar fregnir af þessum ósigri Tyrkja, því stjórn þeirra leynir bæði soldán sjálfan og aðra slíkum tíðindum sem lengst hún getur. Annars furðaði menn á, að Tyrkir slcyldu þó lofa þessu skeyti að komast, og ímynduðu sjer helzt, að það væri því að þakka, að Tyrkir hefðu haldið, að þessi Samúel væri einhver voldugur peningakaupmað- ur, en þá eru Tyrkir all-smeykir við; þeir þora eigi öðru en koma sjer vel við þá, með því að þeim liggur opt á „krít“ hjá þeim. Leiðrjettingar. í miðdálki á 93- bls. 42. línu að neðan stendur: einnig skýrt frá efni þeirra, en á að vera einnig skýrt frá efni nokk- urra þeirra, ogí fremsta dálki á sömu bls. 18. 1. a. n. Allt hvað þú oss og vera f. Allt hvað þú oss varst og vera. A 91. bls. miðdálki Ql. línu að ofan 4 af þúsundi fyrir 4 a f hundraði. Auglýsingar. KARBÓLSÝRA verður fyrst um sinn seld í Apótekinu með lækkuðu verði, semsje: i—io pund 50 aura (pundið), 11—20 pund 45 aura, 21—40 pund 40 aura. Ilát fást í Apótekinu og verða tekin aptur með sama verði. Notkun- arleiðbeining fæst ókeypis. * * . * . —Jeg undirskrifaður hefi bæði brúk- að karbólsýru og olíusætu („Glycerin- dip“) á roitt fje, og er reynzla mín sú, uð hin fyrri er miklu kröptugra varnar- meðal gegn óþrifum í kindum en hin síðari. í það einasta skipti, sem við skoðun hefir fundizt færi- og fellilús í mínu íje, hafði jeg um haustið við haft olíusætu en ekki karbólsýru. Bessastöðum, 2. október 1877. Grímur Thomsen. —Af böðum þeim, sem hjer hafa verið við höfð, bæði gegn kláða og ó- þrifuni á kindum, álít jeg karbólsýru- baðið sem eitthvert hið einfaldasta og óhultasta. Reykjavíjc, 26. sept. 1877. Jón Hjaltalín landlæknír. —Eptir þeirri þekkingu og reynslu, sem vjer höfum á þeim baðlyfjum, sem hafa flutzt hingað til landsins, erum vjer sannfærðir um, að karbólsýra blönd- uð svo sem dýralæknir Snorri Jónsson hefir fyrir lagt, eru hin beztu baðlyf á sauðíje, hvort heldur er til lækninga eða þrifa. Reykjavík, 25. sept. 1877. H. K. Friðriksson. Ritstjóri: BjÖM JÓnSSOII, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar11.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.