Ísafold - 19.10.1877, Page 1

Ísafold - 19.10.1877, Page 1
Isafold. IV 27. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 25. sept. 1877. Ófriðurinn. Eptir júlíhríðirnar (21. og 22.) varðheldur kyrrtum á vígsvæðinu á Bolgaralandi það eptir var mánaðar- ins og til miðs ágústmánaðar. Rússar höfðu fengið drjúgt skarð höggið i her sinn, sem þurfti að fylla, og sáu sjer ráðlegast að búa sig tryggilegar til næstu atreiðar að vesturher Tyrkja. En á hinn bóginn þótti Tyrkkjum sem mest undir, að reka þann herfleyg aptur, sem svo Íangt var suður genginn, og búast sem vandlegast við nýjum sóknum að Plevna og stöðvunum í námunda við þann bæ. Mesti óleikurinn varð Tyrkjum sá, að Gurko hershöfðingja (sjá „ísafold“ IV 23.) hafði tekizt að hrekja lið þeirra úr alfaraskarði því um Balkan, er Sjipka heitir, og láta lið sitt setjast þar á vörð og búa sjer þar rammlega vígi. Tilað vísa Rússum aptur yfir Balkan hafði soldán kvatt að vestan, frá landamær- um Svartfellinga, Soleiman pasja, með mestan hluta liðs, þess er hann stýrði. Með 20—30 þús. manna rjeðst hann á herdeildir Rússa þar syðra (hjá Jeni Sagra.þorpi, er svo heitir) og stökkti þeim norður að fjöllunum eptir mann- skæða orustu. Lið Gurkos settist þá í leiðarskarðið, sem fyr er nefnt, og önn- ur fleiri, og hjer varð Suleiman að láta staðar nema að sinni. þ>egar hann hafði fengið meiri liðskost, og þeir höfðu líka dregið meira lið að sjer, Mehemed Ali (aðalforinginn í kastalahverfinu) og Os- mann pasja, tóku allir senn til sókna — eða því nær. Rússar höfðu sjeð það mót á hreifingum aðalhersins (Tyrkja) fyrir austan, að keisarinn og foringja- sveit hans flutti sig frá Bjela og tók sjer vistarstöð þrem mílum vestaríbæ, er Gornji Studen heitir. 20. ágúst ljet Mehemed Ali taka til sókna að for- varðadeildum Rússa nálægt Rasgrad (í suður frá Rústsjúk) og Eski Djúma, nokkuð sunnar. Rasgrad liggur fyrir vestan eystri kvísl Lómár, sem rennur fram hjá Rustsjúk f Duná. Rússar veittu ekki lengi viðnám á neinni þeirra stöðva og hrukku sumar deildir þeirra undan vestur á milli Lómár og Jantra- fljóts, nokkuð vestar. Fyrir vestan þá á er Bjela. þ>á daga urðu víðar at- burðir með forvarðardeildum, en orustu mátti að eins kalla viðskiptin við Djúma, og hjer biðu Rússar allmikið manntjón og misstu 2 fallbyssur. Eptir það varð ekki mikið um viðureignir á þeim slóð-1 Reykjavik, föstudaginn 19. októbermán. um til 30. ágúst. þá ljet Mehemed Ali lið sitt halda vestur yfir Lómá. Hjer sló í harða orustu, og lauk við það, að Rússar lögðu á flótta. þeir misstu hjer talsvert, en vart svo mikið, sem Tyrk- ir segja (9000 manna). það er sann- frjett, að Mehemed Ali hefir sfðan smám- saman hrundið fram deildum sínum, en Rússar þokað undan og allt vestur yfir Jantra. 21. ágúst sóttu Tyrkir (deildir af Osmanns her) f suður frá Lóvatz eða Lóftsja (fyrir sunnan Plevna) að her- stöð Rússa við bæ, er Selví heitir. Hjer var fyrir liði Rússa sá hershöfðingi, sem Mirski (fursti) heitir, og tókst honum að stökkva Tyrkjum aptur. Nú varð hlje á sókn þeirra nokkra daga, eða til mánaðarloka. 31. ágúst gerðu her- deildir Osmanns nýtt áhlaup og stóð sú orusta allan þann dag með miklu mann- falli. Tyrkir urðu enn að hörfa aptur til vfggirðinga sinna, og höfðu látið 2 —3 þúsundir manna. Rússar sóttu upp eptir þeim að Lóvatz, oghjer varðvið- takan hin harðasta 2. og 3. september. þeir hersforingjar, er rjeðu sókninni að vígsstöðinni, hjetu Emerchinsky og Skó- beleff, og tókst þeim loks að ná henni eptir harðfengilegasta atvígi, en hins þarf ekki að geta, að mannfallið varð ógurlegt f hvorutveggja liði. Við þetta urðu þau umskipti, að Rússar fengu þar stöð til sóknar að Plevna sunnan- verðri, sem hinir höfðu staðið til vama. þeir þokuðu nú og her sínum nær að austan, en um sama leyti (fyrstu dag- ana f sept.) hjelt her Rúmena suður yfir Duná og átti ásamt einni herdeild Rússa að sækja Plevna að norðan. Vjer hverfum nú hjer frá að sinni og suður að skarðinu, sem fyr var nefnt. Hjer hafa atvígin—eða rjettara sagt, hermorðin— orðið með þeim fádæmum, að því ó- trúlegra mundi þykja, sem sannara væri af sagt. Rússar höfðu fátt lið hjer fyrir í fyrstu, eða eptir sögn þeirra sjálfra ekki meir en 3000 manna. Aðrar sög- ur segja 6000. Soleiman pasja ljet her sinn byrja sóknina 21. ágúst. þann dag og hinn næsta gjörðu Tyrkir tíu áhlaup á vfggarða Rússa, en urðu reknir aptur í hvert skipti. Svo fór og hinn þriðja dag, og var þá barizt frá aptureldingu til hádegis. J>ann 24. tóku hvorutveggju hvíld, og komu undan svo miklu af særðum mönnum, sem yfir varð komizt. þann 25. byrjaði leikurinn að nýju, og þá hafði nær, að Tyrkir gætu komizt fram hjá Rússum og að baki þeim í skarðinu, en í því bili sást til ferða að norðan. f>að var 105 1877. hjálparlið Rússa, sem hjelt óðfara til vetfangsins og kom frá Gabrova, syðstu herstöð þeirra á sóknarlínunni fyrir norðan Balkan. Við þetta hurfu sveitir Soleimans enn aptur; en dagana næstu hjelt hann sókninni áfram, og gekk svo fram með köflum allan fyrri hluta septembermánaðar, þar til honum tókst að ná fastri stöð og hlaða sjer vfg- garða uppi í skarðinu andspænis víg- gyrðingum Rússa. þar heyjast hvoru- tveggi enn við, og það er svo að sjá, sem Soleiman ætli sjer að berjast til þrautar. Sagnir segja, að atrennurnar, unz svo vannst á, hafi kostað Tyrki 16,000 manna, fallinna og særðra, en Rússa allt að 7—8 þúsundum. J>að hefir sýnt sig hjer sem víðar í þessu stríði, að hvorugir horfa í manns lífið eða halda spart á liði sínu, þar sem þeir vilja láta undan sjer ganga. f>ó Tyrkj- um liggi mikið á að reka hina úr skarð- inu, vfta skynberandi menn Soleiman fyrir ofurkappið og segja of miklu til varið, þó ráð hans hefði tekizt. Val- fallið f Sjipkaskarðinu hefir gjört það að sannkölluðum dal dauða og rotnun- ar. Hjer hefir verið vaðið í blóði, og hjer hefir valköstum verið hlaðið, sem kallað var í fymdinni. Ferðamenn og aðrir tala um dældir og granda þakta mannabúkum, um nádaun og fýlu, svo vart sje viðþolanda, en yfir uppi mor hræfugla og hrafna, svo vart sjái f heið- an himin. Hver mundi ætla, að slíkt efni mætti fá á vorum tímum í rjettan skálmaldarkveðskap í Evrópu? Nú hverfum vjer aptur að Plevna, en að svo komnu hafa Rússar látið meira ganga hjer í súginn, en því svarar sem þeim hefir unnizt á. 7. september hófu Rússar sóknina með stórskotum að út- vígjum Tyrkja, og hafði Rúmenaherinn forsöng f þeirri messu, en Rússaliðið var þá dáltið fjærri og tók ekki undir til muna fyrr en nokkru fyrir miðjan morgun daginn á eptir. Stórskota- hrfðinni hjeldu bandamenn áfram í þrjá daga, en tóku til áhlaupa á vfgin hinn fjórða dag (þriðjudag 11. sept.). Að sunnanverðu hröktu Rússar Tyrki úr þremur vígjum, ogað norðaustan tókst bandamönnum að ná helzta útvlginu, sem Grivitsa er kallað. Hjer stóðu Rúmenar helzt að í sókninni og fengu bezta orðstfr fyrir framgöngu sína. Al- staðar höfðu Tyrkir staðið svo fast fyrir, sem á berg væri lostið, og gjörðu þeg- ar hinn næsta dag (miðvikudag 12. sept.) grimmilegustu atrennsli að ná aptur stöðvum sínum í úthvirfingi vígjanna.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.