Ísafold - 30.11.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.11.1877, Blaðsíða 2
118 sem Rússar efldust þvf meir að liði, sem lengra lengra leið fram, fór liðskostur Tyrkja þverrandi, því þeim vannst eigi aflinn til að fylla f skörðin eptir orust- urnar. í byrjun októbermánaðar hafði Michael stórfursti, eða hershöfðingi lians Loris Melikoff, 70 þúsundir manna til sóknar á hendur Múktar pasja, en hann mun vart hafa haft meira en 35—40 þúsundir. þegar hann varð þess var, að Rússar fóru að skjóta fram fylkingum sínum að stöðv- um hans, leitaði hann þegar að komast f nánd við kastalann. En áður það tókst, sló f bardaga f námunda við fell eitt, er Alladjar Dagh heitir. Miðfylk- ing Tyrkja stóð uppi á fellinu, en hjelzt þar ekki við fyrir áhlaupunum og stór- skotahríðinni. Rússar nutu hjer liðs- munar og tókst þeim að flevga her Tyrkja í tvo hluti. Sótti þá nyrðri og vinstri armur fylkingarinnar upp að Kars, og veittu Rússar þeim sveitum eptirför og felldu og handtóku af þeim ærinn fjölda. Sveitimar í hægri arm — eða hjer um bil þxjár höfuðdeildir1 — hröktust undan i aðra átt og urðu að kveldi umkringdar af Rússum. Hjer handtóku Rússar allan þorra þess liðs, og voru þar á meðal 7 pasjar. Her- fanginu fylgdu 32 fallbyssur. þ>ó greini- legar sagnir vanti enn af þeim úrslit- um sem urðu, þá er í öllum fregnum svo talið, að Tyrkir hafihjer látið rúm- an helming höfuðhers síns þar eystra. það mun sannfrjett, að Múktar pasja hafi náð að komast inn í kastalann, sem fyr var nefndur, en hafi þótt þar ótraust hæli og þvf kosið að leita lengra vestur, eða að Erzerum, öðrum höfuð- kastalanum f Litlu-Asiu. Seinustu frjett- ir segja, að Rússar hafi stöðugt elt hann og hent meira af mönnum hans. ísmael pasja hvarf lfka af sfnum stöðv- um í miðjum október, og lenti liði hans í bardaga á ýmsum stöðum við herdeild- ir Tergúkosoffs, sem hjer veitti eptirför. Ismael hraðaði svo ferðinni vestur, sem hann gat, til að sameina lið sitt við herleifar Múktars. petta mun hafa tekizt, því hraðfregnir, sem blöðin bera í því er vjer ritum þetta, segja svo frá, að Tergúkosoff og sá hershöfðingi fyrir herdeildum af vesturher Rússa (her I.oris Melikoffs), sem Heimann heitir, hafi fyrst ráðizt á sveitir Múkt- ars 2. nóvember og hrakið miðfylking hans af stöðvum. J>ví er bætt við, að hann hafi fengið skeinur í bardagan- um. Fjórum dögum síðar hafi Rússar veitt áhlaup á stöð þeirra Múktars og Istnaels við bæ, er Deve-Bojúr heitir og hrakið lið þeirra á flótta, en náð bæði herbúðum þeirra og vopnum. í ’essi orusta á að hafa staðið í q stund- ir. Ef allt sannast svo, sem af er sagt, þá er bágt að sjá annað, en að vörn J) Höfuðdeitdir 7'yrkja jnunu vart nema meiru en helmingi eða þrjðjungi deildanna hjá öðr- um þjóðum, er svo kallast (d i v i s í ó n i r) í hermáli. Tyrkja sje þrotin að mestum hluta þar eystra. Höfuðher Rússa umkringir Kars, og menn ætla, að kastalinn eigi skammt til uppgjafar. Frá Erzerum frjettist, að Kósakka-sveitir (riddaralið) sveimi þar f grennd við borgina, og þykjast borgarmenn afþví vita, að um- sáturstfmar fari í hönd. Af því öllu saman, er vjer höfum að framan sagt, má sjá, að mál Tyrkja i Armeníu og Litlu-Asíu er komið í mesta óefni. og hitt eigi síður, að allt hefir heldur dreg- ið fyrir þeim í óvænna horf á vígsvæð- inu í Evrópu. Plevna er umhorfin ó- vígum her (120 þúsundum manna), en þar til varnar vart meira en 50 þús- undir, svo að Rússum er kostur á að bíða þess, að hungur og skortur neyði Osman pasja til uppgjafar. Austurher Tyrkja er í klömbrum milli hersveit- anna, sem sækja suður eptir Dobrúd- sja, og hers keisaraefnisins, og í Sjípka- skarðinu hafa Rússar slagbrandað Tyrkjum leiðina til fulls og alls, en lúka þá upp þegar meiri her ræðst til innrása suður í Rúmilíu. Við það er og komið í sögnum blaðanna, að Rúss- ar safni nú hersveitum saman fyrir norðan skarðið (70 þúsundum), en all- mikið lið er þar þegar fyrir, og verð- ur afli Tyrkja þá rýr til varnar, sem þeir hafa í sunnanverðu skarðinu, ef sú herskriða ríður að þeim að norð- an. Menn ætla, að hjer að komi þó vart fyr en Plevna er á valdi Rússa- hersins. Ofan á allt þetta bætist, að Svartfellingar hafa unnið Niksik, þann kastala, sem þeir hafa svo lengi barizt til, og hafa nú tekið til sóknar á önn- ur vígi Tyrkja í Albaníu norðanverðri; að Serbarbúa svo lið sitt í ákafa, sem með þeim og Tyrkjum hafi engi friður komizt á, og að Grikkir hafa sama fyrir stafni. það er sem „smalmennið“ vilji ekki standa hjá, þegar „skógar- maðurinn“ verður að velli lagður, þvi annars mundi ósýnt hvað af hryti hverjum til handa, þegar fjeránsdóminn skal heyja. (Sakir rúmleysis verður niðurlag útlendu frjettanna að bíða næsta blaðs. Höfuðtíðindin í þeim kaflanum er ó- sigur stjórnarinnar á Frakklandi, Mac Mahons ográðaneytis hans, íþingkosn- ingunum í haust, 14. okt. Tjóðvalds- menn urðu það liðfleiri, að munar 120 atkvæðum. -— Með Dönum hefir það orðið tíðinda, að flokkur vinstri manna hefir i fólksþinginu sundrazt nokkuð, og fjárlög komizt á að oddvitum þeirra nauðugum). PÓstskipið Valdemar (Ambrosen) kom í gærmorgun; fór frá Höfn 11. þ. m., en kom þangað 4. Farþegjar: konsúl Smith, Einar Hjörleifsson skóla- piltur, Jónatan frá Eyðum (frá Ameríku) og 2 aðrir íslendingar frá Vesturheimi. -— Díana kom til Hafnar 26. f. m. — Engin póstskipsferða-áætlun tilbúin fyrir næsta ár. — Gufuskipafjelagið mikla, er á „Valdemar“, kvað hafa aftekið að láta sín skip fara norður fyrir land, svo sem alþingi stakk upp á (áætl. A). Ný lög. Hinn 19. f. m. fitaði kon- ungur undir þessi lög: 7. Fjárlög fyrir árin 1878 og 1879, og 8. Lög um bœjargjöld i Reykjavíkur- kaupstaff (sbr. „ísaf“. IV 24); — og 2. þ. m. undir: .9. Lög um breytingu á gjöldum peim, er livíla á jafnaðarsjóðunum („lsaf.“ IV 24), og 10. Lög um af nám ákvarðana um styrk úr landssjóði til útbýtingar á gjafa- meðulum. f Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður á ísafirði, varð bráðkvaddur á kaupmanna- samkundunni (Börsen) í Kaupmannahöfn 2. þ. m. Hann mun hafa verið sextug- ur að aldri. Hann var vafalaust lang- auðugastur innlendra kaupmanna hjer á landi og var það allt gróðafje; byrj- aði snauður þilskipaútveg — var þá sjálfur fyrir hákarlajagt sinni — og síð- an verzlun. Hann var orðlagður atorku- og þrekmaður, og ráðdeild og fyrir- hyggja að því skapi, traustur vinur vina sinna og höfðingi í lund. Hann var um hríð varaþingmaður ísfirðinga, enda ein- hver nýtasti og einlægasti þjóðvinur. Frá Nýja-íslandi. Nú er „Framfari“ loks kominn, 2 fyrstu blöðin, dags. 10. og 30. sept- Hann flytur fátt eða ekk- ert um hagi landa í Nýja-íslandi, og' er efnið nálega tómar frjettir frá öðrum löndum (af ófriðnum, úr Bandaríkjunum og Kanada, og hjeðan af íslandi); í fyrra blaðinu eru prentuð „bráðabirgða- lög prentfjelags Nýja-íslands“ og í hinu síðara „frumvarp til grundvallarlaga fyrir kirkjufjelag íslendinga í Vestur- heimi“. — Um miðjan október yfirgaf síra Jón Bjarnason ,.Budstikken“ í Minneapolis, er hann hefir veitt ágæta forstöðu í nærfellt 2 ár, og fluttist al- farinn norður til landa sinna í Nýja-ís- lands. — Jarl Bretadrottningar yfir Kanadalöndum, Dufferin lávarður, sá er hjer ferðaðist fyrir nál. 20 árum, heimsótti landa í Nýja-íslandi í haust, og bað þá hina nýju þegna sína vel- komna, og sýndi þeim beztu vinahót, og þeir honum í móti. Embættaskipan. Hinn 5. þ. m. veitti konungur Dalasýslu Skúla Magnússyni, sýslumanni Snæfellinga. Auk hans sóttu cand. juris Sigurður Jónsson og yfirrjettarmálfærslumaður Guðm. Páls- son. — Hinn 8. þ. m. skipaði konung- ur Jón yfirdómara Pjetursson forstjóra í landsyfirrjettinum og Magnús yfirdóm- ara Stephensen 1. dómanda. — 29. þ. m. veitti landsh. Húsavíkurbrauð síra Jóni þorsteinssyni, Mývatnsþinga presti. Aðrir sóttu eigi. Gripdeildir og aðrir óknyttir útlendra fiskimanna. Eptir greinilegri og áreið- anlegri skýrslu, er vjer höfum fyrir oss, hafa enskir fiskimenn goldið dá-laglega leigu fyrir veiði sína hjer við land á Austfjörðum í sumar: framið bæði sauða- þjófnað og innbrotsþjófnað. Sauðaþjófn- aðurinn var framinn í Bjamarey á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.