Ísafold - 05.12.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.12.1877, Blaðsíða 2
122 menn hafi sýnt, hve laust það banda- lag er klínt saman, sem þeir hafa nefnt: Det forenede Venstre. — þaö fór á sömu leið með sökina af hálfu ríkisins (sem vinstri menn ljetu höfða) á hendur Hall og' Worsaa, fyrir gjfírræðisleufa fjár- afneyzlu til leikhússins í Kaupmanna- höfn, sem með hina (um Marmarakirkju- söluna), er áður var dæmt. Hvortveggi var dæmdur sýkn saka. —- I.átins er að geta O. L. Bangs, konferenzráðs, sem mun flestum læknum vorum kunn- ur, og ávallt hefir verið talinn með skör- ungum danskra læknisfræðinga. Hann var kominn á 90. árið, er hann dó 12. okt. (f. 27. júlí 1788). Reykjavik, 5. des-. 1877. ágan, sem vjer hermdum í síðasta bl. af gripdeildum, yfirgangi og oðnnn ó- knyttum útlendra fiskimanna hjer við land, er, svo sem kunnugt er, hvergi nærri eins dæmi. Slíkir viðburðir verða hjer nálega á hverju ári, og þeir fleiri en einn stundum. Iínda þarf raunar engan að furða svo mjög á því, þótt til sje misjafn sauður í mörgu fje, hin- um mikla fifikimannalýð af ýmsum þjóð- um, er hefst við umhverfis strendur landsins allmikinn kafla af árinu. En hitt má virðast meiri furðu gegna, að afbrotamenn þessir sæta sjaldan eða aldrei neinum vítum fyrir athæfi sitt. Vjer höfum lög og dómara til að dæma þá, ef í þá næst hjer, þrjú herskip til að hafa gætur á þeim og höndla þá, og stjórnin hefir erindsreka i heima- rikjurn þeirra til að reka eptir að þeir sjeu hirtir þar, ef undan dregur hjer; og þó er það varla nema svo sem i 20. hvert skipti, að sökudólgar þessir komast eigi undan maklegum málagjöld- um, og það jafnvel fyrir reglulega glæpi, að vjer nefnum eigi landhelgisbrotin. Hvernig stendur á þessu ? eða, hverjum er þetta að kenna? Ónýtum og hirðulausum yfirvöldum hjer á voru landi — er optast svarað —; hafnar- legum herskipanna, til þess að yfir- mennirnir geti skemmt sjer í útreiðum, veizlum og dansleikum o. fl.; fylgisleysi hinna útlendu stjórnar-erindreka, er mál- in komast í þeirra hendur, o. s. frv. það er eflaust nokkuð hæft í þessu; en þó miklu minna en orð er á gjört opt og tíðum. Að viðleitni yfirvalda og stjórnar til að ná rjetti landsmanna á hinum útlendu lögbrotsmönnum verð- ur að jafnaði árangurslaus, mun optast því að kenna, að vanrækt hefir verið að afla sjer sannana gegn þeim þegar þess er kostur og meðan þess er kost- ur; án þeirra er, sem við er að búast, öll rekistefna og öll fyrirhöfn yfirvalda og stjórnar í slíkum efnum árangurs- laus. Hjer heyrast t. a. m. á vorin sí- felidar kvartanir og kveinstafir um það, að hin útlendu fiskiskip sjeu inn á grunnmiðum, innan um net landsmanna, er þeir jafnvel muni taka fisk úr og skera og skemma, og jafnvel stundum fiska rjett að kalla upp í landstein- um. Og þótt fjöldi manna horfi á þetta dags daglega, komast hinir fram með þetta að ósekju, af því að menn van- rækja að afla sjer sannana fyrir því, sem sanna þarf, sem er: i. að hin út- lendu skip hafi fiskað í landhelgi (þ.e. nær landi en lög leyfa, eða skemmra undan en 3/í mílu, 3000 faðma), og 2. hvað'a skip hafi gjört það, þ. e. hvað þau heita, hvaðan þau eru o. s. frv. Sjeu þessi atriði, annaöhvort eða bæði, ósönnuð, er eigi til neins að hreifa kær- um út af landhelgisbrotum þessum. En það er margopt tómt hirðuleysi og framtaksleysi, að það er eigi gjört. Eyrra atriðið er bezt að sanna með því, að miða staðinn (blettinn), þar sem hin ólöglega veiði fer frarn; þá er ætíð hægt að mæla vegalengdina í land, eftil þess kemur. þ>essa er helzt þörf þegar litlu munarfrá landhelgismarkinu. þeg- ar fiskað er mjög nærri landi, svo að hver heilskyggn maður sjer, að það er í landhelgi, þarf eigi annað en nefna votta að því. En svo er eigi þetta nóg; það er, eins og þegar er á vikið, öld- ungis ónýtt, nema skipið, sem lögbrotið fremur, verði auðkennt. A því ríður því einna mest, að farið sje að eins og hreppstjórinn í i.oðmundarfirði: rituð vandlega upp nöfn, einkunnarstafir og einkunnartölur skipsins eða skipanna, er að veiðinni eru hinni ólöglegu, og nefndir vottar að þvi, að rjett sje ritað. Vitaskuld er, að töluvert muni þurfa að hafa fyrir þessu stundum — gjöra sjer ferð út að skipinu o. s. frv. —; en það ætti að þykja tilvinnandi, ef takast mætti að koma þessum óþolandi yfir- gangi af; og það hlýtur að takast smátt og smátt að mestu leyti, ef menn hafa samtök um þettu um allt land, i öllum veiðistöðum, þar sem útlendir fiskimenn halda sig nærri. Hafi landsmenn slík- ar sannanir í höndum, geta hinir með engu móti komizt undan sektum og bótum, annaðhvort hjer eða þegar heim kemur í þeirra riki. Og yrði slíkt al- títt, mundu þeir fara að hrekkjast. f>að er t. d. óhætt að reiða sig á, að þessi 6 skip, er voru með síldamet upp í landsteinum í sumar á Loðmundarfirði, komast með engu móti undan sektum fyrir pað, hvað sem hinu líður, beri það vitni fyrir rjetti, að svo hafi verið, sem vafalaust er innanhandar; en það er einmitt því að þakka, að hreppstjór- inn fór rjett að og gjörði skyldu sína. Stundum ber það við, að sögn sjó- manna, að hinir útlendu lögbrotsmenn hylja nöfn og einkenni á skipum sín- um, til þess að leynast. f>á mega lands- menn eigi hika við að fara út í skipin og draga frá skýluna, hvort svo sem hinum líkar betur eða ver. f>að er rjett og löglegt, og ekkert að óttast.—- Eins er auðvitað um hina ýmsu óknytti, er fiskimenn þessir útlendu sýna af sjer á landi. það ríður jafnan á, að sjá sjer strax fyrir sönnunum fyrir því (vottum), þar á meðal að setja svo á sig útlit lögbrotsmannanna sjálfra, að hlutað- eigandi þekki þá aptur, ef til kemur.— Væri þessa vandlega gætt, mundi miklu minna kveða að rjettleysi landsmanna fyrir yfirgangi hinna útlendu fiskimanna, sem svo mjög er um kvartað, og raunar eigi um skör fram. Að öðrum kosti eru slíkar kvartanir þýðingarlausar,semhver- jummanni hlýtur að liggjaíaugum uppi. Að því er vjer vitum frekast, hefir víðast um land verið tekið vel undir á- skorunina þá í sumar um samskot til að Ijúka við />ingvalla-pjóðhátíðarskuldina 1874, sem og sjá má á samskotaskrá þeirri, er prentuð er hjer síðar í blað- inu. Að vorri vitund kannast flestallir við, að sjálfsagt sje að hrinda sem allra fljötast af þjóðinni þeirri minnkun, að láta verða vandræði úr hinum lítilfjör- lega kostnaði, er þúsundárahátíðin og viðtaka konungs hafði í för með sjer. þ>ús- und - ára - há-tíð kemur ekki nema einn sinni á þúsund árum, — það er ó- hrekjanlegur sannleiki! — og að veita konungi vorum viðtöku höfðum vjer aldrei þurft fyrri i þúsund ár. Vjer höf- um sem sagt eigi orðið varir við neina tregðu eða ógeð á að leggja fram hinn litla skerf, sem á þarf að halda frá hverjum fyrir sig til þess að fylla eigi sta^rri mæli en hjer er um að ræða, og gjörum oss beztu vonir um að eigi líði á löngu áður en skuld þessi sje goldin og gleyrnd, svo sem nauðsyn ber til og virðing þjóðarinnar kallar eptir; enda væri oss íslendingum sannarlega mis- lagðar hendur að öðrum kosti, íslend- ingum, sem að maklegleikum eru orð- lagðir fyrir greiðasemi og hjálpfýsi, eigi einungis þegar á liggur, heldur og jafn- vel öldungis að nauðsynjalausu. Eða hvað mörgum sinnum 2,400 krón. ætli eigi eyðist á ári hverju í óþarfa greiða- semi, óþarfar veitingar við gesti og gangandi, og tímaeyðslu til að sitja yfir þeim? — En einn mikilsvirtur sóma- maður, sem vjer einmitt þekkjum að drenglvndi og góðfýsi, — vjer segjum það eigi í skjall-skyni eða af kurteisi, heldur af einlægni, — hefir hreift í Norð- anfara 2. f. m. hálfgildingsmótmælum gegn aðferðinni, sem valin hefir ver- ið til að ná saman þessu fje, upp í þjóð- hátíðarskuldina. Hann vill láta jafna kostnaðarleifunum niður á landið með valdi: annaðhvort af alþingi, eða þá landshöfðingja, amtsráðuni og sýslu- nefndum o. s. frv.; segir, að annars kostar lendi gjaldið allt á hinum dreng- lyndari. ]pað er satt líklegast; en væri þá nokkur ósköp, þótt svo væri? Svo er um allt, sem af góðfýsi og greiða- semi er af hendi látið, í góðum tilgangi Er greiðamaðurinn vanur að láta það aptra sjer frá góðgjörðum, þótt nábúi hans sje húski og svíðingur? Eða ætli hann sjái ofsjónum yfir því, sem hinn nurlar saman umfram hann fyrir þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.