Ísafold - 19.10.1877, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.10.1877, Blaðsíða 4
108 vetur meira eða minna komnar upp á náðir annara hjeraða á landinu, sem bet- ur eru stödd að efnahag til og eigi hafa orðið fyrir neinum áföllum hin síðari árin. f»að er vitaskuld, að slíkar bón- bjargir eru neyðarúrræði, allra helzt þar sem menn eru víða um land áður bún- ir að gefa töluvert í þessu skyni (ísfirð- ingar mest), en mjög er hætt við, að þar að rekiþó í vetur, að þeirra verði að neyta. Enda munu menn vera fam- ir að búast við því sumstaðar. þannig hafa nokkrir Dalamenn tekið sig sam- an þegar eptir ijettirnar í haust um að reyna til að útvega þar innhjeraðs lof- orð fyrir gjöfum í kindum til skurðar, er Sunnlendingar skildu sækja sjálfir, og hafði síra Jakob Guðniundsson á Sauðafelli, er mun hafa verið aðalhvata- maður og forgöngumaður þessa dreng- ilega fyrirtækis, þegarútvegað 2okind- ur í sínum hreppi, er póstur fór þar um síðast, og ljet amtmaður eptir áskorun hans senda menn hjeðan vestur til að sækja þær og það sem gefið kynni að verða i öðrum sveitum þar vestra. Með því að eigi er ólíklegt, að fleiri hjeruð kynni að vilja fara að hinu lof- lega dæmi Dalamanna, setjum vjer hjer áskorun þá, er frumkvöðlar fyrirtækis- ins sendu öllum hreppsnefndunum í sýslunni: ,,þ>ar ekki heyrist annað af suður- landi enn þá, en að hið sama aflaleysi haldi þar áfram, þá lítur út fyrir, að þar verði mjög mikil bágindi í vetur meðal hinna fátækari, sem ekkert hafa af að lifa nema sjávaraflann. Vjer teljum því víst, að í vetur komi áskoranir til fjarlægra sveita um, að ijetta þeim hjálparhönd. Af því vjer þykjustum sannfærðir um, að sýslubúar vorir vilji ekki verða með öllu annara eptirbátar í þvf, að hjálpa þessum nauðstöddu bræðrum vor- um syðra, en vitum líka, að þegar komið er fram á vetur hefir almenn- ingur ekkert fyrir hendi að hjálpa með, þá álítum vjer það haganlegast, að þeir sem engin ráð sjá til að geta hjálpað með peningum, vildu lofa kindum í haust með því skilyrði, að sunnlending- ar sæki þær sjálfir undir umsjón yfir- valdanna þar. Vjer skorum því hjer með á hrepps- nefndirnar í Dalasýslu, að þær núþeg- ar fari þess á leit við hreppsbúa sína, að þeir, hver eptir efnum og ástæðum, lofi einhverri hjálp í haust í peningum eða kindum, til hinna bágstöddustu í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykja- víkurbæ, eptir því sem hveijum er hæg- ast, og að það yrði undinn svo bráður bugur að þessu, að loforðalistarnir úr hverjum hreppi gætu verið komnir til póstafgreiðslumannsins í Hjarðarholti í Dölum fyrir 4. október næstkomandi. Vjer látum þess getið, að vjer munum hið bráðasta mælast til við sýslunefndina í Mýrasýslu, að hún hlut- ist til um, að reyna að fá samskot það- an úr sýslu, handa hinum bágstöddustu á Akranesi. Sýslumaðurinn í Strandasýslu mun fara þess á leit við Strandasýslubúa, að rjetta hinum bágstöddu sunnlending- um hjálparhönd“. jVLAN. in ástkæra vina með augun sín blá, Sem öllum er meyjunum skærri, A sóleyjagrundinni situr mjer hjá, En sólinni vist er hún mærri. Hún ástina fögru i brjóstinu ber Og brosið á vörunum guðdómlegt er. Og hún er svo glaðleg og hún er svo frjáls Sem liverfandi sumardags blærinn. Hún leggur mjer saklausar hendur um háls, í huganum segir þá mærin: Minn vinurinn eini, jeg ann þjer svo heitt, J>ú elskar mig lika, við tvö erum eitt. V. Á. HITT OG- í>ETTA. — Hólmgangan. í fyrra vor kom til Parísar kvennmaður, er orðin var nafnfræg um allan Vesturheim fyrir ævintýri þau, er hún hafði komizt í. Hún strauk burt frá foreldrum sínum á Englandi 15 vetra gömul, tók með sjer 200 pd. sterling í peningum, fekk sjer karlmannsföt ogrjeð sig fyrir matsvein á kaupfari, sem ætlaði til Vesturheims. Eptir það varð hún búðarsveinn og síð- an hrossaprangari; loks flæmdist hún til Buenos Ayres, komst þar inn í her- inn og varð innan skamms sveitarfor- ingi. Hún varð ósátt við einn af hin- um foringjunum og skoraði hann á hólm, og vóg hann. fegar farið var að fletta líkið klæðum, fannst á því skjal, sem sýndi, að hinn vegni var bróðir veg- andans, stúlkunnar. Hafði hann farið burt úr föðurhúsum þegar hún var á öðru árinu og þau aldrei sjezt síðan. Hún varð öldungis úrvinda út úr þessu hörmulega slysi, leitaði á fund biskups og sagði honum frá öllu saman. Hann sá aumur á henni og hjet að friðmæla hana við foreldra hennar. Hún var á öðrum um tvítugt, er þessi saga gjörð- ist, og er svo lýst, að hún hafi verið meðalkvennmaður á stærð og fríð sýn- um, bliðleg á svip og hæglátleg, og hógvær í framgöngu; mundi því fæst- um hafa til hugar komið, að hún hefði svo margt braskað á æfinni. Auglýsingar. G 011 „cylinder“-úr er til sölu með þriðjungs afslætti. — Ritstj. „ísafoldar“ vísar á seljanda. í sambandi við auglýsingu mína frá 30. ágúst þ. á. vil jeg þjónustusamlega brýna fyrir öllum hreppstjórum og skoð- unarmönnum í Borgarfjarðar-, Kjósar- og Gullbringusýslum, Reykjavíkur- kanpstað og vestari hreppum Árnes- og trúlega af hendi. Undanfarnir tveir vetur eru fullkomlega búnir að sanna, að eina ráðið til að fá vissu fyrir út- rýmingu kláðans eru strangar fram- kvæmdir á böðum þeim á öllu kláða- grunuðu fje, sem fyrirskipuð er í tilsk. 5. janúar 1866. Menn mega ekki láta það villa sjónir fyrir sjer, að ekki hefir fundizt kláði i rjettum í haust, svo að sannað hafi verið. Afleiðingin af því getur að eins orðið sú, að allt svæðið milli Brúarár og Hvítár verður að á- lítast jafn grunað. Líkumar verða þvi alstaðar í vetur á þessu svæði jafnmikl- ar fyrir því, að kláðavottur sá eða tor- tryggileg óþrif, er fyrir kynnu að koma, sjeu af hinum sóttnæma fjárkláða. En það er vel tilvinnandi fyrir hvern bónda, að baða nú í haust áreiðanlegu þrifa- baði, tilþess að komast hjá að baða 2 kláðaböðum á útmánuðum í vetur. Lögreglustjórinn í fjárkláðamálinu. Reykjavik, 18. okt. 1877. Jón Jónsson. Olíusætubað (glycerine-dip). Nægar birgðir af þessu ágæta prifabað'i handa alls konar skepnum eru nú komnar til Magnúsar frá Bráðræði. í prentsmiðju „ísafoldar“ er nú verið að prenta: #DÝRAFRÆÐI, eptir fíenedikt Gröndal; STEINAFRÆÐI og JARÐARFRÆÐI, eptir sama; LANDAFRÆÐI, eptir Ed. Erslev, íslenzkaða og aukna af Páli Melsteð. Bækur þessar munu verða um io arkir hver, bækur Gröndals í meðal- áttablaðabroti, en landafræðin í litlu áttabl.broti. Dýrafrœðin og Steinafrœðin (ásamt jarðarfræðinni) verðameð myndum, og munu kosta i1/2—2 kr. hvor, en verðið á Landafræðinni, sem einkum er ætluð alþýðuskólum og til undirbúnings undir latínuskólann, sam- kvæmt hinni nýju reglugjörð, verður kringum 1 kr. Prentuninni á bókum þessum öllum mun verða lokið um miðjan vetur, og eru þeir, sem kaupa vilja, beðnir að láta mig vita það sem fyrst, og eins, hvort þeir óska þær sendar þegar með fyrstu póstferð eptir að þær eru komn- ar út, eða þá hvenær og hvernig. Reykjavík, 18. október 1877. Björn Jónsson. „FRAMFARI“ er ókominn hingað enn og hefir ekkert til hans spurzt. sýslu, að ganga sem bezt fram í því að leysa hið fyrirskipað bað dyggilega Ritstjóri: BjÖm JÓHSSOn, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar1.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.