Ísafold - 05.12.1877, Page 1

Ísafold - 05.12.1877, Page 1
Isafold. IV 31. Reykjavík, miðvikudaginn 5. desembermán. 1877. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn. Frá Frakklandi. Nú eru kosningarnar um garð gengnar. það var bæði, að stjórnin hafði beitt öllum brögðum til að bera sigur úr býtum — skipað öll hjeraðaembætti mönnum úr sinu liði, lagt fyrir þá að koma taumhaldi sínu á fólkið, sem fremst mætti og svo frv. —, enda taldi hún vfst, að kosningarnar mundu færa henni nægan þingafla. Lið- ar hennar fjölguðu að vísu, en þjóð- valdsmenn hafa þó no atkvæða yfir- burði á hinu nýja þingi. Nú er talað um, að Mac Mahon muni verða neydd- ur til að taka sjer nýtt ráðaneyti, og verður það þó allt eitt, og að játa iðr- un sína yfir því, að hann reiddi svo hátt höggið ió. maf, þegar hann þótt- ist ætla að hrffa landið úr hremmiklóm byltingamannanna. Sumir i hans liði hafa sagt, að hann þyrfti ekki að hirða um fylgi fulltrúanna f neðri deildinni, en atfylgi öldungaráðsins væri honum einhlítt. En hjer eru þeir meinbugir á, að meiri hluti öldunganna er hvergi nærri traustnr, og svo kemur bráðum til kosninga fyrir */j þeirrar deildar. En þeir menn skulu kjörnir af „hjer- aðaráðunum“ — og einmitt í hinum ný- afstöðnu kosningum til þeirra hafa þjóð- valdsmenn haft fullkominn sigur. — Látinn er (27. sept.) Le Verrier, stjörnu- fræðingurinn, sem auk margra upp- götvana um gangleiðir jarðstjarnanna fann þá hina áttundu (Neptúnus) í voru sólkerfi. Frá Englandi. pað heyrist lítið af tilhlutan Englendinga í Miklagarði, eða þar eystra. Menn segja, að I.ayard sendiboði þeirra finni soldán opt að máli, og að hinum sfðarnefnda sje að þvf mesta hugnun. þ>að er satt, að Eng- lendingar hafa mikinn flota til taks þar eystra, ef þeir þykjast þurfa að láta til sinna kasta koma, en hitt þykir mjög undir hælinn lagt, hvort eða hve nær þeim þyki þá nauðsyn að höndum bera — einkum, ef engir vilja til hlutast með þeim. Sem stendurhafa þeirlftið um sig, láta líða og bíða, leika „sona lon og don“, því hjá þeim er nú þing- þögn, og veizlan enn f vændum í „Gild- ishöllinni“ (borgarstjóragildið), þar sem Disraeli er vanur að mæla einhver höf- uðskil um atgjörðir og vonir ensku stjórnarinnar. — í frjettaskyni getum vjer eins atburðar, sem um tíma varð að mesta umtals- og áhugaefni á Eng- landi. Lundúnamenn höfðu lagt fölur á og keypt af Egyptajarli eina afþeim strýtum frá fyrri öldum, sem liggja fallnar og sandi orpnar f námunda við Alexandríu. Strýtan var kölluð „Nál Kleópötru“. Til að koma henni á flot og svo yfir hafið til Englands, þurfti hugvitscáð við að hafa. þ>au lagði svo á maður, er John Dixon heitir, að hann bjó til afarmikið hólkskip úr járni utan um strýtuna, og f þessu nálhúsi var Nál Kleópötru drottningar látin fljóta yfir sjóinn. Allt gekk vel framan af með flutninginn, en í Biskayaflóa brast sá stormur á, að strýtuskipið slitnaði frá dráttarskipinu (Olga að nafni). f>eir menn (5), sem reyndu á báti að koma aptur tauginni á strýtuskipið, fórust í ósjónum — eða sú er ætlan manna —, og eptir það varð Olga viðskila við það til fulls, og hjelt við svo búið til hafnar. Seinna fann eitt gufufar strýtu- skipið á floti og bjargaði því inn á höfn (St. Ferrol) á Frakklandi. Skipsforing- inn heimtar ærna mikil bjarglaun, og um þau er nú þrefað, en hins er að vona, að þetta forngersemi komist alla leið, úr því það lenti ekki nú á marar- botni. — I.átinn er FoxTalbot (i7.okt.), 77 ára að aldri, sá er fyrstur fann ljós- myndan á pappír (fótógrafí; 1839). Frá öðrum stórveldum. Ríkisþing Prússa situr nú yfir málum sínum. f>ar er ekki minnst á austrœna mdlið. A þingunum í Austurriki hefir mönnum orðið um það fjölrætt, og hjer — eink- anlega f Pest — urðu ráðherrarnir að gera skil fyrir, hvert þeir stefndu. J>eir voru lengi tregir, en loks sagði Tisza (utanrikisráðh. Ungverja), að Austur- rfki ljeti engum hlýða að vinna lönd undir sig á Balkansskaga. f>etta þótti til Rússa mælt. Enn fremur bætti hann þvi við, að bæði jpýzkaland og Aust- urriki hefðu ráðið Rússum frá að hefja stríð við Tyrki. Menn spurðu þegar: „hafa Rússar þá ráðist til atfaranna móti hinna vilja? — eða með öðrum orðum: erþrfþætti strengurinn slitinn?“ — J>að er víst, að Austurrfkisstjórninni er farið að verða bumbult við sigur- vinningar Rússa, en það bætir ekki um, að sá kvis er upp kominn, að ný þrenn- ing sje að skapast, og hún standi sam- an af Rússlandi, J>ýzkalandi og Ítalíu. Formaður fulltrúadeildarinnar í Róma- borg, Crispi, var fyrir nokkru f Berlín, og fekk þar hugðarviðtökur. Blöðin hafa fleygt ýmsu um ferð hans og er- indi, sem befir kveikt þær getur, er nú yar minnzt á. Frá Danmörk. Síðan þingvarsett (1. okt.) og til þess fyrir fám dögum hefir lítið borið til þingtíðinda. Ráðherrarn- ir lögðu fyrir fólksþingið — auk fjár- hagslaganna fyrir komanda reiknings- ár — fjáráætlunina fyrir hið núlíðanda, og með henni sem fylgiskjöl bráða- birgðarlögin. Hún kom f 15 manna nefnd, og þarf þess ekki að geta, að allur þorri þeirra voru vinstrimenn. J>að kom hjer fram sem svo opt fyrri, að bandalag þeirra er ekki svo traust, sem við þarf, þegar stórræðum skal fram fylgja; því hjer brast það svo — og „hið sameinaða“ varð nú „hið sundr- aða“ —, að sumir rjeðu til að láta hvorttveggja fara sömu leið (þ. e. norð- ur og niður), fjárlögin og bráðabirgða- hneyxlið (Berg, Tauber, Albrechtsen), en hinir allir (meiri hlutinn meira hlut- ans), að skilja bráðabirgðarlögin frá hin- um (eptir uppástungu Krabbe, for- mannsins fyrir fólksþinginu), vísa þeim svo sjerlega aptur við fyrstu umræðu, og láta við það fjáráætlunina sjálfa ganga til annarar umræðu. Að þessu kom nú (6. nóvember), því hjer hlutu hinir ríkari að ráða. Nú var Danmörk án allra fjárhagslaga, og því bar minni hluti nefndarinnar (hægri menn), frum- varp upp til löglegra bráðabirgða (til 31. desember þ. á.). Hjer varð bráðan að að vinda, og það tókst með mestu herkjum, að það frumvarp komst fram samdægurs (8. nóv.) —, en þó fyrst eptir nefnda-samgöngu úr báðum þing- deildum —og hlaut undirskript kon- ungs um kvöldið (kl. 10). Holsteinn Ledraborg hafði framsögu af hálfu vinstrimanna og kvað máli þeirra í engu spillt, þótt menn legðu á þá leið- ina, er til samsmála ogfriðar kynni að liggja. Bráðabirgðarlögin nýju ein- skorðuðu engum leið, þegar ráðið yrði um sjálf fjárlögin (þ. e. þessa árs). Með þeim Berg lenti í skætingi og skút- yrðum. Hann (B.) þóttist ekki sjá ann- að ráð í því, er menn bærust nú fyrir, en að menn í raun og veru gæfu ráða- neytinu upp allar sakir, já bæðu það fyrirgefningar fyrir allt þráið, er sýnt hefði verið rikislögunum til varnar. Eitt væri víst, að menn lengdi líf ráða- neytisins um 1 íj.l ár, eða lengur. Sum- ir úr vinstra flokki urðu til að minna Berg á brigðulleik hans 1866 við grund- vallarlögin, en af ráðleysi forustumann- anna sumra það ár stæði ógæfan, sem siðan hefði orðið ríkari og ríkari í öllu stjórnarfarinu. J>að er í annað skipti á seinni árum, að qss þykir, sem vinstri 121

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.